Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
EYÞÓR Þorláksson hefur
verið atvinnutónlistarmað-
ur í rúm fimmtíu ár. Hann
er afburðagítarleikari og
líklega í fremstu röð klass-
ískra gítarleikara. Hann hefur fengist
við útsetningar og tónsmíðar jafn-
framt því sem hann hefur verið með
nemendur í gítarleik um árabil. Gítar-
leikarar sem hafa notið kennslu Ey-
þórs skipta hundruðum ef ekki þús-
undum og hafa sumir þeirra, eins og
t.d. Pétur Jónasson, komist í fremstu
röð í sinni listgrein.
Eyþór gerði sér snemma grein fyr-
ir því að útgáfa á prentuðum nótum
væri af miklum vanefnum hér á landi
miðað við önnur lönd. Hann vissi að
smæð markaðarins var hér um að
kenna en eigi að síður kynnti hann sér
hina tæknilegu hlið nótnaprentunar
en fann enga færa leið nema hand-
skrift, sem ekki virtist árennileg, og
þannig stóðu mál áratugum saman.
Þó hélst áhugi Eyþórs vakandi og
hann gaf út tvo gítarskóla með þeim
aðferðum sem tiltækar voru. Macin-
tosh-tölvan sem kom fram 1984
reyndist svo vera svarið sem hann var
að leita að. Loksins gat hann farið að
sinna þessu áhugamáli sínu og þar
sem hann var gæddur hinum sjald-
gæfu en verðmætu eiginleikum frum-
kvöðulsins lét hann byrjunarörðug-
leika ekki aftra sér frá því að ná
tökum á þessari tækni og naut góðrar
aðstoðar Sveins sonar síns sem sýndi
snemma hæffleika á þessu sviði auk
tónlistarhæffleikanna. Það má segja
að hér sé um að ræða enn einn þátt í
merkilegu ævistaifi Eyþórs Þorláks-
sonar því hann hefur skrifað, prentað
og gefið út óhemju magn af gítamót-
um og útsetningum, bæði til kennslu
og annarra nota og auk þess sett og
brotið um mikið af annars konar tón-
list. Utgáfu gítarnótnanna ætlaði Ey-
þór fyrst og fremst til afnota fyrir
nemendur sína en lengi vel hafði hann
nótumar einnig til sölu hverjum sem
hafa vildi en því fylgdi að sjálfsögðu
töluvert umstang sem ekki hentaði
eftir að hann hætti sjálfur kennslu. Þá
var það að enn kom tölvutæknin til
hjálpar og nú i formi veraldarvefsins.
Síðastliðið sumar settu þeh- feðgar
allt nótnasafnið á Netið, allri heims-
byggðinni til ókeypis afnota.
Eg heimsótti Eyþór á heimili hans
og Sveins sonar hans í Hafnarfirði í
lok septembermánaðar. Eyþór hefur
dvalið hér á landi í þrjár vikur. Eftir
að hann hætti kennslu hefur hann
búið á Spáni, nú í Malága. Sambýlis-
kona Eyþórs er Maria Theresa Bell-
es, dóttir fornvinar Eyþórs, Juan
Jose Bellés og konu hans Junani Bell-
és en þau eru bæði látin.
Eyþór varð sjötugur íýrr á þessu
ári. Hann er rúmlega meðalmaður á
hæð, gráhærður með há kollvik og
fremur þéttvaxinn. Við sátum í stofu í
fjölbýlishúsi við Álfaskeið og Eyþór
rifjaði fyrst upp löngu liðna daga,
bemskuárin í litlu bæjarfélagi sem
hefur tekið miklum breytingum á síð-
ustu áratugum.
Hafnarfjörður æskuáranna
„Eg er fæddur í Hafnarfirði árið
1930. Foreldrar mính- vora María
Jakobsdóttir, ættuð frá Aðalvík, og
Þorlákur Guðlaugsson úr Biskups-
tungunum. Þau hófu búskap í Hafnar-
firði árið 1927. Ég er fæddur í húsi við
Krosseyrarveginn og var í Hafnar-
firði öll mín bernsku- og unglingsár
og hef reyndar búið hér í Hafnarfirði
þegar ég hef ekki dvalið á Spáni. Við
fluttumst að Hlébergi í Setbergslandi
og þar bjuggum við í nokkur ár. Þeg-
ar ég var fimmtán ára íluttum við í
nýtt hús við Öldugötuna sem pabbi
byggði. Pabbi var með búskap á Hlé-
bergi og fór síðar að vinna hjá Reyk-
dal í frystihúsinu og um tíma vann
hann í timburverksmiðju og hann
vann einnig við bílamálningar. Hann
var sjómaður á bátum sem vora gerð-
ir út frá Hafnarfirði fyrstu árin hans
hér í Firðinum. Við eram þijú systk-
inin, ég á tvær systur. Önnur þeirra,
Katrín, er nýlega látin, sú yngri, en
eldri systirin Sigríður býr í Hafnar-
firði.“
Var ekki Hafnarfjörður mikill út-
gerðarbær á fjórða áratug tuttugustu
aldarinnar?
„ Jú, það snerist allt í kringum höfn-
ina og þar lágu oft margir bátar við
bryggjur. I Hafnarfirði vora miklir
athafnamenn, stórútgerðarmenn og
verslunarmenn eins og Ásgeir Stef-
ánsson, Jón Gíslason, Ingólfur Flyg-
enring og fleiri. Við strákamir, leikfé-
Guðfaðjr gítars-
ins á íslandi
Sumirtelja Eyþór Þorláksson guöföö-
urgítarsins á íslandi.Hann byrjaöi fer-
il sinn sem hljómlistarmaðurfyrir rúm-
um fimmtíu árum og spilaöi þá á
kontrabassa og harmonikku. Hann er
þó fyrst og fremst þekktur sem einn
af okkarfremstu gítarleikurum. Hér
fyrr á árum spilaöi hann meö öllum
helstu danshljómsveitum landsins og
var meö eigin hljómsveit. Hann hefur
dvaliö langdvölum á Spáni oggerir
enn í dag og hefur spilaö þar meö
ýmsum tónlistarmönnum og dans-
hljómsveitum. Ólafur Ormsson ræddi
viö Eyþór um tónlistarferil hans og
þaö sem hann er aö fást viö í dag.
lagamir, voram mikið að veiða
smáfisk með handfæram á bryggjun-
um við höfnina og það var ánægjulegt
að alast upp í Hafnarfirði á fjórða ára-
tug tuttugustu aldarinnar."
Varstu í bama-og unglingaskóla í
Hafnarfirði ?
„Jú, í bamaskóla í Lækjai'skóla og
lauk þaðan bamaskólaprófi. Síðar fór
ég í gagnfræðaskóla í Reykjavík en
lauk aldrei því námi, ég var bytjaður
að spila á hljóðfæri."
Spilaði upphaflega á harmon-
ikku og kontrabassa
Hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir
tónlist?
„Ég man að þegar ég strákur í
sveitinni í Biskupstungunum kom
þessi mikli áhugi á tónlist. Ég fór á
sveitadansleikina og fékk að sjá þessa
menn sem vora að spila, t.d. Eirík á
Bóli sem var þekktur harmonikku-
leikari. Ég eignaðist harmonikku sem
var mitt fyrsta hljóðfæri. Ég fór í
harmonikkutíma hjá Ólafi Péturssyni
sem spilaði þá í hljómsveit Aage Lor-
ange. Ég spilaði stundum á harmon-
ikku í hléum á sveitaböllum í Biskups-
tungum, þá var ég fimmtán, sextán
ára. Ég hlustaði mikið á tónlist í Rík-
isútvarpinu, harmonikkutónlist og
alls konar tónlist.“ Þú hefur þá
snemma ætlað að gerast atvinnutón-
listarmaður?
„Já, og ég tók þetta föstum tökum
strax í byrjun. Það vora miklir at-
vinnumöguleikar fyi-ir hljóðfæraleik-
ara um það leyti sem ég var að byrja
og það var hægt að hafa ágætar
tekjur af að starfa við þetta. Það vora
t.d. ágætar tekjur af að spila á sveita-
böllum. Það var meiri þörf fyrii'
hljómsveitir á þessu áram og þetta
var meiri vinna. Við komum fram á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og
skíðaviku á Isafirði og víðar úti á land-
byggðinni. Þetta vora að mörgu leyti
uppgangstímar ólíkt því sem síðar
varð.“
Til er hljómsveitarmynd tekin árið
1946 eða ári síðar. Á myndinni stend-
ur þú við kontrabassa. Spilaðir þú á
kontrabassa í upphafi ferils þíns sem
tónlistarmaður?
„Já, við voram að spila saman í
hljómsveit í Hafnarfirði á unglingsár-
um nokkrir strákar, t.d. Matthías Á.
Mathiesen. Matthías hafði lært á pí-
anó og átti harmonikku. Við voram að
spila mest að gamni okkar. Það var nú
lítið opinberlega, mest í heimahúsum.
Skömmu síðar byrjuðum við að spila
saman ég, Guðmundur Steingrímsson
og Bragi á Sjónarhól á dansæfingum í
Flensborg. Gunnar Ormslev kom svo