Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 77

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 77
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 77 ---------------------------- FÓLK í FRÉTTUM Edduverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn sunnudag Ingvar Sigurðsson skoðaði styttuna sína í krók og kiina og greindi nokkurn mun á styttunum í ár og þeim sem voru f fyrra. „Hún Bryndís er ungfrú Island. Punktur," hafði Hallgrímur Helgason á orði er hann steig með Bryndísi Schram upp í pontu. Björk Guðmundsdóttir tekur á móti Eddu- Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Johnny verðlaunum fyrir magnaða frammistöðu national, og Flosi Ólafsson létu öllum góðum látum sína í myndinni Myrkradansaranum. á Edduverðlaununum. MIKIÐ var um dýrðir í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn er af- hending Eddu- verðlaunanna fór fram í annað sinn. Verðlaunin eru veitt verk- um og listamönnum, sem þykja hafa skarað fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeiran- um og voru margir til kallaðir en fáir útvaldir. Kvöldið hófst kl. 19 á freyði- vínsfordrykk í anddyri leikhúss- ins og gafst þá innanbúðarfólki sem öðrum færi á að skrafa og skeggræða um ýmis álitamál kvikmynda- og sjónvarpsheims- ins. Fólk var prúðbúið, kvenfólk- ið skartaði glæsikjólum og karl- arnir snurfusaðir í smóking eður jakkafötum. Sviðið var skrýtt hvítu; einföld og snyrtileg uppsetning, og voru það þau Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona og Jón Ár- sæll Þórðarson sjónvarpsmaður sem sáu um að halda utan um dagskrá kvöldsins. Fyrstu verð- launin voru veitt fyrir sjónvarps- þátt ársins og var það Egill Helgason sem veitti þeim viðtöku fyrir þátt sinn Silfur Egils á Skjá einum. Þar á eftir var heimildar- niynd ársins valin og var það Síð- astí valsinn, mynd um þorska- stríðið, sem bar sigur úr býtum. Besta leikkonan var valin Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, en hún •ék móðurina / Englum alheims- ins. Athygli vöktu tveir háðfuglar tveggja kynslóða, Erpur Eyvind- arson, þekktur sem Johnny Nat- ional, og Flosi Ólafsson, fyrir sér- deilis nýstárlega og hressandi kynningu. Þar á eftir voru veitt þrenn fagverðlaun, en þau hlutu Kjart- an Kjartansson fyrir hljóðhönn- un, IIi|mar Örn Hilmarsson og hljómsveitin Sigur Rós fyrir tón- listina í Englum alheimsins og loks fékk Baltasar Kormákur verðlaun fyrir handrit sitt að myndinni 101 Reykjavík. I samtali við Morgunblaðið sagði Hilmar Örn að þetta hefði komið sér á óvart og tók fram að það hefði verið mikiil heiður fyr- ir hann að vinna með strákunum í Sigur Rós sem hann kallaði snillinga. „Það er eins og allt falli i réttar skorður í þessari mynd °g ég hef trú á að þessi mynd eigi eftir að lifa,“ sagði hann. Björn Jörundur Friðbjörnsson var valinn besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Engluni alheimsins og Ingvar E. Sigurðsson fékk verðlaun fyrir áðalhlutverk í sömu mynd, en það hnoss hlaut hann einnig í fyrra. Ingvar sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði alveg eins getað reiknað með að fá Edduna, alveg eins og Hilmir eða Þórhall- ur. „En ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið undrandi á að Englarnir skyldu hirða svona inikið.“ Aðspurður sagði hann að honum liði hálfundarlega á svona I algleymi engla Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólaf- ur Ragnar Grúnsson, forseti Is- lands, og Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri voru viðstödd. Friðrik Þór Friðriksson var tíður gestur uppi á sviði en mynd hans, Englar alheimsins, fékk sex Edduverðlaun ásamt því að vera valin sem framlag íslands til Óskarsverðlaunanna. verðlaunaafhendingum. „Að mað- ur tali nú ekki um þegar maður er einn af þátttakendunum. Ég reyni nú að líta á þetta meira sem uppskeruhátið og skemmtun heldur en keppni. Ég kann betur við það.“ Heiðursverðlaun voru afhent á Eddunni en þau hlaut Þorgeir Þorgeirson, brautryðjandi í ís- lenskri kvikmyndagerð, en hann varð fyrstur íslendinga til að læra til þeirrar iðnar. Björk Guðmundsdóttir var val- in leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Myrkradans- aranum (e. Dancer in the Dark) eftir Lars von Trier og grallara- spóarnir í Fóstbræðraþáttunum hömpuðu Eddunni fyrir besta sjónvarpsverk ársins. Morgunblaðið/Porkell Fóstbræður þóttu bera af hvað islenskt sjónvarpsefni varðar. Sanguríerasettur^ eg^pskri bómuW meo satmáSerft V HREIN ORKfl! Orkan í Leppin er öðruvísi samsett en orka í hefðbundnum orkudrykkjum. Hún er samsett úr flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem fara hægt út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs jöfnu og löngun í sykur minnkar. Líkaminn vinnur sérlega vel úr Leppin-orkunni og því veitir hún raunverulegt og langvarandi úthald. 0 Engin örvandi efni Engin örvandi efni er að finna í Leppin. Þeir sem drekka Leppin finna fljótt að örvandi efni eru með öllu óþörf því Leppin stendur við gefin loforð og veitir langvarandi orku og vellíðan. Næst var komið að vali á sjónvarpsmanni ársins en val hans fór einungis fram í gegnum vefsíðuna mbl.is. Erpur Eyvindar- son, sem túlkar hinn umtalaða Johnny National í þáttunum Is- t •- lensk kjötsúpa, hreppti þann heiður. „Þetta voru þau verðlaun sem skiptu mestu máli á hátíð- inni,“ sagði Erpur að athöfn lok- inni. „Það var engin dómnefnd með einhverju forvöldu liði í. Þetta var kosið af fólki. Al- menningi." Leikstjóri ársins var valinn Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Engla alheimsins, en sú mynd var og valin sem framlag íslands til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður sagðist hann alveg eins hafa átt' von á þessu. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra sem unnu að myndinni. Það er erfitt að vera með mynd þar sem eru þrjú sjálfsmorð innanborðs en ég hef trú á þessari mynd erlendis." Það kom svo engum á óvart er tilkynnt var hvaða kvikmynd hefði verið valin kvikmynd árs- ins, Englar alheimsins var það heillin, og sjöttu verðlaun þeirrar myndar staðreynd. Dagskrá kvöldsins var reglu- lega brotin upp með söngatrið- um, Helgi Björnsson og Bergþór Pálsson, „Strákarnir á Borginni", sungu lag úr kvikmyndinni Stella í orlofi, Jóhanna V. Þórhallsdótt^ ir söng lag Jacques Brel, „Ne Me Quitte Pas“, Ragnhildur Gísla- dóttir flutti lagið „Draumaprins- inn“, sem er að finna í myndinni Okkar á milli - í hita og þunga dagsins ásamt Jakobi Magnússyni og Halldóra Geirharðsdóttir spann Skakspírsrímur af mikilli list ásamt fríðu föruneyti. V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. V/SA I nm 2*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.