Morgunblaðið - 10.11.2000, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ
c 64 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
DAGBÓK
í dag er fóstudagur 10. nóvember,
315. dagur ársins 2000. Orð dagsins
j Þótt ég sé öllum óháður, hef ég
gjört sjálfan mig að þræli allra, til
þess að ávinna sem flesta.
(I. Kor. 9,19.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell og Lone Boye
fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 8.45
leikfimi, kl. 9 vinnustofa
kl. 13 bókband, kl. 14
bingó. Söngstund í
kaffitímanum með Hans
Hafliða og Árelíu.
Leikfimi fellur niður í
dag föstudag og mánu-
daginn 13. nóvember og
verður aftur miðviku-
daginn 15. nóv. kl. 8.45.
Árskógar 4. Kl. 9 perlu-
og kortasaumur, kl.
11.15 tai-chi-leikfimi, kl.
13 opin smíðastofan, kl.
13.30 bingó, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
;-j hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9-12 bók-
band, kl. 9-16 hand-
avinna og fótaaðgerð,
kl. 13 vefnaður og spilað
í sal.
Félagsst. Furugerði 1.
Kl. 9 aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður, kl.
12 matur, kl. 14 messa,
prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson, kaffiveitingar
eftir messu.
i’’ Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9.45 leikfimi.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 13 „opið hús“, spilað
á spil.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Ferð í Þjóð-
leikhúsið að sjá Kirsu-
berjagarðinn 18. nóv-
ember, pantið miða í
Kirkjulundi í síma 565-
6622. Gönguhópur og
áttavitanámskeið kl. 10.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 rammavefnaður
og málm- og silfursmíði,
kl. 13 gler- og postulíns-
málun, kl 17 slökun,
þátttakendur hafi með
sér kodda og teppi.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Mat-
arþjónusta er á þriðju-
og föstudögum, panta
þarf fyrir kl. 10 sömu
| daga. Fótaaðgerðastof-
an er opin kl. 10-16,
miðviku-, fimmtu- og
föstudaga. Kl. 10 boccia.
Gleðigjafarnir syngja í
dagkl. 14.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Tréútskurður í Flens-
borg kl. 13. Myndmennt
kl. 13. Brids kl. 13:30. Á
morgun verður ganga
frá Hraunseli kl. 10.
~ « Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10-13. Matur í hádeg-
inu. Árshátíð FEB verð-
ur haldin í félagsheimil-
inu Ásgarði, Glæsibæ, í
kvöld föstudaginn 10.
nóvember. Húsið opnað
kl. 18.30 og hátíðin sett
kl. 19.30. Matur, ræðu-
maður kvöldsins verður
Steingrímur J. Sigfús-
son alþingismaður, fé-
lagar úr Karlakórnum
Þröstum syngja nokkur
lög, skopsaga, gaman-
mál, happadrætti,
veislustjóri er Árni
Johnsen alþingismaður.
Dansleikur á eftir,
hljómsveitin Upplyfting
leikur fyrir dansi. Miðar
seldir á skrifstofu FEB.
Silfurlínan opin á mánu-
dögum og miðvikudög-
um frá kl. 10-12. Ath.
Opnunartími skrifstofu
FEBerfrákl. 10-16.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB í síma 588-
2111 frá kl. 10-16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, m.a. föndur og
bútasaumur, umsjón
Jóna Guðjónsdóttir, kl.
10 „Kynslóðirnar mæt-
ast 2000“, börn úr Öldu-
selsskóla koma í heim-
sókn. Frá hádegi er
spilasalur opinn, kl. 13
bókband. Veitingar í
kaffihúsi Gerðubergs.
AUar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10.30 á laugardög-
um.
Gullmári, Gullsmára
13. Hinn árlegi fjöl-
skyldudagur verður í
Gullsmára laugardaginn
11. nóv. kl. 14. Fjöl-
breytt dagskrá, m.a.
spákona. Hildur Fann-
ey og Bergiind frá
Förðunarskóla Islands
farða andlit yngri kyns-
lóðarinnar. Kór
eftirlaunakennara syng-
ur nokkur lög undir
stjórn Jóns Hjörleifs
Jónssonar, undirleikari
Sólveig Jónsson. Full-
trúi eldri borgara, Guð-
rún Eyjólfsdóttir, les
gamanmál. Fimmurnar
taka lagið. Ýmsir leikir
fyrir alla aldurshópa.
Stjórnandi Margrét
Bjarna og Guðrún Lilja.
Ovænt uppákoma.
Vöffluhlaðborð. Eldri
borgarar eru hvattir til
að mæta með börn og
barnaböm.
Hraunbær 105. Kl. 9-12
baðþjónusta og út-
skurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 9-12.30
bútasaumur, kl.ll leik-
fimi og spurt og spjall-
að. Kl. 14. kemur Ólafur
Ólafsson, formaður Fé-
lags eidri borgara, í
heimsókn og ræðir um
stöðu mála. Allir vel-
komnir. Kaffiveitingar.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 9-12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi.
Hæðargarður 31. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14
brids.
Norðurbrún 1. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 9-12.30
útskurður, kl. 10 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 hand-
avinna, kl.13 sungið við
flygilinn, 14.30-16 dans-
að við lagaval Halldóru,
vöfflur með rjóma með
kaffinu. Allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 bókband og
morgunstund, kl. 10
leikfimi, kl. 13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Guilsmára
13 kl. 10 á laugardögum.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra leik-
fimi í Bláa salnum í
Laugardalshöll, kl. 10.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félagsheimil-
inu Leirvogstungu.
Kaffi og meðlæti.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
sölukaffi og skyndi-
happdrætti sunnudag-
inn 12. nóvember að
Hallveigarstöðum. Hús-
ið opnað kl. 14.30.
IVIinningarkort
Minningarkort ABC-
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu
ABC-hjálparstarfs í
Sóltúni 3, Reykjavík í
síma 561-6117. Minn-
ingargjafir greiðast
með gíróseðli eða
greiðslukorti.
Aliur ágóði fer til hjálp-
ar nauðstöddum börn-
um.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafnar-
firði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minningar-
kort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28 í s. 588-
8899 milli kl. 10 og 17
alla virka daga. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 5G9 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 669 1166,
sérblöð 669 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjaid 1.900 kr. á mánuði innaníands. í iausasölu 160 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudeg'i til föstudags
Krakkar úr Melaskóla.
Bílastæðismál
Landsspítalans
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi taka
undir orð móður, sem skrif-
aði um bílastæði við Lands-
spítalann í Velvakanda fyr-
ir stuttu. Ég og maðurinn
minn þurfum oft að leita
okkur lækninga á Lands-
spítalanum. Dóttir okkar
keyrir okkur á staðinn og
er afar erfitt að fá stæði ná-
lægt dyrunum. Við eigum
bæði erfitt með gang og
þurfum að komast sem
næst inngönguleiðinni. Ég
held að mjög margir bíl-
anna séu í eigu starfsfólk
spítalans. Bílastæðismál
spítalans virðast vera í al-
gjörum ólestri. Ég bara
spyr, hvemig verður þetta
þegar barnadeildin fer að
starfrækjast þarna? Hvar á
þá að leggja?
Athugasemd
MIG langar að koma með
smáathugasemd vegna
málverks sem var á mál-
verkasýningu Búnaðar-
bankans og mynd birtist af
í heigarblaði Morgunblaðs-
ins fyrir stuttu. Þar var
mynd af Kjarvalsmálverki
og undir myndinni stóð
Svartfeil (Dyrfjöll). Svart-
fell hefur ekkert með Dyr-
fjöll að gera. Svarfell er
austan megin fjarðarins,
gegnt Dyrfjöllum.
Vigfús Ingvar
Vigfússon.
Fyrirspurn til RÚV
MIG langar að koma með
fyrirspurn, vegna greinar
sem birtist í Velvakanda
þriðjudaginn 7. nóvember
sl. um afnotagjöld RÚV.
Þar segir að örorku- og elli-
Hfeyrisþegar fái 20% af-
slátt, sem gerir 1.680 kr. á
mánuði. Ég er látinn borga
1.900 kr. á mánuði. Spurn-
ing mín er hvort þetta
gangi jafnt yfir alla eða þá
sem náð hafa 67 ára aldri?
Vonast ég eftir að fá svar
frá RÚV við fyrirspurn
minni.
Sigmar Jónsson,
Fannafold 217A,
sími 567-4204.
Tapad/fundið
Gullarmband tapaðist
GULLARMBAND tapað-
ist í Hafnarfirði laugardag-
inn 4. nóvember sl. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 863-7333. Fundar-
laun.
Armani stálúr
tapaðist
ARMANI stálúr tapaðist í
Suðurbæjarsundlaug
Hafnarfjarðar fyrir um það
bil þremur vikum. Upplýs-
ingar í síma 555-0908.
Nokia 6150 tapaðist
NOKIA 6150 GSM-sími
tapaðist í World Class
mánudaginn 6. nóvember
sl. Skilvís finnandi er vin-
samlegast beðinn að hafa
samband í síma 557-5051.
Fundarlaun.
Grátt seðlaveski
tapaðist
GRÁTT seðlaveski tapaðist
mánudaginn 6. nóvember
sl. í biðskýlinu við Lækjar-
torg. I veskinu voru skil-
ríki, en heimilisfangið á
þeim er ekki rétt. Skilvis
finnandi er vinsamlegast
beðinn að koma veskinu í
ókilamunadeild lögregl-
unnar eða hringja í síma
847-6354.
Dýrahald
Grábröndóttur fress
hvarf að heiman
GRÁBRÖNDÓTTUR
ógeltur fress hvarf frá
Smárahverfmu í Kópavogi í
september. Hann er með
smávegis hvítt á feldinum
og hvítan hring á skottinu.
Hann er ómerktur. Upplýs-
ingar í síma 695-7305.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 koppur, 8 stygg, 9 hrós-
ar, 10 sár, 11 beiskir, 13
dysjar, 15 ríki, 18 flatir,
21 fiskur, 22 stíf, 23 suss-
ar á, 24 drottinsdags.
LÓÐRÉTT:
2 hyggur, 3 alda, 4 borg-
uðu, 5 vitur, 6 eldstæðis,
7 ósoðinn, 12 greinir, 14
sefa, 15 sæti, 16 veislunni,
17 miskunnin, 18 stuttan
svefn, 19 með lús, 20
magurt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kofan, 4 Kýpur, 7 lætur, 8 rætið, 9 púl, 11 aðra,
13 eisa, 14 kafli, 15 bana, 17 regn, 20 aða, 22 taðan, 23
gatið, 24 riðla, 25 senna.
Lóðrétt: 1 kolla, 2 fætur, 3 norp, 4 kurl, 5 putti, 6 ryðja,
10 úlfúð, 12 aka, 13 eir, 15 bútur, 16 næðið, 18 ertan, 19
niðja, 20 anga, 21 agns.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI var einn af nátthröfn-
unum sem fylgdust vel með
sjónvarpsfréttum af atkvæðataln-
ingunni í Bandaríkjunum. Þegar
þetta er skrifað er enn óljóst hvor
verður forseti, Bush eða Gore. En
Víkverji er mannasættir og bendir á
lausn sem Bandaríkjamenn ættu að
velta fyrir sér þegar sú undarlega
staða kemur upp að tveir frambjóð-
endur fá nokkurn veginn jafn mikið
fylgi. Setja ætti ákvæði í stjórnar-
skrá um að þeir geti þá deilt með sér
kjörtímabilinu, annar setið fyrstu
tvö árin en hinn síðan tekið við. Báðir
gætu vel við unað.
En hvað sem líður velmeintum
hugmyndum Víkverja er eitt sem sit-
ur eftir: Bandaríkjamenn eru ein-
staklega lagnir við að gera atburði
eins og kosningar að spennandi
fjölmiðlaleik. Sviðsetningin er vel-
heppnuð og þótt helstu frambjóð-
endurnir hafi ekki megnað að hrífa
marga tókst að minnsta kosti að búa
til góða afþreyingu.
XXX
SURTSEY er náttúrufyrirbæri
sem var í heimsfréttunum fyrir
nær fjórum áratugum. Svo fræg
varð hún að fyrir fáeinum árum
rakst Víkverji dagsins á skilti með
sérkennilegu fyrirtækjaheiti á einni
hurðinni í stóru skrifstofuhúsi á
Manhattan í New York. Surtsey
Real Estate, þ.e. fasteignasalan
Surtsey. Einn af sölumönnunum á
staðnum komst að þjóðerni Víkverja
og bað þegar um aðstoð. í fyrsta lagi,
hvernig bera ætti þetta undarlega
heiti fram og í öðru lagi, hvað það
merkti!
En nú sér Víkverji að menn eru að
velta fyrir sér að afnema friðun eyj-
arinnar og leyfa ferðamannahópum
að valsa þar um. Surtsey hefur frá
upphafi verið mikilvæg fyrir vísinda-
menn sem hafa getað fylgst með því
hvernig líf þróast á nýju landi. Smám
saman taka sér bólfestu jurtir af
ýmsu tagi, fuglar og jafnvel selir. En
maðurinn sjálfur myndi með um-
stangi sínu trufla svo mikið ferlið að
sérstaða eyjarinnar yrði fljótt úr
sögunni. Vonandi láta menn skyn-
semina ráða og gera þar ekki höfn
eða flugvöll. Best væri vafalaust að
takmarka áfram aðgang manna með
jafn ströngum reglum og nú eru í
gildi.
XXX
AFSKAPLEGA fannst Víkverja
gott að sjá að Skipulagsstofnun
hefur fallist á fyrirhugaða hafnar-
gerð í Innri-Gleðivík á Djúpavogi.
Stofnunin segir í fréttatilkynningu
um málið að hún telji að fram-
kvæmdin hafi jákvæð áhrif á menn
og samfélag á Djúpavogi og hafi ekki
í för með sér umtalsverð umhverfis-
áhrif.
Reyndar er Víkverji ekki neitt
kunnugur aðstæðum í Innri-Gleðivík
og veit ekkert um þörfina á hafnar-
gerð þar en hann treystir því að vit
sé í hugmyndinni. Áuk þess væri
ófyrirgefanlegt ef Skipulagsstofnun
léti ekki heitið á víkinni liðka svolítið
fyrir umsókninni og bræða grjóthart
stofnanahjartað.
Örnefni á íslandi eru mörg ótví-
ræður vitnisburður um harða lífs-
baráttuna. Nöfnin Leggjabrjótur og
Mannskaðahóll eru dæmigerðari
fyrir íslenska þjóðmenningu og sögu
en Unaðsdalur og Sunnuhlíð.
Satt að segja skilur Víkverji ekk-
ert í því að menn skuli ekki leyfa sér
meira í nafngiftum núna og segja
skilið við eymdardýrkunina. Ef hann
flytur í nýtt hverfi hefur hann ekkert
á móti því að það heiti hugljúfu og al-
þjóðlegu nafni eins og Paradís. En
jafnframt gæti hitastig sálarinnar
hækkað í vetrarkuldunum við að búa
í Madeiragötu eða við Bahama-
stræti.