Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK BRIDS llmsjún GuOmundur l’áll Arnarson HÉR er hugarþraut á opnu borði. Getur lesand- inn fundið vinningsleiðina í sex spöðum suðurs með hjartakóng út? Vestur Nofður ♦ agio v 473 ♦ A842 + D65 Austur ♦ K874 *- ♦ KDIO ¥G98652 ♦ 763 ♦ DG10 +G108 +9742 Suður +D96532 v4 ♦ K95 +ÁK3 Vörnin á greinilega slag á tígul og einnig á spaða, að því er virðist, því ekki er hægt að svína fyrir kónginn fjórða í vestur. En þá verður að beita sjald- gæfu bragði, svokallaðri trompkæfingu. Lausnin er þessi: Sagn- hafi drepur á hjartaás og trompar hjarta. Svínar svo spaðagosa og sér leguna. Hann trompar aftur hjarta og svínar enn í trompi. Tekur síðan háslagina í laufi og tígli og sendir austur inn á tígul í ellefta slag: Noyður * A * ♦ 8 * - Vestur Austur aK8 +- V ♦ G ♦- ♦- +- +9 Suður *D9 v- ♦ - +- Austur er inni á tígul- drottningu. Það er sama hvort hann spilar hjarta eða laufi; suður trompar með níu og „kæfir“ þar naeð spaðakóng vesturs. Þetta er afar sjaldgæft bragð og fáir hafa fengið tækifæri til að ná því upp við spilaborðið. En í fyrsta leik íslands við Banda- ríkjamenn á HM 1991 vann Þorlákur Jónsson tvo tígla með kæfingarbragði. Rifjum það spil upp á morgun. MORGUNBLAÐÍÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/cða nafn ábyrgðarmanns og síma- núnicr. Pólk getur hringt í síma 5G9-H00, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk Arnad heilla ÁRA afmæli. Sjötug er í dag, þriðjudag- inn 21. nóvember, Dóra Guðbjört Jónsdóttir, Frakkastíg 10, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á Grandhótel við Sigtún, sunnudaginn 26. nóvember nk. frá kl. 15.30. ÁRA afmæli. í dag, þriðjudaginn 21. nóv- ember, verður sextug Guðlaug Kristófersdóttir bankastarfsmaður, Dverg- holti 17, Mosfellsbæ. Eigin- maður hennar er Niels J. Hansen. Þau taka á móti gestum laugardaginn 25. nóvember nk. í Harðarbóli, félagsheimili hestamanna í Mosfellsbæ, kl. 19. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 1.032 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þau heita Guðfinnur Þorgeirsson, Þórunn Eydís Jakobsdóttir og Rakel Ýr Sigurðardóttir. SlvAk Um.sjún llelgi Áss lirétarsson SIÐAN á 9. áratugnum hefur íslenska liðið í opna flokki Olympíumótsins jafnan náð bestum árangri Norðurlandaþjóða. Á síð- ustu tveimur mótum hefur orðið á misbrestur en þó sérstaklega nú í ár þar sem einungis Færeyjar voru fyrir neðan íslensku sveitina af öllum Norðurlandaþjóðun- um. Danir stóðu sig best en næst komu Svíar sem Islending- um tókst að sigra glæsilega. Staðan kom upp í viðureign Svía og Eista en þar stýrði sænska skák- drottningin Pia Cramling (2484) svörtu mönnununum gegn Sergei Zjúkin (2402) sem færði sér í nyt hið hættulega frípeð á b-línunni. 43.Hxc8! Dxc8 44.b7 og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 44...Db8 45.Rc6. Hvftur á leik. UOÐABROT MAMMA ÆTLAR AÐ SOFNA Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. I kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. í kvöld skulum við vera kyrrlátaf því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. - Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 75. STJÖRNUSPA eítir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbam dagsins: Þú átt gott með að setja þig í spor annarra en ert samt í stakk búinn að greina á milli eigin mála og annarra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Nú er komið að því að þú framkvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Vertu glaðbeittur því þú hefur byrinn með þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Peningar eru nauðsynlegir en þeir eru ekki allt. Ham- ingjan felst líka í því að eiga kyrrlátar stundir í eigin garði. Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) AA Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsyn- legt að þú spýtir í lófana og takir þér tak. Sinntu því sem sinna þarf. Krabbi (21. júní-22.júh) Nú reynir á að þú haldir öll- um möguleikum opnum meðan þú ert að gera upp við þig hvað þjónar best hagsmunum þínum og þinna nánustu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að ganga ekki of langt í þrjóskunni því að það getur haft örlagaríkar af- leiðingar fyrir samstarf þitt við aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) ©0. Það hjálpar þér mikið að vera jákvæður þótt ýmis vandamál kunni að koma upp. Vertu umburðarlyndur og sýndu öðrum samstarfs- vilja. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Það kostar ekkert að vera örlátur á annarra fé. Slepptu allri sýndar- mennsku og haltu þig við raunveruleikann. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu ekki aðra ráða alfarið ferð þinni heldur myndaðu þér eigin skoðanir og vertu óhræddur við að opinbera þær. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) ffaO Það er eitt og annað í gangi í félagslífmu en þig langar meira til þess að halda þig til hlés. Láttu það bara eftir þér. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Þér fínnst þú ekki fá neinu ráðið um afstöðu þína til veigamikils málefnis en þetta er rangt svo þú skalt gefa þér tíma til að gaum- gæfa málið. Vatnsberi . _ (20. jan. -18. febr.) CSK Vertu ákveðinn og fastur fyrir þegar kemur að samn- ingagerð. Taktu allan þann tíma sem þú þarft til þess að kynna þér skilmálana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst þú hafa í of mörg horn að líta en lausnin er að vinna skipulega og sinna hugðarefnunum utan vinnu- tímans. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. manuli EVO-STIK ÞÉTTIEFNI MALNINGAR- 0G P0KKUNAR- LÍMBÖND Ro»f & ARVIK ARMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Bamamyndir í jólagjöf. Fjölbreytilegt verð á myndatökum. Verðfrákr. 5000,00 Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 MIKIÐ URVAL AF GLÆSILEGUM KVENFATNAÐI Hiá Svönu Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 & lau. frá kl. 10-14. Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Landlæknisembættið Vertu sterkur á svellinu Nú fer sá tími í hönd að hálkan getur orðið okkur skeinuhætt. Áfram er samt nauðsynlegt að hreyfa sig og margt gagnast til að forðast byltu og brot. • Góðir skór með grófum sóla • Mannbroddar undir skó • Stafur eða hækja - hægt að setja brodda undir • Ganga með gát - flas er ekki til fagnaðar • Góð lýsing við heimili, vinnustaði og gönguleiðir • Sandur eða salt á tröppur og stíga Regluleg hreyfing styrkir vöðva og bein, bætir jafnvægi og eykur fimi á svellinu. Mælt er með að allir gefi sér tíma í skemmtilega hreyfingu að minnsta kosti hálftíma á dag. Ef veður eru válynd er hægt að hreyfa sig innivið, heima eða annarsstaðar. Kalkrík fæða og D- vítamin, til dæmis úr lýsi, styrkja bein. Reykingar auka hættu á beinþynningu. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.