Morgunblaðið - 05.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2000 29
Eldri kona.
Kopareskimói með húðflúr í andliti.
leitni samfélaga til að lifa af á norð-
urslóðum. Hann kenndi Vestur-
landabúum að þeir yrðu að virða
náttúruna, en ekki síst að virða þá
þekkingu sem heimamenn hafa afl-
að sér um hana í gegnum árþúsund-
ir. Þessi boðskapur og lífsviðhorf
gerði hann einstakan meðal
heimskautakönnuða sem ekki höfðu
allir sama skilning á mikilvægi
þessa.
Vilhjálmur benti einnig á að það
fólk sem hann dvaldist svo lengi
meðal og lærði að virða og skilja,
væri hamingjusamt þrátt fyrir tak-
mörkuð veraldleg gæði. Lykillinn
að þessu væri nægjusemi og
takmarkaðar þarfir. Þessi skilaboð
eiga ekki síst við í samtíma vest-
rænna neysluþjóðfélaga þar sem
bæði óhamingja og umhverfisógn
stafa að verulegu leyti af ofneyslu
vegna ótakmarkaðra þarfa sem
seint verða uppfylltar. I fyrirlestr-
um sínum notaði Vilhjálmur samfé-
lag og lífsviðhorf inúíta sem spegil
fyrir bandaríska áheyrendur að sjá
eigið samfélag í og þannig kom
hann einatt á framfæri skarpri
þjóðfélagsádeilu, en efldi einnig
skilning fólks á eigin samfélagi. Það
er sannarlega verðugt verkefni að
taka upp þennan þráð og hvetja
þannig almenning til íhugunar um
líf sitt og samband neysluhátta, of-
nýtingar náttúruauðlinda, umhverf-
iseyðingar og forgangsröðun þarfa.
Vilhjálmur Stefánsson var boð-
beri þess að norðurslóðir þyrftu
ekki að vera lítt búsældarlegt jaðar-
svæði ef fólk sem þangað kæmi
kynnti sér mannvistfræði frum-
byggja og tileinkaði sér fordóma-
laust þá miklu reynslu sem aðlögun
samfélaga að hörðu umhverfi í ár-
þúsundir leiðir af sér. Sjálfbær þró-
un snýst einmitt um að læra af
reynslunni og horfa síðan til fram-
tíðar, um mótun haldbærrar stefnu
sem færir okkur ábyrg gildi og
Maður með byrðar.
hegðun í veganesti fyrir núlifandi
og komandi kynslóðir.
Norðurslóðir
á mannöld
Við getum nýtt hugtakið mannöld
(á ensku anthropocene) til að lýsa
þeim miklu breytingum í umhverfi
og veðrakerfum sem við erum vitni
að. Það er svo komið að við menn-
irnir erum orðnir örlagavaldar fyrir
vistkerfi og loftslag á jörðu. Þetta
er alveg ný staða í sögu mannkyns.
Á norðlægum slóðum eru þessar
breytingar enn meiri og koma fyrr
fram en víðast hver annars staðar í
heiminum. Þessar hröðu breytingar
munu gera enn meiri kröfu til að-
lögunarhæfni samfélaga í norður-
vegi, en jafnframt að alþjóðleg sam-
vinna aukist þannig að norð-
urslóðabúar öðlist, með tilstilli
samtaka, stofnana og samninga,
styrkari rödd gagnvart umheimin-
um þannig að eftir verði tekið.
Þarna er hlutverk ríkisstjórna mik-
ið, ekki síst þeirra sem eiga aðild að
Norðurskautsráðinu, en það eru
Norðurlöndin, Kanada, Bandaríkin
og Rússland. Eftir lok kalda stríðs-
Vilhjálmur í Kanadíska norður-
skautsleiðangrinum árið 1914.
ins hefur þáttur alþjóðlegra sam-
taka af ýmsu tagi einnig aukist,
enda svigrúm til þess þegar hinar
hörðu leikreglur hernaðarvaldsins
voru settar til hliðar og færi gafst
að hafa áhrif með umræðum og lýð-
ræðislegum samskiptum. Slík sam-
skipti verði sífellt mikilvægari. Eitt
dæmið um þessa þróun er hið nýja
Rannsóknarþing norðursins
(Northern Research Forum), sem
mun leiða saman fólk frá öllu norð-
urskautssvæðinu til skrafs og ráða-
gerða varðandi sameiginleg hags-
munamál og viðfangsefni á norður-
slóðum nútímans. Forseti íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, átti hug-
myndina að stofnun þessara alþjóð-
legu samtaka en fyrsta ráðstefna
þeirra stendur einmitt nú dagana
4.-6. nóvember á Akureyri og er
sýningin um Heimsskautslöndin
unaðslegu hluti af dagskrá ráð-
stefnunnar. Það á vel við að tengja
sýninguna þinginu því Vilhjálmur
var oft kallaður Mr Arctic, eða
Herra Norðurslóð, meðal annars
vegna þess hve mikil og góð sam-
skipti hann átti við vísindamenn og
aðra um gjörvallt norðurskauts-
svæðið, jafnvel á tímum kald?
stríðsins þegar erfitt var um vik.
Margt hefur verið skrifað um Vil
hjálm Stefánsson en það er viðeig
andi að ljúka þessu spjalli með því
að vitna í kvæði Stephans G. Steph-
anssonar sem hann orti um Vil-
hjálm og birtist í ljóðasafninu And-
vökur:
Til Vilhjálms
Stefánssonar
Víkkað hefur þú, Vilhjálmur,
veröld manna,
þú hefur hrímtröll hamið.
Norður-noma
næturgestur
ogvættavetrarríkis.
I frændsemd við firnindi
og fjarlægð ertu -
ert mögur morgunlands
ogíætt
við yzta norðurs
sex mánaða sólskin.
Helmlldir:
Woodward, Kesler E. 1998. Persuasive
images: photographs of Viihjalmur Stef-
ansson in the Stefansson Collection on
polar exploration at Dartmouth College. f
Imaging the Arctic, ritstjórar J.C.H.
King og H. Lidchi. Seattie: University of
Washington Press.
Höfundur er mannfræðingur og for-
stöðumaður Stofnunar Villyálms
Stefánssonar