Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+
Hraður vöxtur vélbúnaðarframleiðandans 3X-stáls ehf. á Isafírði
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Eigendur 3X-stáls ehf. sjást ennþá meðal starfsmanna sinna á gólfi verksmiðjunnar við Sindragötu á fsafirði þótt stjórnun og pappírvinna taki lika sinn
tíma. Jóhann Jónasson er lengst til vinstri á myndinni, Albert Högnason í miðjunni og Páll Harðarson til hægri.
ÞRÍR SEM VORUAF
ÓÞEKKTRISTÆRÐ
eftir Helga Bjarnason
VIÐ ERUM þrír og vorum
óþekkt stærð,“ segir Páll
Harðarson, einn af eig-
endum 3X-stáls ehf. á ísa-
firði, um nafnið á fyrirtækinu. „Við
þurftum frumlegt nafn, vildum ekki
láta fyrirtækið heita Vélsmiðja ísa-
fjarðar eða eitthvað þess háttar, því
við ætluðum strax í upphafi að fara
inn á annan markað en fyrirtæld hér
á svæðinu hafa ræktað.“
Félagarnir þrír, Páll Harðarson,
Albert Högnason og Jóhann Jónas-
son, sem stofnuðu 3X-stál ehf. á ár-
inu 1994, eru allir fæddir og uppaldir
á ísafirði. Þeir hófu ungir að vinna
við sjávarútveginn, eins og flestir
jafnaldrar þeirra, byijuðu á því að
landa úr bátum og vinna í frystihús-
unum. Fjórtán til fimmtán ára byrj-
uðu þeir í járnadótinu, eins og þeir
sjálfir orða það, með því að taka til
starfa í smiðjunum.
„Við vorum orðnir hundleiðir á því
að vinna hjá öðrum og vildum
spreyta okkur á eigin rekstri. Við
vorum svo sem ekki með neinar stór-
ar viðskiptaáætlanir í upphafi en
fannst að hér væri þörf á fyrirtæki
sem sérhæfði sig í nýsköpun og vöru-
þróun fyrir sjávarútveginn," segir
Albert þegar þeir eru spurður um til-
drög þess að þeir réðust í að stofna
eigið fyrirtæki.
Úrelt tæki endurhönnuð
3X-stál ehf. leigði í upphafi hús-
næði hjá Skipasmíðastöðinni hf. þar
sem stunduð hafði verið framleiðsla
á tækjum úr ryðfríu stáli. Tók fyrir-
tækið yfir framleiðslu á hluta tækj-
anna en þau voru þá orðin úrelt og
hætt að seljast. Endurhönnuðu þeir
félagar tvö þessara tækja, rækju-
dælu og keralyftu, þannig að þau
fóru að seljast aftur. Segjast þeir
enn vera að selja þessi tæki í stórum
stíl.
Eigendumir þrír voru einu starfs-
menn fyrirtækisins fyrsta árið og
unnu mest við færibandasmíði og
viðgerðir á tækjum frá öðrum.
Rækjuiðnaðurinn var á þessum tíma
á leið upp úr öldudal og mikil upp-
bygging að hefjast. 3X-stál tók þátt í
VIÐSKIPri AIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Vélbúnaðarframleiðandinn 3X-stál ehf. er í eigu þriggja ís-
firðinga, Jóhanns Jónassonar, Páls Harðarsonar og Alberts
Högnasonar. Albert og Páll eru stálsmiðir, Jóhann lærði
rennismíði og er véliðnfræðingur. Þeir stofnuðu fyrirtækið á
árinu 1994. Jóhann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Albert
stjórnar hönnun vélbúnaðar og er Páll framleiðslustjóri.
Starfsmenn 3X-stáls ehf. smíða tæki fyrir bandaríska vinnslu á heitsjáv-
arrækju. Þar sjá eigendur fyrirtækisins mikinn markað á næstu árum.
þeirri uppbyggingu og varð rækjan
fljótlega aðalviðfangsefni fyrirtækis-
ins.
Eftir fyrsta árið fóru þeir að ráða
starfsmenn og fljótlega fór Jóhann
úr samfestingnum og í pappírsvinn-
una og svo kom að því að Albert
hætti einnig að vinna, eins og hann
sjálfur orðar það, og tók að sér hönn-
unarvinnuna. Páll er enn í gallanum
enda stjórnar hann framleiðslunni á
verksmiðjugólfinu.
Fyrsti útflutningurinn
skrautlegur
Fyrsta tækið sem þeir hönnuðu
frá grunni, skammtavog fyrir pökk-
un á rækju, kom á markaðinn á árinu
1996. A því ári unnu þeir einnig
fyrsta útflutningsverkefnið sitt,
smíðuðu spíraldælu fyrir kandadískt
fyrirtæki. Jóhann segir að þeir hafi
fengið fyrirspurn á faxinu um það
hvort þeir gætu afgreitt tækið innan
viku og einfaldlega svarað með jái.
Þeim hafi tekist það en margt verið
skrautlegt við þetta verk. Meðal
annars hafi orðið að smíða kassa ut-
an um tækið og draga það á sleða út
úr húsinu vegna þess að allt hafi ver-
ið ófært. Þeir félagamir skemmta
sér konunglega við upprifjun á
fyrsta útflutningsverkefninu.
Utflutningur hefst síðan fyrir al-
vöru tveimur árum síðar. „Við sáum
fram á samdrátt í rækjuiðnaðinum á
íslandi vegna minnkandi rækjuveiða
við landið. Við urðum því að leita að
öðrum verkefnum. Þar sem við höfð-
um náð góðum árangri í vinnu fyrir
rækjuiðnaðinn fannst okkur eðlilegt
að athuga möguleikana á útflutningi.
Tókum það stóra skref að fara á
sjávarútvegssýninguna í Boston
1998 og ferðast um Kanada að henni
lokinni. Þetta gekk vonum framan.
Strax á því ári nam útflutningur 25%
af heildarveltu fyrirtækisins,11 segir
Jóhann.
Fjórar rækj uver ksmi ðjur
fyrir Kanadamenn
Síðan hafa þeir unnið mikið fyrir
kanadísk fyrirtæki. „Þegar við fór-
um fyrst til Kanada sáum við að
„Án náinnar sam-
vinnu við rækju-
vinnslurnar hér og
þolinmæði stjórn-
enda þeirra gætum
við þetta ekki. “
rækjuiðnaðurinn þar stóð þeim ís-
lenska langt að baki og Kanadamenn
voru raunar farnir að leita hingað til
lands eftir þekkingu. Mikill
uppgangur var í veiðum og vinnslu í
Kanada og þörf á endurnýjun og við
nýttum okkur þetta tækifæri eins og
mörg önnur fyrirtæki,“ segir Albert.
Þeir hafa nú komið að smíði fjög-
urra rækjuverksmiðja á Nýfundna-
landi og Nova Scotia, hafa nýlega
lokið við afhendingu þeirrar síðustu.
í flestum tilvikum hafa þeir komið að
frumhönnun verksmiðjanna, séð um
að raða saman öllum tækjum í sam-
ráði við viðskiptavininn, smíðað tæki
og annast innkaup á öðrum og síðan
sett allt upp. Auk þess hafa þeir
smíðað einstaka tæki fyrir margar
aðrar rækjuverksmiðjur í Kanada.
Veltan eykst sífellt og stefnir í um
300 milljónir króna á þessu ári. Og
starfsmenn fyrirtækisins eru ekki
lengur þrír, heldur 25, auk 7 manna í
dótturfyrirtæki í Garðabæ.
Vöxturinn hefur byggst á útflutn-
ingi. Á síðasta ári kom 60% veltunn-
ar erlendis frá og í ár stefnir í að
hlutfallið verði 70%. Nú er svo komið
að kanadíski rækjuiðnaðurinn stend-
ur að mörgu leyti jafnfætis þeim ís-
lenska, að sögn Alberts. Þó vantar
enn nokkuð upp á gæði afurðanna en
það byggist á slakri meðhöndlun
hráefnis sem mest kemur ferskt af
minni bátum.
„Þann tíma sem við höfum fylgst
með rækjuiðnaðinum hefur orðið
mikil breyting. Afköst hafa aukist
samfara aukinni sjálívirkni og fækk-
un starfsfólks og auknum gæðum af-
urðanna. Ég tel að engin af þeim
verksmiðjum fyrir kaldsjávarrækju
sem starfræktar voru 1994 myndu
ganga í dag,“ segir Jóhann.
Náin samvinna við
rækjuvinnslur
Hönnun og vöruþróun er lífsnauð-
synlegur þáttur í starfsemi vélbún-
aðarframleiðanda. Albert segir að
það ergi þá félaga að þurfa að taka
inn vélar frá öðrum framleiðendum
þegar þeir eru að setja upp rækju-
verksmiðjur. Því séu þeir sífellt að
hanna og þróa ný tæki. Komi fyrir-
tækið yfirleitt fram með tvo eða þrjá
nýja vöruliði á ári og flestir þeirra
nái góðri sölu.
„Viðskiptavinirnir eru stöðugt að
hringja til að bera upp ýmis vanda-
mál og krefjast nýrra lausna. Við
verðum því alltaf að vera að koma
með eitthvað nýtt og verður margt af
því til vegna þarfa viðskiptavin-
anna,“ segir Albert.
ísafjörður var lengi Mekka rækju-
iðnaðarins á íslandi og er kannski að
sumu leyti enn. Þeir félagar taka
undir það að náfægðin við rækjuiðn-
aðinn, þarfir hans og vandamál, sé
mikilvæg fyrir 3X-stál og hafi íleytt
fyrirtækinu inn á alþjóðlegan mark-
að. ,Án náinnar samvinnu við rækju-
vinnslurnar hér og þolinmæði stjóm-
enda þeirra gætum við þetta ekki.
Við höfum getað valsað um vinnsl-
urnar og fengið stjómendur þeirra
til að reyna nýjar lausnir og þeir
hafa haft þolinmæði til að leyfa okk-
ur að ljúka okkur af,“ segir Albert.
Páll segir að þeir séu oft spurðir
að því hvort ekki væri betra að reka
svona útflutningsfyrirtæki í Reykja-
vík. Hann segir að nálægðin við-
rækjuvinnsluna á Isafirði bæti upp
aðstöðumuninn. Og Albert bætir því
við að fyrirtækið eigi betra með að
halda góðu starfsfólki en sambæri-
leg fyrirtæki í Reykjavík sem búi við
mun meiri starfsmannaveltu. „Við
emm með einvala lið enda komast
menn ekkert áfram nema að hafa
gott lið sér við hlið. Starfsmennirnir
standa vel við bakið á okkur og þegar
eitthvað mikið er að gerast hjá fyrir-
tækinu bæta þeir líka í,“ segir Páll.
Ekki finnst öllum jafn gott að búa
á ísafirði og eigendum fyrirtækisins.
Þegar þeir vom að missa góða menn
suður ákváðu þeir að stofna dóttur-
I