Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.11.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 31 LISTIR Benedikt Gröndal og Steinn Steinarr stumra yfir Jónasi Hallgrímssyni. Hjálparsveit skálda leggur til fórnarlamb Egils Skallagrímssonar. „Þó úti leysi vetur vind“ s I kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavík Menningarborg Evrópu 2000 leikritið Skáldanótt eftir Hall- grím Helgason. Hávar Sigurjónsson ræddi við Hallgrím um leikritið og hugmyndir hans um sæti leikskáldsins á skáldabekk. „Eitt sinn skal hver deyja. Ekki tvisvar." Jónas er ekki dauður úr öllum æðum. ALLGRÍMUR Helga- son ríður ekki við einteyming á skáld- vellinum. Hann hleypir nú á skeið í nýju leikriti sem er að miklu leyti í bundnu máli; óvenjulegt fyrir ís- lenskt leikrit yfirleitt og nánast einsdæmi um leikrit frá seinni ár- um. „Þetta er í anda Shakespeares sem lagði sumum persónur sínum bundið mál í munn og lét aðrar mæla í prósa. Þannig sýndi hann á skýran og einfaldan hátt mun á stöðu þeirra í samfélaginu. Kóngar og aðalsmenn töluðu í bundnu máli, alþýðan í prósa.“ Hallgrímur snýr þessu við og leggur góðskáldunum prósa í munn, þau eru orðin leið á ríminu enda þurfa þau hvort eð er ekki að sanna neitt, en ungskáldin opna ekki munninn öðruvísi en með rím og stuðlasetningu á vörunum. Efni verksins verður best lýst með því að vitna í orð Kynnis leik- ritsins sem flytur áhorfendum for- mála að sýningunni að klassískum sið. En það er gömul þjóðartrú (sem þið eruð búin að gleyma nú) að eina nótt á ári fá okkar skáld að fara á stjá. Liðin nöfn þá lifna við læðast inn á okkar svið Halldór Laxness, Hallgrímsson, Hafstein, Gröndal, Benediktsson... allir þessir þá þramma um þyrstir í líf í Miðbænum. Þannig hefst leikurinn. Góð- skáldin komin á kreik og allir aðdá- endur þeirra hlaupa um miðbæinn, þyrstir í að ná tali af sínu skáldi, teyga af vörum þess bragarmjöð- inn, en raunin er reyndar nokkuð önnur. Jónas hefur helst hug á því að drekka og komast yfir kven- mann og Egill Skallagrímsson er á stöðugum ílótta undan Víkinga- sveitinni sem reynir að hindra hann í mannvigum. Egill getur að sögn ekki ort nema sjá blóð. „Blóðið er hans blek,“ segir hjálparsveitar- maður með reynslu af skálda- „Dramatíkin er drottning bók- nienntanna," segir Hallgrímur Helgason og tekur ofan. nóttum fyi-ri ára. „Hugmyndin að Skáldanótt, þar sem dauð skáld lifna við og fara á kreik er svipuð og í þjóðsögunni um kýrnar sem fá málið á nýársnótt.Eg sæki líka áhrif i Draum á Jónsmessunótt. Þetta er allt voða gamaldags og því geysilega nýstárlegt," segir Hall- grímur um efni verksins. Hann segir að upphaflega hafi hug myndin verið fólgin í kvæði er hann orti árið 1993 og nefndist Leitin að Jónasi Hallgrímssyni. „Þar var það Jónas sem birtist allt i einu a Bíóbarnum en hvarf svo i eftirpartí. Það var fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, Þórhildur Þor leifsdóttir, sem bað mig að færa þessa hugmynd í leikritsbúning. Mér leist vel á það. Þegar ég fór að vinna að þessu kom í ljós að leitin að Jónasi einum nægði ekki í heilt leikrit. Þannig þróaðist hugmyndin yfir í heila Skáldanótt, svona Menn- ingarnótt framliðinna skálda,“segir Hallgrímur. Hann segir að almennar hug- myndir fólks um útlit góðskáldanna séu hafðar til hliðsjónar. „Við reyn um hafa þá þannig að hver og einn haldi sínum sérkennum. Stuðst er við útlitslýsingar og ljósmyndir en þó er ekki um eftirhermur að ræða. Ég er svo bara að giska á hvernig þeir mundu haga sér við þessar að- stæður. Það er hreinn uppspuni að sjálfsögðu.“ Hallgrímur segir að kosturinn við að semja leiktexta í bundnu máli sé að þannig hefjist verkið upp fyrir hið hefðbundna raunsæi. „Það kemst á annað plan. Ég beiti sama hætti og Ibsen beitti i Brandi og það var mjög gaman að skrifa þetta." Leikhúskrif höfða til Hallgríms og vinnan í leikhúsinu er honum mjög að skapi. Áður hefur hann skrifað einleikinn 1000 eyja sósu, gamanleikinn Kossinn auk al- þekktra skáldsagna Hella, Þetta er allt að koma og 101 Reykjavík sem virðist vera að leggja heiminn að fótum sér. Leikritun er í lægð núna „Dramatíkin er drottning bók- menntanna. Leikritun er magn- aðasta for mið sem hægt er takast á við og það er ekki tilviljun að mesta skáld allra tíma, William Shake- speare, _ skyldi eingöngu semja leikrit. í leikritum hefur hver pers- óna möguleika á dýpt sem jafnast á við heila skáldsögu. Leikskáld verð- ur að hafa vald á tveimur þátt um ritlistarinnar, stíl og strúktúr og það er fátítt höfundar sé jafnvígir á hvort tveggja. Eins og fleiri skipti Hölderlin bókmenntunum í þrennt; póetík, epík og dramatík. Póetíkin er einvíd: höfundurinn yrkir út fra sjálfum sér. Epíkin er tvívíð: höf- undurinn segir sögur af öðru fólki. Dramatíkin er hinsvegar þrívíð: höfundurinn hefur yfirgefið salinn og eftir standa persónur hans á sviðinu og yrkja útfrá sjálfum sér. Höfundurinn er orðinn guð. I leikritum verða persónurnar helst að lifa algjörlega sjálfstæðu lífi. Skáldsagnapersónur sem hafa þessa eiginleika enda líka allar upp á leiksviði. Menn vilja sjá þær og leik arar vilja túlka þær. Því miður er leikritun í lægð núna. Það er tæpast litið á hana sem bók menntaform. Leikrit eru til dæmis aldrei tekin til greina í íslensku bókmenntaverðlaununum. Ástand- ið er svipað og það var áður en Ib- sen, Strindberg og Chekov komu fram og endurreistu leikritið sem bókmenntaform.Þá var formið tek- ið alvarlega að nýju.“ Ég á ennþá langt íland Hallgrimur segist hafa skáldsögu i smíðum en telur ekki tímabært að ræða hana frekar á þessu stigi. Hann kveðst vilja líta á sköpun rit- höfundarins sem fjölnotaefni Skáldsaga og ljóð verða að leikriti eða kvikmynd. Góð hugmynd höf- undar um sögu og persónur getur nýst á svo fjölbreyttan hátt, ekki síst þegar eftirspurn eftir slíku efni fyrir, leikhús, sjónvarp og kvik- myndir er jafnmikil og raun ber vitni. Þá erum við auðvitað að horfa á hlutina í stærra samhengi en hér upp á íslandi, þar sem máttur sjónvarpsins hefur enn ekki verið virkjaður til þess arna. „Við byrjum öll á því að að yrkja ljóð. Svo förum við að skrifa smá- sögur. Uppúr þrítugu reynum við okkur við skáldsöguna. Maður verður alltaf að halda áfram, takast á við nýtt form, reyna eitthvað sem maður getur ekki. Dramatíkin er efsta þrepið i stiganum. Ég á ennþá langt i land. Skáldanótt er bara svona ævintýri, gleðileikur með söngvum.“ Gröndal: Það virðist enginn ætla að skrifa ævisöguna mína... Jónas: Nei, Bensi minn, það er kannski útaf því að þú gerðir það sjálfur, þú hefðir kannsi betur látið það ógert. Gröndal: Ógert? Ég skrifaði nú fal- lega um þigí Dægradvöl. Jónas: Ogheldur varþað nú misfal- legt. Gröndal: Hvað áttu við? Jónas:„Búlduleitur og fúllegur að sjá...“ Gröndal: Já, þú varst það nú Jónas minn... óttalegur luri... Jónas: Það er nú eins og hver sjái sjálfan sigmeð það. Gröndal: Hvað áttu við? Já, en hvað ... þetta var nú bara fyrst, áður en Leikarar og listrænir stjórnendur SKÁLDANÓTT eftir Hallgrím Helgason. Leikarar: Árni Pétur Guð- jénsson, Bergur Þór Ingólfs- son, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hans- son, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Sigrún Edda Björns- dóttir, Steinn Ármann Magnússon, Theodór Júlíus- son, Þór Tulinius. Leiksljóri: Benedikt Erlings- son. Tónlist: Ragnhildur Gísladótt- ir. Leikmynd: Stígur Steinþórs- son. Búningar: Hjördís Sigurbjörnsdóttir. Hljóð: Baldur Már Arngríms- son. Lýsing: Elfar Bjarnason. ég kynntist kvæðunum þínum, sem ég lærði öll, ég lærði þau nánast öll... Jónas: Já, já, þú ert ágætur, Bensi litli. En ég er bara ansi hræddur um að þú sért orðinn dálítið gleymdur núna... Gröndal: Gleymdur? Steinn Steinarr: Jónas. Áttu sígar- ettu? Jónas: Já... og þó víst ekki.... er búinn með mínar. Bensi, gefðu skáldinu sígarettu. Gröndal: Já, hérna. Gjörðu svo vel. (Gefur Steini sígarettu) Jónas: Þú segir ekki mikið, Steinn. Og þó þegir þú ekki, Steinn. Það er nú svo furðulegt meðþað. Gröndal: Vantar þig eld líka? (fúll, gefur Steini eld) Jónas: Þar rauður loginn brann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.