Morgunblaðið - 10.11.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 11
39. þing Alþýðusambands Islands verður haldið í næstu viku
undir yfírskriftinni „Nýtt afl - nýir tímar“
Miðstjórn vill að ESB-að-
ild verði tekin á dagskrá
. , Morgunblaðið/Golli
Forystumenn Alþýðusambands Islands kynntu í gær ASI-þingið sem fram fer í Kópavogi í næstu viku. Frá
vinstri Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur, Ari Skúlason framkvæmdastjóri, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
varaforseti og Grétar Þorsteinsson forseti.
Skipulagsmál verða eitt
meginverkefni þings
ASI þar sem m.a. á að
samþykkja ný lög um
sambandið. Búist er við
fjörlegum umræðum um
Evrópu- og byggðamál.
Um 520 fulltrúar sitja
þingið. Nýtt rafrænt
kosningakerfí verður
tekið í notkun.
ÞING Alþýðusambands íslands, ASÍ,
verður haldið í íþróttahúsinu í Digra-
nesi í Kópavogi í næstu viku. Þingið,
sem er hið 39. í röðinni, verður sett að
morgni mánudagsins 13. nóvember
og því á að Ijúka síðdegis fimmtudag-
inn 16. nóvember. Kjörbréf hafa verið
send út til 639 þingfulltrúa innan 111
aðildarfélaga ASI en samkvæmt því
sem kom fram á kynningarfundi for-
ystumanna sambandsins í gær er von
á um 520 fulltrúum frá um 100 félög-
um. Þeir munu fara með atkvæði um
77 þúsund félagsmanna ASÍ um allt
land. Meðal erlendi-a gesta á þinginu
verður framkvæmdastjóri Alþjóða-
sambands fijálsra verkalýðsfélaga,
Bill Jordan, sem kemur frá BÚTning-
ham í Bretlandi. Yfirskrift þingsins er
„Nýtt afl - nýir tímar“ þar sem skipu-
lagsmál verkalýðshreyfingarinnar
verða í brennidepli, staða hennar í
samfélaginu í nútíð og framtíð og af-
greiðsla á heildstæðu frumvarpi að
nýjum lögum um Alþýðusambandið.
Þetta verðiu- síðasta þingið með þessu
sniði þar sem lagt er til að framvegis
verði haldnir ársfundir ASÍ í stað
þinga sem haldin hafa verið á fjög-
urra ára fresti. Þingið mun nú standa
í fjóra daga en ekki fimm eins og verið
hefur. Meðal nýjunga í þingstarfinu
er að málstofur verða haldnar um ým-
is hagmunamál hreyfingarinnar og
nýtt rafrænt kosningakerfi verður
tekið í notkun, sem hannað er hér á
landi af EJS hf. og nefnist Kjarval.
Hver þingfulltrúi mun fá nafnspjald
með strikamerki sem hann rennir í
gegnum skanna sem verður við tölvur
í tuttugu kjörklefum á þingstað. Kjar-
vah er ætlað að einfalda fyrirkomulag
kosninga og auðvelda talningu sem
hefur verið tafsöm vegna mismun-
andi vægis á bak við hvert atkvæði.
Fram kom á kynningarfundinum í
gær að þinghaldið mun kosta ASÍ
tæpar 11 milljónir króna, samkvæmt
fjárhagsáætlun, og er þá kostnaður
hvers verkalýðsfélags ekki talinn
með. ASÍ greiðir t.d. fyrir ferðir full-
trúa til og frá þingstað. Fyrir kosn-
ingakerfið greiðir Alþýðusambandið
E JS hf. um 700 þúsund krónur.
Styrking EES ijarlægnr kostur
Fyrir þinginu liggur ejn heildstæð
tillaga miðstjórnar ASÍ að helstu
áherslum og verkefnum sambandsins
á næstu ái-um. Þar er m.a. vikið að
Evrópumálum og lagt til af miðstjórn
að umræðuna um aðild að Evrópu-
sambandinu, ESB, verði að taka á
dagskrá. ísland þurfi að taka virkan
þátt í Evrópusamstarfinu, annað-
hvort með því að styrkja þátttökuna í
EES eða með beinni aðild að ESB.
Styrkmg EES-samningsins virðist
vera „fjarlægur pólitískur mögu-
leiki“, eins og það er orðað í tillög-
unni. Þar segir einnig að umsókn Is-
lands um aðild að ESB hafi engan
tilgang nema full alvara sé þar að baki
og fyrir liggi upplýst samþykki þjóð-
arinnar.
í ályktun um efnahags- og kjara-
mál segir m.a. að í upphafi áratugar-
ins hafi verkalýðshreyfingin lagt sitt
af mörkum til þess að skapa forsend-
ur fyrir jöfnum hagvexti, stöðugu
verðlagi og stígandi kaupmætti með
kjarasamningum við samtök atvinnu-
rekenda og loforðum frá stjómvöld-
um um ýmsar aðgerðir. Síðan segir:
„Því miður hefur stjórnvöldum ekki
tekist að nýta sér þann grunn sem að-
ilar á vinnumarkaði hafa lagt og við-
haldið stöðugleikanum á síðustu mis-
serum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskor-
anir aðila vinnumarkaðar, Seðla-
banka og Þjóðhagsstofnunar hefur
ríkisstjórnin ekki nýtt sér þau hag-
stjómartæki sem hún getur beitt til
að koma á varanlegum stöðugleika."
Allt aðrar leikreglur
Grétai- Þorsteinsson, forseti ASÍ,
sagði við Morgunblaðið að sambandið
stæði írammi fyrii- allt öðmm leik-
reglum en áður yrðu þær tillögur um
skipulagsmál samþykktar sem lagðar
era fyrir þingið í næstu viku.
„Þessar leikreglur eiga að okkar
mati að gagnast okkur betur í starfi
og vera meira í takt við það umhverfi
sem við hræramst í og þá tíma sem
við lifum. Að því leytinu einu saman
er þetta tímamótaþing. Ef þetta
gengur allt saman eftir þá er þetta
síðasta þingið með þessu yfirbragði
sem við höldum áður en við fóram yfir
í ársfundina. Ég held að langflestir, ef
ekki allir, telji það mikið framfara-
spor, að hægt verði á hveiju ári að
fjalla um mál sem óhjákvæmilegt er
að taka ákvarðanir um í þessari æðstu
valdastofnun verkalýðshreyfingar-
innar. Þá gefst færi á því á hveiju ári í
stað þess sem við höfum búið við, á
fjögurra ára fresti," sagði Grétar.
Grétar sagði að þingið væri nú
haldið á þeim tíma sem horfur í efna-
hags- og kjaramálum væra ótryggar.
Óvíst væri hvernig kaupliðir kjara-
samninga héldu á næstu mánuðum.
Kaflaskipti í sögu ASÍ
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
ASI, sagði við Morgunblaðið að þing-
ið í næstu viku yrði eitt hið mikilvæg-
asta í sögu ASÍ.
„Horfum til þess að fyrir ári vorum
við með Alþýðusambandið í nærri því
algjörri upplausn, skipulagslega séð.
Við voram með Rafiðnaðarsambandið
og Samiðn fyrir utan. Þrátt fyrir allt
erum við búin að koma hópnum nú
saman og erum að leggja fram tillög-
ur sameiginlega um skipulagsbreyt-
ingai', sem virðist hafa verið töluverð
sátt um. Þingið á síðan eftir að fjalla
um þær tillögur. Ef þetta tekst þá
held ég að nokkuð mikil kaflaskipti
verði í sögu ASÍ. Þá verðum við kom-
in með umgjörð utan um sambandið
sem er miklu betri en verið hefur. Við
verðum sterkari í því að standa sam-
an sem afl og uppfylla þær kröfur
sem nýir tímar gera til okkar. Tím-
arnir og aðstæðumar breytast ótrú-
lega hratt og við þurfum að hafa
möguleika á því, skipulagslega, að
takast á við þessar breytingar. Við er-
um að taka mjög stórt skref í þá átt,“
sagði Ari.
A fundinum kom fram að umræða
um byggða- og Evrópumál gæti orðið
lífleg í næstu viku. Ari sagði að vissu-
lega kæmu íleiri málaflokkar til um-
ræðu, s.s. menntamál, en þetta væra
heit mál um þessar mundir. Þannig
hefði ASÍ ekld áður komið með jafn-
afgerandi tillögu um að taka aðild að
ESB alvarlega á dagskrá.
„Við höfnum algerlega þeim hug-
myndum að gera EES-samninginn að
VINNUDEILUSJÓÐUR Kennara-
sambands íslands ætlar að greiða
framhaldsskólakennurum verkfalls-
bætur 15. nóvember nk. Greiddar
verða 35 þúsund krónur til kennara í
fullu starfi. Stefnt er að því að greiða
þessa upphæð á tveggja vikna fresti
meðan verkfallið stendur að sögn
Áma Heimis Jónssonar, formanns
stjórnar sjóðsins.
í síðasta verkfalli veitti launa-
skrifstofa fjármálaráðuneytisins
stjórn vinnudeilusjóðsins upplýsing-
ar um starfshlutfall kennara og
reikningsnúmer þeirra. Fjármála-
ráðuneytið hefur að þessu sinni
hafnað því að veita þessar upplýs-
ingar og ber fyrir sig lög um pers-
ónuvemd. Árni sagði að þetta kallaði
á meiri vinnu af hálfu stjórnar sjóðs-
ins. Hún hefði reyndar fengið upp-
tvíhliða viðskiptasamningi. Rökin eru
þau að EES-samningurinn fjallai' um
miklu meira en viðskipti með fisk og
iðnaðarvörur. Hann fjallar í raun um
allt okkar þjóðlíf. Alþýðusambandið
hefur fengið góða stöðu innan
Evrópusamstarfs verkalýðshreyfing-
arinnar í gegnum það að ísland er að-
ili að EES. Þeirri stöðu myndum við
tapa með tvíhliða viðskiptasamningi,“
sagðiAri.
Eins og áður sagði stendur ASÍ
fyrir málstofum á þinginu. Þær verða
átta talsins þriðjudaginn 14. nóvem-
ber og þar af þrjár eingöngu ætlaðar
þingfulltrúum. Þar á að fjalla um for-
ystufræðslu og nútímamiðlun upplýs-
inga innan verkalýðshreyfingarinnar
og skyggnast inn í framtíðina með yf-
irskriftinni „Staða og sköpulag verka-
lýðshreyfingar framtíðarinnar".
Fimm málstofur verða opnar öllum
en þar á að fjalla um íslenskan vinnu-
markað og Evrópu, heilsuvemd,
byggðamál, ný tækifæri til náms og
samræmingu atvinnuþátttöku og fjöl-
skyldulífs.
lýsingar frá nokkram skólum, en öll-
um kennurum hefði verið sent bréf
þar sem óskað væri eftir upplýsing-
um um starfshlutfall og reiknings-
númer.
Árni sagði að í vinnudeilusjóðnum
væru 540 milljónir. Tæplega 1.300
kennarar era nú í verkfalli þannig að
sjóðurinn greiðir rúmlega 40 millj-
ónii' á hálfsmánaðafresti. Greiðslur
úr vinnudeilusjóðnum era skatt-
skyldar, en skatturinn er greiddur
eftir á.
Vinnudeilusjóður Kennarasam-
bandsins varð til um síðustu áramót
þegar vinnudeilusjóðjr KÍ og HÍK
vora sameinaðir.
Stjórnendur fengu greidd
laun um mánaðamótin
Skömmu áður en verkfallið hófst
Spenna ríkir um kjör
forseta á 39. þingi ASÍ
Þrýst á Ara
að g-efa
kost á sér
SAMKVÆMT heimildum Morgun-
blaðsins er mjög þrýst á Ara Skúla-
son, framkvæmdastjóra Alþýðusam-
bands íslands, að gefa kost á sér til
forseta á ASÍ-þinginu sem hefst eftir
helgi í Kópavogi. Ari vildi ekki tjá sig
um mögulegt framboð, þegar Morg-
unblaðið leitaði eftir því í gær, en gaf
í skyn að yfirlýsing væri væntanleg.
Níu manna kjörnefnd er ætlað að
koma með tillögur um einstaklinga í
forystusveit sambandsins en auk
þess getur þingheimur komið með
tillögur um forseta. í raun eru allir
77 þúsund félagsmenn ASÍ kjör-
gengir til forseta eða annarra for-
ystustarfa fyrir sambandið.
Grétar Þorsteinsson hefur verið
forseti ASI síðastliðin fjögur ár.
Hann sagðist í samtali við Morgun-
blaðið standa við sína fyrri yfirlýs-
ingu um að ef þingið taki þá ákvörð-
un að koma með tillögu um hann sem
næsta forseta þá skorist hann ekki
undan. Að öðra leyti hafi hann ekki
gefið kost á sér áfram.
Grétar vildi ekki tjá sig um mögu-
legt framboð frá Ara Skúlasyni.
Koma þyrfti í ljós hvernig málin þró-
uðust. „Síðan stendur maður frammi
fyrir raunveraleikanum í næstu
viku, hvernig landið liggur," sagði
Grétar.
Óljóst hver niðurstaðan verður
Forystumenn í verkalýðshreyf-
ingunni hafa verið að ræða saman að
undanförnu um skipan forystu Al-
þýðusambandsins og er enn mjög
óljóst hver niðurstaðan verður.
Hvorki Ari né Grétar virðast njóta
óskoraðs stuðnings innan sambands-
ins. Forystumenn stærstu félaga
innan Starfsgreinasambandsins hafa
verið í hópi þeirra sem hafa talið
tímabært að gera breytingar á for-
ystu ASÍ. Talið hefur verið að Grétar
njóti stuðnings meðal iðnaðarmanna.
Forysta Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur hefur hins vegar lýst
því yfir að VR ætli að halda sig til
hlés í þessum umræðum og ekki lýsa
fyrirfram yfir stuðningi við neinn
frambjóðenda.
Það flækir svo umræðuna um kjör
forseta ASI að verið er að fækka í
miðstjórn sambandsins. Reynt hefur
verið að tryggja að í miðstjórn sitji
fulltrúar beggja kynja, fulltrúar
stórra félaga alls staðar af landinu
og jafnframt fulltrúar allra lands-
sambanda. Erfiðara verður að gæta
allra þessara sjónarmiða þegar verið
er að fækka þeim sem sitja í mið-
stjórn.
uppgötvaðist að félagsmenn í Félagi
stjórnenda í framhaldsskólum eiga
lögum samkvæmt að vera í verkfalli.
Þetta kom fjármálaráðuneytinu og
Félagi framhaldsskólakennara á
óvart og raunar stjórn Félags
stjórnenda í framhaldsskólum einn-
ig. Bogi Ingimarsson, formaður fé-
lagsins, sagði að þegar þetta upp-
götvaðist hefði verið búið að greiða
stjórnendum laun fyrii' nóvember-
mánuð. Sem kunnugt er fengu fram-
haldsskólakennarar, sem era á fyrir-
framgreiddum launum, aðeins laun
fyrii' 7 daga um síðustu mánaðamót.
Bogi sagði að þessi launagreiðsla
til stjórnenda yrði leiðrétt um næstu
mánaðamót. Um er að ræða um 60
manna hóp, þ.e. aðstoðarskólameist-
ara, áfangastjóra og aðra stjórnend-
ur sem eru með yfir 50% stjórnun.
540 milljónir í vinnudeilusjóði Kennarasambandsins
Greiðir 35 þúsund í
bætur í næstu viku