Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Skipulagsnefnd hafnar umfiöllun um tillögu um viðbyggingar við Lækjarskóla
Hafnarfjörður
Vill ekki fá kynningu
höfundar á tillögunni
SKIPULAGS- og umferðar-
nefnd Hafnarfjarðar hefur
samþykkt að vinna ekki frek-
ar á grunni tillögu bæjarfull-
trúa Samfylkingarinnar um
viðbyggingar við Lækjar-
skóla til að koma á einsetn-
ingu skólans. Nefndin hafnaði
því að fá höfund tillagnanna á
fund sinn til að kynna þær.
Bæjarráðsfulltrúar Samfylk-
ingarinnar lögðu fram harð-
orða bókun vegna afgreiðsl-
unnar á síðasta fundi
bæjarráðs og Lúðvík Geirs-
son, bæjarfulltrúi, segist
búast við talsverðum umræð-
um um málið á bæjarstjórnar-
fundi í dag.
Hart hefur verið deilt í
Hafnarfirði undanfarna mán-
uði um áform memhluta bæj-
arstjórnar um byggingu nýs
skóla í grennd við Hörðuvelli,
sem kæmi í stað Lækjarskóla,
sem enn er tvísetinn, og ætti
einnig að greiða fyrir einsetn-
ingarmálum í Setbergshverfi.
Þúsundir bæjarbúa hafa
skrifað á undirskriftalista til
að mótmæla áformunum en
foreldrafélög Lækjarskóla
hafa lýst stuðningi við þau.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar-
innar kynntu í síðasta mánuði
hugmyndir, sem Friðrik Frið-
riksson, arkitekt hefur hann-
að fyrir Samfylkinguna, og
gera ráð fyrir nýbyggingum
og endurbótum á núverandi
skólasvæði við Lækinn. Jafn-
framt vill Samfylkingin að
byggður verði skóli fyrir
yngsta stig grunnskólans í
Setbergshverfi til að leysa úr
tímabundinni þörf fyrir skóla-
rými í því hverfi.
Bæjarráð fól skipulags- og
umferðarnefnd bæjarins,
leikskóla- og gnmnskóla-
nefnd og bygginganefndum
menntastofnana að fjalla um
hugmyndirnar og var málið
afgreitt frá skipulags- og um-
ferðarnefnd á fundi sl. þriðju-
dag.
I fundargerð nefndai"innar
kemur fram að fulltrúar Sam-
fylkingarinnar í nefndinni hafi
gert að tillögu sinni að Friðrik
Friðrikssyni yrði boðið á fund
nefndarinnar og annarra ráð-
gjafanefnda til að kynna til-
löguna. Þegar meirihluti
nefndarinnar felldi þá tillögu
með 3 atkvæðum gegn tveim-
ur lét minnihlutinn bóka að
óábyrgt sé af hálfu nefndar-
innar að hafna frekari út-
færslu þegar ljóst sé að
tillagan fullnægi öllum skil-
yrðum og sé ódýrari, fljótlegri
í framkvæmd og hagkvæmari
en áform um uppbyggingu á
Hörðuvöllum en 40% atkvæð-
isbærra kjósenda í Hafnar-
firði hafi hafnað þeim áform-
um.
Ekki fýsilegur kostur
Þessari bókun svaraði
meirihlutinn með tillögu, sem
var samþykkt með þremur at-
kvæðum gegn tveimur um að
nefndin telji tillöguna ekki
fýsilegan kost sem lausn á
einsetningu Lækjarskóla og
leggi til að ekki verði frekar
unnið á grunni hennar.
Þessi afgreiðsla skipulags-
og umferðarnefndar kom tii
umfjöilunai' í bæjarráði á
fimmtudag og þar lögðu full-
trúar Samfylkingarinnar
fram bókun þar sem segir að
það lýsi hvorki lýðræðislegum
né faglegum vinnubrögðum
skipulagsnefndar að koma í
veg fyrir að höfundar tillögu
að stækkun og endurnýjun
Lækjarskóla fái tækifæri til
að kynna hana fyrir skipu-
lagsyfirvöldum bæjarins.
Sleggjudómar og pólitísk
þröngsýni til vansa
„Vinnubrögð sem ein-
kennast af sleggjudómum og
pólitískri þröngsýni eru síst
til þess fallin að vekja traust á
starfi og stefnu meirihluta
bæjarstjórnar í skipulags-
nefnd,“ segir í bókuninni., Af-
staða meirihluta Sjálfstæðis-
ílokks og Framsóknarflokks í
þessu máli er viðkomandi til
vansa og sýna með skýrum
hætti að meðal ráðamanna
meirihlutans er hvorki vilji né
áhugi á því að skoða aðra
möguleika við einsetningu
Lækjarskóla en þá tillögu
sem þúsundir bæjarbúa hafi
þegar lýst fullri andstöðu
við.“
Lúðvík Geirsson, bæjarfull-
tníi Samfylkingarinnar, sagði
í samtali við Morgunblaðið í
gær að ekki væri lagt upp með
litla hraðahindrun í skipulags-
nefnd að þrír sérfræðingar
væru ekki fengnir á fund til að
kynna tillögur sínar og af-
greiðslan sýni að meirihlutinn
hyggist loka á umræðu um
aðra kosti og leiðir í málum
Lækjarskóla og Hörðuvalla.
„Ég tel að skipulagsnefndin
hafi hlaupið á sig,“ sagði Lúð-
vík og sagði að málið yrði tek-
ið upp á bæjarstjórnarfundi í
dag og mætti búast við tals-
verðum umræðum um það
þar.
Fyrst sveit-
arfélaga
með rafræn-
ar umsóknir
Garðabær
GARÐABÆR hefur í sam-
starfi við Form.is sett upp raf-
ræn eyðublöð á heimasíðu
sinni. Þar má sækja um leik-
skólapláss, byggingarlóðir,
húsaleigubætur og fleira.
Garðabær er fyrstur sveitar-
félaga til að bjóða þessa þjón-
ustu þótt fleiri hafi gert samn-
inga við Form.is, en sagt var
frá samningi Hafnarfjarðar-
bæjar við fyrirtækið í Morg-
unblaðinu fyrir skömmu.
Þeir Garðbæingar, sem
hafa aðgang að nettengdri
tölvu, þurfa að skrá sig fyrir
heimasvæði hjá form.is og
geta eftir það nálgast eyðu-
blöðin á forsíðu Garðabæjar-
vefjarins, gardabaer.is, og
jafnframt fengið leiðbeiningar
um hvernig hægt er að nota
þjónustuna og síðan sent
bænum erindi sín og umsókn-
ir hvar og hvenær sem er og
fengið rafræn svör send á
heimasvæðið. A heimasíðu
bæjarins kemur fram að ör-
yggi samskiptanna sé það
sama og þegar þjónusta
banka og sparisjóða á Netinu
er nýtt.
Annir á
dekkjaverk-
stæðum
Vesturbær
MARGIR bfleigendur reyna
að halda í sumarið eins og
kostur er og draga í lengstu
lög að skipta yfir á vetrar-
dekk. Nú verður vetrarlegra
um að litast með hverjum
deginum og þvf er víða ör-
tröð á dekkjaverkstæðum
eins og myndin af plani hjól-
barðaverkstæðisins við Ægi-
síðu ber með sér.
>
Akvörðun borgarinnar um afnám forkaupsréttar félagslegra eignaríbúða
Hundruð geta þegar
selt íbúðir á markaði
Reykjavík
AKVÖRÐUN borgarstjórnar
Reykjavíkur um að falla frá
forkaupsrétti á félagslegum
íbúðum þegar liðinn er sá
tími sem kaupskylda hvílir á
borginni hefur í for með sér
að nokkur hundruð eigendur
slíkra íbúða geta strax selt
þær á frjálsum markaði.
Nokkuð misjafnt er þó hvort
fólk þarf að hafa átt íbúð sína
í 10 eða 15 ár til að mega
selja á frjálsum markaði. Þar
ræður hvort íbúð er keypt
fyrir eða eftir 1. júní 1990,
þeir sem keyptu fyrir þann
tíma þurfa að bíða í 15 ár en
þeir sem eignuðust íbúðir sín-
ar eftir að kaupskyldan var
stytt í 10 ár með gildistöku
laga
hinn 1. júní 1990 geta selt
íbúðir sínar á almennum
markaði þegar 10 ár eru liðin
frá gerð kaupsamnings.
Að sögn Arnalds Bjarna-
sonar, framkvæmdastjóra
Húsnæðisskrifstofu Reykja-
víkur, getur réttarstaða
íbúðaeigenda í kerfinu verið
með þrennum hætti eftir
samþykkt borgarstjórnar,
allt eftir því hvaða lög voru í
gildi á þeim tíma þegar geng-
ið var frá samningum um
kaup núverandi eigenda á
íbúðum sínum.
Gagnvart þeim sem keyptu
félagslegar eignaríbúðir á
tímabilinu frá 1980 til 1. júní
1990 gildir að borgin hefur
kaupskyldu í 15 ár. Það þýðii'
að eignir, sem seldar eru á
bilinu 20. nóvember 1985 til
og með 31. maí 1990 eru enn
háðar kaupskyldu og verða
það uns 15 ár eru liðin frá
undirritun kaupsamnings.
Hinn júní 1990 tóku hins veg-
ar gildi ný lög og samkvæmt
þeim eru félagslegar eignar-
íbúðir, sem seldar eru eftir
þann tíma, aðeins háðar
kaupskyldu sveitarfélaga í 10
ár.
í þriðja lagi á það hins veg-
ar við um allar félagslegar
eignaríbúðir að ef þær eru
seldar nauðungarsölu hefur
sveitarfélagið kaupskyldu í
15 ár.
Lagaumhverfið ræður
„Þetta er lagaumhverfið,
það er gildistaka laganna sem
ræður því hvort kaupskyldan
er 10 eða 15 ár,“ sagði Arn-
aldur og kvaðst telja að
breytingin, sem gerð var með
lögunum frá 1. júní 1990 hefði
verið gerð að frumkvæði
sveitarfélaganna.
I tillögunni, sem borgar-
stjórn Reykjavíkur sam-
þykkti, er jafnframt kveðið á
um að ákvörðun um að falla
frá forkaupsrétti eigi einnig
við um eldri íbúðir, t.d. þær
sem byggðar voni á vegum
Byggingafélags verkamanna
og síðar teknar inn í félags-
lega íbúðakerfið.
Fyrstu áhrif á nauðung-
aruppboði í dag
Arnaldur sagði aðspurður
að húsnæðisskrifstofa borg-
arinnar biði nú formlegrar
staðfestingar borgarstjóra á
samþykkt borgarstjórnar en
hins vegar mun reyna á sam-
þykktina strax í dag þegar fé-
lagsleg eignaríbúð, sem hefur
verið í eigu sama eiganda
lengur en í 15 ár, verður seld
á nauðungaruppboði. Fyrir
ákvörðun borgarstjórnar
hefði verið mætt fyrir hönd
húsnæðisskrifstofunnar við
uppboðið og íbúðin keypt á
grundvelli forkaupsréttar,
þótt kaupskylda væri ekki
fyrir hendi. Arnaldur sagði
hins vegar að nú mundi borg-
in ekki hafa afskipti af upp-
boðinu vegna hinnar nýju
samþykktar.
Arnaldur sagði að fram-
kvæmd þess þegar eigendur
félagslegra eignaríbúða, sem
eru lausar undan kaupskyldu,
selja íbúðir sínar á frjálsum
markaði yrði þannig að leita
þyrfti til húsnæðisskrifstof-
unnar í hverju tilfelli og hafa
kaupsamning sinn meðferðis.
Áður þyrfti að vera búið að
greiða upp öll þau lán úr op-
inberum íbúðalánasjóðum
sem á eigninni hvíldu. Ef svo
væri gæfi húsnæðisskrifstof-
an út yfirlýsingu um að borg-
in hygðist ekki beita for-
kaupsrétti. Þeirri yfirlýsingu
þyrfti svo að þinglýsa hjá
sýslumanni. „Þegar yfirlýs-
ingin er komin í veðmálabæk-
ur og búið að aflétta þinglýs-
ingu hinna opinberu lána er
hægt að ráðstafa eigninni á
þann veg sem eigandinn ósk-
ar,“ sagði Arnaldur og sagð-
ist telja að menn ættu að geta
náð kaupsamningum um
eignirnar á almennum mark-
aði þótt nýjum lánum yrði
ekki þinglýst á eignirnar fyrr
en hin eldri væru uppgreidd.
Arnaldur sagði að nú væru
393 félagslegar eignaríbúðir
hér utan forkaupsréttar en
2.754 íbúðir, sem hafa verið í
innan við 15 ár í eigu núver-
andi eigenda. 344 þeirra hafa
verið í eigu núverandi eig-
enda í 10-15 ár og einhverjar
úr þeim hópi eru enn háðar
ákvæðum um 15 ára kaup-
skyldu en aðrar ekki.
Fram hefur komið hjá
Helga Hjörvar, formanni fé-
lagsmálaráðs borgarinnar, að
kaupskylda borgarinnar á fé-
Iagslegum íbúðum stuðlar að
fjölgun leiguíbúða á vegum
borgarinnar þvi að þær íbúðir
sem þannig eru innleystar
verða gjarnan gerðar að fé-
lagslegum leiguíbúðum.
Arnaldur sagðist telja að
ákvörðun borgarstjómar nú
mundi breyta litlu um aðgang
borgarinnar að nýjum félags-
legum íbúðum. Á síðasta ári
hefði borgin einungis innleyst
sjö íbúðir sem verið höfðu í
eigu eigenda sinna í 16-25 ár,
innlausnin hefði fyrst og
fremst tekið til íbúða innan
kaupskyldunnar. Félagsbú-
staðir hefðu einkum sóst eftir
mikið veðsettum íbúðum til
að kaupa sem leiguíbúðir því
þannig nýttist fjármagn fyr-
irtækisins og heimild til 90%
veðsetningar betur. Það fjár-
magn nýttist miklu verr á
íbúðum sem eru að verulegu
leyti uppgreiddar.
Frá upphafi síðasta árs til
og með 1. október sl. inn-
leysti Reykjavíkurborg 245
félagslegar eignaríbúðir, þar
af vom 54 tengdar biðlista
eftir íbúðum á skilmálum
eldra kerfis en við gildistöku
nýrra húsnæðislaga árið 1998
vom enn margir handhafar
úthlutana í eldra húsnæðis-
kerfi á biðlista. Þeir hafa
gengið fyrir við endurráðstöf-
un innlausnaríbúða, að sögn
Amalds. 99 íbúðanna sem
eftir stóðu fóra til sölu á al-
mennum markaði, 77 íbúðum
var ráðstafað til Félagsbú-
staða hf. sem félagslegum
leiguíbúðum. Þar af hafði ver-
ið gengið frá sölu 74 íbúða
fyrir 441,3 m.kr. 15 íbúðir
vora seldar kaupréttarhöfum
í kaupleigukerfi.
Samkvæmt upplýsingum
Ai-nalds hafði verið gengið
frá sölu 96 íbúðanna 99, sem
seldar voru á frjálsum mark-
aði, hjá fasteignasölu. Inn-
lausnarverð þeirra hafði sam-
tals numið 698,7 m.kr og 26,7
m.kr. hafði verið varið til end-
urbóta, greiðslu fasteigna-
gjalda, sölulauna og fleira.
Söluverð eignanna á frjálsum
markaði var 801,9 m.kr. og
mismunurinn, sem rann til
varasjóðs viðbótarlána, af
þessum 96 íbúðum því um
76,5 m.kr.