Morgunblaðið - 08.10.2000, Qupperneq 24
, 24 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dollarar
o g spagettí
Italski leikstjórinn Sergio Leone gerði
svokallaða spagettívestra eða dollara-
myndir á sjöunda áratugnum en þeir blésu
lífí í vestrann, að sögn Arnaldar
Indriðasonar, áður en kvikmynda-
tegundin lognaðist út af.
VESTRINN er dauður.
Virðist ekki eiga heima í
nettengdum samtíma og
því verða vestraaðdá-
endur, sem ugglaust eru enn fjöl-
margir þótt þeim fari ört fækk-
andi, að fara á leigurnar og orna
sér við gamlar minningar af byssu-
bófum og þeysireiðum. Er þá ekki
verra en hvað annað að taka fram
þríleik ítalska leikstjórans Sergio
Leones, dollaramyndirnar eða
spagettívestrana A Fistful of Doll-
ars, For að Few Dollars More og
The Good the Bad and the Ugly.
Þær voru gerðar á árunum 1964 til
1966 og endurvöktu dvínandi
áhuga á vestrum á þessu tímabili
áður en þeir lognuðust alveg út af á
áttunda áratugnum og þeim
níunda; Unforgiven er líklega síð-
asti alvöruvestrinn.
Sviplaust andlit
Clint Eastwood gerði hann sem
kunnugt er kominn á efri ár en
þegar hann var yngri fór hann ein-
mitt með aðalhlutverkið í dollara-
myndunum þremur og hlaut að
nokkru leyti sitt kvikmyndalega
uppeldi hjá Sergio Leone. Italski
leikstjórinn var síðar kallaður
Guðfaðir nútímavestrans en ef það
er einhver sem hefur viðhaldið
áhuganum á hinni deyjandi kvik-
myndategund þá er það Eastwood.
Svo vestrinn á þessum tveimur
mönnum margt að þakka.
Leone var mikill aðdáandi amer-
íska vestrans sem var vinsælastur
á sjötta áratugnum; 34 prósent
allra frumsýnda bandarískra bíó-
mynda árið 1950 voru vestrar. En
hann vissi ekki hvernig nákvæm-
lega Leone - vestri átti að líta út,
eins og það er orðað í fróðlegri út-
tekt breska kvikmyndatímaritsins
Empire á dollaramyndunum þrem-
ur. Það var ekki fyrr en hann sá
Yojimbó eftir meistara Akira Kur-
osawa, sem fjallar um stríðsmann
(Toshiro Mifune) er selur þjónustu
sína stríðandi fylkingum í hinu
forna Japan, að Leone sá ljósið.
Honum datt í hug að breyta mynd-
inni í vestra.
Leitin að aðalleikaranum byrjaði
á einni af hetjum Leones, Henry
Fonda. Umboðsmaður leikarans
sagði við leikstjórann að Fonda
gæti „ómögulega leikið“ í mynd-
inni (Fonda lék aldrei í dollara-
myndunum en síðar þegar Leone
gerði stórmyndina Once Upon a
Time in the West fékk hann Henry
loks til að fara með aðalhlutverk
fyrir sig). Charles Bronson hafnaði
einnig hlutverkinu í fyrstu dollara-
myndinni og James Coburn reynd-
ist of dýr.
Því var það að Sergio Leone
settist niður í sýningarsal í Róm
árið 1964 að horfa á 91. þátt vestra-
seríu fyrir sjónvarp í Bandaríkjun-
um sem hét Rawhide. Einn af leik-
urunum í þáttunum var Clint
Eastwood. Hann var óþekktur að
mestu, ódýr og hafði í raun fátt
betra að gera. Leone var ekkert
sérstaklega hrifinn af framgöngu
hans í þættinum og talaði um
„þennan mann með sviplausa and-
litið í ömurlegri mynd um beljur".
Eastwood hafði leikið í þáttun-
um í fímm ár kúrekann knáa
Rowdy Yates, sem fyrst og fremst
hafði það hlutverk að draga ungar
konur að sjónvarpsskjánum.
Leikarinn vildi gjarnan breyta
til og flaug til Rómar og þaðan til
Spánar þar sem myndin var að
mestu leyti tekin. Það var ekki lúx-
usnum fyrir að fara á þeim árum.
„Við höfðum ekkert rafmagn," er
haft eftir Eastwood í Empire. „Við
höfðum ekki klósett í húsvögnum
okkar. Við skruppum bara á bak
við steina."
MikiII vestramaður
En hver var þessi mikli vestra-
maður Ítalíanna, Sergio Leone?
Hann fæddist í Róm árið 1921, son-
ur eins af kvikmyndaleikstjórum
þögla skeiðsins á Ítalíu, Vincenzo
Leone. Hann fetaði í fótspor föður
síns og fór út í kvikmyndagerð
ungur maður, vann við handrit og
kom lítillega að leikstjórn, tók m.a.
þátt í hestvagnaatriðinu mikla í
Ben Hur, en gerði sína fyrstu bíó-
mynd árið 1960, The Colossus of
Rhodes, eins og hún hét upp á
ensku.
Hann hafði ekki miklu meiri
reynslu þegar hann gerði fyrstu
dollaramyndina, sem naut þegar
geysimikilla vinsælda í heimalandi
hans og síðar um heim allan og á
eftir fylgdu framhaldsmyndirnar
tvær, sem nutu jafnvel enn meiri
vinsælda og Leone var þakkað það
að hafa einn síns liðs „fundið upp“
spagettívestrann.
Leone lét ekki þar við sitja í
vestragerð sinni og sendi árið 1968
frá sér sína metnaðarfyllstu mynd
fram að því, Once Upon a Time in
the West. Á meðal handritshöf-
unda var Bernardo Bertolucci og
Henry Fonda var loks reiðubúinn
að leika fyrir Leone og fór eins og
áður sagði með hlutverk hins sam-
viskulausa byssumanns, sem
myndin fjallar um. Tónskáldið
Ennio Morricone átti sinn þátt í að
skapa hina nýju vestrastemmningu
í myndum leikstjórans og fram
kom söguskoðun Leones, sem
snerist um það m.a. hvernig kap-
ítalistar arðrændu frumbyggjana.
Eftir stórvirkið Once Upon a
Time in the West gerði Leone enn
annan vestra, Duck, You Sucker,
árið 1972 en eftir það dró mjög úr
framkvæmdagleði hans og hann
leikstýrði ekki mynd aftur fyrr en
tólf árum síðar, Once Upon a Time
in America. Um var að ræða stóra,
epíska mynd um uppgang glæpa-
gengis á meðal gyðinga í New
York á þriðja og fjórða áratugnum
og fékk Leone til liðs við sig leik-
ara á borð við Robert De Niro og
James Woods. Myndin var geysi-
lega löng, um fjórir tímar, og var
klippt illilega áður en henni var
Kunnugleg sviðsmynd úr einhverjum spagettfvestranum.
Veggspjöld myndanna þriggja
sem gerðu Sergio Leone að
helsta endurreisnarmanni
vestranna, þútt skammt dygði.
dreift í Bandaríkjunum en sett aft-
ur í sitt upprunalega form þegar
lengri gerðin fékk vænlegri dóma
gagnrýnenda.
Leone var að undirbúa annað
stórvirki þegar hann lést árið 1989,
í þetta sinn um rússnesku bylting-
una.
Móðgaði Leone
En aftur að spagettívestrunum.
Ein ástæða þess að þeir þóttu
brjóta blað í gerð vestra var hrein-
lega kunnáttuleysi Leones. Hann
gerði sér ekki grein fyrir hvað
mátti og mátti ekki sýna í banda-
rískum vestrum og gerði það sem
honum sýndist. Sem dæmi má
nefna að fram að þessu hafði þurft
að sýna þau atriði aðskilin þegar
maður var skotinn, fyrst þegar
hleypt vai- af byssu og svo þegar
maðurinn féll. „Sergio vissi það
ekki,“ er haft eftir Eastwood. „Þú
sérð skotið ríða af og manninn falla
og það hafði aldrei verið gert áð-
ur.“
Leone fékk Lee Van Cleef til
þess að leika á móti Eastwood í
framhaldsmyndinni For a Few
Dollars More. Cleef var þá nær
dottinn alfarið út úr kvikmyndun-
um og var leikstjóranum ákaflega
þakklátur fyrir að gefa sér tæki-
færi til að leika stórt hlutverk á ný.
Myndin reyndist vinsælli en fyrir-
rennarinn og Leone gerði samning
við United Artists í Hollywood um
gerð þriðju myndarinnar. Cleef fór
enn með stórt hlutverk og við leik-
arahópinn bættist Eli Wallach en
þriðja myndin gerðist í ameríska
borgarastríðinu. United keypti
dreifingarréttinn á myndunum
þremur í Bandaríkjunum og áður
en lauk var Eastwood orðinn ein af
stærstu kvikmyndastjörnum
landsins.
Hann neitaði að leika í Once
Upon a Time in the West árið 1969
og móðgaði velgjörðarmann sinn
með því. Þegar Leone var einu
sinni beðinn að bera þá saman
Robert De Niro og Eastwood,
sagði leikstjórinn: „Bobby þjáist,
Clint geispar.“ Hann hafði einnig
gaman af því að segja fólki frá því
að Clint hefði aðeins tvö svipbrigði.
„Eitt þegar hann er með hattinn.
Og hitt þegar hann er ekki með
hattinn."
Þeir sættust skömmu fyrir
dauða Leones. Hittust í Róm þegar
Eastwood var að kynna mynd sína
Bird og fóru út að borða saman.
Nokkrum mánuðum síðar fékk
Leone hjartaáfall og lést.
Leone á ekki svo lítinn þátt í því
að skapa andhetju hvíta tjaldsins.
„Áður en ég kom til sögunnar,"
sagði hann, „mátti ekki sýna of-
beldi vegna þess að hetjurnar urðu
að vera jákvæðar og líta út eins og
fyrirsætur. En ég kynnti til sög-
unnar hetju sem var neikvæð, skít-
ug og átti gersamlega heima í því
ofbeldi sem í kringum hann var.“
Sergio Leone við upptökur.