Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ í útvarpsþættinum Speglinum hinn 14. nóvember var fjallað um útgáfu námsefnis fyrir grunnskóla- nemendur. Tilefnið var könnun sem Rann- sóknastofnun uppeld- is- og menntamála 4iefur gert á framför- um grunnskólanem- enda milli 4. og 7. bekkjar. Af orðum for- stöðumanns stofnun- arinnar mátti skilja að lítill munur hefði verið á getu barna milli skóla. Taldi hann að námsárangur réðist fyrst og fremst af þáttum utan skólans og að aðeins „um 10% af dreiílngu í námsárangri nemenda skýrist af þáttum inn- an skóla“. Ekki kom fram með hvaða hætti það hefði verið rannsakað og sú merkilega niðurstaða fengin. Væntanlega þykja kennurum og öðru skólafólki þetta athyglisverðar fullyrð- ingar. Ef dæma má af öðru sem fram kom í þættinum þurfa kenn- arar þó ekki að hafa áhyggjur af starfi sínu því það er fyrst og fremst skortur á námsefni sem veldur lélegum námsárangri hjá nemendum að dómi forstöðu- mannsins. Aðalinntak þáttarins var sem sagt gagnrýni á það fyrirkomulag sem hér er haft á námsefnisgerð fyrir grunnskóla. Það var engan veginn talið samræmast að sveitar- félögin rækju skólana en námsefni væri gefið út af ríkisstofnun. Sú staðreynd að umrædd rannsókna- stofnun semur samræmd próf fyrir allt landið var ekki til umfjöllunar. Ekki heldur það að menntamála- ráðuneytið gefur út námskrá fyrir allt skólakerfið og miðstýrir þannig því sem fram á að fara í skólunum. I beinu framhaldi af því þykir mörgum eðlilegt að ríkið sjái til þess að til sé námsefni sem sam- ræmist námskránni og gerir skól- um kleift að kenna samkvæmt henni. Þetta er einmitt hlutverk Námsefni Markaður fyrir náms- ------7--------------- efni á Islandi er það lít- ill, segir Ingibjörg Asgeirsdóttir, að hann ber tæpast samkeppni. Námsgagnastofnunar og um þessar mundir er unnið af kappi við að semja og gefa út námsefni í sam- ræmi við nýja námskrá svo að hún geti komið að fullu til framkvæmda. Að sjálfsögðu væri hægt að hafa fyrirkomulagið á námsefnisútgáfu með öðrum hætti. Hér eru mörg góð bókaforlög sem gætu ekkert síður en Námsgagnastofnun gefið út námsefni. I umræddum útvarps- þætti var því hins vegar haldið fram að ef námsefni væri gefið út á almennum markaði mundi það leiða til þess að úrval námsgagna yrði mun meira og að sjálfstæði skóla gæti loks orðið að veruleika með því að kennarar gætu valið úr fjölda gagna, það efni sem þeir vildu nota til kennslu. Þetta er blekking. Þessi draumur getur því aðeins orðið að veruleika að mun meira fjármagni verði varið til námsefnisgerðar eða námsefnis- kaupa. Útgefendur á almennum markaði gefa því aðeins út náms- efni að það skili hagnaði eða hvern- ig ættu þeir annars að geta rekið íyrirtæki sín? Markaður fyrir námsefni á Islandi er það lítill að hann ber tæpast samkeppni. Ef margir útgefendur færu að gefa út námsefni í sömu grein fyrir sama aldursstig og salan dreifðist á skól- ana mundi enginn hagnast. Þannig eru mestar líkur á því að annað- hvort fengjum við eitt einkafyrir- tæki sem gæfi út námsefni eða að hvert forlag einbeitti sér að útgáfu efnis eftir námsgreinum eða ald- ursstigum. í viðtalinu spurði fréttamaðurinn hvort einhverjir hagsmunaaðilar kæmu í veg fyrir „fjölbreytta og valddreifða námsgagnaútgáfu" og nefndi I því sambandi kennara Kennaraháskólans. Það er rétt að nokkrir af kennurum KHÍ hafa unnið fyrir Námsgagnastofnun, samið námsefni og veitt faglega ráðgjöf varðandi útgáfu námsefnis. En er ekki ástæða til að ætla að aðrir útgefendur námsefnis mundu á sama hátt leita til sérfræðinga Kennaraháskólans? Hverra hagsmunir gætu í raun verið í hættu? Námsgagnastofnun skilar ekki hagnaði, hún selur ekki skólunum námsefni heldur úthlutar því endurgjaldslaust eftir eigin vali skólanna og í hlutfalli við nemenda- fjölda. Fullyrðingar um að skólun- um sé skammtað námsefni og síðan sendur reikningur eru því furðuleg- ar og bera vott um að forstöðumað- ur Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála hefur ekki kynnt sér starfsemi stofnunarinnar áður en hann tjáði sig um hana í útvarpi. Hver gæti þá misst spón úr aski sínum við lokun Námsgagnastofn- unar? Mér dettur enginn í hug nema þessir fáu starfsmenn sem vinna hjá stofnuninni. Þeir sem semja námsefni og framleiða það fyrir stofnunina eru allir sjálfstæðir verktakar sem fengju væntanlega svipuð verkefni þótt annað fyrir- tæki hefði umsjón með starfinu. En hagsmunir starfsmanna vega varla svo þungt að ekki hafi verið hægt að breyta fyrirkomulaginu þeirra vegna. Enda vinnur hópur af traustu og reyndu starfsfólki hjá Námsgagnastofnun sem varla yrði í vandræðum með að fá aðra vinnu, svo tæpast er það áhyggjuefni. Er ekki hugsanlegt að fyrir- komulagið sé eins og það er vegna þess að í okkar litla samfélagi hef- ur verið talið hagkvæmast að fela einni stofnun að sjá um námsefnis- gerð í samstarfi við skólana og í samræmi við námskrá? Náms- gagnastofnun hefur sinnt þessu verkefni af alúð og í góðu samstarfi við starfandi kennara og aðra sér- fræðinga sem bæði semja megnið af námsefninu og veita stofnuninni ráðgjöf varðandi útgáfuáætlanir. Gagnrýni frá neytendum hefur enda fyrst og fremst snúist um að ekki skuli meira fjármagni varið til námsefnisgerðar og stofnuninni gert kleift að auka úrval námsefnis. En bæði Námsgagnastofnun og samtök kennara hafa í áraraðir bent á nauðsyn þess að fjárveiting- ar til námsefnisgerðar verði auknar svo að hægt sé að auka úrvalið og stytta endingu námsefnis. Forstöðumaður Rannsóknastofn- unar uppeldis- og menntamála sagði í umræddum útvarpsþætti að það væru hagsmunir barna og for- eldra þeirra að fjölbreytni í náms- efnisgerð yrði aukin. Um þetta eitt erum við hjartanlega sammála. En það er augljós og einfaldur sann- leikur að meira námsefni kostar meiri peninga. Alveg án tillits til þess hvort Námsgagnastofnun eða önnur útgáfufyrirtæki gefa efnið út og hvort ríki eða sveitarfélög borga. Höfundur er móðir grunnskólanem- anda, fv. kennari og forstjóri Náms- gagnastofnunar. Um námsefnisgerð fyrir grunnskóla Ingibjörg Ásgeirsdóttir „Gott innlegg í framtíðina“ Fj ármálafyrirtæki keppist við að auglýsa „framtíðarreikning, nýjan innlánsreikning fyrir foreldra og aðra velunnara barna“. Að tryggja bömum fjár- hagslegt veganesti. En liggur auðurinn ekki í manneskjunni sjálfri? Við þurfum að ávaxta auðinn í börnunum sjálfum til eflingar fyr- ir þeirra eigin framtíð. Hvernig viljum við búa börnum innihaldsríkt líf í þeima nútíð og framtíð? Ég lít svo á að foreldrar eigi að eiga hlut að máli í því að opna bömum sínum dyrnar að lífinu. En hvaða dymm er lokið upp? Hvaða ríkidæmi er barninu fært? Ég er málsvari tónlistarinnar en einnig alls þess sem er uppbyggilegt. Mér sjálíri hlotnaðist ríkidæmi með hlutdeild í tónlistinni og ég er þakk- lát fyrir það. Daglega sé ég glaðbeitt andlit í starfi með tónlistinni. Stund- um er erfitt eins og gengur en svo gerast lítil kraftaverk sem færa mikla gleði, litlir sigrar sem ekki birtast á forsíðum blaða en sem næra hjarta bamsins og fylgja því sem veganesti inn í lífið. Vegur listarinn- ar og vegur barnsins er hafður að leiðarljósi. Tónlistarskólar sinna mikilvægu starfi, m.a. í þeim tilgangi að styðja við listalífið í landinu sem í dag er mjög blómlegt. Það vora hugsjóna- menn sem raddu brautina, fluttu inn aldarlanga hefð utan úr hinum stóra heimi og byggðu upp listalíf í land- inu. Menn sem höfðu kynnst því sem var og hafði verið að gerast úti í hin- um stóra heimi á undangengnum öldum. Viljum við sjá landið okkar án þess tónlistarstarfs sem unnið er í dag? í tónlistarskólum landsins starfar hópur fólks sem hefur sér- menntað sig til sinna starfa, menntun sem hófst á unga aldri. Hef- ur lokið námi hérlendis eins og kostur er og síð- an í mörgum tilfellum farið utan til að mennta sig enn meir og færa heim fróðleik víðs veg- ar að úr heiminum. Ætlarðu að flytja aftur til íslands? var ég eitt sinn spurð, sá sem spurninguna bar fram taldi að á íslandi væri ekki eftirsóknarvert að lifa. Það era eflaust margir sem halda slíkt Tónlist Metum að verðleikum, segir Brynhildur Ás- geirsdóttir, „innleggið" sem unga fólkið fær inn í framtíðina í mennta- stofnunum landsins. hið sama. Fordómar verða oft til yegna vanþekkingar. Það er okkar íslendinga að halda merkjum okkar á lofti, bera virðingu fyrir því sem gert er í dag og vera stolt af því sem þegar hefur áunnist. Metum að verð- Ieikum „innleggið" sem unga fólkið fær inn í framtíðina í menntastofn- unum landsins af sanngimi og með virðingu fyrir þeim störfum sem unnin era. Auðurinn liggur í börnun- um sjálfum, leggjum rækt við um- hverfi þeirra, það er framtíðarreikn- ingur sem vert er að leggja inn á. Höfundur er tónlistarkennari { Heykjavík og á sæti (skólamála- nefnd Félags tónlistarskólakennara. Brynhildur Ásgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.