Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 49

Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 49
I MORGUNBLAÐIÐ Hún naut þess að vera í góðum fé- lagsskap og láta dekra við sig. En henni þótti sárt að sjá á eftir heimil- inu sínu. Merkiieg kona hefur lokið ævi- göngu sinni. Hennar líf og yndi voru börnin hennar, barnabörnin og barnabamabömin. Við viljum trúa því að hún sé núna hjá mömmu sinni og Magga afa. Emilia Magnúsdóttir. Mig langar í stuttu máli að minnast tengdamóður minnar, hennar Stínu, sem nú hefúr fengið hvíld frá veikind- umsínum. Eg kynntist henni fyrir rúmum sjö ámm er ég kom inn í fjölskylduna. Frá fyrsta degi tók hún mér vel og leit á dóttur mína sem eitt af bama- börnunum sínum. Hún var einstök kona, sem hafði reynt ýmislegt í lífinu. Hún var mjög nægjusöm um allt sem sneri að henni sjálfri en hugsaði fyrst og fremst um fjölskylduna sína, sem henni þótti óendanlega vænt um. Hún var alltaf boðin og búin að veita þá aðstoð sem hún gat veitt á sinn hátt. Barnabömin og barnabarnabörnin veittu henni mikla gleði og hún íylgd- ist vel með hvað allir vom að gera. Aður en hún varð heilsulaus var hún allt árið að huga að gjöfum í tilefni af- mæla og jóla og var ótrúlega nösk að velja handa þeim yngri. Pað þurfti lítið til að gleðja hana Stínu. Stutt heimsókn, heimboð, bíl- túr eða bara að fá að fylgja með ef farið var í búð. Þetta gladdi hana mikið, sérstaklega síðustu árin eftir að Maggi dó. Þegar komið var á Njálsgötuna í heimsókn var alltaf dreginn fram kexdúnkurinn góði, en síðustu miss- erin, sem hún bjó á Grund, var alltaf til súkkulaði hjá ömmu Stínu. Síðustu ár starfsævinnar vann hún við gæslustörf í Austurbæjarskólan- um þar sem hún kunni vel við sig. A tali hennar mátti skilja að marg- ir nemendanna leituðu til hennar á þessum tíma, ekki síst þeir sem minna máttu sín. Þar hafa þeir sjálf- sagt fundið í henni Stínu „ömmu“. Stína var sterk kona og tók veik- indum sínum með aðdáunarverðri ró. Ég þakka fyrir þessi fáu ár, sem ég fékk að kynnast þér, Stína mín. Guð veri með þér. Lilja Sigmundsdóttir. Ég er ekki viss um að hún Stína amma mín væri hrifin af því að um hana væru skrifaðar minningargrein- ar í blaðið. Henni þætti sjálfsagt að slíkar greinar birtust um annað fólk. En um hana, nei, það væri nú óþarfi. Þannig minnist ég hennar. Hún var ávallt boðin og búin að hjálpa sínum nánustu, lauma að barnabömunum aurum og bjarga fólki um hitt og þetta, sem vantaði. Sjaldan fannst henni þó ástæða til að gera sér daga- mun eða veita sjálfri sér annað en brýnustu nauðsynjar. Hún gaf af gleði. Hún hafði lagt hart að sér til vinnu alla sína starfsævi, verið einstæð móðir í Reykjavík eftirstríðsáranna og sigrast á ýmsum erfiðleikum á langri ævi. Þrátt fyrir þetta sagði hún mér frekar sögur af æskuástum, minnisstæðu fólki og skemmtilegum uppákomum, heldur en að rifja upp áföll og erfiðleika. Minningarbrotun- um fylgdi gjaman eilítið glott og feimnissvipur, svo að ég gat verið viss um að í hjarta ömmu minnar bjó enn ung stúlka, sem skildi oft betur en ég hélt, það, sem fyrir bar í lífi mínu. I sögunum lágu oft dulin boð og bönn, duldar ráðleggingar, sem mér var í sjálfsvald sett hvort ég tók til greina. Þetta var hennar leið til að miðla til mín af reynslu sinni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að í gegnum árin og sakna þess að geta ekki lengur litið til hennar í stutta heimsókn og spjallað um allt og ekkert, vitandi að hún dæmdi mig ekki fyrir það, sem ég sagði eða gerði. Hún tók mér eins og ég er. Þó get ég í hjarta mínu glaðst yftr því að þegar minn tími kemur bíður mín lífsreynd kona á himnum, dæmir ekki líf mitt, heldur býður mér Kók og Prins Póló. Védís. „En dauðans hönd, þó ströng sé hún og sterk, hún stenst ei Drottins eilíft kraftaverk." Það er sannarlega rétt sem hér er kveðið. Kristín Sigurrós Jónsdóttir, móðuramma unnustu minnar, er lát- AÐALHEIÐUR BARA HJALTADÓTTIR + Aðalheiður Bára Hjaltadóttir fæddist á Breiðabliki í Nauteyrarhreppi 11. október 1922. Hún Iést á heimili sínu 1. nóvember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá fsa- fjarðarkirkju 11. nóvember. Ég minnist tengda- móður minnar með hlýju og virðingu. Ég vil þakka henni sam- fylgdina í yfir þrjátíu ár. Báru einkenndu margir góðir eðl- iskostir. Hún var greind kona og átti auðvelt með að sjá skoplegar hliðar tilverunnar. Hún hafði unun af því að segja frá og gat á stundum grátið af hlátri yftr því sem kátbroslegt gat verið. Mér eru afar minnisstæðar sögur um dýr sem hún hafði haldið í sínum húsum og hversu nærfærin hún var við þessi dýr. Sagan af klunnalegu kisunni Golíat og móður hans var ósjaldan rifjuð upp og öllu atferli þeirra lýst og Golíat var þar kominn ljóslifandi, svo nákvæm var lýsingin. Sagan af kisunni sem hún bjargaði eftir að kisan komst í rottu- eitur var einstök. í margar vikur sprautaði hún upp í hana vökva þar til kisan fór að braggast. Kisan vildi launa lífgjöfina og færði húsmóður sinni mýs sem hún raðaði fyrir fram- an svefnherbergisdyrnar. Þegar húsfreyjan reis á fætur að morgni dags lágu gjaftrnar frá kisu í röð við þröskuldinn og það var ekki nokkur vafi að hún var að leggja fram sinn skerf til að þakka umönnunina. Þessi saga finnst mér lýsa vel þeirri virðingu og um- hyggjusemi sem Bára sýndi öllu lífi, hvort sem um fólk, dýr eða gróður var að ræða. Hún vildi hlúa að og veita yl þeim sem ná- lægt henni voru. Hún mátti í raun ekkert aumt sjá. Sérstæði hvers og eins var henni hugleik- ið. í barnauppeldi kom það glöggt fram hvem- ig hún stuðlaði að því að hver og einn fengi að njóta sín á sínum eigin forsendum en ekki væri reynt að steypa alla í sama mótið. Sögurnar af börnunum henn- ar era margar minnisstæðar og oft rifjaðar upp í notalega eldhúsinu að Vinaminni þar sem oftast var margt um manninn. Bára bar gæfu til þess að geta sinnt sjálfri sér og ræktað sinn innri mann þrátt fyrir mannmargt heimili og erilsamt. Það er svo auðvelt að týna sjálfrum sér alveg í slíkum erli sem oft var á hennar heimili og það er eftirbreytni vert að gleyma ekki alveg að sinna sínum áhugamálum. Hún gætti þess að taka ávallt frá ein- hvern tíma fyrir sig þar sem hún sat og las, réð krossgátur eða sinnti öðr- um hugðarefnum. Þennan tíma sagð- ist hún verða að taka sér og oft náð- ist þessi tími ekki fyrr en komið var fram yfir miðnætti. Bára hafði yndi af garðrækt og allri blómarækt. Þau Þórður höfðu komið sér upp garðskála þar sem blómstrandi jurtir skörtuðu sínu feg- ursta langt fram á haust. Isafjarðar- MINNINGAR in. Ég hitti hana aðeins þrisvar, það fóru ekki mörg orð á milli okkar - þess þurfti ekki. Hún býr mér ævin- lega í minni og til þess þurfti ekki orð. Það var mikið á Kristínu lagt síð- ustu misserin og duldist engum hve nærri henni var gengið. Þótt sporið væri henni þungt var hugurinn léttur og óbugaður. Þannig minnist ég Kristínar. Það fyrsta sem mér mætti var einlægt bros sem bar með sér gleði og fögnuð og ekki aðeins það, heldur og bros sem lýsti upp allt í kringum hana. Þannig var nærvera hennar. „Loksins hittumst við,“ sagði hún. Þannig var og okkar fyrsti fund- ur. Okkar hinsti fundur var eins og okkar íyrsti. Sama glaðværa brosið, hlýjan og gleðin. „Guð geymi þig,“ sagði ég. ’ Sá svipur sem kom yfir Kristínu við þessi orð, var ekki svipur veikburða líkama og sálar heldur ásjóna þess anda, sem er hafinn yfir fallvaltleika mannlegs lífs. Þannig kvaddi ég og kveð enn. Handan dauðans er svarið við því, hvað lífið er. Kristín reyndi það hér og það var henni ekki auðfengið en mildnn fékk hún auð engu að síður. Hann verður ekki mældur í verðgildi. Hann liggur í henni sjálfri og öllu því sem hún gaf og lét eftir sig; böm, barnaböm, barnabarnabörn, ástvini og minningar. Af þessu má sjá, eins og skáldið kvað, að lífið er eilíft kraftaverk. Svo lifði Kristín og svo leið hún. Og svo lifir hún enn. Ég segi ekki við þig, kæra Kristín, „af jörðu ertu komin, til jörðu skaltu aftur hverfa,“ heldur: „Af lífi ertu komin og líf skaltu aftur verða.“ Ég votta ykkur, fjölskylda og ást- vinir Kristínar, mína dýpstu samúð og hluttekningu. Ég vil einnig segja það, að þegar dyrnar til himins opnast í hálfa gátt við það að ástvinur gengur þar inn, þá berst um leið til ykkar eitthvað þaðan af hinum himneska andvara. Þetta er hinn blíði blær sem leikur um hjartarætur. Þar er og huggun að finna, gleði og frið. Þar er og Kristínu að finna. Nú er löng ævi að lokum komin. Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Nú ert þú farin. Þínir nánustu gráta en þú ert glöð. Þá er vel lifað og þannig lifir þú nú. Ég bið fyrir kveðju, Kristín Sig- urrós Jónsdóttir. Gunnar Jóhannesson. bær naut líka starfskrafta hennar á þessu sviði þar sem hún vann í nokk- ur sumur hjá garðyrkjudeild bæjar- ins við að rækta upp og fegra ýmis útivistarsvæði. Þessa vinnu fannst henni afar skemmtilegt að leysa af hendi. Bára sýndi vel þann styrk sem hún ætíð bjó yfir í veikindum sínum. Hún tók þeim með sama rólyndinu og yfirveguninni og flestu öðru sem að höndum bar. Hér var hún ekki að hrópa á torgum fremur en fyrri dag- inn en leyndi því sem lengst hvað amaði að. Það var fallegt að sjá hversu vel Þórður og öll börnin hennar önnuðust hana í veikindun- um. Þær sem sinntu heimahjúkran eiga miklar þakkir skilið fyrir alúð og nærgætni. Bára var alltaf afar heimakær kona og það var ósk hennar að fá að vera heima en þurfa ekki að liggja inni á sjúkrstofnun og sem betur fer var unnt að verða við þeirri ósk. Hún kvaddi þetta jarðlíf í friðsæld í sínu umhverfi og í faðmi fjölskyldunnar heima á Vinaminni. Ég óska tengdamóður minni góðr- ar ferðar og guðsblessunar á nýjum vegum þar sem hún mun örugglega leggja rækt við það sem hugurinn stendur til. Bjamveig Bjarnadóttir. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 49 , t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN DIÐRIKSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á heimili sínu laugardaginn 18. nóvember. Jaröarförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 24. nóvember kl. 11.00. Guðmundur Finnbogason, Roswitha, Kreye Finnbogason, Svava Finnbogadóttir, Hróðmar Hjartarson og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEFÁN KRISTJÁNSSON, Laufrima 4, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hafdís Hannesdóttir, Ingimar Bragi Stefánsson, Inga Hrönn Stefánsdóttir, Hanna Sigríður Stefánsdóttir, Páll Skúlason, fsar Daði Pálsson. t Bróðir minn og mágur okkar, GÍSLI PÉTUR ÓLAFSSON, Nóatúni 25, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 19. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Ólafsdóttir, Herjólfur Sveinsson, Óskar K. Ólafsson. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓRUNNARJÓHANNSDÓTTUR, Túni, Hraungerðishreppi, sem lést mánudaginn 13. nóvember, verður gerð frá Selfosskirkju fimmtudaginn 23. nóvem- ber kl. 13.30. Jarðsett verður í Hraungerðiskirkjugarði. Stefán Guðmundsson, Jóhann Stefánsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Hafsteinn Stefánsson, Vernharður Stefánsson, Jónína Þrúður Stefánsdóttir, Halldór Sigurðsson, Bjarni Stefánsson, Veronika Narfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þórunn Sigurðardóttir, Guðjón Ágúst Lúther, Guðrún Hadda Jónsdóttir, Guðfinna Sigrfður Kristjánsdóttir, Auður Atladóttir, t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK P. DUNGAL, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Hildigunnur Johnson, Rafn Johnson, Páll Dungal, Auður Jónsdóttir, Edda Dungal, Finnbogi Guðmundsson, Hjördís Björnsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Brynhildur Björnsson, Helga Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.