Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
DAGBOK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er þriðjudagur 21. nóvember
326. dagur ársins 2000. Þríhelgar,
Maríumessa. Orð dagsins: Drottinn
er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti
ég að óttast? Drottinn er vígi lífs
míns, hvern ætti ég að hræðast?
(Sálm. 27,1.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell og Triton koma í
dag. Goðafoss kemur í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Oean Galaxy og Lagar-
foss komu í gær til
Straumsvíkur. Ocean
Tiger kom af veiðum í
gær.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14-17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs. Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17-18.
Áheit. Kaldrana-
^ neskirkja á Ströndum á
150 ára afmæli á næsta
ári og þarfnast kirkjan
mikilla endurbóta. Þeir
sem vildu styrkja þetta
málefni geta lagt inn á
reikn. 1105-05-400744.
Mannamót
Árskdgar 4. Kl. 9 búta-
saumur og handavinna,
kl. 9-12 bókband, kl. 13
opin smíðastofan og
brids, kl. 10 íslands-
banki opinn, kl. 13.30
»opið hús spilað, teflt ofl.,
kl. 9 hár- og fótsnyrti-
stofur opnar.
Bólstaðarhlið 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9-9.45 leikfimi,
kl. 9-16 handavinna og
fótaaðgerð, kl. 9-12
tréskurður, kl. 10 sund,
kl. 13 leirlist.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
hárg., kl. 10 samveru-
stund, kl. 14 félagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhh'ð 3. Kl. 8 böð-
un, ki. 9.30 hjúkrunar-
fræðingur á staðnum, kl.
10 hársnyrting, kl. 13
fondur og handavinna,
kl. 14.45 söngstund í
borðsal.
Félagstarf aldraðra
Garðabæ. Kortagerð,
klippimyndir og málaðar
myndir, nýtt námskeið
frá 27. nóvember til 10.
desember. Ski-áning í
síma 898-8054 milli kl.
14 og 16. Spilað í Kirkju-
lundi 21. nóvember kl.
13.30. Spilað í Holtsúð
23. nóv. kl. 13.30.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Bridge og saumar kl.
13:30.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10-13. Matur í hádeg-
inu. Skák kl. 13.30. Al-
kort kennt og spilað kl.
13.30, allir velkomnir.
Framsögn og upplestur
kl. 16.15. Göngu-Hrólfar
’fara í létta göngu frá
Hlemmi kl. 9.50 á mið-
vikudagsmorgun. Silfur-
línan opin á mánudögum
og miðvikudögum frá ki.
10-12 í síma 588-2111.
Ath. Afgreiðslutími
skrifstofu FEB er frá kl.
10-16. Upplýsingar á
skrifstofu FEB í síma
588-2111 frákl. 10-16.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13, boccia.
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. „Kynslóðir
mætast 2000“ laugard.
25. nóv. kl. 14-17, opið
hús, fjölbreytt dagskrá í
samstarfi við Öldu-
selsskóla. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50
ogkl. 10.45, kl. 9.30
glerlist, handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 10-17, kl. 14 boccia,
þriðjudagsganga fer frá
Gjábakka kl. 14, kl. 17
dans og myndlist.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Matar-
þjónusta á þriðjud. og
föstud., panta þarf fyrir
kl. 10 sömu daga, kl. 9
postulínsmálun, kl. 10
jóga, handavinnustofan
opin kl.13-16, kl.18 línu-
dans. Fótaaðgerðastof-
an er opin kl. 10-16,
miðviku-, fimmtu- og
föstudaga.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Hraubær 105. Kl. 9-
16.30 postulínsmálun, kl.
9-17 fótaaðgerðir, kl. 9-
12 glerskurður, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl.12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13-16.30
myndlist, kl. 13-17 hár-
greiðsla.
Hæðargarður 31. Kl. 9-
16.30 opin vinnustofa,
postulínsmálun, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 10 leik-
fimi, ki. 12.45 Bónus-
ferð.
Norðurbrún 1. Kl. 9-16
fótaaðgerðastofan opin,
kl. 9-17 hárgreiðsla, kl.
10-11 boccia, kl. 9-16.45
opin handavinnustofan,
tréskurður.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15-12 bútasaumur,
kl. 9.15-15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi, kl.
13 bútasaumur, kl. 13.30
félagsvist. Laugardag-
inn 25. nóvember verður
opið hús frá kl. 14-17.
Þar verður á vegum
Reykjavíkur-menninga-
borgar 2000 sýndur af-
rakstur samvinnu ungra
og eldri borgara af verk-
efninu „Kynslóðirnar
mætast“. Einnig verða á
boðstólum sýnishorn úr
starfsemi stöðvarinnar.
Fólk sýnir ýmsa iðju
sína í verki sem boðið er
upp á í félagsmiðstöð-
inni. Kaffiveitingar frá
kl. 14. Allir velkomnir.
Jólafagnaður verður 7.
desember. Jóiahlaðborð
og skemmtikraftar.
Nánar auglýst síðar.
Upplýsingar í síma 562-
7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, myndlist
og morgunstund, kl. 10
leikfimi og fótaaðgerðir,
kl. 11 boccia, kl. 13
handmennt og keramik,
kl. 14 félagsvist.
Háteigskirkja. Opið hús
á morgun fyrir 60 ára og
eldri í safnaðarheimili
Háteigskirkju frá kl. 10-
16. Kl. 10-11 morgun-
stund með Þórdísi, kl
11-16 samverustund,
ýmislegt á prjónunum.
Súpa og brauð í hádeg-
inu, kaffi og meðlæti kl.
15. Ath. takið með ykkur
handavinnnu og inniskó.
Vonumst til að sjá sem
flesta. Gengið inn Við-
eyjarmegin.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19. Allir eldri borgarar
velkomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-
húsinu, Skerjafirði, á
miðvikudögum kl. 20,
svarað í síma 552-6644 á
fundartíma.
ÍAK. íþróttafélag aldr-
aðra f Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Eineltissamtökin halda
fundi að Túngötu 7 á
þriðjudögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum,
Laugardaglshöll, kl. 12.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu, Hátúni 12.
Bingó í kvöld kl. 20.
ITC-deiIdin Harpa.
Fundur kl. 20, að Sóltúni
20. Uppiýsingar gefur
Guðrún s. 553-9004.
ITC deildin Irpa heldur
fund í kvöld kl. 20 að
Hverafold 5 (fyrir neðan
Nóatún) í sal sjálfstæð-
ismanna í Grafarvogi.
Fundurinn er öllum op-
inn. Upplýsingar hjá
Önnu í síma 863-3798.
Samhjálp kvenna. „Opið
hús“ í Skógarhlíð 8, húsi
Krabbameinsfélagsins, í
kvöld kl. 20. Sæunn
Kjartansdóttir hjúkrun-
arfræðingur flytur er-
indið Að þekkja sjálfan
sig - er það eitthvað
mál? Kaffiveitingar. All-
ir velkomnir.
Bandalag kvenna. Jóla-
fundur verður þriðju-
daginn 23. nóvember kl.
20 að Hallveigarstöðum
áhugaverð dagskrá,
happdrætti, súkkulaði
og kökuhlaðborð.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi: I
Vestmannaeyjum: hjá
Axel Ó. Láruss. skó-
verslun, Vestmanna-
braut 23, s. 481-1826. Á
Heliu: Mosfelli, Þrúð-
vangi 6, s.487-5828. Á
Flúðum: hjá Sólveigu Ól-
afsdóttur, Versl. Grund
s. 486-6633. Á Selfossi: í
versluninni Iris, Austur-
vegi 4, s. 482-1468 og á
sjúkrahúsi Suðurlands
og heilsugæslustöð, Ár-
vegi, s. 482-1300. í Þor-
lákshöfn: hjá Huldu I.
Guðmundsdóttur, Odda-
braut 20, s. 483-3633.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavtk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, fþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
Spilafíkn
og önnur fíkn
17. NÓVEMBER sl. skrif-
ar Konráð Friðfinnsson í
Velvakanda um spilafikn.
Spilafíkn er háalvarlegt
mál eins og önnur í fíkn í
þessu þjóðfélagi. Spilafíkl-
ar, bæði karlar og konur,
hafa tapað öllu, svo sem öll-
um eignum, fjölskyldu og
sínum bestu vinum, allt
vegna spilafiknar. Önnur
fikn hefur líka leikið marg-
an karlinn og konuna grátt.
Því er skelfilegt til þess að
hugsa að það skuli hljóta
svo góðan hljómgrunn í
skoðanakönnunum að leyfa
sölu á léttum vínum í mat-
vöruverslunum. Nóg er
samt áfengisbölið hjá þess-
ari þjóð. Þess vegna tek ég
undir með Konráði Frið-
finnssyni að þetta verður
að stöðva sem fyrst.
Öll fikn er alvariegt
vandamál meðal þjóðarinn-
ar. Það þarf að endurskoða
lög um spilakassa svo og
áfengissölu. Nógu slæmt
er að eiga við önnur fíkni-
efni.
G.G.B.
Tapad/fundid
Sjal tapaðist
SVART sjal týndist fyrir
utan íþróttahöllina á Akur-
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
eyri 27.október sl. Finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í 867-0586
eða 462-1947.
Svartur hanski
í óskilum
SVARTUR kvenhanski
með loðkanti fannst neðar-
lega á Laugavegi, miðviku-
daginn 15. nóvember sl.
Upplýsingar í síma 554-
3469.
Sérkennileg
barnahúfa fannst
MJÖG sérkennileg barna-
húfa fannst á Lokastíg,
laugardaginn 18. nóvember
sl. Upplýsingar í síma 552-
0484.
Dýrahald
Angantýr er týndur
ANGANTÝR er gulur og
hvítur fress með blátt húð-
flúr í eyranu. Hann hvarf
úr Laugarneshverfinu
fóstudaginn 17. nóvember
sl. Ef einhver hefur orðið
hans var eða veit um ferðir
hans, vinsamlega hafið
samband í síma 581-3051.
Páfagaukur
hvarf að heiman
GULUR og grænn páfa-
gaukur, fjögurra mánaða,
hvarf frá Vesturholti 14 í
Hafnarfirði, sunnudaginn
Morgunblaðið/Ómar
19. nóvember sl. Vin-
samlegast hafið samband í
síma 565-5298 eða 861-
6300.
Úlfur
er týndur
ULFUR er síamsköttur og
hvarf frá Týsgötu, laugar-
daginn 18. nóvember sl.
Hann er kremlitaður með
rauðar rendur hér og þar.
Ulfur er með bláa ól. Fund-
arlaun. Ef einhver getur
gefið upplýsingar um ferðir
hans, vinsamlegast hafið
samband í síma 552-8063.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 bitur kuldi, 4 skip, 7
draga úr, 8 mjóan dúk, 9
samhljóman orða, 11
harmur, 13 drepa, 14
heiðurinn, 15 ættar, 17
hestur, 20 handfang, 22
þröng hola, 23 glufum, 24
hafna, 25 gamla.
LÓÐRÉTT;
1 nirfill, 2 hænur, 3 mjög,
4 brún, 5 hindra, 6 kind,
10 dimmviðrið, 12 fugl,
13 hryggur, 15 ánauð, 16
jurt, 18 er til, 19 deila, 20
skotts, 21 geri tilkall til.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 tónsmíðar, 8 ilmur, 9 afmáð, 10 nál, 11 dorga,
13 dýrin, 15 flesk, 18 satan, 21 oft, 22 segul, 23 allan, 24
fannbarin.
Lóðrétt: 2 ólmar, 3 sárna, 4 íhald, 5 armar, 6 hind, 7 æð-
in, 12 gas, 14 ýsa, 15 fisk, 16 engla, 17 kolin, 18 staka, 19
tolli, 20 nánd.
Víkverji skrifar...
LEIGUBÍLSTJÓRI vakti at-
hygli Víkverja á því að með
framkvæmdunum sem nú standa
yfir við breikkun Miklubrautar, frá
Kringlumýrarbraut að Grensásvegi,
sé verið að setja hlykki á götuna.
Þetta virðist rétt hjá bílstjóranum.
Gatan er breikkuð til norðurs, inn í
miðeyju, frá Kringlumýrarbraut og
austur fyrir aðrein frá Kringlunni
en eftir það er hún breikkuð til suð-
urs, það er að segja inn á opna
svæðið sem þar er. Misvísunin er
svo sem ekki mikil, eða sem nemur
einni akrein, og vonar Víkverji að
fyrirkomulagið komi ekki að sök.
Einhverjar skýringar eru á þessu,
Víkverja dettur helst í hug að
þrengsli hafi valdið og svo að án
þess hafi ekki verið unnt að hafa
tvær beygjuakreinar af Miklubraut
inn á Grensásveg.
xxx
MEGINVINNUNNI við breikk-
un Miklubrautar er nú að
Ijúka og eiga Vegagerðin, borgaryf-
iiTÖld og viðkomandi verktakar
hrós skilið fyrir vinnu sína. Ekki
eru nema um það bil tveir mánuðir
frá því samið var við verktakana og
Víkverji, sem oft fer þarna um, hef-
ur ekki orðið fyrir neinum töfum
vegna vinnunnar.
Nú er Miklabraut þrjár akreinar
alveg frá Höfðabakka að gatnamót-
um við Kringlumýrarbraut. Það er
reynslan að þegar götur og vegir
eru gerðir greiðfarnari færist
vandamálin til. Ekki er ólíklegt að
nú herðist umferðarhnúturinn sem
oft hnýtist á gatnamótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar og
þörfin á lagfæringum á Miklubraut
þar fyrir vestan komi betur fram.
XXX
A
UR ÞVÍ Víkverji er enn einu
sinni farinn að fjalla um um-
ferðar- og vegamál vill hann vekja
athygli á hættulegum vegarkafla í
Borgarfirði. í síðustu viku var sagt
frá því á fréttavef Vesturlands-
blaðsins Skessuhorns að enn eitt
umferðaróhappið hefði orðið á
Borgarfjarðarbraut við vegamótin
að Varmalandi í Stafholtstungum.
Ökumaðurinn slapp með skrámur
en bíll hans gjöreyðilagðist. Vík-
verji hefði svo sem ekki veitt þessu
tiltekna óhappi sérstaka athygli
nema vegna þess að fram kom í
fréttinni að staðurinn væri hættu-
legur. Haft var eftir lögregluþjóni
að sextán umferðaróhöpp hefðu
orðið á veginum frá Kljáfossi að
Haugavegamótum og flest í ná-
grenni við afleggjarann að Varma-
landi þar sem heita Þverbrekkur.
Fram kom í fréttinni að einn maður
hefði látist og að minnsta kosti níu
slasast. „Þetta er mjög hættulegt
svæði og full ástæða til að ráðist
verði í lagfæringar á þessum kafla
vegarins,“ sagði Theodór Þórðarson
lögreglumaður við Skessuhorn.
Umræddur vegarkafli var endur-
byggður fyrir nokkrum árum en
ekki virðist hafa tekist nógu vel til
við hönnun hans og þau umferðar-
slys sem orðið hafa ættu að vera
næg ástæða til úrbóta. Víkverji
dagsins tekur því heilshugar undir
með blaðamanni Skessuhorns sem
lýkur frétt sinni með þessum orð-
um: „Umferðarslys gera sjaldan
boð á undan sér en óneitanlega er
talsvert meiri hætta á að þau verði
þar sem aðstæður eru þannig að
allt leggst á eitt, þ.e. krappar
beygjur, blindhæð, brekka og
gatnamót, á einungis rúmlega 50
metra vegarkafla.“