Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 47
MENNTUN
Prir áhrifamestu þættir í
uppeldi unglinga'
Bestu uppeldisaðferðirnar*
Móðurskóli í foreldrasamsfarfi
þeim stuðning. Samstarf foreldra og
skóla er vissulega gott fyrir nemend-
ur, en eftir rannsóknum J. Chrispeels
(1996) að dæma leiðir samstarf for-
eldra og kennara einnig til betri
sjálfsmyndar kennara. Trú þeirra á
eigin hæfileika til að kenna verður
sterkari og einnig trúin á hæfni nem-
andans til að læra.
Samstarf í ljósi umhyggju
Umhyggja var hugtak sem Allyson
valdi að einbeita sér nokkuð að í er-
indinu. Viðfangsefni menntunar er að
búa til gott fólk úr börnum, og einnig
fólk sem fellur vel inn í „æskilegt“
samfélag. Siðfræði umhyggju er því
um sambandið milli manna, eða
hvemig einstaklingar umgangast
hver annan. Áhugavert er að skoða
samstarf foreldra og skóla í ljósi um-
hyggju. Rannsóknir Chaski og Rauer
(1995. Youth and caring: an intr-
oduction) á ungmennum og um-
hyggju í skólum í Chicago sýna að
nauðsynlegt er að a.m.k. einn fullorð-
inn sýni bami umburðarlyndi og for-
takslausan stuðning. En hver em
tengsl milli umhyggju og þátttöku
foreldra í skólastarfi? „Skólar eiga að
hugsa um nemendur sem einstakl-
inga í stöðugum þroska og einnig í
samhengi fjölskyldunnar og nánasta
umhverfis," segir Allyson. „I einni
rannsókn var foreldrum boðið á röð
sex fræðslufunda og var þeim skipt í
þijá hópa. Hveijum hópi var kennt á
mismunandi hátt og í Ijós kom að
kennsluhættir skiptu miklu minna
máli en það að foreldrunum hafði ver-
ið boðin þátttaka og þeim sýnd um-
hyggja í framkomu allra kennara."
Sennilega er rangt er að binda of
miklar vonir við samstarf foreldra og
skóla. En rannsókn Edwards og
Alldred (2000. A typology of parental
...) sýndi að rangt væri að alhæfa að
þátttaka foreldra í skólastarfi væri
alltaf af hinu góða fyrir nemend-
ur. Þessir rannóknar-
menn bentu einnig á að
nemendur gleymdust
oft þegar rannsóknir
væru gerðar á þátt- •*»*,
töku foreldra í skóla-
starfi. Einnig benda
þeir á hættuna á
árekstrum milii eft-
irfarandi hlutverka i
nemenda: Að vera hluti af
fjölskyldu, að vera hluti af
skólastarfi, að vera sjálf- w
stæður einstaklingur. Ed-
wards og Alldred tóku viðamikil við-
töl við 70 nemendur á aldrinum 10 til
14 ára í þrennskonar hverfúm í og ná-
lægt Lundúnum. Þeir flókkuðu nem-
endur í fjóra hópa m.t.t. viðhorfs til
samstarfs foreldra og skóla:
Nemendur sem 1) stuðla að þátt-
töku foreldra, 2) stuðla að þátttöku
foreldra á óvirkan hátt, 3) eru ekki
hlynntir þátttöku foreldra sinna, 4)
eru ekki hlynntir þátttöku foreldra
sinna á óvirkan hátt. Ennig kom í ljós
í könnun Edwards og Alldred að
yngri böm, eldri stúlkur og nemend-
ur úr miðstétt töluðu meira um þátt-
töku foreldra (sérstaklega mæðra) en
aðrir hópar og vildu gjaman ræða um
skóladaginn heima hjá sér. Niður-
staðan er að þátttaka foreldra í skóla-
starfi getur skipt sköpum fyrir nem-
endur. Samstarfið hefur marga
jákvæða fleti og kynnin koma í veg
fyrir fordóma og misskilning. Þátt-
takan er þó ekki alltaf nauðsynlegt
skilyrði fyrir velgengni nemenda í
skóla og ekki endilega öllum bömum
til framdráttar. Allyson Macdonald
vill að nemendur sjálfir verði meira
áberandi í umræðu og rannsóknum á
gildi þátttöku foreldra í skólastarfi.
Morgunblaðið/Porkell
Hjálparhönd foreldra í skólastarfínu getur haft gildi.
1 Foreldrar og heimili
2 Skólinn
3 Jafningjahópurinn
1 Leiðbeina á jákvæðan hátt
2 Höfða til skynsemi
3 Benda á það sem miður fer
4 Vera stýrandi
5 Að refsa fyrir brot__________
* Samkvæmt foreldrum 9. bekkinga i
Réttartioltsskóla
BREIÐHOLTSSKÓLI og Engja-
skóli eru móðurskóli í for-
eldrasamstarfi. Hlutverk móður-
skóla í foreldrasamstarfi er:
- að byggja upp fyrirmyndaráætl-
un um samstarf og samskipti við
foreldra.
- að leggja áherslu á upp-
lýsingamiðlun og samskipti við for-
eldra í gegnum heimasiðu.
- að veita öðrum skólum ráðgjöf,
m.a. með því að bjóða upp á nám-
skeið og taka á móti kennurum frá
öðrum skólum og kynna fyrir þeim
fyrirkomulag og aðstöðu
Breiðholtsskóli
Stefna Breiðholtsskóla í for-
eldrasamstarfi er (áhugasömum er
bent á heimasíðuna http://
breidholtsskoli.ismennt.is/):
- að bæta námsárangur og auka
velferð nemenda með þátttöku for-
eldra í námsferlinu.
- að stuðla að aukinni samke nnd
foreldra sem hóps til hagsbóta fyrir
nemendur og skólann.
- að efla samskipti heimila og
skóla með gagnkvæmu flæði upp-
lýsinga.
Rökstuðningurinn fyrir þessu er:
Menntun er samvinnuverkefni
heimila og skóla og foreldrar nem-
enda í Breiðholtsskóla eru hvattir
til að koma markvisst að námi
barna sinna á ábyrgan og upp-
byggilegan hátt.
Rannsóknir hafa sýnt að fylgni er
á milli stuðnings og áhuga foreldra
á námi nemenda og gengi þeirra í
skóla. Foreldrafélög eru öflugur
stuðningsaðili hvers grunnskóla.
Þau eru nauðsynlegur vettvangur
til skoðanaskipta og fræðslu um
uppeldi og menntun barnanna.
Þau eru kjörin vettvangur fyrir
börn og foreldra til að kynnast í
gegnum leik og félagsstörf. Sam-
stæður foreldrahópur sem þekkist
innbyrðis er betur hæfur til að taka
á málum eigin barna. Með samstöðu
geta foreldrar stutt hveijir aðra í
uppeldisstarfinu.
Niðurstöður Allysons
• Nemendur eru oft ósýnilegir í
umræðum um þátttöku for-
eldra í skólastarfi, en geta
haft áhrif á gang mála. Þörf er
á að taka fullt tillit til þeirra.
• Umhyggja í raun getur veitt
tækifæri til að endurskoða
hlutverk og forsendur sam-
stai'f foreldra og skóla.
• Breytingar á skólakerfinu
kalla á nýjar leiðir í námsmati
og nýjar áherslur í vænting-
um foreldra, kennara og nem-
enda.
• Stuðningur heima skiptir
miklu máli fyrir námsferil
nemenda, en rannsóknir hafa
sýnt að skilvirkur skóli og
skilvirk heimili endurspegla
hvort annað.
• Samstarfið á að grundvallast á
sameiginlegum markmiðum,
en til að svo megi verða þarf
skólinn að eiga frumkvæði að
mótun samstarfsins og fylgja
því eftir.
Heimild: Fréttabréf Foreldra- og kennarafé-
lags Breiðholtsskóla. Okt. 2000.
skólar/námskeið
tungumál
■ Enskunám í Englandi
Bjóðum enskunám við einn virtasta mála-
skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði
og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og
eldri og viðskiptaensku.
Unglingaskóli í júlí og ágúst.
Upplýsingar gefur Jóna Marfa Júlíusdóttir,
sínú 862 6825 eftir kl. 18,00.
Foreldrar geta
verið sterkt lið
„HLUSTUN er lykill að góðu sam-
starfi foreldra og skóla,“ sagði Sig-
rún Ágústsdóttir námsráðgjafi og
kennari í Réttarholtsskóla, og að að-
alatriðið með bættu samstarfi for-
eldra og skóla væri velferð og vellíð-
an nemenda. Hún sagði að mikið
forvarnarstarf lægi í tengslum skóla
og foreldra og einnig á milli foreldra
sjálfra. Sigrún sagði þetta á mál-
þinginu „Eru foreldrar óvirkjað afl í
skólastarfmu?" 11.11.00. Hún vill að
börnin fái samhljóða skilaboð frá
foreldrum og skólum. Hún vill ekki
einhliða miðlun til foreldra. Það er
ekki samstarf. Hún vill einnig: - að
fundinn verði formlegur vettvangur
til samræðna milli skóla og foreldra,
- jákvæð samskipti, betra og árang-
ursríkara samstarf en það gefur
tækifæri til að taka strax og hiklaust
á erfiðum málum. En þetta krefst
aukins tíma fyrir kennara til að
sinna umsjónarstarfi. „Það þarf
fleira starfsfólk í skólana," sagði hún
og að þeir sem væru þar væru allir á
kafi.
Sigrún Ágústsdóttir hefur
reynslu af því sem hún talaði um á
málþinginu enda var hún með í þró-
unarverkefni í 8. og svo 9. bekk
Réttarholtsskóla um samstarf for-
eldra og skóla um uppeldi og for-
varnir. Um þetta samstarf skrifuðu
fulltrúar foreldra í skýrslu (Sam-
starf foreldra ... Réttarholtsskóla.
Rvk. júní 2000) um þetta starf:
„Foreldrahópurinn hefur nú
myndað góða liðsheild með þessu
mikla samstarfi innbyrðis og nánari
kynnum ásamt samstarfi við skól-
ann, sem hefur um leið veitt börnun-
um okkar meira öryggi. Þau vita að
hverju þau ganga og við foreldraí
höfum verið ófeimin við að tala okk-
ur saman og sýna samstöðu. Línurn-
ar hafa verið lagðar að hausti í sam-
vinnu við skólann og nemendurna,
sú festa hefur síðan haldist fram á
vor.“ (bls. 8).
Könnun meðal foreldra
I tengslum við þetta þróunarverk-
efni var gerð viðamikil könnun með-
al foreldra sem birt er í skýrslunni,
og þar kemur m.a. eftirfarandi fram
undir þættinum uppeldi og skóla-
mál. Höfundar lokaskýrslu um þró-
unarverkefnið í 9. bekk Réttarholts-
skóla eru Ása Kristín Jóhannsdóttir
og Sigrún Ágústsdóttir:
► 93% telja kennslu í samskiptum
felast í samstarfi foreldra og skóla.
► 84% telja foreldra og heimili
vera áhrifamesta þáttinn í uppeldi
unglinga. Aðrir þættir sem komu til
greina voru skólinn, og jafningja-
hópurinn.
► 100% telja að skólinn eigi að -
upplýsa foreldri ef talið er að nem-
endur reyki.
► 70% telja að besta uppeldisað-
ferðin sé að leiðbeina á jákvæðan
hátt. Önnur besta aðferðin er að
höfða til skynseminnar. Þriðja er að
benda á það sem miður fer. Fjórða
að vera stýrandi og fimmta að refsa
fyrir brot.
► 34% telja að börnunum líði
mjög vel í skólanum, 61% að þeim
líði oftast vel, 5% telja að þeim líði
oft illa.
► 31% finnst skólinn vekja frekar
lítinn áhuga barnsins á námi og
menntun. 62% telja að hann veki
nokkuð mikinn áhuga og 7% mjög
mikinn áhuga á námi og menntun.
I lokaskýrslu Sigrúnar og Ásu
Kristínar kemur fram að fjölmargt
hefur verið gert í Réttarholtsskóla
vegna þessa þróunarverkefnis. Til
dæmis voru 3 kvölda námskeið fyrir
foreldra haldin. Annað sem nefna
má er eftirfarandi:
- Dagbók nemenda, sem var eitt
af hjálpartækjunum tU að stuðla að
bættu skóla- og heimanámi nem-
enda.
- Dagbók kennara, símatímar
kennara, fundur með fulltrúum
kennara.
- Fréttabéf, sem urðu þrjú yfir
veturinn.
- Haustferð nemenda, en farið var
í Bása á Goðalandi og gist eina nótt.
Markmiðið var að styrkja fé-
lagsandann.
- Bekkjarkvöld, sem voru haldin
án foreldra. Þau voru nokkur og var
t.d. farið í Lazer Tag, kvikmynda-
hús, horft á myndbönd ofl. Skapað-
ist sterk liðsheild á þeim.
- Fræðsla um einelti, skaðsemi
reykinga. Samverustund foreldra og
barna í desember. Skemmtikvöld.
Kynning á framhaldsskólanum.
I Gull
er gjöfin
Gullsmiðir
Nýskráð spennandi fyrirtæki
1. Sérstæð lítil saumastofa. Margar spennandi hugmyndir.
2. Innflutningur og þjónusta fyrir flutningabíla.
3. Frábær efnalaug. Mikil velta. Góðar tekjur.
4. Eitt elsta og þekktasta þvottahús landsins.
5. Falleg og spennandi blóma- og gjafabúð í nýju húsi.
6. Rótgróin hárgreiðslustofa á frábærum stað. 6 stólar.
7. Sérhæfð bílasala fyrir sniðuga einstaklinga.
8. Silkiprentun með öllum tækjum sem þarf.
9. Ein fullkomnasta snyrtistofa landsins.
10. Þekktur söluturn. Ágæt velta.
11. Tvær sólbaðstofur á frábærum stöðum.
12. Snoker staður með vínveitingaleyfi.
13. Rútubílaþjónusta fyrir hljómsveitir.
14. Ein fallegasta gjafavörubúðin á svæðinu.
15. Einn besti söluturn og skyndibitastaður í borginni.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAIM
■ 1_i_k_._i_i_i_t_
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.