Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 23
I
3
i
■
4
FRÉTTIR
FOLK
Doktor í
viðskipta-
fræðum
• Jón Þrándur Stefánsson lauk 6.
mars sl. doktorsprófi í viðskipta-
fræðum við Kobe
University of
Commerce í Jap-
an. Doktorsrit-
gerðin ber titil-
inn „HRM
architecture and
performanee: an
exploratory
study of the im-
pact of HRM
system and HRM praetices sel-
ection in local and foreign affiliated
companies in Japan“ og fjallar um
áhrif mismunandi stjórnunarkerfa í
starfsmannastjórnun á afköst og
framleiðni innlendra og erlendra
fyrirtækja í Japan.
I doktorsrannsókninni eru
stjórnunarkerfi sem notuð eru af
fyrirtækjum í Japan fiokkuð í fimm
mismunandi hópa miðað við áhersl-
ur í starfsmannastjórnun. Þessi
kerfi nefnast: eldra vestrænt kerfi
(old western HRM), nýr staðall
(new standard HRM), blandað kerfi
(hybrid), japanskt kerfi (Japanese
style HRM) og japanskt samvinnu-
áherslukerfi (cooperative Japanese
HRM). í því skyni að kanna hvort
einstök stjórnunarkerfi í starfs-
mannastjórnun hafi áhrif á afköst
og framleiðni fyrirtækja var starfs-
mannatengd framleiðni einstakra
kerfa metin að teknu tilliti til fram-
leiðni fyrirtækja, m.a. eftir stærð,
atvinnugrein og aldri.
Sýnt er fram á í rannsókninni að
samband er milli stjórnunarkerfa
og framleiðni í þeim fyrirtækjum
sem rannsóknin náði til. Framleiðn-
in er langmest í fyrirtækjum sem
nota nýjan staðal (new standard
HRM) en lökust í þeim fyrirtækj-
um sem leggja áherslu á japanska
stjórnunarhætti (Japanese style
HRM). Rannsóknin sýnir að fram-
leiðni fyrirtækja sem nota eldra
vestrænt kerfi (old western HRM)
eða blandað kerfi (hybrid) er nokk-
uð áþekk en þó mun lakari en hjá
þeim fyrirtækjum sem nota nýjan
staðal (new standard HRM). Fyrir-
tæki sem nota japanskt sam-
vinnuáherslukerfi (cooperative Jap-
anese HRM) komu næstverst út úr
rannsókninni en þó betur en fyrir-
tæki með japanska stjórnunar-
hætti.
I stuttu máli má segja að í
stjórnunarkerfinu „nýr staðall" séu
áherslur lagðar á sérhæfingu og
hæfni starfsmanna, m.a. hvað varð-
ar ráðningar, launakjör og sjálf-
stæði í ákvarðanatöku innan fyrir-
tækis. I fyrirtækjum með japanska
stjórnunarhætti er aftur á móti
m.a. lögð áhersla á fjölhæfni í stað
sérhæfingar starfsmanna og fram-
gangskerfi með starfsaldursáhersl-
um en lítil áhersla er lögð á að-
keypta sérfræðiþjónustu.
Aðalleiðbeinandi við rannsóknina
var dr. Kenichi Yasumuro.
Jón Þrándur Stefánsson er fædd-
ur 3. janúar 1966. Hann er sonur
Stefáns Ólafs Jdnssonar, fyrrv.
deildarstjóra í menntamálaráðu-
neytinu, og Elínar Vilmundarddtt-
ur kennara. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1985, B.S.-prófi í starfs-
mannastjórnun frá University of
North Carolina at Greensboro 1990
og MBA-prófi frá sama skóla árið
1992. Jón Þrándur er búsettur í
Japan og starfar sem aðstoðar-
prófessor við Otaru University of
Commerce.
Fréttir á Netinu
v§>mbl.is
_ALLTAf= ErrrH\SAG AIÝTT
Til sjóðfélaga
Hefur þú fengið iðgjaldayfirlitið?
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum
yfirlit yflr móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. mars til 31.
ágúst 2000. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina
júní til ágúst 2000 vanti á yfirlitið.
Yfirlit í séreignardeild!
Yfirlit hafa verið send til þeirra sem greiddu í
séreignardeild Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir
tímabilið 1. janúar til 30. júní 2000.
Mikilvægt að bera saman
yfirlit og launaseðla!
Hafír þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af
launum þínum í Lxfeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef
launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast
hafið samband við viðkomandi fyrirtæki og/eða
innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en
1. nóvember nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta
dýrmæt lífeyrisréttindi glatast.
'4~
Skoðanir
Austfírðinga
skiptar í
stóriðjumálum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Höllu Eiríksdóttur,
formanni Náttúruvemdarsamtaka
Austurlands:
„Vegna frétta um fund íslenskra
ráðherra og fleiri með talsmönnum
Norsk Hydro í dag, þar sem sagt er
að Smári Geirsson muni túlka við-
horf Austfirðinga til stjóriðjuáforma
í fjórðungnum, hefur stjórn Nátt-
úruverndai’samtaka Austurlands
sent Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra svohljóðandi skeyti:
Davíð Oddsson forsætisráðhen-a
Stjórnarráði íslands
Við Lækjartorg
Reykjavík
í fréttum Ríkisútvarpsins nú í há-
deginu, 5. október, var greint frá
fundi íslenskra stjórnvalda og fleiri
með Norsk Hydro í dag um stóriðju-
mál á Austurlandi. Sagt var að á
þessum fundi ætti Smári Geirsson
að túlka viðhorf Austfirðinga til
uppbyggingar stóriðju í fjórðungn-
um. Af þessu tilefni vill stjórn Nátt-
úruverndarsamtaka Austurlands
(NAUST) benda á að enginn ein-
hugur er um þetta mál á Austur-
landi og miklar áhyggjur meðal
margra Austfirðinga um afleiðingar
áformaðrar stóriðjuuppbyggingar
fyrir náttúru og mannlíf á Austur-
landi. Stjórn Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi túlkar engan
veginn hug allra Austfirðinga til
þessa umdeilda máls. Náttúru-
verndarsamtök Austurlands minna í
þessu sambandi á tillögu sína um
Snæfellsþjóðgarð.
Oskað er eftir að efni þessa skeytis
verði kynnt á fundinum með Norsk
Hydro.“
Tækniskóli íslands
REKSTRAR-
DEILD
Háskóli atvinnulífsins
Œ?
Rekstrardeild Tækniskóla íslands býður tveggja anna nám
í vörustjórnun og alþjóðamarkaðsfræði til B.Sc. gráðu að
loknu námi í iðnrekstrarfræði eða sambærilegu. Námið hefst
á vorönn 2001 og er frestur til að skila inn umsóknum til
16. október nk.
Áhersla er lögð á almannatengsl, vörumerkjastjórnun og
sértæka markaðfræðiáfanga þar sem athygli er sérstaklega
beint að áætlunum og rannsóknum. Þá er almennur markaðs-
og stefnumótunargrunnur styrktur.
Öll kennsla fer fram á ensku,
Vörustjórnun
Vörustjórnun byggir á stjórnun flutningakeðju, bæði vöru
og þjónustu, allt frá birgjum til viðskiptavinar. Námið tekur
til framleiðslu-, þjónustu- og markaðsmála með áherslu á
flutningatækni og dreifiieiðir.
Umsóknarfrestur er til
október2000
tækniskóli Islands
Höfdabakka 9, 110 Reykjavík, sími 577-1400, fax 577-1401, www.ti.is
Tækniskóli íslands er fagháskóli
á sviði tækni, rekstrar og
heilbrigðisgreina.