Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 37 v sinnar hafði hún ákveðnar skoðanir og sparaði hvergi heilræðin við unga fólkið. Barnabörnunum var hún sönn amma og hafði mikla gleði af að sjá þann mannvænlega hóp vaxa úr grasi - þau eiga henni margt að þakka. Síðast þegar við hittum hana gát- um við ekki merkt að það væri neitt fararsnið á henni. Vafalaust var hún oft sárþjáð af gigt og annarri óáran sem gjarnan fylgir háum aldri, en hún gerði lítið úr lasleika sínum og hló og skellti sér á lær sem fyrr. En nú hefur hún kvatt með reisn eftir langa og farsæla ævi. Við söknum hennar og minnumst hennar með þakklæti. Þjóðbjörg, Líney, Anna Margrét og Kristín. Kvödd er hinstu kveðju Bjarn- heiður Gissurardóttir eða Beta, eins og hún var kölluð í fjölskyldu okkar. Þegar ég var u.þ.b. 8 ára tóku Beta og Gísli, móðurbróðir minn, mig inn á heimili sitt þar sem að móðir mín þurfti að fara á sjúkrahús. Þessi tími er mér ógleymanlegur þótt stuttur væri. Heimili þeirra var svo stórt og fallegt og þar ríkti myndarbragur í hveiju homi. Beta vann þá við saumaskap og það var mikið að gera hjá henni, stanslaust var fólk að koma og máta og gínan í saumaher- berginu var alltaf í nýjum og nýjum fötum. í eldhúsinu var líka mikið að gera því Beta var engin venjuleg húsmóðir, enda bjó hún til besta slátrið og bestu skonsurnar. Búsæld- arlegt var því að koma í búrið innaf eldhúsinu og hafði ég mjög gaman af að kíkja þar inn. Matargat get ég þó víst ekki hafa talist, enda sagði Beta við mig, þegar hún var að sauma á mig fermingarkjólinn, að það væri nú varla hægt að sauma utan um þetta beinaverk á mér. En kjóllinn var fallegur og bar af öðram ferm- ingarkjólum enda handbragðið til fyrirmyndar. I gegnum árin myndaðist sú hefð að Beta og Gísli buðu okkur alltaf í jólaboð með miklum myndarhætti. Beta var alltaf glaðvær og mikil fé- lagsvera og hlátur hennar smitaði út frá sér. Hún hafði fengið bæði dugn- að og stolt í vöggugjöf og dýravinur var hún hinn mesti. A árum áður gaf hún alltaf heimilislausum köttum mat út og var það því ekkert óvenju- legt að í skansinum við útidyrnar í Hraunsholti stæði ílokkur katta sem endaði með því að einn þeirra fékk heimili hjá mér. I ágúst sl. hittum við mamma Betu og Gísla í sumarliúsi dóttur þeirra, Hjördísar, í Beruflrði fyrir vestan. Beta og Gísli urðu svo samferða okk- ur í bæinn og sjaldan hef ég hlegið og skemmt mér eins vel og með þeim þremur, öllum á níræðisaldri. Við mamma þökkum Betu sam- fylgdina og sendum þér, elsku Gísli minn, Hjördísi, Sigrúnu og fjölskyld- um þeirra hugheilar samúðarkveðj- ur. Sigurveig Alexandersdóttir. Þau kveðja nú eitt af öðru, systkinin frá Byggðarhorni í Flóa. Nú er það Bjamheiður sem kveður, en hún var fjórtánda í röðinni af 16 börnum þeirra Ingibjargar Sigurð- ardóttur og Gissurar Gunnarssonar sem bjuggu sinn búskap í Byggðar- horni. En það vill svo til að hún er einnig sú fjórtánda af systkinunum sem kveður, og eru þá tvö eftir, þau Þórný og Geir. Við sem erum Geirsbörn frá Byggðarhorni erum svo lánsöm að hafa alist þar upp og þannig fengið að kynnast foðursystkinunum er þau komu reglulega að vitja æskuslóð- anna. Það var Bjamheiður frænka okkar sem hafði komið því til leiðar vorið 1938 að móðir okkar réð sig í kaupavinnu sumarlangt að Byggðar- horni. Bjadda, eins og hún var ávallt nefnd, hafði beitt Lóu frá Kringlu fortölum til að fá hana í starfið og hafði Lóa lofað að vera aðeins sum- arið og ekki lengur. En örlög hennar réðust á annan veg og urðu árin hennar í Byggðarhorni nálægt 50 áð- ur en yfir lauk. Það var ávallt hátíð í bæ þegar eitthvert systkinanna kom í heimsókn með fjölskyldu sína. Léttleiki og glaðværð var ein- kennandi fyrir Byggðarhornssystk- inin og léttur og smitandi hlátur þeirra systranna víðfrægur. Þar átti Bjadda ekki hvað síst hlut að máli. Þær eru ógleymanlegar stundirnar í eldhúsinu í Byggðarhorni þegar Bjadda og Gísli sátu á skrafi við for- eldra okkar, og hlátursrokurnar óm- uðu um húsið. Bjadda kom á hverju sumri til að hjálpa til við heyskapinn, og dætur hennar, Sigrún og Hjördís, urðu okkar bestu leikfélagar. Þá var öldin önnur við heyskapinn og hrífan óspart notuð af ungum sem gömlum. Eins er það ógleymanlegt þegar við sveitabörnin fengum að fara í heim- sókn til Bjöddu og Gísla á haustin. Bjadda og dæturnar tóku á móti okkur á Steindórsstöðinni og síðan var farið með okkur í Hafnarfjarðar- strætó í Garðabæinn í Hraunsholtið sem síðar varð að Stórási 9. Bjadda frænka var saumakona og var það ævintýri líkast að sjá inn í saumaher- bergið þar sem flíkuraar héngu á „platfólki", eins og fávís sveitastúlka orðaði það. Móðir okkar og Bjadda frænka voru meira en mágkonur, þær vora líka góðar vinkonur og veit ég að það var móður okkar mikill styrkur að eiga Bjöddu að sem trún- aðarvin. Bjadda var með eindæmun úrræðagóð og ávallt til staðar þegar á þurfti að halda. Ég vil sérstaklega þakka Bjöddu minni þann stuðning í orði og verki er hún hefur ávallt sýnt mér í starfi mínu með Árnesingafé- laginu í Reykjavík.Við systkinin frá Byggðarhorni viljum þakka Bjöddu frænku alla hennar ræktarsemi og elsku í okkar garð og vil ég fyrir hönd okkar systkinanna votta Gísla og fjölskyldunni alla okkar dýpstu samúð og óska þeim Guðs blessunar. Hjördís Geirsdóttir. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar Mánudaginn 6. nóvember verður kvödd hinstu kveðju frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ Bjarnheiður Giss- urardóttir, félagskona í Kvenfélagi Garðabæjar. Bjarnheiður gekk í Kvenfélag Garðabæjar 1961 og var alla tíð mjög virk í starfi, en hún var mikil félags- vera og naut þess að taka þátt í störf- um félagsins. Hún var fljótt kosin til trúnaðarstarfa fyrir félagið, fyrst sat hún í varastjórn og síðan gegndi hún starfi varaformanns um 5 ára skeið. Það er auður hvers félags að eiga virka og góða félaga en þar var Bjarnheiður einstaklega gott for- dæmi. Hún var öðram og þá ekki síst yngri konunum fyrirmynd þar sem hún mætti á flestar uppákomur fé- lagsins og þeir era fáir fundirnir sem hún hefur ekki mætt áí gegnum tíð- ina. Öllum sem tóku þátt í vorferð fé- lagsins fyrir tveim áram er minnis- stætt hversu mjög það gladdi Bjarnheiði að fara á snjósleða upp á Langjökul, þá tæplega 85 ára. Hún naut hverrar mínútu. Svona var Bjarnheiður, alltaf til í að gera skemmtilega hluti og að vera með, enda alltaf stutt i brosið og hlátrin- um hennar gleymum við seint. Aldrei merkti maður fordóma vegna uppátækja yngri kvennanna, hún tók bara þátt í öllu saman og hafði gam- anaf. Að leiðarlokum viljum við þakka Bjarnheiði samfylgdina og störf hennar í þágu Kvenfélags Garðabæj- ar. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Gísla Ólafssyni, og ástvinum öllum vottum við innilega samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Það era trúlega 25 ár síðan dágóð- ur hópur kvenna í Garðabæ tók uppá því að synda saman á sama tíma í sömu lauginni, sumar jafnt sem vet- ur. Þetta vora hávaxnar konur og lágvaxnar, þybbnar konur og mjóar og á öllum aldri, þær yngstu kannski um fertugt. Engum hefði dottið í hug að sú fríðasta, kátasta og duglegasta í hópnum væri líka elst okkar allra. Og í öll þessi ár hefur hún passað uppá að við lifðum lífinu lifandi. Hún hélt okkur við efnið, hún Bjarnheið- ur. „Á ekki að fara í sumarbústaða- ferð? Eigum við ekki að prófa nýja sundlaug eða eigum við kannski að skreppa saman til útlanda?" Við leigðum okkur rútur og ókum um hérað, grilluðum og sungum saman. Og auðvitað var það hún Beta, eins og við kölluðum hana, sem var hrók- ur alls fagnaðar og fannst alltaf of snemma farið heim. Og alltaf var hún fínust og best klædd. Mætti í rútuna í fallegri dragt eða í fínum kjól og auðvitað með viðeigandi hatt á höfðinu. Hún var eins og drottning og þegar sundhópurinn fékk nafnið „Vatnaliljurnar" fékk hún auðvitað nafnbótina „Drottning vatnalilj- anna“. Það verður minna um ástar- punga og kleinur þegar Bjarnheiður bakar ekki lengur fyrir hópinn en við trúum því að hún verði með okkur í sundinu eða hvar sem við liljuraar komum saman. Við munum allar sakna hennai’ og minnast góðra sam- verastunda og þökkum henni fyrir skemmtilega samfylgd í laug og á landi. Fjölskyldu hennar sendum við hlýjustu samúðarkveðjur. Vatnaliljurnar. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta BANKASTRÆTI 4 SÍMI 551 6690 RÁBHÚSBLÓM Opiiifrákl. 10-21 alla daga. OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN Dítvtö Inger Olafur Vtfararstj. ÚtJ'ararstj. Útfararstj. LIKKISTUVINNUSTOI'A EWINDAR ÁRNASONAR Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. SVEINN ÓLAFUR SVEINSSON + Sveinn Ólafur Sveinsson húsa- smíðameistari fædd- ist í Nýlendu undir Austur-Eyjafjöllum 24. júní 1924. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaða- kirkju 13. október. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okkur. Við söknum þín svo mikið. Það verður erfitt að fara í sumarbústað án þín. Til- hlökkunin var alltaf jafnmikil hjá þér og okkur. Við munum minnast allra ferðanna með ykkur ömmu, t.d. í berjamó, kartöflugarðinn og fjöruna. Það var svo oft suðað um að fara niður í fjöra þegar við fengum að gista hjá afa og ömmu á Sævanginum. Elsku afi okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því að laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfrn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifír og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hjalti Snær, Erla Rós, Fjóla Ósk, Ómar Smári, Lilja Dögg og Sóley Dís. + Við þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- mömmu, GUÐBJARGAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólbakka, Bíldudal. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar fyrir góða umönnun. Einnig þökkum við kvenfélaginu Framsókn, Bíldudal, fyrir hlýju og virðingu í hennar garð. Erla Sigurmundsdóttir, Guðmundur Einarsson, Steinunn Sigurmundsdóttir, Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir, Bjarni Sigurmundsson, Þuríður Sigurmundsdóttir, Ástvaldur H. Jónsson, Jórunn Sigurmundsdóttir, Kristberg Finnbogason, Freyja Sigurmundsdóttir, Karl Þór Þórisson, barnabörn og barnabamabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR PÉTURSDÓTTUR, Fannborg 3, Kópavogi, Sigrún D. Jónsdóttir, Leó M. Jónsson, Ólafía K. Jónsdóttir, Hermann Isebarn, Kolbrún Jónsdóttir, Björg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR GUÐNI EINARSSON, Holtastíg 13, Bolungarvík, sem lést sunnudaginn 29. október sl., verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík, þriðju- daginn 7. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitimar á Vestfjörðum. Helga Aspelund, Hannes Pétursson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Arna Gísladóttir, Einar Pétursson, Aníta Ólafsdóttir, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Harald Pétursson, Friðþóra Sigfúsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.