Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
^ i ..........
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Átak gegn lyfjamis-
notkun í íþróttum
UM þessar mundir
stendur Iþrótta- og ól-
ympíusamband ís-
lands fyrir sérstöku
ótaki gegn misnotkun
lyfja í íþróttum.
Markmið átaksins er
að vekja upp umræðu
jjm lyfjamisnotkun,
sérstaklega meðal
íþrótta- og _ líkams-
ræktarfólks. Átakið er
liður í forvörnum
íþrótta- og ólympíu-
sambandsins gegn
lyfjamisnotkun en sá
málaflokkur er nú sí- Stefán
vaxandi í starfi sam- Konráðsson
bandsins.
Á undanförnum misserum hefur
átt sér stað töluverð umræða um
misnotkun lyfja í íþróttum, ekki
síst í kringum Ólympíuleikana í
Sydney. Rétt er að nefna í þessu
sambandi að allir íslensku kepp-
endurnir á Ólympíuleikunum í
Sydney voru teknir fyrirvaralaust í
^^fjaeftirlit áður en haldið var á
leikana og að sjálfsögðu reyndust
allir hreinir.
Langflestir sem iðka íþróttir
gera það ánægjunnar vegna. Þátt-
taka í heilbrigðu íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi eflir hvern einstakling
líkamlega, félagslega
og andlega.
Notkun ólöglegra
lyfja til að bæta ár-
angur í íþróttum er
því miður ein af
skuggahliðum íþrótt-
anna og í hverjum hóp
leynast svartir sauðir
eins og gengur.
íþróttahreyfingunni
er mikið í mun að
bregðast vel og kröft-
uglega við þessu
vandamáli.
Við getum skipt
íþróttafólki sem mis-
notar lyf í tvo hópa:
Annars vegar er um
að ræða keppnisíþróttafólk í þeim
rúmlega 30 íþróttagreinum sem
stundaðar eru hér á landi. íþrótta-
og ólympíusamband íslands stend-
ur fyrir reglulegu lyfjaeftirliti
meðal þessa hóps.
Hins vegar er um að ræða lík-
amsræktarfólk sem er ekki endi-
lega að stunda íþróttir með íþrótta-
keppni í huga. Markmiðið er oft
einungis að rækta og fegra líka-
mann. Fólk er þá einungis að reyna
að ná fram íþróttalegri líkams-
byggingu og auknum vöðvamassa.
Þetta fólk stundar æfingar sínar
Lyf
Yfírgnæfandi meiríhluti
íþróttafólks, segir
Stefán Konráðsson,
stundar íþróttir af heið-
arleika og drengskap
án ólöglegra lyfja
m.a. á líkamsræktarstöðvum og í
heimahúsum. Þessi hópur er yfir-
leitt ekki félagar í íþrótta- og ung-
mennafélögum og þarf því ekki að
fara í lyfjapróf af neinu tagi af
hálfu íþróttahreyfingarinnar.
Erlendar kannanir sýna að mis-
notkun lyfja er miklu algengari í
síðarnefnda hópnum enda er þar
ekkert sérstakt lyfjaeftirlit fram-
kvæmt. Ekki eru til nákvæmar töl-
ur yfir hvernig misnotkun lyfja til
að bæta íþróttaárangur er háttað
hér á landi þar sem erfitt er að
framkvæma marktækar kannanir
af þessu tagi í þessum málaflokki.
Mikil leynd og þögn hvílir oft yfir
misnotkuninni. Þó er engin ástæða
til að ætla annað en að á íslandi sé
misnotkun lyfja í íþróttum með
svipuðum hætti og í öðrum
Evrópulöndum.
Menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, beitti sér á síðasta vetri
fyrir því að íþróttaforystan fengi
aukna styrki frá Alþingi til að
standa undir öflugu lyfjaeftirliti og
fræðslu til að berjast gegn mis-
notkun ólöglegra lyfja í íþrótta-
starfi. Við erum þakklát fyrir
þennan stuðning og vonumst til að
ríkisvaldið haldi áfram að koma að
þessum málum í samræmi við
Evrópusamning gegn misnotkun
lyfja í íþróttum en ísland gerðist
aðili að samningnum árið 1991.
Þrátt fyrir að við höfum staðið
okkur ágætlega í baráttunni gegn
lyfjamisnotkun hingað til, er
markmiðið að gera enn betur og
skipa ísland í flokk þeirra þjóða
sem hvað fremst standa í heimin-
um í dag í þessum málum, með t.d.
öðrum Norðurlandaþjóðum.
Lyfjaeftirlit í íþróttum mun fá
aukið vægi hér á komandi misser-
um og fræðsla og forvarnarstarf
mun verða stóraukið.
Hér á landi er það heilbrigðisráð
íþrótta- og ólympíusambands ís-
lands sem hefur yfirumsjón með
lyfjaeftirlitsmálum innan íþrótta-
hreyfingarinnar í umboði fram-
kvæmdastjórnar ÍSÍ. Hingað til
hafa verið framkvæmd 50-70 lyfja-
próf á íþróttafólki á ári en þessum
prófum verður nú fjölgað um helm-
ing. Öll íþrótta- og ungmennafélög
á Islandi eru aðilar að ISI. Fjöldi
starfandi félaga er um 400. Innan
þeirra eru skráðir um 120.000 fé-
lagsmenn og um 75.000 virkir iðk-
endur. Reynt er að skipta lyfja-
prófum á milli íþróttagreina sem
tilheyra íþrótta- og ólympíusam-
bandi Islands enda hefur samband-
ið ekki lögsögu yfir öðru íþrótta-
fólki sem stundar íþrótt sína utan
hins skipulagða íþróttastarfs. Rétt
er að geta þess að heildarkostnað-
ur við hvert lyfjapróf sem tekið er,
er um 25.-30.000 krónur. Ekki er
hægt að greina prófin hér á landi
heldur verður að senda öll sýni til
greiningar á Huddinge-sjúkrahúsið
í Svíþjóð vegna reglna Alþjóðaól-
ympíunefndarinnar og Álþjóða-
stofnunarinnar um lyfjaeftirlit.
Fræðsla um lyfjamisnotkun í
íþróttum og lyfjaeftirlit verður
stórefld á vegum íþrótta- og ól-
ympíusambandsins. Meðal annars
mun starfsfólk lyfjaeftirlitsins
bjóða upp á fræðslufundi, án end-
urgjalds, hjá íþróttafélögum, í
skólum, félagsmiðstöðvum, líkams-
ræktarstöðvum og víðar.
Iþróttir eru stór hluti af menn-
ingu þjóðarinnar og þær hafa
löngu sannað gildi sitt fyrir samfé-
lagið. Þó aðskuggahliðar skjóti upp
kollinum er mikilvægt að gleyma
því ekki að yfirgnæfandi meirihluti
íþróttafólks stundar íþróttir af
heiðarleika og drengskap, án ólög-
legra lyfja.
Það er von okkar hjá Iþrótta- og
ólympíusambandi íslands, að sú
umræða sem átakið skapar, fái
íþróttafólk til að hugsa sig tvisvar
um áður en það misnotar lyf til að
bæta árangur sinn í íþróttum.
Höfundur er framkvæin das tj óri
íþrótta- og ólympíusambands
íslands.
Herstöðvamálið
- alltaf heitt
MÉR var létt
skemmt þegar ég las
pistil Egils Helgasonar
- ísland í NATO herinn
(kannski) um kjurt - á
vefsíðu hans hjá strik-
.is. Þar fór kappinn ansi
geyst og skriplaði oft á
hálum ísi hernaðar-
hyggjunnar. Það sem
dillaði mér mest var
hversu fornlegur mál-
flutningurinn er. Egill
■^JÍoifar eins og kalda-
stríðshaukur frá því um
1960.
Skoðanakönnun
Fyrst vil ég þó
staldra við skoðanakönnunina í Silfri
Egils, sem gerð var í byijun nóvem-
ber. Þar var spurt um afstöðu fólks til
hers og NATO. Um 1.500 manns tóku
þátt, 57% voru á móti
her og 42% voru á móti
aðild að NATO. Sam-
kvæmt þessu hafa Sam-
tök herstöðvaand-
stæðinga, SHA, meira
íylgi en Sjálfstæðis-
flokkurinn. Það hafa oft
verið gerðar skoðana-
kannanir um her-
stöðvamálið og útkom-
an hefur oftast verið í
þessa veru. Áhuginn
fyrir könnuninni sýnir
að málið er enn sjóð-
heitt þvert ofan í vonir
og fullyrðingar margra.
Með könnuninni falla
líka staðhæfingar Egils
í upphafi pistilsins góða um að bar-
áttan gegn herstöðinni sé töpuð. Mál-
staður sem meirihlutinn er hlynntur
er ekki tapaður.
Árni
Hjartarson
Kj ólar - ný sending
Verð frá 3.900
Pils frá 2.900
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
RYKSUGUR
fKKRCHER
RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F • 5ÍMI 581 2333
FAX 568 0215 • rafver@simnet.is
Herstöð
Það sem dillaði mér
mest, segir Árni
Hjartarson, var hversu
fornlegur málflutningur
Egils Helgasonar er.
Keflavíkurgöngnr
SHA voru öflug samtök og þau eru
það enn. Það þurfti öflug samtök til
að skipuleggja Keflavíkurgöngur.
Margar þeirra voru með glæsileg-
ustu fjöldaaðgerðum 20. aldar. Það
þarf fjöldafylgi, hugsjónir og gott
skipulag til að drífa eitt- til tvöþús-
und manns kl. 6 að morgni suður að
herstöðvahliðum til þess svo að
þramma 40-50 km leið um hraunin til
Reykjavíkur undir fánum og kröfu-
spjöldum og enda í stórfundi á Lækj-
artorgi. En málstaðurinn var góður
og Keflavíkurganga var líka, þegar
vel tókst til, með skemmtilegustu að-
gerðum sem fólk tók þátt í. Mér
finnst vera kominn tími á nýja Kefla-
víkurgöngu og ég vona að miðnefnd
SHA skipuleggi eina strax á næsta
ári.
MONSOON
M A K E U P
lifandi litir
Ljóðin voru vond
Egill byrjar pistil sinn á að kvarta
undan skrifum skálda og rithöfunda
um herstöðvamálið. Hann segir:
„Ljóðin voru vond. Meira að segja
Halldóri Laxness brást bogalistin
þegar hann fór að skrifa um her-
stöðvamálið. Maður roðnar yfir því
hvað Atómstöðin er vond bók.“ Mér
hló hugur í bijósti við að lesa þetta.
Svona skrifuðu kaldastríðshaukarnir
gömlu líka. Þeim var vorkunn. Allh-
bestu rithöfundarnir voru á móri her
og NATO og herstöðvasinnar fengu
oft á baukinn. Þeir áttu fáa höfunda
sem náðu máli og enginn þeirra
fékkst til að yrkja lof um herinn.
Haukamir voru argir og Egill hefur
tekið þetta ergelsi í arf. Baráttan
gegn hemum er rauður þráður í allri
pólitískri list á Islandi á seinni hluta
20. aldar og hún ól af sér mörg ódauð-
leg verk. Andófið kemur ekki einung-
is fram í bókmenntum, það er áber-
andi í myndlist, tónlist, leiklist og
kvikmyndum. Ég vara Egil, og alla
sem viðkvæmir em fyrir þessari list,
við sýningu Rósku sem nú er í Ný-
listasafninu, og við bókinni um hana.
Ég vara einnig við málverkasýningu
Tryggva Ólafssonar í Gerðarsafni,
sérstaklega við myndinni Varið land.
Hún er rosaleg!
Egill gáir ekki að því að Atómstöð-
in kom út 1947. NÁTO var stofnað
1949 og setuliðið á Miðnesheiði kom
1951. Bókin var því ekki skrifuð um
það mál sem við köllum herstöðva-
málið nú á tímum, eins og hann held-
ur. Alþingi var meira að segja nýbúið
að hafna beiðni Bandaríkjamanna
um herstöðvar til 99 ára. Sagan er
hins vegar ótrúleg spásögn um það
sem átti eftir að ske. Það er því ekk-
ert skrítið þótt Egill ruglist ögn í
sagnfræðinni. Seinna skrifaði skáldið
ýmislegt um herstöðvamálið sem
fékk hersinna bæði til að roðna og
blána.
Sovétkommar
og þjóðernissinnar
Egill virðist álíta að herstöðvaand-
stæðingar samanstandi af tveimur
skoðanahópum, sovétkommum og
þjóðernissinnum. Þessi greining er
fráleit. Sovétkommar voru horfnir af
sjónarsviðinu fyrir 1960. Ég gekk til
liðs við SHA þegar þau voru stofnuð
1975. Þar var 68-kynslóðin í farar-
broddi, fólk sem barist hafði gegn Ví-
etnamstríði, innrás Sovétmanna og
fylgifiska þeirra í Tékkó,
herforingjastjóm í Grikklandi, kjam-
orkuvopnatilraunum stórvelda,
köldu stríði og hverskyns ójöfnuði
um heim allan. Gömlum kaldastríðs-
haukum var rosalega illa við þessa
kynslóð. Seinna urðu hugsjónir frið-
arbaráttu og andóf gegn gereyðing-
arstefnu og ógnaijafnvægi að hug-
myndafræðilegri þungamiðju
samtakanna. Menn vildu ekki að Isl-
and væri halaklepri Bandaríkjanna.
Menn voru hræddir um að Keflavík-
urvöllur yrði gerður að atómstöð eins
og Halldór Laxness hafði skrifað um
30 áram fyrr. Menn vissu að herstöð-
in yrði skotmark í kjarnorkustríði.
Þórarinn Eldjám orti Segulstöðvar-
blús. Menn vildu hlutlaust ísland
sem talaði fyrir friði og friðsamlegum
lausnum í samskiptum ríkja og stór-
velda. Menn sáu í gegn um blekking-
ar kaldastríðsins og áttuðu sig á fár-
ánleika kjarnorkukapphlaupsins og
geðveikinni sem fólst í „overkill" og
stjömustríði. Á þessu byggðust hin
pólitísku sjónarmið og þau hafa alltaf
haft mikið fylgi.
Þjóðaratkvæði
Nú má spyrja hvers vegna ekki sé
löngu búið að reka herinn fyrst mál-
staðurinn er svona góður og fylgið við
hann svona mikið. Svarið við því er
ekki einfalt. Saga herstöðvamálsins
er saga um ótrúlega ólýðræðislegt
ferli. Inngangan í NATO var fyrsta
skrefið. Andstæðingar inngöngu
vildu þjóðaratkvæði. Það var verið að
snúa baki við hlutleysisstefnunni sem
fylgt hafði verið frá 1918 og ganga í
hemaðarblokk. Sé einhverntíma rétt
að fara í þjóðaratkvæði þá er það í
svona málum. Slagurinn á Austur-
velli 30. mars 1949 stóð um þetta.
Krafan um þjóðaratkvæði var kæfð í
táragasi. Af hveiju? Af því að þjóðin
hefði hafnað NATO. Tveimur áram
seinna gekk ameríski herinn á land,
að þingi og þjóð forspurðri, og bjó um
sig á Miðnesheiði. Alþingi var látið
samþykkja orðinn hlut mörgum mán-
uðum seinna gegn loforðum um að
herinn hyrfi á brott er hættan af Kór-
eustríðinu væri liðin hjá. En loforðin
voru ekki efnd. Aldrei her á Islandi á
friðartímum sögðu hemámssinnar
og NATO-foringjar. Síðan era búnir
að vera endalausir friðartímar en
herinn er hér enn. Ef þjóðin hefði
einhvem tíma fengið að greiða at-
kvæði um herinn væri hann ekki hér.
Ein af meginkröfum SHA er þjóðara-
tkvæði um her og NATO, herstöðva-
andstæðingar era tilbúnir í slaginn.
Höfundur erjarðfræðingur á Orku-
stofnim og fyrrverandi formaður
Samtaka herstöðvaandstæðinga.