Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 26
26 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTÓNLIST
HELSTI snillingur raf-
gítarsögnnnar er Jimi
Hendrix sem lést fyrir
þrjátfu árum. Þrátt fyr-
ir það eru menn enn að
gefa verk hans út og í
seinni tíð hefur nokkuð
komið út af áður ðút-
gefnu efni og tónleika-
upptökum, aukinheldur
sem safnpiötum fjölgar.
Fyrir stuttu kom út
tvöfaldur safndisk-
ur með úrvali laga eftir
Hendrix. Á fyrri diskin-
um eru lög af þeim
þremur hljóðversplöt-
um sem honum auðn-
aðist að gefa út og úr
V upptökulotunum að
fjóðru plötunni sem
honum entist ekki aldur
til að ljúka við. Á hinum
diskinum eru sfðan átta L' i
lög úr ýmsum áttum,
flest tónleikaupptökur,
en flmrn Iaganna hafa
aldrei litið dagsins ljós.
Aukadiskurinn er til að
vekja athygli á væntan-
legum safnkasa, The
Jimi Hendrix Experi-
ence, en í þeim kassa,
sem verður fjögurra
diska, verður grúi laga
sem ekki hefur áður
komið út, 56 lög alls.
I %■ Utgáfan er að undir-
lagi fjölskyldu Hendrix
sem komst loks yfir
frumupptökur hans eft-
ir áralangt stríð og í
framhaldinu hefur
stefnan verið að gefa
allt sem til er út og þá í
þeim búningi sem
Hendrix skildi við lög-
in, en óprúttnir höfðu
talsvert gert af því að
baeta inn á upptökurnar
öðrum hljóðfærum og
jafnvel í allt öðrum stfl
og stefnu. Þannig eru
allar upptökur á safn-
skífunni sem hér er
gerð að umtalsefni
teknar af frum-
eintökum og mikið lagt.
í umbúnað allan til að
gera Hendrix sem
mestan sóma.
safn
DAVID gamli Bowie er enn að í
tónlistinni eftir rúm þrjátíu ár í
sviðsljósinu. Deildar meiningar
eru um frammistöðu hans saman-
borið við það er hann var upp á sitt
besta og gefst fágætt tækifæri á að
kanna það nánar þvi að í síðustu
viku kom út tvöfaldur safndiskur
með tónleikaupptökum frá því fyr-
ir langalöngu og í kaupbæti tón-
leikadiskur frá í sumar.
Afyi-ri safndiskinum sem er
átján laga má heyra að
Bowie er að leita fyrir sér í tón-
listinni og bregður fyrir sig
ýmsum stefnum og stílum. A
síðari diskinum er hann síðan
búinn að finna fjölina sína og
leikur meðal annars lög af sín-
um bestu plötum, Hunky Dory
og Ziggy Stardust, vel studdur
Mars-köngurlóm. Nítján lög eru
á þeim diski.
Með fyrsta skammti af pakk-
anum fylgir einnig tónleikadisk-
ur frá því fyrr á þessu ári, tek-
inn upp í útvarpssal í júní sl. Á
þeim diski er nokkuð hefðbund-
ið lagaval, en Bowie tekur meðal
annars fyrir Wild Is The Wind,
Ashes To Ashes, Absolute Be-
ginners, The Man Who Sold The
World, Fame og Let’s Dance
svo dæmi séu tekin, en alls eru
fimmtán lög á diskinum.
Bowie-fræðingar og -vinir
hafa fagnað útgáfunni mjög sem
vonlegt er en kveina þó yfir því
að ekki sé allt sem til er með
Bowie í fórum BBC gefið út.
Samkvæmt upplýsingum frá
BBC er líklega til tónlist á einn
disk til að minnsta kosti, en
einnig er eitthvað glatað af upp-
tökum. Ekkert á diskunum hef-
ur áður komið útí löglegri út-
gáfu og talsvert meira að segja
ekki í ólöglegri sem þykir í
meira lagi fréttnæmt. Þannig
hafa upptökur frá maí 1968
aldrei komið fyrir
eyru áður, enda var almennt tal-
ið að þær væru týndar. Það er
margra mat að Bowie hafi verið
bestur á Ziggy Stardust-tíma-
bilinu og með bestu hljómsveit
sína með Mick Ronson fremstan
í flokki. Upptökurnar með þeirri
sveit þykja og magnaðai- og eru
flestir á því að hinn ungi og
spræki Bowie taki settlegan
eldri Bowie í nefið meira eða
minna, enda gott færi á saman-
burði þar sem tónleikadiskurinn
frá árinu 2000 fylgir.
markaðsrokk
ÆKKÉ ROKKSVEITIN Placebo með þeim er þeir hittust á leið
vakti helst athygli á sín- í neðanjarðarlest í Lundúnum
um tíma fyrir það hve mörgum árum síðar. Þegar þeir
^ söngvari sveitarinnar tóku tal saman kom í Ijós að
ROKKSVEITIN Placebo
vakti helst athygli á sín-
um tíma fyrir það hve
söngvari sveitarinnar
var kvenlegur og glanna-
legar yfirlýsingar hans
um eigin kynhneigð urðu
síst til að draga úr þeirri
athygli. Með tímanum
áttuðu menn sig þó á því
að ekki var bara að sveit-
in væri merkileg útlits,
heldur tónlistin einhvers
virði.
Placebo er tríó en
kjarni sveitarinnar er
gítarleikarinn og söngvar-
inn Brian IVIolko og bassa-
leikarinn Stefan Olsdal.
Þeir félagar kynntust lítil-
lega í skóla í Lúxemborg,
en vinskapur tókst loks
með þeim er þeir hittust á leið
í neðanjarðarlest í Lundúnum
mörgum árum síðar. Þegar þeir
tóku tal saman kom í Ijós að
báðir voru að gutla við tónlist
og ekki leið á löngu þar til þeir
voru búnir aó setja saman
hljómsveitina Ashtray Heart.
Molko var þá þegar meó mikió
lagasafn í fórum sínum og þeir
tóku upp nokkur lög með
trommuleikaranum Steve
Hewitt, en þær prufur urðu síð-
ar grunnur að fyrstu Placebo-
plötunni. Hewitt treysti sér
ekki til að fara út í trommuleik-
inn í fullu starfi og eftir nokkra
leit gekk Robert Schultzberg
til liðs við sveitina. Þannig
skipuð og undir nýju nafni,
Placebo, lagóist sveitin í
ferðalög, meðal annars sem
upphitun fyrir Sex Pistols og
Weezer, og fékk mikla umfjöllun í
popppressunni bresku fyrir fram-
komu og yfirlýsingar Molkos.
1996 sendi Placebo frá sér
fyrstu skífuna. samnefnda henni,
og lag af plötunni, Nancy Boy, náði
mikilli hylli. Eftir stíft tónleikahald
áttuðu þeir Molko og Olsdal sig á
því aó trymbillinn stóðst ekki
væntingar og eftir nokkurt þref
réðu þeir Steve Hewitt í slag-
verkió, enda treysti hann sér nú til
aó sitja samfellt við settið.
Næsta skífa sveitarinnar, With-
out You I am Nothing, fékk góða
dóma og ekki skemmdi bráð-
skemmtilegt samstarf þeirra við
David Bowie í samnefndu lagi. Nýja
platan, Black Market Music, sem
kemur út um þessar mundir, þykir
svo enn til marks um að mikið sé í
sveitina spunnið, en sú breyting
hefur orðið á starfsemi hennar að
allir semja lögin en Molko textana.
r -
MIKIL gerjun er í tónlistinni vestan hafs, menn flétta þar
saman stefnum og straumum úr ýmsum áttum. Gott dæmi um
það er hljómsveitin Grandaddy en á nýrri skífu hennar, The
Sophtware Slump, má heyra allt frá bandarískri þjóðlagatón-
list í breskt glansrokk með viðkomu í öllum stílum þar á milli.
Fremstur meðal jafninga í
Grandaddy er söngvari
sveitarinnar, gítar- og hljóm-
mmmmmmmmmm borðsleik-
ari, Jason
Lytle.
Hann sem-
ur og öll lög
og útsetur;
_ hrærir
no Matthiosson saman ólík-
legustu hugmyndum héðan
og þaðan, billegum rafeinda-
tólum, rafrokki, bítlaröddun
og hverju eina sem honum
flýgur í hug. Kjarna Gran-
daddy skipa, auk hans,
bassaleikarinn Kevin Garcia
og trommuleikarinn Aaron
-f
Burteh en þeir hrintu sveit-
inni einmitt af stað sem tríói
fyrir átta árum. Síðar slóg-
ust í hópinn gítarleikarinn
Jim Fairchild og hljóm-
borðsleikarinn Tim Dryden.
Smám saman hefur tónlist
Grandaddy orðið flóknari og
stærri í sniðum þótt tilrauna-
keimurinn sé aldrei langt
undan. Sveitin er ættuð frá
Modesto, smáborg í Norður-
Kalifomíu. Þó að flestum
þætti Modesto vera í minna
lagi fyiir hljómsveit á frama-
braut búa þeir félagar allir
enn á sama stað og segja
óþarft að vera að flytjast í
stórborgir á tímum upplýs-
skífunnar svo: „Rafeinda-
tæki og ónýt heimilistæki
skrejda vegakanta í sveit-
inni, allsleysingjar með
farsíma og fjallháir haugar
af úreltum tölvubúnaði á
flóamörkuðum eru helsti
innblásturinn," en á skíf-
unni er einmitt eitt lag sem
er óður til brauðristar sem
lent hefur í raftækjakirkj-
ugarðinum Broken House-
hold Appliance National For-
est. Plötunni hefur verið
frábærlega tekið og víða til-
nefnd sem ein af tíu bestu
plötum ársins þó aðnokkuð
sé enn óútgefið.
ingahraðbrauta og gervi-
hnattasamskipta. „Þegar
verslunarrisarnir eru síðan
búnir að leggja undir sig
heiminn skiptir engu máli
hvar maður býr,“ segir Lytle
og bætir við að tæknin hafl
meðal annars gert honum
kleift að taka plötur sínar
upp heima og vinna þar.
„Það var mitt lán að lenda
strax í upptökustólnum þeg-
ar við byrjuðum og hef því
náð því betri tökum á upp-
tökutækninni eftir því sem
sveitin hefur þróast."
Um það leyti sem upptök-
um á Sophtware Slump lauk
sendu þeir félagar spólu til
útgáfu sinnar og varð uppi
fótur og fit þegar menn þar
heyrðu afraksturinn. Við
nánari eftirgrennslan kom í
ljós að áspólunni voru lög
sem þeim félögum þóttu ekki
nógu góð til útgáfu, uppsóp og
afgangar. Lytle segir sem
minnst um hvað hafi vakað
fyrir þeim með hrekknum,
helst að þeir hafi viljað hrella
útgáfuna lítillega til að menn
væru á tánum þegar rétta
platan bærist.
Sjálfur lýsir Lytle inntaki