Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Auðveldara að nálgast sætindi en ávexti á mörgum vinnustöðum Borðum meiri sykur en fisk HELSTA ógnin við vægi réttrar næringar er stóraukinn hraði í samfélaginu þannig að minni tími fer í matargerð og meðferð matvæla. Fólk hefur ekki tíma til að elda og afleiðingamar verða þær að fæmi fólks til að kaupa og meðhöndla mat fer stórlega minnkandi. Þetta kom fram í erindi sem Anna Elísabet Ólafsdóttir, | matvæla- og næringarfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, hélt nýlega á vegum Gæða- stjómunarfélags Islands um vægi réttrar næringar. Sykur* Gosdrykkir Fiskur Kartöflur Mjólk Vínandi, hreinn 1960 50 kg/íbúa 21 lítr/íbúa 61 kg/íbúa | 67 kg/íbúa 306 lítr/íbúa 1,7 lítr/íbúa * Var 14,8 kg/íbúa um aldamótin siðustu 1990 55 kg íbúa 119 lítr/íbúa f43 kg/íbúa 50 kg/íbúa 206 lítr/íbúa 3,9 lítr/íbúa Heimild: Hagskinna Næringargildi kjöt- og grænmetislasagna nr Grænmetis- lasagna Kjöt- lasagna Orka 250 kkal 670 kkal Prótein 24% 21% Fita 16% 66% Kolvetni 60% 13% Trefjar 6,5g 1 g Miðað við skammt fyrir einn „Þetta er mjög alvar- legt mál og ég lít á þennan aukna hraða sem mikinn ógnvald við virkni og úthald fólks.“ Ef bomar eru saman tölur úr Hagskinnu frá árinu 1960 og síðan aft- ur árið 1990 kemur fram að mjólkumeysla hefur minnkað sem nemur 100 lítrum á íbúa og það sem meira er að verulega dregur saman með gosdrykkja- og mjólkumeyslu. „Þetta era sláandi tölur og þess má jafnframt geta að sykurneysla var árið 1960 50 kg á íbúa en ár- ið 1990 55 kg á íbúa. Þetta era sorglegar nið- urstöður og við þurfum að fara að bregðast við með áróðri." Auðvelt að breyta uppskriftum í töflu Hagskinnu kemur jafnframt fram að íslending- ar era nú farnir að borða meira af sykri en fiski. „Neytendur verða að fara að skoða afstöðu sína betur. Margir vilja fá kökuna sína, borða stóra sneið af henni en um leið á hún að vera megrandi.“ Anna Elísabet segir að annar Grænmetis- lasagna Morgunblaðið/Kristinn Á vinnustöðum og reyndar víðar er oft greiður aðgang- ur að kökum og sætindum en oft erfitt að nálgast ávexti. ógnvaldur sé vaxandi offita hjá þjóðinni. Ymislegt megi gera til að sporna við þvi og nefnir sem dæmi að fólk geti útbúið nýja matseðla þar sem fitandi grannhráefnum í uppskriftum er skipt út fyrir magr- ari afurðir. „Gott dæmi um þetta er breyting á uppskrift að gráðostasósu sem er BRIE OG YRJA hregðast ekki ISLENSKIR W OSTAg „tilNMt, '''tiusf’ úr fræðsluefni á Reykjalundi. Ef báðar uppskriftirnar eru bomar saman kemur í ljós að í staðinn fyrir ijóma er notuð mjólk og í staðinn fyrir rjóma- ost er notaður léttostur. Fyrir vikið er 650 kkal munur á uppskriftun- um. Þessi uppskrift ætti að duga fyrir þrjár manneskjur að minnsta kosti þannig að við er- um að tala um hitaein- ingarmun sem nemur 220 kkal á mann,“ segir hún. Annað gott dæmi að sögn Önnu Elísabetar er grænmetislasagna annars vegar og kjöt- lasagna með rjómasósu hinsvegar. „Ef við ber- um þessar tvær uppskriftir saman kemur í ljós mjög mikill munur, ekki bara hitaeiningamunur heldur einnig munur á fitu og kolvetna- prósentu. í uppskriftunum tveim eram við meðal annars að skipta á sósu úr rjóma, mjólk og osti annars vegar og tómötum hins vegar og síðan eram við að skipta út kjöti og grænmeti. Með því erum við reynd- ar að tapa nokkra af próteinum í grömmum talið en við eram í stað- inn að fá meiri kolvetni og ekki síst trefjar sem um leið þýðir betri meltingu og þar af leiðandi minni líkm- á hægðatregðu. Mér finnst fólk í dag frekar vera að hugsa um framandi rétti en fítu- minni rétti. Það hefur engin áhrif á offitu þó við leyfum okkur að borða feitari Anlik fyrii* vaiicllála Glæsileg frönsk borðstofuhúsgögn frá u.þ.b. 1870-1920. Fallegir lampar, myndir, dúkar og klukkur í gömlmn stíl. Listhúsinu Laugardal, Engjateigi 17, súni 588 6622. Nýtt Góðar fréttir fyrir þreytta fætur! SEGULINNLEGG ÍSKÓ Nó eru BIOFLEX segulþynnurnar fónlegar í skóinn- leggjum. Innlegg- in henta afar vel þeim sem þjóst af fótkulda, þreytu og blóðflæðisvanda í fótum. BIOFLEX er skilgreint sem lækninga- búnaður og hafa segluþynnurnar öflugt segulsvið sem dregur úr sórs- auka í fótum. Innleggin eru fóanleg í ó stærðum og eru seld í flestum apótekum, lyfja- og heilsu- búðum. Greinagóðar upplýsingar ó íslensku fylgja Grænmetissósa: 1 stór laukur 2 rif hvítlaukur 200 g brokkál eða gulrætur 200 g paprika 250 g sveppir 1 dós niðursoðnir tómatar 2 msk tómatkraftur 1,5 dl grænmetissoð krydd (salt, pipar, cayennepipar, oregano, majoram, lítið af timian) Lasagneblöð Kotasæla Parmesan ostur Rifinn Mozzarellaostur 1. Grænmetissósa búin til með því að steikja fínskorið grænmetið í matarolíu við vægan hita. Kryddið í steikingunni. 2. Bætið í niðursoðnum tómötum og tómatkrafti. 3. Bætið í grænmetissoðið og látið krauma í litla stund. 4. Setjið grænmetissósu og lasagneblöð til skiptis í smurt eldfast forni. Kotasæla er sett á stöku stað með teskeið ofan á grænmetissósuna áður en lasagneblöð eru lögð ofan á. Stráið einnig parmesanosti yfir grænmetissósulagið milli laga. 5. Lokið forminu með álpappír og bakið í ofni í 30 mínútur við 180 gráður. 6. Stráið rifnum osti (mozzarelluosti) yfir og bakið áfram í 15 mínútur án álpappírs. Hefðbundin Hráefni Orka /\ Létt \ Hráefni Orka 3,5 dl vatn 0 1,5 tsk kjötkraftur 10 2 dl rjómi 680 4 msk maísena 110 50 g gráðostur 170 50 q rjómaostur 170 J 3,5 dl vatn 0 1,5 tsk kjötkraftur 10 2dlmjólk 130 , \ 4 msk maísena 110 c ) 50 g gráðostur 170 50 g léttostur 70 Samtals 1140 | Samtals 490 Mismunur 650 kkal rétti af og til eins og um jól eða við annan fagnað. Mikilvægast er að hinn hversdagslegi matur sé ekki of brasaður og sætur og því er svo mikilvægt að starfsmannamötuneyti sé byggt upp af hollum mat.“ Aðspurð hveiju megi helst skipta út segir hún að það séu fyrst og fremst mjólkurafurðirnar sem gott sé að skipta út fyrir aðrar fitu- og sykurminni og þá hvetur hún neyt- endur til að borða meiri fisk. Starfsmenn hafi aðgang að hollum mat Á vinnustöðum og reyndar víðar er oft greiður aðgangur að kökum og sætindum en lítill sem enginn aðgangur að ávöxtum. Fæði á vinnustað hefur auðvitað áhrif á heilsufar starfsmanna að hennar sögn og það er sjálfsögð krafa að allir starfsmenn hafi greiðan að- gang að hollum mat og rúman tíma til að neyta hans. Þó minnir hún á að skólar eru líka vinnustaðir en þar er víða pottur brotinn í næring- armálum. „í fýrirlestrinum velti ég aðeins fyrir mér framtfðinni og talaði í því sambandi aðeins um svokallað markfæði. Markfæði er fæði sem gert er í einhverjum fyrirfram skil- greindum tilgangi, það er að hafa einhver tiltekin áhrif til bættrar heilsu. Gott dæmi um það er mjólk- urafurðin LGG en hún er búin til í þeim tilgangi að bæta meltingu. Ég las fyrir stuttu að nú væra einhverjir eggjaframleiðendur farn- ir að framleiða egg með ómega 3 fitusýram og að eggin gætu þannig flokkast sem markfæði. Ég spyr bara: því ekki að borða meiri fisk því hann inniheldur ómega 3 fitu- sýrur frá náttúrannar hendi og er að því leytinu náttúralegt mark- fæði?“ Ford neitar galla í hraðastýringu London. Morgunblaðið. BÍLAFRAMLEIÐANDINN Ford hefur neitað ásökunum þess efnis að kenna megi hraðastýringarbúnaði í Explorer-bílum frá fyrirtækinu um dauða ökumanns í Bretlandi nýverið auk fjölda dauðsfalla í Bandaríkjun- um, að því er fram kemur í breska dagblaðinu Financial Times. Fyrirtækið hefur selt 6.000 Explorer-bíla í Bretlandi og neitaði ásökunum sem bornar vora fram í heimildarmynd sem gerð var á veg- um Channel 4-sjónvarpsstöðvarinn- ar þar sem því er haldið fram að Explorer-bílarnir hraði gjarnan skyndilega á sér án þess að ökumað- ur geti neitt við ráðið. I myndinni er það staðhæft að galli þessi hafi átt hluta í dauða hins breska ökumanns fyrir tveimur ár- um. Að mati lögreglu var ástæðan líklega sú að gólfmotta hafi flækst í bensíngjöf bílsins. Channel 4-sjón- varpsstöðin heldur því fram að hætta sé á því að gallinn leynist einnig í öðram Ford-bílum en Explorer sem búnir era sama hraðastýringarbún- aði. Að sögn þáttagerðarmanna telur fjöldi lögfræðinga í Bandaríkjunum, sem afskipti hafa haft af slysum sem þessum, að orsökina megi finna í raf- kerfi búnaðarins sem gangsetur hraðastýringuna sjálfkrafa. Talsmenn Ford sögðu að engar sannanir væra til á því að kenna mætti hraðastýringunni um skyndi- lega hraðaaukningu né heldur galla í rafkerfi. Þeir viðurkenndu að reynsluakstur á bílunum hafi leitt í ljós að þeir hægðu ekki á sér sem skyldi og því hafi þurft að innkalla bíla árið 1998 til þess að skipta út gólfmottum við fótstig bílsins sem reyndust ekki passa rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.