Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 2
I SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-SIF lenti með sjómanninn við Landspítalann-Háskólasjúkrahús í Fossvogi skömmu fyrir kl. 12. TF-SIF sótti fótbrotinn sjómann Ræktunarstarfsemi í nautgriparækt hefur skilað góðum árangri Aukið hlut- fall mjólkur- próteins ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti slasaðan sjómann um 30 mflur suður af Ingólfshöfða í gær. Hann hafði hlotið slsfcmt opið bein- brot á fæti, rétt fyrir ofan ökkla. Sjómaðurinn, sem er um tvítugt, er skipverji á dragnótarskipinu Jóni á ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnai-, fjallaði í ræðu sinni á fyrsta flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær, um innra skipulag flokksins og þá vinnu sem í gangi er við mótun nýrrar stefnu Samfylkingarinnar. Össur sagði að Samíylkingin liti á sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæð- isflokksins og engum dyldist að Sjálfstæðisflokkurinn væri sama sinnis. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að ráðast á Vinstri hreyfinguna - grænt framboð af þeirri einfóldu ástæðu að hún ógnar honum ekki. Samfylkingin er hinn eðlilegi val- kostur þeirra, sem vilja öfgalaus og nútímaleg viðhorf, sem hafna öfgum nýfrjálshyggjunnar jafnt sem gamal- dags einangrunarstefnu," sagði hann. „Það tekur tíma að byggja upp trúverðugan flokk með trausta stefnu. Fólk úr hreyfingunum sem að okkur standa spannar breitt litróf og við þurfum öflugt starf og öfluga stefnu til að ná því að verða sam- nefnari fyrir þann breiða hóp jafnað- armanna. Með elju og áræðni mun- um við á næstu mánuðum og Hofi ÁR-62. Landhelgisgæslan fékk beiðni um sjúkraflug rétt fyrir klukkan níu í gaumorgun. TF-SIF var komin að skipinu rúmlega klukkustund síðar. Þyrlan var kom- in að Landspítala - háskólasjúkra- húsi í Fossvogi rétt fyrir kl. 12 en misserum koma á framfæri stefnu- málum okkar,“ sagði Össur. Össur fór yfir ýmis stefnumál í ræðu sinni og sagði að byggðastefna framtíðarinnar þyrfti að byggjast á hún þurfti að gera stuttan stans í Vestmannaeyjum til að taka elds- neyti. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Landspítalans í Fossvogi eru áverkar sjómannsins alvarlegir. Hann fór í skurðaðgerð í gær. nýju tækninni, fjarskiptunum, Net- inu, upplýsingabyltingunni og nýja hagkerfinu. „Tímabundnar skatta- ívilnanir til einkafyrirtækja sem flytja nettengd störf út á land, HAUSTVINNSLA á kynbótamati fyrir naut fædd árið 1994 bendir til þess að mjólk úr kúm sem undan þeim eru komnar hafi afar hátt hlutfall mjólkurpróteins. Jón Viðar Jónmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum Is- lands, segir í grein sem birtist á vef samtakanna að samkvæmt upp- lýsingum sem liggja fyrir um dæt- ur þessara nauta sé augljóst að „fram er að koma stór hópur gripa sem hvað afurðareiginleikum við- kemur stendur miklu framar því sem við höfum áður haft“. Upp- lýsingar úr haustvinnslu bendi til þess að þessi naut muni fá kyn- bótamat fyrir afurðasemi á bilinu 115-130. menntastyrkir, öflug og ódýr fjar- kennsla og símenntun fullorðinna í krafti Netsins, ásamt jöfnum að- gangi allra að dreifikerfinu án tillits til búsetu, eru því burðarásar í þeirri byggðastefnu sem við höfum mótað,“ sagði hann. Eins konar umhverfismat á Evrópusambandinu Össur fjallaði einnig um Evrópu- mál og sagði það ekki stefnu Sam- fylkingarinnar að Island eigi að ganga í Evrópusambandið við núver- andi aðstæður en sú staða gæti kom- ið upp að íslendingar yrðu að gera upp við sig hvort þjóðin ætti að sækja um aðild, eða ekki. Innan Samfylk- ingarinnar hefði völdum hópi fólks verið falið að kanna hvaða áhrif það myndi hafa á tiltekna þætti samfé- lagsins ef landið yrði hluti ESB, og hvaða markmiðum hópurinn teldi að utanríkisþjónustan þyrfti að ná til að slíkt kæmi yfir höfuð til greina. „Það má segja að með þessu sé Samfylkingin að gera eins konar um- hverfismat á Evrópusambandinu út frá íslenskum hagsmunum," sagði Össur. anna, s.s. byggingu, liggur ekki fyrir i'yri' en eftir áramót. Jón Við- ar segir að þrátt fyrir að endanleg- ir dómar muni leiða til þess að ein- hver nautanna verði ekki lengur í notkun sé ljóst að hér séu að koma fram ótrúlega margir öflugir kyn- bótagripir. „Rétt er að vekja at- hygli á því að þetta er fyrsti hópur nauta sem valinn er á grundvelli nýs mats á afurðasemi kúnna, þar sem tekið er tillit til mjólkurprót- eins í stað mjólkurmagns áður. Um leið eru foreldrar þeirra fyrsti hóp- urinn sem valinn er á grunni þess kynbótamats sem þá var tekið í notkun," segir Jón. Hann telur greinilegt að með þessum breyt- ingum hafi náðst að breyta veru- lega próteinhlutfalli mjólkur eins og að var stefnt. Af þeim sökum sé veruleg ástæða til að taka þessi naut strax til notkunar í ræktunar- starfinu. Gunnar Guðmundsson, forstöðu- maður ráðgjafarsviðs Bændasam- taka íslands, segir þessar niður- stöður afar ánægjulegar. „Þarna er ræktunarstarfið í rauninni að skila verðmætum árangri. Arangri sem leiðir til þess að þeir bændur sem nota þessi naut og ala upp kvígur undan þessum nautum, þeir fá inn í stofn sinn kýr sem skila hærra próteini í mjólk sem skilar þeim auknum tekjum,“ segir Gunnar. Aukið próteinmagn í mjólk gerir þeim sem framleiðir vörur úr mjólkinni ennfremur auðveldara að vinna afurðir úr mjólkinni, sérstak- lega osta. Gunnar bendir á að neysluvenjur fólks hafi breyst með þeim hætti að fólk vilji frekar prót- einríkar vörur en síður fituríkar. -------FM---------- Harður árekst- ur á Selfossi TVEIR fólksbílar skullu saman á Austurvegi á Selfossi um kl. 22:30 í fyrrakvöld. Areksturinn var harður en að sögn lögreglunnar á Selfossi fór betur en á horfðist. Enginn slas- aðist í ái'ekstrinum en annar bíllinn er talinn ónýtur og hinn er mikið skemmdur. Töluverður erill var hjá lög- reglunni á Selfossi í fyrrinótt. Tveir voru teknh' íyrir ölvun við akstur og tíu fyrir of hraðan akstur en sá sem keyrði greiðast mældist á 127 kíló- metra hraða á Hellisheiði. Dómur um aðra eiginleika naut- Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi Sjálfstæðisflokkur er höfuð- andstæðingur Samfylkingar Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Össur Skarphéðinsson flytur ræðu sína á fundi Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Ásdís Samkeppnisráð hafnar kröfum Tals Gróðursett í Kvenna- brekku HÓPUR kvenna frá Bandalagi reykvískra kvenna gróðursetti í vikunni tré í brekkunni við gatna- mót Miklubrautar og Sogavegar. „Við ákváðum að tileinka þessa brekku starfi Bandalags reyk- vískra kvenna og heitir hún núna Kvennabrekka," segir Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar. „Á þessum stað var áður trjálundur sem Bandalag reykvískra kvenna hafði gróður- sett og hugsað um, en þeim var úthlutað þarna smásvæði árið 1985. Þær hugsuðu vel um þenn- an stað og þetta var orðinn hinn fallegasti lundur þegar þær svo afhentu borginni hann árið 1995.“ Jóhann segir að þegar fram- kvæmdir við mislæg gatnamót hafi verið hafnar á þessum stað, hafi trén verið flutt í burtu, en sá hluti þeirra sem mögulegt var að nýta aftur var gróðursettur þarna fyrr í sumar. SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurð- að, að sölutilboð Landssímans á GSM-símum, svokölluð léttkaup, hafi ekki skaðleg áhrif á samkeppni og þar með hafnað kröfum Tals um að banna sölutilboðið. í léttkaupum felst að viðskiptavin- um Landssímans gefst kostur á að greiða útborgun í GSM-síma og eftir- stöðvamar með jöfnum afborgunum sem bætt er við símareikning þeirra en áskrifendur hjá öðrum símafyrir- tækjum fái sendan reikning mánað- arlega að viðlögðum innheimtukostn- aði. Tal krafðist þess að Landssíman- um yrði bannað að bjóða umrædd léttkaup. Kvörtun Tals byggðLst á því að Landssíminn niðurgreiddi vexti og kostnað íyrir viðskiptavini sína með léttkaupstilboðunum. Viðskiptavin- um annarra fyrirtækja væri ekki neitað um viðskipti en þeir þyrftu að greiða 250 til 350 krónur á mánuði í innheimtukostnað. Skilmálar við- skiptavina Landssímans væru því hagstæðari en viðskiptavina annaira. I niðurstöðu samkeppnisráðs segir að framlegð sé af sölu umræddra síma og að tekið sé tillit til vaxta- kostnaðar. Kvörtun Tals þess efnis að um niðurgreiðslur sé að ræða eigi því ekki við rök að styðjast. Einnig segir í niðurstöðunni að samkvæmt umsögn Landssímans sé 220 króna viðbótar- kostnaður til viðskiptamanna við að senda sérstakan reilming vegna létt- kaupa. Fellst samkeppnisráð á að kostnaður við að skrifa út og senda reikning fari nærri þessari upphæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.