Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐiÐ Mikið hnútukast milli demókrata og repriblikana um helgina Mörg atkvæði hermanna óg’ild vegna formgalla Washingf,on. AP, AFP. Reuters Repúblikaninn Marc Racicot, ríkisstjóri í Montana og náinn vinur George Bush, á fréttamannafundi á laugardag. Hann gagnrýndi harka- lega framkvæmd handtalningar atkvæða í nokkrum sýslum í Flórída. Arabískar konur vilja auk- in áhrif EIGINKONUR ýmissa leið- toga í arabaríkjunum luku í gær fundi sínum í Kaíró með því að hvetja til, að réttindi arabískra kvenna yrðu aukin og þeim gert auðveldara að taka þátt í opin- beru lífi. Sagði í ályktuninni, að engar raunverulegar framfarir yrðu í arabaríkjunum nema með þátttöku kvenna. Suzanne Mub- arak, eiginkona Hosni Mubar- aks, forseta Egyptalands, boð- aði til fundarins en auk hennar sátu hann eiginkonur níu ann- arra arabaleiðtoga fyrir utan aðra fulltrúa. Gamlar hefðir og fordómar eru konum fjötur um fót í mörg- um arabaríkjum. Sem dæmi má nefna, að í Sádi-Arabíu verða konur að vera huldar frá hvirfli til ilja á almannafæri og þær mega ekki aka bfl. I Kúveit hafa þær hvorki kosningarétt né lqörgengi. Charles Ruff látinn CHARLES Ruff, fyrrverandi ráðgjafi Hvíta hússins, lést á sunnudag 61 árs að aldri. Varði hann Bill Clinton Bandaríkja- forseta í málaferlunum vegna Lewinsky-málsins og fékk hann sýknaðan í öldungadeildinni. Sagt er, að Ruff hafi látist af völdum einhvers slyss á heimili sínu en ekki var skýrt nánar frá því. Clinton minntist Ruffs mjög hlýlega í gær en hann var fimmti ráðgjafi Clintons á fjórum árum. Að undanfomu hefur hann verið A1 Gore varaforseta til aðstoðar í þeim deilum, sem staðið hafa um atkvæðatölur í Flórída. CDU kýs Meyer KRISTILEGIR demókratar í Þýskalandi samþykktu í gær skipan Laurenz Meyers sem nýs fram- kvæmda- stjóra flokks- ins á fundi í Stuttgart. Tekur hann við embætti af Ruprecht Polenz, sem sagði af sér eftir aðeins sex mánaða starf. Angela Merkel, formaður flokksins, var óánægð með frammistöðu Polenz, en hún hefur sagzt binda vonir við að Meyer geri stjómarand- stöðumálflutning CDU hvass- ari. Estrada fyrir rétt ÖLDUNGADEILD Filipps- eyjaþings hóf í gær réttarhöld yfir Joseph Estrada, forseta landsins, en hann er sakaður um margvíslega spillingu. Skömmu áður hafði forseti deildarinnar úr flokki Estrada gengið til liðs við stjómarandstöðuna. Eftir sem áður er óvíst hvort meiri- hluti er fyrir því í deildinni að svipta Estrada embætti. Sjálfur hefur Estrada sagt að hann muni hh'ta niðurstöðu réttar- haldanna. LOGMENN stóm flokkanna tveggja í Bandaríkjunum, demókrata og repúblikana, héldu um helgina áfram að deila harkalega um túlkun á laga- bókstafnum meðan beðið var úr- skurðar hæstaréttar Flórída um lög- mæti handtalningar í nokkrum sýslum. En jafnframt var skipst á ásökunum um óheiðarleg vinnubrögð og einkum vom repúblikanar ósáttir við að í handtalningunni væri ákveðið að taka gilda kjörseðla þar sem kjós- andi hefði markað með pennaoddi í reit fyrir frambjóðanda en ekki nógu fast til að þar til gerður flipi í reitnum losnaði. Talningavélar hlaupa yfir slíka atkvæðaseðla, flipinn þarf að hafa losnað frá seðlinum til að þær skrái seðilinn. Lögmenn Bush fúllyrtu á sunnu- dag að lokafrestur fyrir talningu at- kvæðaseðla væri löngu útmnninn í Flórída og vitnuðu í lög til sönnunar máli sínu. Talsmenn Gore varaforseta sögðu á hinn bóginn að vegna ýmissa mistaka við framkvæmd kosninganna 7. nóvember og fyrstu talningu ættu sumar af sýslunum 67 rétt á að fá lengri frest. Vitnuðu þeir í lagaá- kvæði þar sem áherslan er á að tryggt sé að vilji kjósanda komi fram. Einnig fullyrða þeir að ákvæði um að grípa mætti til handtalningar sé mikilvæg- ur hluti kosningalöggjafarinnar í Flórída og hafa bent á að hún sé stundum notuð í kosningum í Texas þar sem Bush er ríkisstjóri. Repúblikanar gagnrýndu harka- lega handtalninguna. Sögðu þeir að mun meiri hætta væri á hvers kyns mistökum en við véltalningu og gagn- rýndu einnig að reglum sem talninga- fólki bæri að fara eftir þegar vafaat- kvæði kæmu í ljós væm mismunandi eftir talningastöðum. Reglunum hefði einnig verið breytt eftir að talningin BILL Clinton Bandaríkjaforseti segir eðlilegt að báðir aðilar reyni eftir megni berjast til þrautar þegar munurinn á atkvæðatölum sé jafn lít- ill og raunin er í forsetakosningun- um. Kom þetta fram í viðtali CNN- sjónvarpsstöðvarinnar við forsetann á sunnudag en hann var þá staddur í Hanoi, höfuðborg Víetnams. Forsetinn sagði óréttmætt að gagnrýna deiluaðila fyrir að reyna að tína til öflugustu röksemdir sem þeir fyndu. „Hér er ekki um að ræða kreppu í stjórnkerfi Bandaríkjanna, þessu máli mun ljúka. Því mun ljúka nógu snemma til þess að nýr forseti mun hafa nægan tíma til að taka við. Til er lausn á öllum þessum deilum og mál- in eru öll til meðhöndlunar í réttar- kerfinu. Og eins og ég sagði þá virð- ist mér að þau fái vandaða umfjöllun. Niðurstöðumar hafa verið á báða vegu og við munum sjá hvað setur.“ Fréttamaðurinn benti á að sum málin gætu endað á þingi sem yrði að kveða upp úrskurð. Hann spurði hvort ekki væri hætta á að næsti for- seti myndi eiga erfitt uppdráttar í embætti eftir svo illvígar deilur. Clinton svaraði því til að hann hefði sjálfur þurft að glíma við meirihluta repúblikana á þingi en samt náð mörgum mikilvægum málum í gegn um þingið. Tekist hefði að útrýma fjárlagahallanum og ná samstöðu um hófst. Demókratar andmæla þeim rökum andstæðinga sinn að handtaln- ing sé ekki laus við villur fremur en véltalning. Varaforsetaefni demókr- ata, Joe Lieberman, sagðist á sunnu- dag telja að repúblikanar væru reiðu- búnir að gera allt sem þeir gætu til að stöðva handtalninguna „vegna þess að þeir eru aðeins hærri og óttast að þeir verði það ekki að lokinni endur- talningunni". Segja stefnu demókrata að „fresta öllu“ Öldungadeildarþingmaðurinn og demókratinn Bob Graham sagði í gær að handtelja bæri öll atkvæðin í Flór- ída til að almenningur gæti verið viss um að niðurstaðan væri í samræmi við vflja kjósenda. að lækka skuldir þróunarríkja. Forsetinn rifj- aði upp að á 19. öldinni hefði Thomas Jeffer- son ekki fengið meirihluta kjör- manna og for- setakjörið því þingsins. Jefferson hefði komið út úr þeirri eldraun sem öflugra samein- ingartákn en eUa. „Ég held því að ástæðulaust sé fyrir okkur að örvænta og vera með allar þessar hrakspár... Auðvitað eru talsmenn flokkanna öðru hverju býsna hvassyrtir í garð andstæð- ingsins en búast mátti við því. 100 milljónir manna kusu og munurinn í Flórída er öðru hvorum megin við 1000 atkvæði. Allir ættu því að slaka á og láta máUð hafa sinn gang. En gerum ekki fyrirfram ráð fyrir því að niðurstað- an verði slæm fyrir Bandaríkin, án tillits tfl þess hvor vinni. Hún gæti orðið ágæt vegna þess að það gæti orðið þörf lexía fyrir þjóðina að átta sig á því að nýir tímar eru runnir upp, enginn hefur einkaleyfi á sann- leikanum, öll erum við að reyna að átta okkur á framtíðinni,“ sagði for- setinn. Embættismaður í ljölmennustu sýslunni, Miami-Dade, sagði að hand- talningin gæti dregist fram í desem- ber. Sagði þá einn af lögmönnum repúblikana að stefna demókrata væri „fresta öUu“ en talsmaður demó- krata mótmælti því eindregið. „Ég tel að þegar þjóðin fái að vita hvemig aUt er í pottinn búið muni hún spyrja sjálfa sig hvað sé eiginlega að gerast,“ sagði Marc Racicot, repúblikani og ríkisstjóri í Mont- ana. Hann gaf í skyn að kjörseðlum hefðu týnst, þeir verið flokkaðir rang- lega og eyðUagðir af dauðþreyttum embættismönnum eUegar talninga- fólki sem styddi Gore. Racicot gaf einnig í skyn að sums staðar hefðu menn límt á ný pappírsflipa yfir gatið á kjörseðU sem ella hefði verið taUnn ÚTDRÆTTIR úr „Dagbók Helmuts Kolils 1998-2000“ byijuðu að birt- astíþýzkavikublaðinu Weltam Sonntag um hclgina og dagblaðinu Die Welt í gær. Þar sakar kanzlar- inn fyrrverandi eftirmenn sína í leiðtogasæti Kristilegra demókrata (CDU), þau Wolfgang Schauble og Angelu Merkel, um að hafa staðið að samsæri um að bola sér út úr stjómmálum. „Já, égfærði 2,1 milljón marka (andvirði um 80 mUljóna króna) tU CDU framhjá hinu opinbera bók- haldi og braut þar með gegn lögun- um um starfsemi stjómmálaflokka. Ég harma þessi mistök og mér þyk- ir mjög leitt að hafa með þessu vald- ið fiokki mínum pólitiskum skaða,“ lýsir Kohl yfír í bréfi til lesenda atkvæði Bush. Chris Lehane, tals- maður Gore, svaraði með því segja að Bush hefði tekið upp stefnu „eitil- harðrar og ósvífinnar flokkapólitíkur í stöðu þar sem lögin ættu að vera leiðarljósið“. Þúsundir kjörseðla bárust frá Flórídabúum búsettum erlendis og er vitað að margir þeirra eru hermenn. Sums staðar var fjölmörgum slíkum póstatkvæðum vísað frá, þau talin ógild. Var ástæðan oftast að ekki væri póststimpill á umslaginu. Bob Dole, íyrrverandi forsetaefni repúblikana, kom fram í fréttaþætti CNN-sjón- varpsstöðvarinnar á sunnudag og gagnrýndi ákaft að hermenn fengju ekki að taka þátt í forsetakjörinu á grundvelli slíkra lagatúlkana. Hann benti á að ekki færu menn á pósthúsið til að fá stimpil ef þeir væru staddir á herskipi úti á rúmsjó. Repúblikanar hafa yfirleitt haft meira fylgi meðal hermanna en demókratar. Þess má geta að um 1.400 utankjörstaðaat- kvæði voru úrskurðuð ógild, mörg vegna skorts á póststimpli. Deilan um hermannaatkvæðin varð ekki einfaldari þegar demókratar fullyrtu að Katherine Harris, innan- ríkisráðherra Flórída og repúblikani, hefði sjálf á sínum tíma gefið fyrirmæli um að taka einvörðungu gfld atkvæði sem væru í umslagi með póststimpli. Harris er aðstoðarkosn- ingastjóri Bush og hafa demókratar sakað hana um að gæta ekki hlutleys- is í embætti sínu. Hinn þekkti lög- fræðingur Alan Dershowits hefur tekið að sér að gæta réttar kjósenda í Palm Beach-sýslu er telja sig hafa ruglast í ríminu vegna illa hannaðs kjörseðils og kosið í ógáti hægri- manninn Pat Buchanan. Dershowits hefur farið hörðum orðum um Harris og kallað hana „þrjót“. Welt am Sonntag. En þetta er eina dæmið um sektarviðurkenningu og sjálfsásökun sem finna má í skrifum hans. Á fyrstu síðum dagbókarinnar útfærir híinn nánar kenningar sínar um samsæri þýzkra fjölmiðla, póli- tískra andstæðinga - en þó ekki sízt fyrrverandi samheija sinna Scháuble og Merkel - um að eyði- leggja pólitískan orðstír sinn. Aréttar Kohl fyrri yfirlýsingar sínar um að hann hafi aldrei þegið mútur; það hafi aldrei gerzt að hann hafi látið fjárframlög til flokksins hafa áhrif á ncina ákvörðun sem hann tók í 16 ára kanzlaratíð sinni. Á aukaflokksþingi CDU í Stutt- gart í gær gagnrýndi Merkel Kohl fyrir að halda, að hann hafi liðið mest fyrir leynireikningahneykslið. Laurenz Meyer Clinton í viðtali við CNN Astæðulaust að örvænta Reuters Helmut Kohl ásamt Angelu Merkel á hátíðarfundi CDU fyrr í haust er minnst var sameiningarinnar fyrir 10 árum. Helmut Kohl svarar fyrir sig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.