Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sterkar and- stæður í túlkun T ■ , Morjjunblaðið/Halldór Kolbeins Ástnieyjarnar svífast einskis til að hreppa hnossið: Ragnheiður Steindórsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum. Konurnar að baki meistaranum LEIKLIST Þjóðleikhúsið á Smíðaverkstæðinu ÁSTKONUR PICASSOS Höfundur: Brian McAvera. Þýðing: Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Leikstjóri og höf- undur leikgerðar: Hlín Agnars- dóttir. Aðstoðarmaður leiksljóra: Guðný María Jónsdóttir. Höfundur hreyfinga: Helena Jónsdóttir. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Hljóðmynd: Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Leikarar: Anna Kristín Arngríms- dóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Laugardaginn 18. nóvember. ALLIR þekkja til myndlistar- mannsins Pablos Picassos. Hann hafði gífurleg áhrif á aðra listamenn og varð frægur og vellauðugur af list sinni í lifanda lífi. Hann var mjög áberandi í sviðsljósinu og sífellt und- ir smásjá fjölmiðlunga enda tákn- mynd listamannsins í augum al- mennings. Einkennandi stíll hans varð vinsælt viðfangsefni skop- myndateiknara sem dæmi um óskilj- anleika samtímamyndlistar. Norður-írinn Brian McAvera hef- ur skrifað tvö verk tengd persónu Picassos, verkið Beside Picasso og svo safn átta einleikja um ástkonur hans. Fjórum þeirra, þ.e. þeim sem fjalla um ástkonur listamannsins á árabilinu 1904 til 1927, var útvarpað af breska ríkisútvarpinu. Hlín Agnarsdóttir hefur valið sex af þessum átta einleikjum, klippt og skorið, skeytt saman, stokkað upp og endurtekið kafla, þar til að skap- að hefur verið nýtt verk á grunni þess gamla í því augnamiði að brjót- ast út úr takmörkunum einleiks- formsins og hlaða verkið leikrænni spennu. Henni hefur tekist þetta listilega vel. Til að geta leyst slíkt verk vel af hendi þarf viðkomandi að hafa til að bera heiðarleika gagnvart anda hins upphaflega texta og geipilega yfir- sýn á efni hans, en umfram allt ríka skipulags- og sköpunargáfu auk reynslu af því að breyta leiktexta i lifandi sýningu. Hlín er öllum þess- um kostum búin, enda hefur hún sjálf skrifað mjög vel heppnuð leik- rit. En hæfileikar hennar sem leik- stjóra eru ekki síðri. Það er einsætt af handbragði hennar við þessa upp- setningu að bæði útsjónarsemi hennar og frumleiki nýtast vel við að blása lífí í leiktextann. Það er vand- virkni hennar að þakka að hvergi má sjá veikan punkt í leiknum; Hlín er lagið að fá leikara til að gefa sig alla í hlutverkin. Sem dæmi má nefna að það er eins og Hlín hafí Ieyst Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur úr viðjum og hún fagnar nýfengnu frelsi með því að leika betur en nokkru sinni fyrr. Það er líka gaman að sjá Margréti Guð- mundsdóttur í bitastæðu hlutverki eftir langa bið. Helga E. Jónsdóttir túlkar vel hofmóð Gaby, einu kon- unnar sem hafnaði Picasso, og Guð- rún S. Gísladóttir lék við hvem sinn fingur sem hin viðkvæma og brot- hætta Dora. Fremstar meðal jafn- ingja voru Ragnheiður Steindórs- dóttir, sem tókst á loft í túlkun sinni á ungæðishætti fimleikakonunnar Marie-Thérése, og Anna Kristín Arngrímsdóttir, sem lék af mikilli list konuna sem var lífsakkeri lista- mannsins og varð að fórna lífi sínu í hans þágu en háði jafnframt hat- rammt stríð til að öðlast það alræðis- vald sem eiginkonusessinn veitti henni að lokum. Hér er engin ein leikkona í aðal- hlutverki - aðalsmerki sýningarinn- ar er hve vel tekst til við sköpun þessara sex persóna. Togstreitan sem myndast á sviðinu er afleiðing þess að fjallað er um gerólíka ein- staklinga sem nota afar mismunandi aðferðir til að ná takmarki sínu. Sú hugmynd að láta fjóra þýðendur vinna með texta þessara sex persóna undirstrikar enn frekar hve frá- brugðnar þær eru hver annarri. Ótalinn er hlutur útlitshönnuðar sýningarinnar, Rebekku A. Ingi- mundardóttur. Leikmynd jafnt sem búningar eru stórglæsilegt mynd- verk og hér er allt í stíl, jafnt and- litsforðun og hárgreiðsla sem yfir- breiðsla áhorfendabekkja. Það er hárrétt stefna hjá henni að sleppa því alveg að sækja myndefni í smiðju meistarans. I stað þess eru fletir leikmunanna hafðir svartir - hún veit að áhorfendur eiga sér allir eig- inmyndir af list Picassos í hugskoti sínu, myndir sem eru mun áhrifa- meiri en smækkaðar eftirprentanir. Ásmundur Karlsson notar fínlega lýsingu til að leika sér að blæbrigð- um hins rjómagula grunnlitar leik- myndar og búninga. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með þessari stílfærðu uppsetningu, en þeir sem leggja sig fram við að njóta hennar uppskera ríkulega. Hér er á ferðinni vel skrifað erlent verk um heims- frægan mann sem íslenskir lista- menn hafa með innsæi og vandvirkni skapað úr einstaka sýningu. Sveinn Haraldsson TONLIST Kammertúnleikar TRÍÓ REYKJAVÍKUR OG SÓLRÚN BRAGADÓTTIR fluttu verk eftir Hafliða Hall- grímsson, J. Sibelius, R. Strauss, Þorkel Sigurbjörnsson og Leif Þórarinsson. Sunnudaginn 19. nóvember. TÓNLEIKARNIR hófust á þremur þjóðlagaútsetningum Haf- liða Hallgrímssonar fyrir selló og píanó úr safni sex slíkra verka, sem munu vera með fyrstu tónsmíðun- um sem Hafliði lét frá sér fara. Þjóðlögin voru Kvölda tekur, Ljósið kemur langt og mjótt og Kindur jarma í kofunum. Þessar þrjár út- setningar eru allar byggðar á ferns konar útfærslum stefjanna, sem víxiast á milli sellósins og píanósins með skemmtilegum hætti, og er mest unnið úr tónmyndum lagsins Kindur jarma í kofunum. Það þarf ekki að spyrja, en þessi léttu lög voru fallega flutt. Þar á eftir léku þeir Gunnar Kvaran og Peter Máté Rómönsu op. 78 nr. 2 eftir Jean Sibelíus, eitt af fjórum verkum er hann samdi á árunum 1915-19, elskulegt og einfalt „sönglag“ er var fallega flutt. Sólrún Bragadóttir flutti því næst sönglög eftir Jean Sibelius, en eftir hann liggja um 100 einsöngs- lög og er op. 90 safn sex sönglaga sem eru síðustu útgefnu sönglögin eftir Sibelius, samin 1917, öll við TðNLIST Hásal ir PÍANÓTÓNLEIKAR Naomi Iwase lék verk eftir Mutsuo Shishido, J. Haydn, R.Schumann, Chopin og Prokofiev. Laugardag- urinn 18. nóvember 2000. ÍSLAND er ef til vill sérkennileg- ur viðkomustaður þeirra, sem eiga leið um heiminn og við, skerbúarn- ir, ekki ávallt tilbúnir eða nægilega vitandi um hvað er að ræða, þegar viðdveljendur gefa sér stund til að sýna hvað þeir hafa meðferðis í pússi sínu. Naomi Iwase, ungur al- þjóðlegur píanóvirtúós, hélt tón- leika í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, og án þess að þekkja nokkuð til hennar hélt und- irritaður til fundar við þessa ungu listakonu, sem reyndist vera af- burðagóður píanóleikari. Iwase hóf tónleikana með skemmtilegri tokk- ötu, eftir Mutsuo Shishido (1929), sem var aldeilis glæsilega leikin. Annað viðfangsefni tónleikanna var D-dúr sónatan Hob, XVI/37, eftir Joseph Haydn, og er þessi sónata úr flokki sex verka, útgefinna af Artaria, undir númerinu op. 30. Þetta elskulega verk var einum of hratt flutt, svo að tært tónferli þess leið fyrir að vera of spennt upp í hraða. Þriðja verkefnið var Kinderszen- en, op. 15, eftir Robert Schumann og þar gat að heyra oft sérlega fal- legan leik, t.d. í Tráumerei og sömuleiðis síðasta laginu, Skáldið talar, þar sem tæknin byggist á viðkvæmri túlkun og fagurri tón- mótun. Tækni hefur Naomi Iwase mikla og það kom svo sannarlega fram í Andante Spinato op. 22, samið 1834 sem inngangur að stóru pólónesunni í Es-dúr, frá 1830-1. Stóra pólónesan var upphaflega samin fyrir píanó og hljómsveit en er til í öðrum útsetningum. Þetta ljóð eftir Runeberg, falleg sönglög sem þó eru slegin því áhugaleysi sem síðar olli því að tónskáldið þagði í þrjátíu ár frá 1930. Laga- flokkur þessi var fallega fluttur, sérstaklega Fuglafangarinn og Sumarnóttin, en til viðbótar söng Sólrún tvö lög, Var det en dröm (1902) úr flokki fimm söngva op. 38 og Svarta rosor (1899) úr sex söngvum op. 36. Þessi lög eru lif- andi og sterk tónlist, sérstaklega Svarta rosor, sem er mikið listaverk og var einstaklega vel flutt af Sól- rúnu. Næstu viðfangsefni voru Der Wohltemperierte Pianist eftir Þor- kel Sigurbjömsson og Píanósónata eftir Leif Þórarinsson, sem Peter Máté flutti á einleikstónleikum í Salnum fyrir skömmu. Sem þá var flutningur hans góður og óþarft að fjalla nokkuð frekar um flutning verkanna að þessu sinni. Sólrún batt endahnútinn á tón- leikana með flutningi fimm söngva eftir Richard Strauss. Lögin voru Ieh trage meine Minne op. 32 nr. 1 (1896), Meinem Kinde op. 37 nr. 3 (1897), Befreit op. 39 nr. 4 (1898), Wiegenlied (1878) án ópusnúmers og Cácilie op. 27 nr. 2 (1894). Því hefur verið haldið fram að bestu sönglögin hafi Strauss samið fyrir aldamótin 1900, sem vel má vera rétt, enda flest samin á 19. öldinni og sömuleiðis frægustu tónaljóðin. Operurnar frá Salóme (1905) til Capriccio (1942) tilheyra allar tuttugustu öldinni og má segja að það sé sértímabil í sköpunarsögu Strauss. Samkvæmt venju hjá Tríói glæsilega verk var á köflum mjög vel flutt en Iwase stefndi sér helst til nærri þeirri ögurbrún hraðans, þar sem öllu er vogað og allt lagt undir. Öðrum þræði var leikurinn þýður og mjög fallega mótaður svo að andstæðurnar voru sérlega sterkt markaðar. Lokaverk tónleikanna var sjötta píanósónatan, op. 82, eftir Prokof- iev, en þrjár sónötur (6, 7 og 8), samdar á árunum 1939-40, eru nefndar stríðssónöturnar og af þeim er sú sjötta ómstríðust og mest krefjandi. Hún hefst á hvössu stefbroti, sem minnir sterklega á upphafstónmyndina í fórnardans- inum, lokaþætti Vorblóts, eftir Stravinsky. Fyrsti kaflinn er hvass, ómstríður. með hamrandi hljómum og tæknilega mjög erfið- ur og var leikur Naomi Iwase stór- kostlegur. Annar kaflinn er eins konar mars með miðkafla sem er byggður á hljóðlátum staccato- hljómum, með sérkennilega brotna þríhljóma, oftast í grunnstöðu, sem undirleik. Þriðji kaflinn er eins konar vals-líking í níu áttundu takti, sem á köflum er allt að því rómantískur. Lokakaflinn er glæsi- legt rondó. Undir lokin er vitnað í upphafsstefið en sónötunni lýkur á sérlega fjörugum „coda“. Leikur Naomi Iwase í píanósón- ötu Prokofiev sveiflaðist á milli þess að vera ógnþrunginn og fín- gerður, lýrískur og dulúðugur en umfram allt glæsilegur frá upphafi til enda. Hér er á ferðinni sérlega efnilegur píanóvirtúós, sem hefur til að bera sterka tilfinningu fyrir hinu fínlega og hreint ótrúlegan kraft til að magna upp óvenjulega sterkar andstæður í túlkun. Sem aukalag flutti hún g-moil-ballöð- una, op. 23, eftir Chopin og þar tók sannarlega í hnúkana hvað snertir glæsilega tækniútfærslu en einnig að fallega var „sungið" þar sem Chopin er ljúfastur. Jón Ásgeirsson Reykjavíkur er lítið lagt í gerð efn- isskrár, sem er svolítið umhendis fyrir hlustendur þegar um söng er að ræða og hefði mátt hafa textana með, jafnvel óþýdda, er hefði veitt tónleikagestum dýpri sýn í innihald söngvanna. Sólrún flutti söngva Sibeliusar og Strauss af sterkri innlifun og dró fram andstæður í túlkun þar sem t.d. góðlátleg gamansemin í tónmáli Sibeliusar við Ijóð Runebergs um Fuglafangarann var skemmtilega túlkuð og dramatísk tilfinningaátök- in í Svarta rosor við kvæði Joseph- sons voru glæsilega mótuð. Þá var ekki síður bragð að túlkun Sólrúnar á Befreit (Dehmel), sem er stór- brotið söngverk. í Wiegenlied var það hlýleikinn í texta Hoffmanns von Fallersleben sem var einstak- lega fallega mótaður og þá einnig í síðasta laginu Cacilie (Hart), sem er í sama ópusnúmeri og Ruhe meine Seele, Heimliche Aufforderung og snilldarverkinu Morgen var túlkun Sólrúnar glæsileg. Undirleikari var Peter Máté, sem er afburðagóður píanóleikari, en var einum of mikill undirleikari bæði í Sibeliusi og Strauss. Píanó- leikurinn, sérstaklega í Strauss, er ekkert frekar undirleikur en bein- línis samleikur og það þarf að vefja píanóleikinn saman við sönglínuna en ekki aðeins leika undir. Sönglag er leikhús og þar eru hljóðtjöldin mikilvæg til að styðja við, ekki sem bakgrunnur heldur miklu fremur til að vera þátttakandi í túlkuninni. Jón Ásgeirsson Sönglag er leikhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.