Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Skíðakappi heimsótti
nemendur
Nemendur
skýra upp-
lifun sína á
ljóðum
Jónasar
Selfossi - Nemendur í Qórða bekk
Sólvallaskóla héldu upp á afmæli
Jónasar Hallgrímssonar á degi ís-
Ienskrar tungu 16. nóvember síð-
astliðinn með því að sýna foreldrum
og öðrum gestum afrakstur verk-
efnavinnu þar sem fjallað var um
nokkur ljóð og smásögur Jónasar. I
verkefninu nálguðust nemendurnir
verkin á eigin forsendum og leituð-
ust við að skýra upplifun si'na á
þeim.
Það voru þrjár bekkjardeildir
sem unnu að þessu verkefni. Nem-
endumir sungu í hóp, hver deild
fyrir sig og síðan fluttu þau ljóð og
samtalsþætti út frá ljóðunum og
sögunum. Eftir að Ijóð hafði verið
flutt komu tveir nemendur með álit
sitt á ljóðinu og síðan var sam-
talsþáttur þar sem rætt var við
persónurnar í ljóðinu t.d. eftir
Heiðlóarkvæði var viðtal við lóuna
og kmmmana og á eftir Greninu
komu samtöl bóndans og greiya-
skyttunnar og tófunnar og skot-
mannsins. Undir lestri kvæðisins
Óhræsið var skuggamyndasýning
og síðan samtal rjúpunnar og vals-
ins. Auk flutnings nemendanna
kom fram Kristjana Stefánsdóttir
söngkona og söng ásamt þremur fé-
lögum úr kór Fjölbrautaskólans.
Verkefnið var unnið út frá
lokaritgerð Ástildar Kristínar
Garðarsdóttur um heildstæða móð-
urmálskennslu. Nemendur fengu
hugmyndir að verkefnunum sem
þeir sfðan útfærðu undir leiðsögn
kennara. Verkefnið höfðaði greini-
lega vel til nemendanna sem lögðu
sig vel fram enda var samkomusal-
ur skólans þéttsetinn foreldmm og
öðrum aðstandendum nemendanna.
Bolungarvík - Kristinn Björnsson
skíðakappi heimsótti nemendur
Grunnskóla Bolungarvíkur nýlega
og ræddi við þau um skíðaíþrótt-
ina. Hann sagði þeim frá sjálfum
sér, frá því að hann ungur að árum
hóf skíðaæfingar á Olafsfirði og
setti sér snemma það markmið að
ná að keppa í heimsbikarkeppninni
á skíðum.
Kristinn var staddur á Vest-
fjörðum í boði Skíðafélags ísa-
fjarðar þar sem hann ásamt Gunn-
ari Þórðarsyni formanni og
Jóhanni Gunnarssyni, þjálfara
Skíðafélags ísafjarðar, heimsóttu
skólana á norðanverðum Vest-
fjörðum. Kristinn Björnsson
kvaðst vera afskaplega ánægður
með það að geta lagt skíðaíþrótt-
inni lið með því að fá tækifæri til
að hitta æskufólk á Vestfjörðum.
Gunnar Þórðarson, formaður
skíðafélagsins, vakti athygli unga
fólksins á því að Skíðafélag ísa-
fjarðar er opið öllum þeim sem
iðka vilja skíðaæfingar, t.d. æfðu
tíu unglingar frá Bolungai-vík
reglulega með félaginu. Jóhann
Gunnarsson, þjálfari félagsins,
kynnti æfingatöflu félagsins og
gerði stutta grein fyrir þeim þjálf-
unarkostum sem í boði væru.
í lokin veitt Kristinn ungu
áhugafólki eiginhandaráritun og
ljóst var að sérstaklega yngri nem-
endum grunnskólans þótti mikið
til þess koma að geta rætt stutt-
lega við skíðakappann knáa frá
Ólafsfirði.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Kristinn Björnsson ásamt Jóhanni Gunnarssyni, þjálfara Skíðafélags
ísafjarðar, í Grunnskóla Bolungarvíkur.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Bjöm Halldórsson ásamt konu sinni, Else Möller, með verðlaunagripinn
Kjark og þor sveitanna.
Ný ensk orðabók
meS hraóvirku uppflettikeríí
gf
Ný og endurbætl ensk-íslensk/
islensk-ensk orbabók meb hraðvirku
uppflettikerfi er komin út.
Bókin hefur a5 geyma 72.000 uppflettioró
og var sérstaklega huga& a& fjölgun or&a
í tengslum vi& tækni, vísindi, tölvur, vi&skipti
og ferðalög.
Hún spannar því fjöldamörg svi& og nýtist
vel hvort sem er ó heimili, vinnustað, í skóla
e&a bara hvar sem er.
Orðabókin er 932 bls. í stóru broti og inn-
bundin i sterkt band.
Kynningarverb: 6.800 kr.
ORÐABÓKAÚTGÁFAN
Félagsbúið í Engihlíð verðlaunað
Norður-Héraði - Kjarkur og þor
sveitanna sem er verðlaunagripur til
þeirra sem hafa skarað framúr í bú-
skap á Austurlandi og sýnt kjark hvað
það varðar, var afhentur í þriðja sinn
á Bændahátíð í Valaskjálf nýlega.
Gripurinn er smíðaður af Hlin og
Eddu á Miðhúsum sem afhenti grip-
inn. Verðlaunin hlaut að þessu sinni
Félagsbúið í Engihlíð í Vopnafirði en
þar er rekinn blandaður búskapur af
bræðrunum Birni og Gauta Halldórs-
sonum ásamt konu Gauta Halldóru
Andrésdóttur. I Engihlíð eru í bú-
stofni 900 minkalæður, 100 vetrar-
fóðraðar kindur og 30 mjólkandi kýr.
Áður hafa hlotið þessa viðurkenn-
ingu Benedikt Hrafnkelsson og
Helga Jónsdóttir fyrir uppbyggingu
Hótel Svartaskógar, og Þórarinn
Rögnvaldsson og Magnhildur Bjöms-
dóttir á Víðivöllum fyrir þrautseigju
við búskapinn þar þrátt fyrir endur-
tekin áföll.
Fyrirtæki stofnað um
menningarþj ónustu
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Rannveig Anna Jónsdóttir og Þorvaldur H. Gunnarsson, eigendur
Minnisstöðvarinnar.
Selfossi - Nýtt fyrirtæki, Minnis-
stöðin, sem starfa mun að menn-
ingarþjónustu og menningarráð-
gjöf, hefur verið stofnað á
Eyrarbakka. Hjá fyrirtækinu
starfa tveir menningarfulltrúar
sem sjá munu um þjónustu og ráð-
gjöf á sviði menningarmála jafnt
fyrir félagasamtök, einstaklinga,
einkafyrirtæki og sveitarfélög.
Stofnendur fyrirtækisins em
Rannveig Anna Jónsdóttir og Þor-
valdur H. Gunnarsson bókmennta-
fræðingar. Þau hafa bæði stundað
nám í menningarfræði við Háskól-
ann í Árósum. Þó fyrirtæki sé
staðsett á Eyrarbakka er fyrirhug-
að að starfsemin teygi anga sína
víða.
Menningarþjónusta fyrirtækis-
ins getur falist í framkvæmd eða
verkefnisstjórnun. Fyrirtækið
hyggst taka að sér einstök verk-
efni og sjáum framkvæmdaþáttinn,
jafnvel frá granni hugmyndar eða
á síðari vinnslustigum. Er í því
sambandi bent á ráðstefnur og
námskeið, afmælishátíðir félaga-
samtaka eða stofnana, ýmiss konar
hátíðir, móttökur gesta og viðburði
fyrir ferðamenn.
Á sviði ráðgjafar felst starfsem-
in fyrst og fremst í rannsóknar-
vinnu, leiðbeiningum við stefnu-
mótun, skipulagningu eða
úrvinnslu hugmynda að hluta eða
heild og er þar bent á stefnumótun
sveitarfélaga í menningarmálum,
aðstoð við að skipuleggja menning-
arlíf vinnustaða eða félagasamtaka
yfir ákveðið tímabil og aðstoð við
útfærslu og þróun menningarlífs í
skólum.
„Það er viða fólk með ýmsar
hugmyndir en vantar ráðgjöf til að
koma þeim í framkvæmd. Við
munum vinna á mjög breiðum
granni og hyggjumst koma okkur
upp gagnagrunni yfir listafólk til
að auðvelda okkur að útvega lita-
menn til viðburða og síðan getur
listafólk leitað til okkar ef það vill
koma sér á framfæri," sagði Rann-
veig Anna Jónsdóttir annar eig-
enda Minnisstöðvarinnar.
Stofnun fyrirtækisins var kynnt
í Húsinu á Eyrarbakka undir ljúf-
um fiðlutónum og menningarlegu
yfirbragði.