Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 43
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 43 fNtvgunHflifeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆGI RANNSÓKNA Á AUÐLINDUM HAFSINS SJÁVARÚTVEGUR verður um fyrirsjáanlega framtíð undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinn- ar. Þrátt fyrir gleðilegan vöxt nýrra atvinnugreina tölvualdar og upp- byggingu stóriðju er ljóst, að vel- sæld landsmanna mun ráðast af því, hvernig lífríki sjávar reiðir af og hvernig tekst með nýtingu þess. Til að tryggja hámarks arðsemi af veið- um og vinnslu, nýtingu afurða úr vannýttum stofnum og verndun auð- lindarinnar fyrir illri umgengni þarf að efla hafrannsóknir á Islandsmið- um. Á liðnu vori kom nýja hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson til landsins, og var ekkert til sparað að gera það vel úr garði. Skipið er búið nýjustu tækni til hafrannsókna og með tilkomu þess hefur verið stigið risaskref í möguleikum til fiskirann- sókna og rannsókna og kortlagning- ar á hafsvæðunum umhverfis landið. En til þess að skipið nýtist sem bezt er nauðsynlegt að nægilegt fjár- magn fáist til reksturs þess. Það sama á við um aðra starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherrra, hefur kynnt í ríkisstjórn- inni minnisblað um áherzlur í haf- og fiskirannsóknum á næstu árum og var það tekið saman af Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Þar segir m.a., að haf- og fiskirannsóknir séu forsenda sjálfbærrar nýtingar auðlinda á Islandsmiðum og stofnunin hafi reynt að mæta auknum kröfum um áreiðanleika fiskveiðiráðgjafar með markvissu skipulagi og hagræðingu, en miklu meira þurfi að koma til á næstu árum, eigi vel að vera. Ráð- stöfunarfé Hafrannsóknastofnunar þarf að aukast um nær 600 milljónir króna á ári samkvæmt því er fram kemur á minnisblaðinu. Rökin fyrir þessum auknu fjár- veitingum eru þau, að sinna þurfi ýmsum rannsóknarsviðum meira en hingað til, svo sem á afrakstursgetu helztu nytjastofna, auka rannsóknir á vannýttum tegundum, einkum á djúpslóð, svo og rannsóknir á áhrif- um veiða á vistkerfi sjávar og lífrík- is hafsbotnsins, veiðarfærarann- sóknir, kortlagningu búsvæða, eldi sjávardýra, veðurfarsbreytingar og sveiflur í lífríki og umhverfisþátt- um. Af þessu má sjá, að verkefni Haf- rannsóknastofnunar í næstu framtíð verða viðamikil fáist til þeirra nægi- legt fé og reyndar starfsfólk með nauðsynlega sérmenntun. Rekstur Hafrannsóknastofnunar kostar nú um 1,1 milljarð á ári, svo hækkun um 600 millljónir króna til viðbótar er hlutfallslega mikið. Hins vegar fer ekki milli mála, að brýna nauðsyn ber til þess að sinna vel þeim miklu verkefnum, sem for- stjórinn telur upp á minnisblaðinu. Ganga má út frá því sem vísu, að bættar og auknar vísindarannsóknir á íslandsmiðum muni skila sér margfalt til þjóðarbúsins aftur, en þó fyrst og fremst til sjávarútvegs- ins. í skýrslu auðlindanefndar er lagt til að sjávarútvegurinn greiði m.a. kostnað, sem þjóðarbúið hefur hans vegna. Þessar kostnaðar- greiðslur á eftir að útfæra nánar, en væntanlega eiga þær þátt í að auka svigrúm Hafrannsóknastofnunar. A þeirri öld, sem er að líða, var það sjávarútvegurinn, sem lyfti ís- lenzku þjóðinni úr fátækt og um- komuleysi í röð þeirra ríkustu í heiminum. Framtíðin mun byggjast á tækni og þekkingu og því gefur augaleið, að efla þarf þá starfsemi, sem Haf- rannsóknastofnun er ætlað til þekk- ingaröflunar. UMTALSVERÐUR ÁRANGUR INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2010. í heilbrigðisáætlun þessari koma fram ánægjulegar upplýsingar um þann ár- angur, sem náðst hefur til þess að auka heilbrigði þjóðarinnar. Sérstaka athygli vekur árangur í baráttu gegn reykingum á einum og hálfum áratug. Arið 1985 reyktu 43% karla og 37% kvenna á aldrinum 18-69 ára. Á síðasta ári reyktu 27% af hvoru kyni um sig. Stefnt er að því að þetta hlutfall verði komið niður í um 15% árið 2010. Þetta er mikill árangur og gefur vonir um að við komumst langt með að ná settum markmiðum árið 2010. Það vekur líka athygli hvað dánar- tíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hefur lækkað mikið á einum og hálfum áratug. Árin 1981-1985 dóu 328 karlar og 116 konur á aldrinum 25-74 ára úr þessum sjúkdómum. Árin 1991-1995 dóu 198 karlar og 76 konur úr sömu sjúkdómum. Þetta er mikill árangur. Þótt árangurinn sé ekki jafn mikill á ýmsum öðrum sviðum er fagnaðar- efni að svona árangri er hægt að ná. Fólk veltur því stundum fyrir sér, hvort forvarnarstarf sé meira orð en veruleiki. Ofangreindar tölur sýna, að það starf er veruleiki. I raun og veru hefur stórkostlegur árangur náðst við að draga úr reykingum. Þessi árangur á að verða þeim, sem vinna gegn reyk- ingum, hvatning til þess að gera enn betur. Árangurinn sýnir hvað er hægt að gera. Það er alls ekki fráleitt að nokkuð snemma á næstu öld verði búið að útrýma reykingum á Islandi að mestu leyti. Hið sama má segja um þann árang- ur, sem náðst hefur vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hann er mjög mikill. Hið sama verður ekki sagt um krabba- meinsvarnir, en vel má vera, að árang- urinn af baráttu gegn krabbameini eigi eftir að koma í ljós á lengri tíma. Áþreifanlegur árangur af þessu tagi mun verka eins og vítamínsprauta á þá sem starfa við heilbrigðisþjónust- una. Þeir sjá að mikið og stundum fórnfúst starf skilar verulegum ár- angri. f Rúta með 39 manns fór út af vegi og valt nærri eyðibýlinu Fyrirbarði í Fljótum Sigluf/oröui Ólafsfjörðui Allir úr rútunni voru fluttir á Sauðárkrók , Grenivík Dalvík Hofsós Skagaström Sjúkraflugvél kom frá Akureyri og flutti einn slasaðan þangað aftur luðárkrókur Blönduós Akureyri 3yrla Landhelgisgæslunnar ;om frá Reykjavík og flutti íjnn slasaðan suður. Hrossin eina ástæð- an fyrir slysinu GARÐAR Viðar Guðjónsson var einn þeirra sex farþega sem voru það alvarlega slasaðir eftir slysið að hann var lagður inn á sjúkra- húsið á Sauðárkróki. Verður Garðar þar um tíma en þrjú rif- bein hið minnsta eru brotin og auk þess er hann meiddur í vinstri 8x1. „Ég sat aftarlega í rútunni, vinstra megin, þannig að þegar hún féll niður bakkann féll ég af nokkrum þunga á sæti hægra megin í rútunni með þessum af- leiðingum," sagði Garðar er Morg- unblaðið hitti hann og Árna Gísla- son, stofufélaga hans, að máli upp úr hádegi f gær. Árni sat rétt fyrir aftan Garðar og féll einnig til hægri og á sæti og farþega með þeim afleiðingum að sennilegt er að fjögur rifbein séu brotin auk þess sem þau stungust í annað lunga hans með þeim afleið- ingum að hluti þess féll saman. „Ég þakka þvi einkum að ekki fór verr að rútan okkar var ekki á mikilli ferð þegar hrossin komu upp á veginn og í veg fyrir bif- reiðina," sagði Garðar og segir að a.m.k. sjö hross hafi komið út, úr þokunni og upp á veginn. Þau hafi verið eina ástæðan fyrir slysinu. „Það skipti engum togum að eft- ir að hrossin komu upp á veginn snarsnerist rútan og fór út af veg- inum. Við köstuðumst til og Ient- um ofan á farþegum hinum megin í rútunni og pressuðum verulega á þá,“ segir Garðar og telur að ekki hafi verið hægt að komast hjá slysi úr því að hrossin hlupu upp á veg- inn. Einnig hafi verið erfitt um vik hjá bílstjóranum að gera eitthvað þar sem allt hafi gerst mjög snögglega. „Gísli bflstjóri stóð sig frábær- Morgunblaðið/RAX Árni Gíslason, til hægri, og Garðar Viðar Guðjónsson, tveir af þeim sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið á Sauð- árkróki eftir rútuslysið í Fljótum. Báðir rifbrotnuðu og rif stungust í lunga Árna með þeim afleiðingum að annað þeirra féll saman að hluta. Iljónin Lilja Sigurðardóttir og Sveinn Gíslason eru hér ásamt Árna Blöndal. lega við þessar aðstæður, bæði við að forða frekara slysi og við að hjálpa farþegunum. Það var alls ekki auðvelt verk, ekki síst þegar litið er til þess að hann meiddist og var einnig skelkaður vegna þess sem gerðist," sagði Árni og Garðar tók undir orð hans af heilum hug. „Það var erfitt að standa upp og komast út því til þess varð ekki komist hjá því að stíga á suma sem lágu í rútunni,“ segir Garðar þegar hann riijar upp mínúturnar eftir slysið þegar verið var að bjarga farþegunum út um þak- lúgu rútunnar. „Kannski leið hálftími, ef til vill fjörutíu og fimm minútur, fyrir því geri ég mér ekki almennilega grein því tíminn er lengi að líða við þessar aðstæður,“ segir Garð- ar. Árni bætir því við að sem bet- ur fer hafi ekki verið mjög kalt í veðri og „veðrið reyndar ágætt“, eins og hann orðaði það. „Það hjálpaði einnig mikið að fljótlega kom rútubifreið á svæð- ið og fjöldi einkabfla lýsti upp. Við aðstæður sem þessar hjálpast allir að. Nú viljum við koma inni- legu þakklæti og kærum kveðjum til allra sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt,“ sögðu þeir Árni og Garðar. „Það er gríðarleg lífsreynsla að lenda í slysi sem þessu,“ sagði Garðar. Þeim minnst meiddu hjálpað út um þaklúgu „Það er alltaf erfitt að gera sér grein fyrir hvað langur tími leið þar til aðstoð barst, en mér fann i ekki líða löng stund,“ sagði Árni Blöndal, einn söngféiaganna sem varð fyrir slysinu í Fljótunum. „Fyrsta aðstoðin barst þegar rúta sem var á leið til Siglufjarð- ar stöðvaði við slysstaðinn. Bfl- stjórinn okkar fór strax að að- stoða okkur sem gátum farið út úr vagninum í gegnum lúgu í þaki rútunnar. Farþegar hinnar rútunnar fóru strax út og gáfu okkur eftir sæt- in. Einnig var farið með farþega upp í grunnskólann í' Sólgörðum. Þegar á heildina er litið er óhætt að segja að betur hafi farið en á horfist," sagði Árni ennfremur. Hann slasaðist ekki mikið, en kona hans viðbeinsbrotnaði meðal annars og er ein sexmenninganna sem liggur á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki. „Ég er svoh'tið lerkaður og teygður en það er ekkert alvarleg að mér. Ég næ þessu úr mér með nuddi, það er ekki málið,“ segir Árni. „Þegar rútan fellur út fyrir veginn féll ég yfir konuna sem sat við gluggann og síðan fæ ég mann ofan á mig, en við sem sát- um hægra megin i' vagninum fengum aðra farþega yfir okkur,“ segir Árni. Tryggingamenn og fulltrúar rannsóknanefndar umferðarslysa skoðuðu vettvang slyssins í gær. Morgunblaðið/RAX miðla hefði aukið mjög álag á sím- svörun á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki. , Af þessu læra menn að það þarf að koma skýrum upplýsingum eins fljótt á framfæri og kostur er,“ seg- ir Birgir. Brigir taldi að hópslysaáætlun, sem unnið var eftir, hefði gengið vel hjá öllum þeim sem að henni komu. „Viðbrögð allra voru rétt og það skiptir gríðarlegu máli. Ennfremur tókst allt sem að sjúkrahúsinu laut mjögvel. Eg lét kalla út mjög stóran hóp starfsfólks samkvæmt ákveðinni áætlun og það gekk eins og í sögu,“ sagði Birgir Gunnarsson. arauga. Hann lagðist yfir konu sína sem sat við hlið hans, einnig fékk hann farþega sem sat vinstra megin við hann yfir sig. „Ég sat lengi fastur og beið að- stoðar og það var erfið bið,“ sagði Sveinn sem þakkar guði að ekki fór verr. „Ég er viss um að enn verr hefði farið ef það hefði gadd- að, sryór verið yfir og þúfur frosnar þar sem vagninn lenti ut- an Vegarins. Þá er líklegt að rúð- ur hefðu brotnað í rútunni og fólk skorist illa. Það er enginn vafi á því að það - voru hrossin sem fipuðu bflstjór- ann. Rútan var ekki á mikilli ferð, enda var hált og bflstjórinn þekktur fyrir að vera gætinn og öruggur. Hann fékk lítt við ráðið. I viðbót við hálkuna var myrkur og þoka. Hann flautaði og reyndi að stöðva rútuna, en allt gerðist þetta mjög hratt og því lítill tími til aðgerða. Rútan rann síðan fram af kantinum og ég sá bakk- ann koma upp að rúðunni þegar rútan lagðist rólcga á hliðina út fyrir vegkantinn,“ sagði Sveinn sem taldi viðbrögð bflstjórans hafa verið eins góð og kostur liafi verið á. Biðin í myrkrinu erfið „Ég hafði tekið eftir því á leið- inni til Siglufjarðar fyrr um dag- inn að þarna var afar hált,“ segir Sveinn sem er elsti félagi Söng- hóps Félags eldri borgara á Sauð- árkróki, 84 ára gainall. Hann seg- ir að þrátt fyrir að aðstoð hafi fijótlega drifið að hafi biðin i' myrkrinu verið löng og erfið. „Það var rosalegt að heyra stunur fólksins aftar í vagninum og vita ekki hvað fyrir fólk hafði komið. Síðan kom aðstoðin og hún gekk hiklaust fyrir sig og móttökur allar hinar alúðlegustu á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, þar var fumlaust gengið til verks, að minnsta kosti gekk þetta betur en hjá Bráðavaktinni í sjón- varpinu," sagði Sveinn og brosti til sonarsonar síns, Birgis Smára Sigurðssonar, sem staddur var í Víðigrundinni hjá Sveini og Lilju um hádegið í gær. Jafnvel mittisbelti hefði hjálpað „Ég tel engan vafa leika á að ef belti hefðu verið í rútunni og farþeg- amir notað þau hefðu þau getað breytt miklu og fækkað slösuðum verulega," segir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkóki, um rútu- slysið í Fljótunum á sunnudaginn. Segir Birgir að margir farþegar hafi kastast til í rútunni þegar hún valt og bæði farið á sæti og ekki síst aðra farþega sem sátu þeim megin í rút- unni sem hún féll á. „Ég trúi ekki öðru en þetta slys opni enn frekar umræður um nauð- syn þess að belti verði sett í fólks-' flutningabifreiðar," sagði Birgir og taldi að jafnvel mittisbelti eins ogeru í flugvélum hefðu getað hjálpað mjög upp á sakimar í slysinu í Fljótunum. Birgh- sagði að ennfremur mætti draga þann lærdóm af þessu slysi að það þyrfti að koma upplýsingum á skýrari hátt á framfæri, s.s til íjöl- miðla. Sem dæmi nefndi hann að ekki hefði verið nógu fljótt upplýst hversu margir hefðu slasast og þá hvort einhveijir væm í lífshættu eða ekki. Það að fréttimar hefðu ekki komist nógu skýrt og hratt til fjöl- Hjalparfolk kom að fra Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki og Blönduósi Bflbelti hefðu komið að verulegu gagni Hann telur ekki vafa leika á að bflbelti hefðu komið að verulegu gagni í þessu slysi. Þau hefðu al- veg komið í veg fyrir að farþegar í vinstri hluta rútunnar féllu yfir þá sem voru hægra megin. „Ég gat ekkert hreyft mig, var alveg fastur og ekki Ieikur vafi á að ekki mátti miku muna að enn verr færi og meiðsli fólk yrðu meiri.“ Ámi ber lof á snarræði bfl- stjóra rútunnar, Gísla Rúnars Jónssonar. Segir Árni hann hafa gengið rösklega til verks, þrátt fyrir að hafa meiðst, við að að- stoða þá sem gátu að komast út um lúgu á þaki rútunnar og út. Æfing á föstudag Árni er ásamt fiestum sem í rútunni voru í Sönghóp Félags eldri borgara í Skagafirði. Flestir farþegarnir eru búsettir á Sauð- árkróki og nágrenni og höfðu þeir farið fyrr um daginn til Siglufjarðar. „Við vorum að heimsækja Siglufjarðarkórinn og höfðum fengið góðar viðtökur. Við stigum beint upp í rútuna úr veislu sem haldin var að loknum söngum," sagði Árni. „Þetta slys hefur engin áhrif á kórinn okkar, öll okkar sem get- um mætum á æfngu á fóstudag- inn, þá er fyrsta æfing eftir slys- ið.“ Fólk var róiegt „Mér fannst það mesta furða hvað fólk gat haldið ró sinni við þessar aðstæður," sagði Lilja Sig- urðardóttir en hún sat liægra megin í rútunni með eiginmann sinn, Svein Gislason, sér til vinstri handar. Varð Lilja undir honum og fleiri farþegum sem féllu yfir Svein. Hún segist þó hafa sloppið nokkuð vel og ekki þurft að að leggjast inn á sjúkrahús. „Ég er mjög slæm í vinstri olnboga og í vinstra brjóstinu en er ekki með brotin rifbein, en þetta er ekkert alvarlegt," sagði Lilja sem einnig er með sár á nef- inu eftir gleraugu sem hún var með. „Ég tók nú ekkert eftir sár- inu á nefinu fyrr en læknirinn benti mér á það,“ sagði hún. „Ég er ánægðust með hvað allt gekk vel, bæði á slysstað og eins á sjúkrahúsinu þegar við komum. Þar var alveg sérstaklega vel tek- ið á móti okkur. Við getum þakk- að guði fyrir að ekki fór verr, það hefði ekki þurft mikið til þess að svo hefði farið,“ sagði Lilja Sig- urðardóttir. Rosalegt að heyra stunur fólksins „ÉG sá þetta svo vel því ég var einmitt að horfa fram fyrir mig þegar hrossin hlaupa yfir veginn. Það voru á að giska sex til átta hross sem hlupu í veg fyrir rút- una,“ sagði Sveinn Gislason, einn þeirra sem lenti í slysinu. Ekkert hrossanna lenti á rútunni. Sveinn segir að biðin í myrkrinu eftir að- stoð hafi verið erfið og rosalegt hafi verið að heyra stunur fólks- ins aftar í vagninum. Sveinn sat í hægri helmingi rút- unnar í næst fremstu röð og fékk högg á brjóst og bak hægra megin auk þess að fá stórt glóð- Mikill viðbúnaður er rúta valt í Flj ótum Sjúkrabílar frá bæjum allt milli Blönduóss og Akureyrar voru sendir á vettvang eftir að rúta með 38 manns valt í Fljótum. Einnig sjúkraflugvél frá Akureyri og þyrla frá Reykjavík. Farþegar segjast þakklátir björgunarmönnum og aðhlynningu heilbrigðisstarfsmanna í viðtölum við ívar Benediktsson blaðamann og Ragnar Axelsson sem ljósmyndaði. RÚTA með 38 farþega, auk bflstjóra, valt út af vegin- um móts við grunnskólann Sólgarða í Fljótum í ná- grenni Barðs laust eftir kl. 18 á sunnudag. Allt tiltækt sjúkra- og björgunarlið frá Blönduósi, Sauðár- króki, Sigluíirði og Hófsósi var kallað út auk sjúkrabíls og læknis frá Akur- eyri og Reykjavík. Sex manns liggja á Heilbrigðisstofnun á Sauðárkróki og tveir á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akureyri. Enginn hinna slösuðu er í lífshættu. Að sögn Birgis Gunnarssonar, framkvæmdastjóra heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki og for- manns hópslysanefndar, voru allir sem í rútunni voni fluttir til Sauðár- króks til aðhlynningar. Einn var al- varlega slasaður og var hann fluttur til Reykjavfloir með þyrlu Landhelg- isgæslunnar og annar til Akureyrar með sjúkraílugi. Sex voru innritaðir á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Enginn þessara átta er í lífshættu. Alls þurftu 27 af þeim sem í rútunni voru á einhverskonar aðhlynningu að halda. Fyrstu fregnir óljósar Það var klukkan 18.21 á sunnudag- inn sem tilkynning barst til almanna- vamanefndar á Sauðárkróki um að „stór rúta“ hafi farið út af veginum nærri eyðibýlinu Fyrirbarði, við Sólgarða í Fljótum. Ékki vær Ijóst samkvæmt fýrstu fregnum hversu margir væru nákvæmlega í rútunni. Að sögn Óskars Óskarssonar, for- manns Almannavama á Sauðárkróki, var strax kallað út allt tiltækt sjúkra- og björgunai-lið á svæðinu frá Blönduósi og til Hofsóss auk þess sem kallaður var til sjúkrabfll frá Akureyri og læknir með honum. Vom alls sex sjúkrabflar, þar með talin sjúkrabifreið Landsvirkjunar, sem staðsett er á Blönduósi, kallaðir til aðstoðar og tveir lögreglubílar komu frá Sauðárkróki. Gekk rösk- lega að komast á staðinn en afar hált var auk þess sem þoka var mikil. Fyrstur á staðinn var sjúkrabfll frá Siglufirði en þaðan em um 30 km á slysstað. Fór hann með þá fyrstu af slysstað kl. 19.40, um það bil tuttugu mínútum eftir að hann kom á vett- vang. Gekk greiðlega að aðstoða far- þega og koma þeim um borð í sjúkra- flutningabfla auk þess sem fólksflutningabfll flutti þá til Sauðár- króks sem minna vom slasaðir. Farþegar rútunnar, nema bfl- stjórinn, vom félagar í sönghópi Fé- lags eldri borgara í Skagafii'ði sem var að koma af söngskemmtun á Siglufirði og á leið til Sauðárkróks. Eins og fyrr segir var mikil hálka á veginum í Fljótum og allnokkur þoka. Að sögn farþega í rútunni vom hross á veginum og hafi bflstjóri rút- unnar ætlað að stöðva hana vegna þeirra, en sökum aðstæðna fór vagn- inn út af norðanverðum veginum og féll á hliðina niður tveggja til þriggja metra háan vegkantinn. „Um leið og tflkynning barst fór af stað hópslysaáætlun okkar og virðist hún hafa gengið upp,“ sagði Birgir Gunnarsson. „Þegar fyrstu sjúkling- amir komu hingað á heilbrigðis- stofnunina vomm við tilbúin að öllu leyti. Auk þess vomm við í sambandi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og slysadeild Landspítalans í Reykjavík en einn sjúklingur var fluttur á hvom stað,“ sagði Birgir og lét þess ennfremur getið, að allir sem í rútunni vom hafi komið á heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki til skoð- unar. Áfallahjálp stóð öllum þeim sem vildu til boða að sögn Birgis. I gærmorgun var líðan þeirra sex sjúklinga sem innritaðir vom á heil- brigðisstofnun Sauðárkróks ágæt eftir aðstæðum, að sögn Birgis, en óljóst var hvenær þeir yrðu útskrif- aðir. Þar er um að ræða fólk með ým- is beinbrot. Víðtækt útkall Óskar Óskarsson, formaður al- mannavarnanefndar Sauðárkróks, segir að í slysi sem þessu sé unnið eftir ákveðinni áætlun, sem gengur út á að ræsa sjúkra- og björgunar- fólk af stað og koma því sem fyrst á staðinn. Þar sem ljóst hafi verið að margir hefðu lent í slysinu hefði ver- ið um mjög víðtækt útkall að ræða, allt frá Blönduósi til Akureyrar. Óskar sagðist telja að á milli 100 og 150 manns hafi komið við sögu, björgunarsveitarmenn, lögregla, sjúkraflutningamenn og læknar auk starfsmanna Landhelgisgæslunnar og frá Almannavörnum rfldsins. „Mér sýnist sem aðgerðin hafi gengið nokkuð vel þótt alltaf megi finna eitthvað að,“ sagði Óskar þegar aðgerðum var lokið undir miðnætti á sunnudagskvöld. „Við svona aðgerð- ir koma alltaf fram einhveijir hnökr- ar, en þeir voru ekki meiriháttar. Við í almannavamanefnd ætlum að funda hið fyrsta og fara yfir málið í heild. Aðalmálið er að viðbrögð allra voru rétt og aðgerðin gekk blessun- arlega vel,“ sagði Óskar ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.