Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 38
Ji8 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRA ' ÞOR VALDSDÓTTIR + Filippía Þóra Þorvaldsdóttir eins og hún hét fullu nafni fæddist í Hafn- arfirði 9. júlí 1927. Hún lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 29. október sl. Foreldrar hennar voru Þor- valdur Árnason skattstjóri, f. 5. jan- úar 1895, d. 15. apríl 1958, og Margrét Sigurgeirsdóttir húsmóðir, f. 27. sept- ember 1897, d. 14. september 1937. Þóra ólst upp á Þórsmörk við lækinn í Hafnarfirði. Systkini hennar eru Sigurgeir lögreglu- þjónn, f. 1923, kvæntur Guðrúnu Finnsdóttur. Árni forstjóri, f. 1925, látinn, hann var kvæntur Huldu Ágústsdóttur, látin. Þorvaldur kennari, f. 1929, látinn, kvæntur Ólinu Jónsdóttur. Jón Már prent- ari, f. 1933, kvæntur Helgu Finns- dóttur, látin. Ester, f. 1944, hálf- systir samfeðra gift Karli M. Zophoníassyni. Þóra giftist 27. september 1947 Jóni Sturlusyni frá Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi. Foreldrar Jóns voru hjónin Sturla Jónsson f. 1888 d. 1953 og Sigríð- ur Einarsdóttir f. 1892, d. 1966. Þóra og Jón slitu samvistum. Þau eignuðust 6 böm, þau eru: 1) Sturla f. 20. júní 1948 húsasmíðameist- ari búsettur í Noregi í sambúð með Unni Iris Nielsen. Börn Sturlu af fyrri hjónaböndum eru a) Sigurborg, f. 1967, gift Þorsteini Jónassyni, eiga þau tvær dætur Dagnýju Elísu, f. 1993, og Bryn- dísi Ingu, f. 1996. b) Jón Þór, f.1970, kvæntur Onnu Sigrúnu Baldursdóttur. Þeirra börn eru Sturla Karl, f. 20. ágúst 1995, dá- inn sama dag, og Guðrún Marta, f. 1999, c) Árai Már, f. 1981, d) Guð- geir, f. 1986. 2) Margrét, f. 12. apríl 1950, há- skólanemi og bóndi. Maki 1. Páll Sigurgeirsson, látinn. Maki 2. Stef- án Guðmundsson. Synir Margrétar og Páls eru a) Sigurgeir, f. 1973, b) Þorvaldur, f. 1975, c) Gestur, f. 1983. 3) Marin, f. 3. júní 1953, skóla- ritari og nemi gift Friðriki Frið- rikssyni þeirra börn eru a) Rakel, f. 1977, í sambúð með Jóni Örvari Eiríkssyni, b) Þóra Hlín, f. 1980, c) Kolbeinn, f. 1981, unnusta hans er Marin Hallfríður Ragnarsdóttir. 4) Sigurgeir, f. 3. júní 1953, far- maður, giftur Thummee Srichan- et. 5) Sigríður Bjarney, f. 11. ágúst 1957, verkakona var í sambúð með Guðmundi Norðdahl. Þau slitu samvistum. 6) Þorbjörg, f. 2. október 1961, hjúkrunarfræðingur gift Inga Rúnari Eðvarðssyni þeirra synir eru a) Einar Freyr, f. 1987, b) Árn- ar Gauti, f. 1991, c) Jón Eyþór, f. 1996. Þóra varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1946. Ári síðar, þegar hún giftist Jóni, hófu þau búskap á Fljótshólum og bjuggu þar til ársins 1980 er þau hættu búskap og fluttu til Reykja- víkur. Þóra hóf þá fijótlega störf sem ritari hjá Orkustofnun og vann hún þar allt til ársins 1997 er hún lét af störfum fyrir aldurssak- ir. Eftir að Þóra flutti til Reykja- vikur stundaði hún nám i öldunga- deild FB, sem hún hafði mikla ánægju af og gaf það nám henni mikið þar sem Þóra var alla tíð mjög fróðleiksfús. Meðan Þóra bjó á Fljótshólum sinnti hún ýmsum félagsmálum í sveitinni, starfaði m.a. öll árin í Kvenfélagi Gaulveijabæjarhrepps og var í sljóm þess félags í mörg ár bæði sem gjaldkeri og formaður. Útför Filippiu Þóru fer fram frá Ilafnarfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 6. nóvember, kl. 13:30. Að missa kæra systur í einu vet- fangi er þung og erfið raun. Systir mín Filippía Þóra, af öllum kunnug- um kölluð Dídó, leit eftir mér í frumbernsku, því hún var sjö árum eldri en ég. Við vorum fimm systkinin og urðum fyrir þvi mikla áfalli þegar ég var á fjórða ári og jtfn orðin tíu ára, að missa móður okkar. Ég er viss um að það mark- aði djúp ör í sál hennar alla ævi. Hún duldi þessar tilfinningar sínar inni í skel og hélt út í lífið full at- orku og áhuga. Hún tók stúdents- próf 1946 sem var fátíðara þá að stúlkur gerðu en nú í dag. Um það leyti kynntist hún bóndasyni, Jóni Sturlusyni, felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband. Þau Jón og Dídó hófu búskap á ættaróðalinu Fljótshólum í Flóa, í félagi við foreldra Jóns - og síðar Þormóð, yngri bróður hans. Þar var þá ekkert rafmagn, vatni dælt úr brunni og búskaparhættir allir mun frumstæðari og erfiðari en eru nú í dag. Það þurfti þvi að taka rækilega til hendinni og vinna hörðum hönd- um alla daga. Siðan komu börnin hvert af öðru, alls sex - þar af einir tvíburar - svo nærri má geta að Dídó mín hefur oft verið þreytt er lagst var til hvílu að kveldi. Til við- bótar við stórt kúabú voru þau hjónin með mikla gulrótarækt á sumrum og var gríðarlega mikil vinna fólgin í því að hlúa að og hirða um þágarða. Ég ætla ekki að fara að rekja alla búskaparsögu Jóns og Dídóar, þótt hún sé bæði merk og mikil. Fyrir um það bil 20 árum hættu þau hjón- in búskap og tók þá Þormóður al- farið við búinu. Þau fluttu til Reykjavíkur og settust að í Spóa- hólum 2. En margar góðar minn- ingar á ég frá Fljótshólum, bæði þegar ég sem unglingur var kaupa- maður hjá þeim hjónum fyrsta bú- skaparsumarið og skemmtilegum heimsóknum þangað síðar meir með Helgu minni og börnunum okkar. Þá var oft glatt á hjalla og hlegið dátt. Þessar góðu minningar ætla ég ekki að rekja frekar, en eiga þær fyrir mig. Þegar til Reykjavíkur var komið fór Dídó að vinna við skrifstofustörf á Orkustofnun. Þar nýttust hæfi- leikar hennar að fullu og þar líkaði henni vel að vera. Samstarfsfólki hennar ber saman um að þar hafi farið góð og gáfuð kona, sem sakn- að var er hún varð að láta af störf- um vegna aldurs fyrir þremur ár- um. Fyrir allnokkrum árum varð Dídó systir mín fyrir þeirri þungu raun að skilja við Jón mann sinn. Varð það henni erfiður baggi og setti mark sitt á hana. Þegar hún svo að auki þurfti að hætta að vinna, þá varð mælirinn nánast full- ur og heilsu hennar fór ört að hraka. Ofan á allt þetta þurfti hún svo að Ienda í slæmu bílslysi á Suð- urlandsvegi, þar sem hún var í full- um rétti. Segja má að það hálfa hefði verið nóg. En hún lét ekki bugast og reyndi að fá bót meina sinna. I fyrri viku lagðist hún inn á sjúkrahús til skurðaðgerðar sem talin var hættulítil, en þetta reynd- ist Dídó minni of mikið álag sem fyllti mælinn endanlega. Þrem dög- um síðar fjaraði líf hennar út. Eigi má sköpum renna. Blessuð sé Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfor hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 [ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 minning elskulegrar systur minnar Filippíu Þóru. Börnum hennar og öðrum aðstandendum votta ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúð. Jón Már Þorvaldsson. Þegar ég var fimm ára telpa fluttist ég með foreldrum inínum og bróður til Hafnarfjarðar. Ég var svo heppin að eignast fljótt litla vin- konu sem átti heima hinum megin Lækjarins, svo nálægt að okkur var treyst til að hlaupa spölinn milli húsanna án fylgdar. Við undum okkur við búleik með glerbrotin okkar í hrauninu og ég naut þess að ærslast með barnahópnum í Þórs- mörk, heimili Dídóar, eins og hún var ævinlega kölluð, enda Filippía Þóra dálítið stórt nafn á lítilli hnátu. Dídó var tveim árum á undan jafnöldrum sínum í skóla, enda óvenjubráðgert og greint barn. Hún varð fyrir þeirri stóru sorg að missa móður sína barnung og sorg- in markaði djúp spor í vitund þess- arar hæglátu og dulu telpu. Við fylgdumst að í barna- og gagn- fræðaskóla og aldrei bar skugga á vináttuna. Leiðir skildi nokkuð þeg- ar hún fór í Menntaskólann, þaðan sem hún lauk stúdentsprófi átján ára. Ég man vel að hugur hennar stóð til framhaldsnáms, enda fram- úrskarandi námsmaður, ekki síst í stærðfræðigreinum. En það var ekki sjálfgefið á þessum árum að ung stúlka úr stórum systkinahópi fengi þá stoð og hvatningu sem þurfti, og draumurinn um háskóla- nám rættist ekki. Dídó fór ung í kaupavinnu að Fljótshólum í Flóa, kynntist þar Jóni Sturlusyni, og þau felldu hugi saman. Hún var eitt ár í Kaup- mannahöfn hjá föðursystur sinni sem þar bjó og lærði þá matseld og hannyrðir og annað sem nauðsyn- legt þótti verðandi bóndakonu. Þessi reynsla varð henni notadrjúg á þeim árum sem í hönd fóru þegar hún bjó með manni sínum stóru búi á Fljótshólum og börnin urðu sex talsins. Þrátt fyrir annir við bústörf, stórfellda garðrækt og barnahóp gat hún vinkona mín hvað eftir ann- að bætt við litlum snáða, yngri syni mínum, þegar hann langaði til þess að vera sumartíma í sveitinni, eltast við kýrnar og ærslast í krakka- hópnum. Ekki dró það úr vinátt- unni að Jón bóndi og Gestur, mað- urinn minn, töldu til frændsemi og margar góðar stundir áttum við saman þarna við Þjórsárósa. Þar var á borð borið heimabakað brauð og gómsætar Fljótshólakartöflur og Nonni sótti sjóbirting í net - dýrlegri veisla var vandfundin. Þótt Dídó hafi eytt mestum hluta ævi sinnar við sveitastörf og hlúð af alúð og myndarskap að sínum sex mannvænlegu börnum veit ég að undir niðri blundaði löngun í ann- ars konar líf. Þegar börnin voru öll uppkomin brugðu þau hjónin búi og fluttu til Reykjavíkur. Það hefði mátt ætla að hún vinkona mín drægi þá saman seglin og hvíldi sig eftir erfiði liðinna ára. En hún hafði annað í hyggju. Hún fór í öldunga- deild þar sem hún rifjaði upp stærðfræði sér til skemmtunar, fór síðar á tölvunámskeið og fékk fljót- lega vinnu hjá Orkustofnun, þar sem hún vann til sjötugs. Þannig ruddi hún sér nýja braut og gat not- ið sinna góðu gáfna, virtur starfs- maður;á góðum vinnustað. Þau Jón og Dídó skildu fyrir all- mörgum árum, og hún bjó ein síð- ustu árin. En hún naut umhyggju sinna góðu barna og samvista við þau og barnabörnin. Við Gestur og börnin okkar erum þakklát fyrir langa og trausta vináttu góðrar og heilsteyptrar konu. Sigrún Guðjónsdúttir. Kveðja frá Orkustofnun Fyrir tuttugu árum hóf Þóra Þorvaldsdóttir störf sem ritari hjá Orkustofnun, þá liðlega fimmtug að aldri, nýflutt í bæinn frá Fljótshól- um í Gaulverjabæ, þar sem hún hafði búið um langt skeið. Á Orku- stofnun starfaði hún á jarðhitadeild stofnunarinnar, sem kallast nú rannsóknasvið. Þegar Þóra hóf störf snemma árs 1980 fór öll ritvinnsla fram með gamla laginu, ritvél og kalkipappír ef taka þurfti afrit. Sérfræðingarn- ir, sem venjulega framleiddu mikið af skýrslum til útgáfu, skrifuðu allt upp með blaði og blýanti, misvel eins og gengur. Kom það í hlut rit- aranna að ráða fram úr hrafna- sparkinu og vélrita upp með sem fæstum villum, því þá var öllu tor- veldara að lagfæra það sem mis- fórst en með nútíma ritvinnslu. Ósjaldan sáust stílbrögð hennar ef upprunalegi textinn þótti torskil- inn. Allt þetta leysti Þóra vel og fagmannlega af hendi. Um þetta leyti var tölvuöldin að halda innreið sína með þeim breytingum sem allir þekkja. Mörgu fólki sem komið var yfir miðjan aldur stóð nokkur ógn af þessari tæknibyltingu. Þörfin fyrir ritara minnkaði enda fóru margir skriffinnarnir að skrifa skýrslur sínar sjálfir beint á tölvur. Þóra náði strax valdi á þessari nýju tækni og smám saman breyttist meginstarfssvið hennar yfu- í að sjá um uppsetningu og umbrot á skýrslum Orkustofnunar. Samt hélt hún áfram uppteknum hætti sem ritari vegna góðrar íslenskukunn- áttu. Þótt Þóra væri flutt á mölina hélt hún áfram tengslum við heimahag- ana þar sem hún ræktaði meðal annars gulrætur fyrir sig, vini og kunningja. Hún átti sinn fasta kúnnahóp meðal starfsmanna Orkustofnunar, enda gulræturnar hennar með afbrigðum góðar. Þóra lét af störfum fyrir aldurs sakir þegar hún stóð á sjötugu. Hún kvaddi okkur starfsmenn með mikl- um myndarbrag, sem var öllum eft- irminnilegur. Eftir það leit hún við og við inn á sinn gamla vinnustað til að heilsa upp á vini og kunningja og lét sjá sig á samkomum starfs- manna. Þóra var hæglát kona, iðin og samviskusöm og rækti störf sín af vandvirkni. Hún sýndi samstarfs- mönnum sínum í verki að aldur skiptir ekki máli þótt tæknin breyt- ist, sem kallar á nýja hugsun og ný vinnubrögð. Um leið og við flytjum afkomendum hennar og aðstand- endum dýpstu samúðarkveðjur fyrrverandi samstarfsmanna á Órkustofnun þökkum við ánægju- leg viðkynni í þau tuttugu ár sem liðin eru síðan leiðir okkar lágu saman. Megi hún hvíla í friði. Kær vinkona og fyrrum sam- starfsmaður minn til nær tuttugu ára, Þóra Þorvaldsdóttir, er nú lát- in fyrir aldur fram. Ég kynntist Þóru í ársbyrjun 1980 þegar hún sótti um vinnu við útibú Örkustofn- unar í Keldnaholti sem ég veitti for- stöðu. Mér leist strax vel á Þóru og fannst að kona á miðjum aldri eins og hún sem hafði góða undirstöðu- menntun, var fyrrverandi bóndi, hafði fætt og alið upp sex börn og nýlokið námskeiði í vélritun eftir að á mölina kom, hlyti að vera fær um að takast á við flestöll verkefni og afréð því strax að ráða hana í vinnu. Þóra sagði mér svo síðar að hún hefði verið búin að sækja um fjölda starfa í marga mánuði og ætíð gengið bónleið til búðar. En það var óhapp þeirra vinnuveitenda og okk- ar happafengur því Þóra reyndist frábær starfsmaður í alla staði og jafnframt einkar góður félagi. Eftir að við í Keldnaholtsútibúinu sam- einuðumst öðrum hlutum stofnun- arinnar á Grensásveginum varð Þóra almennur ritari á Orkustofn- un og starfaði ekki fyrir mig sér- staklega en ætíð var þó sérstakt vináttusamband okkar á milli. Þótt Þóra væri einna elst af skrifstofu- fólkinu var hún samt sú sem oft var fyrst til að tileinka sér tölvutækni og fylgjast með þeirri öru þróun sem átti sér stað í henni á þessum árum. Jafnframt var Þóra einstak- lega samviskusöm og natin og taldi aldrei eftir sér að vinna erfið verk eða vinna fram eftir og koma utan hefðbundins vinnutíma ef á þurfti að halda. Ég á það Þóru að þakka að mér tókst að skila á réttum tíma mörgum greinum og skýrslum sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.