Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 259. TBL. 88. ARG. FOSTUDAGUR 10. NOVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Embættismenn segja að endanleg úrslit í Flórída verði vart ljós fyrr en í næstu viku Yfir 19.000 atkvæði voru lýst ógild í sýslunni, þar sem kjósendurnir höfðu merkt við tvo írambjóðendur. Víst þykir að stór hluti þessara kjós- enda hafi ætlað að kjósa Gore, en óvart merkt við Buchanan. Þeir hafi síðan áttað sig á mistökunum og einn- ig merkt við Gore. Þar að auki hafa margir kjósendur komið fram sem aðeins merktu við einn frambjóðanda og ætluðu að kjósa Gore, en töldu sig hafa gert þau mistök að merkja við Buchanan. Asakanir hafa einnig komið fram um að blökkumenn hafi kerfisbundið verið hindraðir í að njóta atkvæðis- réttar síns í Flórída, en svartir kjós- endur styðja almennt demókrata fremur en repúblikana. Hafa samtök blökkumanna í Bandaríkjunum hvatt dómsmálaráðherrann Janet Reno til að rannsaka málið. Repúblikanar vísa ásökunum demókrata á bug Don Evans, kosningastjóri Bush, vísaði í gærkvöld ásökunum demó- krata um kosningamisferli í Palm Beach-sýslu á bug. „Demókratar eru að gera of mikið úr þessum atburðum og afbaka þá, á kostnað lýðræðisins í landinu," sagði Evans. „Lýðræðisleg- ir stjórnarhættir krefjast þess að úr- slit séu ráðin á kjördeginum sjálfum, þeir gera ekki ráð fyrir að haldið verði áfram að greiða atkvæði þar til einhverjum líkar útkoman." James Baker, fyrrverandi utanrík- isráðherra og sérlegur fulltrúi Bush vegna endurtalningarinnai’ í Flórída, sagði í gær að hann hefði hvorki orðið var við ásakanir um kosningasvik né vísbendingar um að þau hefðu verið framin. Benti hann á að fulltrúar demókrata hefðu lagt blessun sína yf- ir uppsetningu kjörseðilsins í Palm Beach-sýslu fyrir kosningarnar. Repúblikanar vöktu einnig athygli á því að fleiri sýslur í Bandaríkjunum hefðu notað svipaða kjörseðla og þá sem deilt er um í Palm Beach-sýslu og þeir íhuga að fara fram á endur- talningu atkvæða í Wisconsin, Oreg- on, Iowa og Nýju-Mexíkó og jafnvel í fleiri ríkjum, þar sem Gore sigraði mjög naumlega. Repúblikanar hafa einnig bent á að í síðustu forsetakosningum, sem fram fóru árið 1996, hafi 16 þúsund atkvæði verið ógild í Palm Beach- sýslu og því sé ekki hægt að halda því fram að ógild atkvæði séu óvenju mörg nú. Carter hvetur til þolinmæði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvatti í gær til þess að vandlega yrði farið ofan í saumana á því hvort eitthvað hefði farið úr- skeiðis í kosningunum í Flórída. Hann bað jafnframt alla hlutaðeig- andi um að sýna þolinmæði. Carter, sem er demókrati, gegndi forsetaem- bætti frá 1976 til 1980, en á síðari ár- um hefur hann verið eftirlitsmaður með kosningum víðs vegar um heim. A1 Gore fékk um 175.000 fleiri at- kvæði en George W. Bush á lands- vísu, en það er hins vegar saman- lagður fjöldi kjörmanna í sambands- ríkjunum sem ræður úrslitum, og þeir 25 kjörmenn sem Flórída ræður yfir skipta því sköpum. ■ Baráttan um/28 MORGUNBLAÐIÐ 10. NÓVEMBER 2000 690900 090000 Demókratar segja að „þjóðarvilji“ eigi að ráða Repúblikanar íhuga að krefjast endurtalningar í nokkrum ríkjum Reuters A1 Gore lét óvissuna um kosningaúrslitin ekki hindra sig í að fara út að skokka með dætrum sínum, Kristin og Karennu, í miðborg Nashville í Tennessee-ríki í gær. Tallahassec, Washington. AFP, AP. KJÖRSTJÓRN í Flórída tilkynnti í gærkvöld að hugsanlegt væri að end- anleg niðurstaða atkvæðatalningar í ríkinu yrði ekki Ijós fyrr en í næstu viku, en úrslit bandarísku forseta- kosninganna velta á henni. Demó- kratar hafa farið fram á handtalningu atkvæða í fjórum sýslum í ríkinu og í gærkvöld var tilkynnt að ný talning hæfist á laugardagsmorgun í Palm Beach-sýslu. Repúblikanar íhuga einnig að krefjast endurtalningar at- kvæða í ríkjum þar sem A1 Gore, frambjóðandi demókrata, sigraði naumlega og greindi CNN-frétta- stofan frá því í gærkvöld að endur- talning væri þegar hafin í Nýju- Mexíkó. Þá er Ijóst að mál munu verða höfðuð fyrir dómstólum í Flór- ída vegna villandi uppsetningar kjör- seðla í Palm Beach-sýslu, þar sem talið er að þúsundir kjósenda sem studdu Gore hafi af misgáningi greitt Pat Buehanan atkvæði sitt. Demókratar styðja máls- höfðanir kjósenda í Flórída Kjörstjómin í Flórída hefur veitt sýslum ríkisins frest fram á þriðju- dag til að ljúka endurtalningu at- kvæða, en auk þess geta utankjör- staðai’atkvæði borist fram á föstudag í næstu viku. Engar opinberar upp- lýsingar hafa verið gefnar út um gang endurtalningarinnar, en AP-fréttastofan greindi frá því í gærkvöld að eftir að atkvæði hefðu verið endurtalin frá 65 sýslum af 67 hefði George W. Bush, frambjóðandi repúblikana, einungis 225 atkvæði umfram A1 Gore. Eftir fyrstu taln- ingu í 53 sýslum hafði kjörstjórn til- kynnt að Bush hefði 1.784 atkvæða forskot á Gore. William Daley, kosningastjóri Gor- es, sagði á fréttamannafundi í gær- kvöld að demókratar hefðu farið fram á að atkvæði yrðu handtalin í Palm Beach-sýslu, Dade-sýslu, Broward- sýslu og Volusia-sýslu, þar sem sam- tals um 1,8 milljónir manna greiddu atkvæði. „Tækniatriði ættu ekki að skera úr um hver verður forseti Bandaríkjanna, heldur þjóðarvilji," sagði Daley. Hann lýsti því yfir að Demókrataflokkurinn myndi styðja fyrirhugaðar málshöfðanir kjósenda í Palm Beach-sýslu, sem telja að óskýr hönnun kjörseðilsins hefði orðið þess valdandi að þeir gerðu seðilinn ógild- an eða greiddu Pat Buchanan at- kvæði sitt fyrir mistök. Daley gagn- rýndi stuðningsmenn Bush harðlega fyrh’ að „gera lítið úr því að þúsundir Flórídabúa hefðu í raun verið sviptir kosningarétti sínum“. Lögfræðingar demókrata hafa einnig vakið máls á þeim möguleika að endurtaka atkvæðagreiðsluna í Palm Beach-sýslu. Yasser Arafat átti fund með Bill Clinton BandaiTkjaforseta í Washington Þrír falla í eldflaugaárás Beit Sahur, Hebron, Jerúsalem. AFP, AP. ÞRÍR Palestínumenn fórust í gær, er ísraelsk árásarþyrla skaut eldflaug að bifreið í Beit Sahour, einu úthverfa Betlehemborgar á Vesturbakkanum. Fjórir embættismenn heimastjómar Palestínumanna voru í bifreiðinni, en ísraelsher gaf þá skýringu á tilræð- inu að pallbíllinn hefði verið notaður til skotárása á ísraelska hermenn í Jerúsalem. Einn farþegi bifreiðarinnar, Huss- ein Abayat, beið bana, en hann var háttsettur meðlimur í skæruliða- hreyfingunni Fatah. Að auki fórust tvær konur, önnur var vegfarandi en hin bjó í nálægu húsi. Yfirmaður ísraelska heraflans á Vesturbakkanum, Yitzhak Eitan, sagði að Abayat hefði skipulagt ijöl- mörg hi-yðjuverk og að allir farþegar biíreiðarinnar hefðu verið eftiriýstir fyrir aðild að skotárásum á ísraelska hermenn. Leiðtogi Fatah-hreyfingar- innar, Hussein Sheikh, fordæmdi til- ræðið og varaði ísraela við því að þeir mættu búast við „harkalegum við- brögðum". Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, ræddi við BUl Clinton Banda- ríkjaforseta í Washington í gær. Að fundinum loknum kvaðst Arafat hafa ítrekað stuðning sinn við frið. AP Vopnaður Palestínumaður við bifreiðina sem varð fyrir eldflaugaárás Israelshers í Beit Sahour í gær. „Það var ekki ég sem átti frum- ar mínir sitja ekki um borgir ísraela kvæði að ofbeldinu," sagði Arafat. ... Við erum þjóð sem aðeins á eina „Ég ræðst ekki á ísraela. Skriðdrek- flugvél."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.