Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 50
J>0 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLÁÐÍÐ + Aðalsteinn Jðns- son fæddist 12. ágúst 1903. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 12. ndvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 1876, d. 1956, bóndi og búfræðingur á Or- msstöðum, og kona j hans Sigurlaug Jónsdóttir hús- freyja, f. 1876, d. 1935. Systkini Aðal- steins voru Sigríður, f. 1905, d. sama ár; Sigrún, f. 1907, d. 1928; Jóhann Ingi, f. 1910, d. 1988, lengst af starfs- maður ÁTVR í Reykjavík; Bald- ur, f. 1912, d. 1997, lengst af starfsmaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík; Bjarni Guðlaugur, f. 1914, d. 1996, bóndi í Þrastar- lundi í Norðfirði. Aðalsteinn kvæntist 21.6. 1941 Maríu Katrínu Ármann, f. 25.4. 1914, d. 6.8. 1996, húsfreyju frá Skorrastað í Norðfirði. Foreldrar hennar voru Guðjón Ármann •’ bóndi, og kona hans, Sólveig Lov- ísa Benediktsdóttir húsfreyja. Börn Aðalsteins og Maríu eru: 1) Hulda Aðalsteinsdótt- ir, f. 25.9. 1942, hús- móðir og verslunar- maður, búsett í Hafnarfirði, gift Garðari St. Scheving hárskerameistara og eru börn þeirra Aðai- steinn G. Scheving, f. 8.12. 1970, kvæntur Sigurbjörgu Gunn- arsdóttur, Ragnhild- ur Scheving, f. 16.10. 1973. 2) Jón Þór Að- alsteinsson, f. 2.2. 1949, bóndi og bú- fræðingur á Orms- stöðum, kvæntur Magneu M. Jónsdóttur húsmóður og eru börn þeirra Jón Aðalsteinn, f. 26.4.1977, sambýliskona hans er Salný Guðmundsdóttir, og María Katri'n, f. 14.3. 1980, auk þess sem stjúpdætur Jóns Þórs og dætur Magneu eru Sigrún Jó- hannesdóttir, f. 8.11. 1970, gift Einari Benediktssyni og eiga þau tvö börn, Ólöfu Ósk og Jón Ingva, Lilja Guðný Jóhannesdóttir, f. 9.10. 1972, sambýlismaður henn- ar er Ágúst E. Sturlaugsson og eiga þau einn son, Jón Þór. Fóst- ursonur Aðalsteins og Maríu er Jakob Sigfinnsson, f. 24.8. 1936, bifreiðarstjóri, búsettur á Orms- stöðum. Dóttir Aðalsteins fyrir hjónaband er Aðalheiður Malm- quist, f. 16.2. 1930, húsmóðir í Neskaupstað, gift Finni Malmqu- ist vélstjóra og eru börn þeirra Þorgerður Malmquist, f. 8.6. 1959, gift Ragnari Sverrissyni og eiga þau fjögur börn, Jóhönnu Kristínu sem á einn son, Mikael Natan, Karen, Örnu Mekkín og Hugin, og Björn Malmquist, f. 24.4. 1964, kvæntur Kristínu Briem og eiga þau tvö börn, Finn Helga og Eddu Katrínu. Aðalsteinn fæddist í Seldal í Norðfirði en á öðru ári flutti hann með foreldrum sínum að Ormsstöðum í sömu sveit þar sem hann bjó æ síðan. Þar ólst hann upp við hefðbundin sveitastörf þess tíma. Auk þess vann hann ýmis störf utan heimilisins þar til hann tók við búi af föður sínum er hann hætti bússkap. Aðal- steinn var kosinn í hreppsnefnd Norðljarðarhrepps 1930, aðeins tuttugu og sjö ára að aldri, og sat þar óslitið til ársins 1982. Þá var hann oddviti hreppsnefndar á ár- unum 1950-82, sat í stjórn Jarð- ræktarfélags Norðfjarðarhrepps 1936-86, var endurskoðandi kaupfélagsins Fram 1936-86 og gegndi ýmsum öðrum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir sveitar- félag sitt. Útför Aðalsteins fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. AÐALS TEINN JÓNSSON Með stáli plógsins reist þú þína rún. Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði þá vinarhönd, sem ungum gróðri hlúði. Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún bjóst óðal hjartans grænu sumarskrúði. Er vetur kom og blés um bæjarhól, þá beið þín undir þaki hvíld og skjól. Þar sást þú móður miðla góðum bömum, er moldin hlúði sínum jurtakjörnum, og garður ykkar gerðist höfuðból, sem gróðri vafið skein mót sól og stjömum. Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að ieita guðs og rækta akra hans. í auðmýkt naust þú anda þeirra laga, sem öllum vilja skapa góða daga. I dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill - og ævisaga. (Davíð Stef.) Elsku pabbi okkar og fóstri. Af öllu hjarta þökkum við sam- fylgd og leiðsögn gegnum árin. " J-Það er ómetanlegt að hafa fengið að alast upp í skjóli ykkar mömmu. Saman byggðuð þið það umhverfi, heimili kærleika og ör- yggis, sem hverju barni er svo nauðsynlegt. Síðustu daga hefur hugurinn reikað, myndir og minn- ingar streyma fram, ómetanlegur fjársjóður sem við munum geyma. Elsku pabbi, nú þegar þú ert kominn til mömmu viljum við af al- hug þakka ykkur báðum það veg- anesti sem þið gáfuð okkur til að fara með út í lífið. Lífshlaup ykkar var ekki einungis okkar fyrirmynd heldur barnabarnanna líka. Fjöl- skyldur okkar þakka áralanga ást og umhyggju. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Guð geymi ykkur bæði. Hulda, Jón Þór og Jakob. Elsku afi minn. Eg varð fyrir svolítið sérkenni- legri lífsreynslu kvöldið sem þú kvaddir þennan heim, eða u.þ.b. hálftíma áður. Eg var komin upp í rúm og var að spjalla við Guð minn, bað hann um að vernda þig, taka á móti þér inn í hlýju sína og birtu. Rétt á þessu augnabliki var eins og minningabrot þytu fram hjá eins og ég væri að horfa á gamla svart/hvíta kvikmynd. Myndirnar runnu hratt í gegn eins og einhver hefði ýtt á FF (hratt áfram) og spólan væri senn á enda. Ég veit ég var ekki í draumsvefni og allt í einu sagði ég út í loftið „vertu sæll afi minn, guð geymi þig“. Ég rankaði við mér upprétt í rúminu og sekúndu síðar fékk ég símtalið að þú hefðir rétt í þessu verið að kveðja. Þú svo sannarlega komst og kvaddir mig þó að ég gæti ekki verið hjá þér fyrir aust- an. Æskuminningarnar úr sveitinni hafa alltaf átt dýrmætan stað í hjarta mínu og þú og amma voru þau sem sköpuðu þetta yndislega GUNNAR SIGURÐSSON + Gunnar Sigurðs- son, kennari, fæddist á Auðshaugi á Barðaströnd 1. júlí 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 6. nóvember síð- astliðinn og fór útför ' hans fram frá Garða- kirkju 17. nóvember. Það var Jón Frið- riksson frá Stóra-Ósi í Miðfirði, sem hringdi til mín þriðjudags- kvöldið 14. nóvember og tjáði mér að Gunnar kennari Sigurðsson væri látinn. Hann fékk hvíldina eftir langa van- heilsu. Kona hans hét Jóhanna Þor- valdsdóttir. Hún lést á besta aldri. Böm áttu þau tvö, Sigurð Atla (lát- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. I’að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 -^BIög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. inn) og Ragnheiði Mar- íu. Æviferill Gunnars varð 80 ár. Fæddur var hann á Auðshaugi á Barðaströnd. Faðir hans, Sigurður, bóndi á Auðshaugi, var af hún- vetnskum ættum, son- ur Páls alþm., Pálsson- ar að Dæli í Víðidal. Sigurður var menntað- ur vel, stúdent frá Lærða skólanum og stundaði nám í læknis- fræði um hríð, en lauk eigi námi. Gunnari var komið til dvalar eftir ferminguna hjá séra Birni O. Bjömssyni á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, en hann hafði áður þjónað Brjánslæk um skeið og verið sóknarprestur heimilis Gunnars. Sr. Bjöm var þess mjög fýsandi, að Gunnar gengi menntaveg og kom honum til náms í Reykjaskóla í Hrútafirði, þar sem hann stundaði nám um tveggja vetra skeið. Lét Gunnar vel af námi sínu og dvöl þar, en Jón Sigurðsson var þar skóla- stjóri frá 1934 til 1937. Á sumrin var Gunnar hjá prestshjónunum á Höskuldsstöðum, þeim séra Bimi og frú Guðríði Vigfúsdóttur. Svo vildi til, að þessi ágæti kennimaður fermdi okkur báða, hann á Brjáns- læk, en mig á Hólanesi á Skaga- strönd. Nokkuð ræddum við um prestinn, þann mikla og sérstæða gáfumann. Kynni mín af Gunnari em fyrst og fremst bundin sambýlishúsinu, sem við bjuggum í um langt skeið, Hjarð- arhaga 24-32, oft nefnt Kennara- blokkin. Gunnar var einn af byggj- endum þessa fjölbýlishúss á árunum 1954 til 1958. Hann varð fljótlega húsvörður þar og gegndi því starfi í þrjá áratugi, til 1990. Þá var heilsu hans tekið mjög að hnigna, og lét hann þá af þessu starfi. Við starfslok skrifaði ég þakkarorð til Gunnars í dagblaðið Tímann. Fór ég þess á leit við hann, að greinin birtist í Morg- unblaðinu, en á það gat hann ekki fallist. Af meðfæddri hlédrægni vildi hann ekki að grein mín birtist í jafn- fjöllesnu blaði. Ég fullyrði, að Gunn- ar leysti húsvarðarstarfið af hrukku- lausri vandvirkni og samviskusemi. Nú held ég að mér sé óhætt að setja þetta í Morgunblaðið. Gunnar var lengi kennari við fjöl- mennan skóla í höfuðstaðnum - Austurbæjarskólann. Þar kenndi hann mörgum og margir munu minnast hans sem þar stunduðu nám. Og ljúfar eru minningar um þennan hljóðláta og góða dreng. Ég votta nánustu ættmennum innilega samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson. umhverfi til að alast upp í. Ég var aldrei alveg fyllilega komin í sveit- ina fyrr en ég var búin að rölta í fjósið og um hlaðið með hundana mér við hlið. Þér fannst það alltaf skrítin byrjun á skólafríunum hjá mér þegar ég reif mig á lappir fyr- ir kl. 7 til að taka með þér veðrið og fara svo að hýsa kýrnar þó að ég efist ekki um að það gladdi þig líka. En þetta var mín vítamín- sprauta og er enn, sveitin, kyrrðin og dýrin. Fyrir mér hefur þú einhvern veginn verið maður án aldurs. Þú varst orðinn sjötugur þegar ég fæddist svo ég man þig ekki öðru- vísi en kannski sem gamlan mann í þeim skilningi en þú breyttist aldrei í gegnum árin. Hafðir alltaf glettnina, styrkinn, stríðnina og svo þitt óskeikula minni. Ég var óskaplega stolt af að eiga þig sem afa. Þú gast allt og það sem meira var þú mundir allt. Endalaust gat ég setið og hlustað á sögur þínar frá fyrri tíma. Engin kynslóð á eft- ir að upplifa aðrar eins breytingar hér á landi eins og þín. Þú vannst eins og berserkur alla þína tíð og byrjaðir ungur að hjálpa föður þín- um við bústörfin. Því miður fékst þú ekki að njóta langrar skóla- göngu en þar hefðir þú svo sann- arlega notið þín. Þú varst mikill bókamaður enda sjálfmenntaður og last flestar þær bækur sem þú komst yfir, last blöðin og fylgdist grannt með fréttum enda fátt að gerast heima og að heiman sem þú vissir ekki af. Þessi bókaáhugi þinn hefur eflaust gengið í erfðir því við erum svona flest, börnin og barnabörnin, og gott er að leita í bókasafnið heima á Ormsstöðum. Þú reyndir mikið að þroska bók- menntaáhuga minn og gerðir óspart grín að reyfurunum mínum og fannst það ódýr pappír. En al- veg í þínum anda fannst þér nægi- legt að ég kynni að meta bækur, þætti vænt um þær og væri að lesa eitthvað. Ófáir bóksalarnir hafa gert góða ferð til þín því þú áttir erfitt með að segja nei þegar bæk- ur voru annars vegar. Þó svo þú blótaðir þeim eftir á og segðir þetta væri slæm fjárfesting þá var þér ekki sama hvað yrði um þær. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst ánægður þegar þú komst inn í Ormsstaði í haust og sást hvað var búið að gera við gamla her- bergið, setja upp bókaskápa og við mamma búnar að koma öllu vel fyrir. Þú varst mér alltaf gífurleg hvatning enda hafa fáir sem ég þekki áorkað eins miklu á ævinni eins og þú. Þú sýndir mikinn áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og fylgdist grannt með. Þú sást það alltaf fyrir að líf mitt myndi tengjast mikið pappír en ekki hárgreiðslu eins og ég var staðráðin í að læra enda voru penni og stílabók aldrei langt und- an. Þegar þið amma komuð suður í heimsóknir beið ég óþreyjufull eft- ir að sýna þér vinnubækurnar og ritgerðirnar mínar. Þín einkunn var mér meira virði en kennarans og oft leitaði ég til þín við heim- ildasöfnun enda ekki minni fróð- leik að fá þar en á bókasafninu. Mér finnst merkilegt til þess að hugsa að þú varst jafngamall og ég er núna er þú varst kosinn í hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps og sast þar óslitið í 52 ár! Þar af varstu oddviti hreppsnefndar frá 1950-1982. Þú varst alla tíð ákaf- lega sjálfstæður og ekkert var of erfitt til að takast á við. Þú varst kominn vel yfir nírætt þegar þú varst enn að rölta út í verslunina á Nesbakka en nú á síðustu misser- um léstu símann duga til að hringja inn pöntun þó að einhver kæmi með sendingu til þín. Þrátt fyrir að þú færir orðið minna út þá varst þú sjálfur að sinna þínum málum, hvort heldur var að hringja í bankann eða láta senda eftir neftóbaki úr búðinni. Sökum fjarlægðar gat ég ekki umgengist ykkur ömmu eins mikið og ég hefði óskað en einmitt þess vegna eru þær minningar sem við áttum enn þá mikilvægari á stundu sem þessari. Við vorum dugleg að hringjast á og hann var fljótur að líða klukkutíminn í góðu spjalli um allt milli himins og jarð- ar. Ég þakka sérstaklega fyrir vik- una sem við áttum saman nú síð- astliðinn september, hún var mér ómetanleg. Þú hafðir verið mikið veikur í sumar og mín árlega sum- arferð austur frestaðist til hausts- ins vegna minna veikinda en við hristum þetta bæði af okkur og þú svo rækilega að það var sem þú hefðir yngst upp um nokkur ár. Ég sé aftur fyrir mér svart/ hvíta kvikmynd og nú er spólan komin á eðlilegan hraða. Ég finn ilminn úr eldhúsinu, amma með svuntuna framan á sér og svei mér þá ef hún er ekki að baka skonsur. Þið hafið fundið hvort annað. Þið bræðurnir hafið allir sameinast í gamla eldhúsinu og það brakar í gólfinu þegar gengið er fram hjá ísskápnum. Ég finn hrjúfa kinn og neftóbakslykt er ég smelli koss á kinn þína og býð þig velkominn heim. Þarna munt þú alltaf vera ásamt öllum þeim sem á undan þér voru farnir og þangað mun ég áfram leita (til) þín. Ragnhildur Scheving. Afi minn, Aðalsteinn Jónsson frá Ormsstöðum er látinn, 97 ára gamall. Hann kvaddi þetta líf á sama hátt og hann hafði lifað því - með reisn og virðingu. Það skrýtna er, að það sem er mér efst í huga er ekki sorgin yfir því að afi minn sé dáinn - heldur stoltið yfir því að geta sagt: hann var afi minn. Hann var orðinn gamall, búinn að lifa vel og lengi og hafði í nokkurn tíma sagt að þetta væri nú orðið ágætt. Ekki það að afi væri orðinn sérstaklega leiður á lífinu - en það síðasta sem hann vildi var að enda sem far- lama og ósjálfbjarga gamalmenni. Hann var vissulega orðinn gamall - en það verður seint sagt að hann hafi verið orðinn farlama. Og þeg- ar slík manneskja kveður, þá getur maður ekki annað en dáðst að því og huggað sig við minningarnar um mann sem lifði lífinu vel. Aðalsteinn Jónsson var nefni- lega töffari - í besta skilningi þess orðs. Hann var ekki aðeins hraustur og vel á sig kominn, heldur bjó hann einnig yfir andlegum styrk sem gerði honum kleift að taka öllu með jafnaðargeði og láta ekki mótvind á sig fá. Hann var ákaf- lega vel upplýstur og það var unun að rökræða við hann - jafnvel þó við værum stundum á öndverðri skoðun. Reyndar var það ekki auðvelt - að ætla sér að vita betur en maður sem hefur lifað eitthvert mesta breytingaskeið sem íslenskt þjóð- félag hefur gengið í gegnum. Nei - það ekki sorg sem mér er efst í huga. Þegar fólk eins og hann afi minn kveður þennan heim með reisn eftir langt og farsælt líf, þá getur maður ekki annað en tek- ið ofan fyrir því og vonað að sjálf- ur eigi maður eftir að bera gæfu til þess að feta á einhvern hátt í fótspor þess. Farðu vel afi minn og takk fyrir allt. Björn Malmquist. Hversu þakklát ég ávallt mun vera, guð okkar aðeins einn veit. Fyrir það að fá hjá þér að vera, er líf þitt var komið á lokareit. Hversu þakklát ég er fyrir öll árin, allar stundimar sem við saman höfum eytt. Það er eitthvað sem ekki einu sinni öll tárin geta nokkurn tíman úr huga mér eytt. Mín minning um þig, hún mun vera, hversu sterkt ég fann, hvað þú unnir mér heitt. Hversu ótal margt þú hafðir til brunns að bera, og þá vitund að á þig, ég mig ávallt gat reitt. Ég er sannfærð um það, þótt víða væri leitað, að slíkur maður eins og þú hvergi fmnst. Og þó að jarðlíf þitt nú, sé endað, þú munt lifa í hjarta mér innst. María Katrín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.