Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
KIRKJUSTARF
Árbæjarkirkja
Safnaðarstarf
Mömmu-
morgnar
Dómkirkj-
•» unnar
Á MIÐVIKUDAGSMORGNUM kl.
10:30 taka Bolli Pétur Bollason og
Sunna Dóra Möller á móti mæðrum
og feðrum í Safnaðarheimili Dóm-
kirkjunnar við tjörnina. Þar er nota-
legt að sitja og spjalla um tilveruna
og börnin yfír kaffibolla. Nú undan-
farið hafa hjúkrunarfræðingar kom-
ið í heimsókn og spjallað m.a. um
mataræði og svefntruflanir ungra
barna. Þetta hafa verið fræðandi
Ai|imsóknir. Framundan eru fleiri
hóllar samverustundir, og svo ætl-
um við að sjálfsögðu að fara að huga
að aðventunni og jólunum. Við vilj-
um hvetja foreldra til að mæta með
litlu krílin sín og eiga með okkur
fn'skandi miðvikudagsmorgna.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-
14. Léttur hádegisverður framreidd-
ur. Mömmu- og pabbastund í safn-
aðarheimilinu ki. 14-16.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning-
arlestur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimil-
inu eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
hjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
‘sjúkum.
Háteigskirkja. Æskulýðsfundur kl.
19.30-21.30 í safnaðarheimilinu.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin til
bænagjörðar í hádeginu.
Laugarneskirkja. Kirkjuklúbbur
(8-9 ára) kl. 14.30. TTT (10-12 ára)
kl. 16. Fullorðinsfræðsla kl. 20.
Markviss kennsla um trú. Þriðju-
dagur með Þorvaldi kl. 21 þar sem
Þorvaldur Halldórsson leiðir söng
við undirleik Gunnars Gunnarsson-
ar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs-
orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjón bænahóps kirkjunn-
ar.
Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli
kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30-
18. Stjórnandi Inga J. Baekman.
Foreidramorgunn miðvikudag kl.
10-12. Kaffi og spjali.
Selijarnarneskiriy'a. Foreldramorg-
unn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Verið
öll hjartanlega velkomin.
Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund
í kapellunni i safnaðarheimilinu 2.
hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á
framfæri áður en bænastund hefst
eða með því að hringja í síma 552-
7270 og fá bænarefnin skráð. Safn-
aðarprestur leiðir bænastundirnar.
Að bænastund lokinni gefst fólki
tækifæri till að setjast niður og
spjalla. Ailir eru hjartaniega vel-
komnir til þátttöku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í
safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt-
umst, kynnumst, fræðumst.
Breiðholtskirkja. Bænaguðs-
þjónusta með altarisgöngu ki. 18.30.
Bænaefnum má koma til
scýknarprests í viðtalstímum hans.
Æskulýðsstarf á vegum KFUM-
&K og kirkjunnar ki. 20.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr-
aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam-
vera, léttur málsverður, kaffi. Eldri
barnastarf KFUM&K og Digra-
neskirkju (10-12 ára) kl. 17.
Fella- og Hólakirkja. Foreldra-
stundir kl. 10-12. Starf fyrir 11-12
ára stúlkur ki. 17-18. Æskulýðsfélag
fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrh-
eldri borgara kl. 13.30. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Alltaf
eitthvað got t með kaffinu. Kirkju-
krakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir
böm á aldrinum 7-9 ára.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Köpavogskirkja. Foreidramorgunn
í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið
hús milli kl. 10-12. Kaffi og spjall.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strand-
bergi, kl. 17-18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn.
Vídalínskirkja. Helgistund í tengsl-
um við félagsstarf aldraðra kl. 16.
Starf fyrir stúlkur 10-12 ára í sam-
starfi við KFUK kl. 17.30 í safnaðar-
heimilinu.
Lágafellskirkja. Fjölskyldumorgn-
ar í safnaðarheimilinu frá 10-12.
Kirkjukrakkar fundir fyrir 7-9 ára
kl. 17.15-18.15. Húsið opnar kl. 17
fyrir þá sem vilja koma fyrr.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op-
inn kl. 13-16 með aðgengi í
kirkjunni og Kapellu vonarinnar
eins og virka daga vikunnar. Gengið
inn frá Kirkjuteig. Starfsfólk
kirkjunnar verður á sama tíma í
Kirkjulundi. Fermingamndirbún-
ingur kl. 14.10-16.25 i Kirkjulundi.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára
starf alla þriðjudagakl. 17-18. Helgi-
stund í kirkjunni sömu daga kl.
18.15-19.
Utskáiakirkja. Safnaðarheimilið
Sæborg. NTT (9-12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir
krakkar 9-12 ára hvattir til að
mæta.
Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið
Sandgerði. NTT (9-12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn-
aðarheimilinu. Allir krakkar 9-12
ára hvattir til að mæta.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar
þriðjudögum kl. 10-12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16.30 KKK Kirkjuprakkarar, heim-
sókn á Hraunbúðir allir 7-9 ára vel-
komnir.
Boðunarkirkjan. Annað kvöld kl. 20
heidur áfram námskeið. Dr. Stein-
þór Þórðarson sýnir þátttakendum
hvemig er á einfaldan hátt hægt að
merkja Biblíuna og leita í henni að
ákveðnu efni. Eftir slíkt námskeið
verður Biblían aðgengilegri. Allir
hjartanlega velkomnir og aðgangur
kostar ekkert.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30
í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Safn-
aðarfundur í kvöld kl. 20. Ath. aðeins
fyrir safnaðarmeðlimi.
TR með forystu á
spennandi Islands-
móti taflfélaga
islandsmót skákfélac a 2000-2001. Fyrsta d eild
Nr. Félaq 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Stiq Röð
1 Skákfélaq Akureyrar A H 5J 7'A 214 6 21 6 3
2 Taflfélaq Reykiavíkur B 3 6 'A 6 1514 4 5
3 Taflfélaq Kópavoqs A 2 4 'A 7 1 8
4 Taflfélanið Hellir A 514 614 514 5 22!4 8 2
5 Taflfélaqið Hellir B VA 414 2 5 13 2 6
6 Skákfélaq Hafnarfl. A 4 2'A 3 54 6 16 3 4
7 Taflfélag ReykiavíkurA 7Va 7'Á 3 6 24 6 1
8 Taflfélaa Garðabæiar A 2 2 3 2 ■H 9 0 7
islandsmót skákfélac a 2000-2001. Önnurd eild
Nr. Félaq 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Stiq Röö
1 Taflfélag Akraness A 214 314 2 4 12 4 5
2 Skákfélaq Akureyrar B 3!4 3 'A 2Í4 3 12V4 5 4
3 Taflfélag Reykiavíkur D 2/4 214 1 'A 0 6V4 0 8
4 Skákf. Reykianesb. A 4 3 2 ’/2 9/4 3 7
5 Taflfélagið Hellir C 3 2'A 3/4 2 11 3 6
6 Taflfélag Reykiavíkur C 4V4 4 3V4 1 'A 13% 6 2
7 Skákfélaq Grandrokk A 314 6 5/4 214 17% 6 1
8 Taflfélaa Bolunaarvíkur 2 3 4 4V4 ■ 13% 5 3
islandsmót skákfélat ja 200 10-2001. Þrii ðjad eild
Nr. Félaq Jj 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Stiq Röð
1 Taflfélag Seltiarnarness 3 3 4 3 13 5 4
2 Skákfélag Grandrokk B 3 i%i 1% 2% 8% 1 8
3 Taflfélaq Reykiavíkur G 3 4% 2 1% 11 3 5
4 Skáksamb. Austurlands 2 3 3 2 10 2 7
5 Skákfélaq Akureyrar C 3 4% 3 3 13% 5 2
6 Skákf. Selfoss og náqr. 4 3 1% 2% 11 3 5
7 Taflfélag Vestmannevia 4% 4% 4 3 16 7 1
J Taflfélaa Dalvíkur Jl. 26 26 ■ 13 £
SKAK
TR ug Mennfaskólinn
v i ð S n n (I
ÍSLANDSMÓT
TAFLFÉLAGA
17.-19.11.2000
TAFLFÉLAG Reykjavíkur er
með forystu á íslandsmóti taflfé-
laga þegar fyrri hluta keppninn-
ar er lokið.
TR er með 24 vinninga af 32
og hefur IV2 vinnings forskot á
Taflfélagið Helli, núverandi ís-
landsmeistarara, sem er_ í öðru
sæti með 22VÉ vinning. I þriðja
sæti er Skákfélag Akureyrar
með 21 vinning, en ijóst er að
önnur lið en þessi þrjú eiga ekki
möguleika á íslandsmeistaratitl-
inum.
Þetta er sama röð og var á
þessum liðum eftir fyrri hluta
Islandsmótsins á síðasta ári, en
þá hafði TR tveggja vinninga
forystu og Akureyri var þremur
vinningum á eftir Helli. Það er
því mun minni munur á liðunum í
ár og ijóst að úrslit mótsins ráð-
ast ekki fyrr en í vor.
TR náði forystunni strax í
fyrstu umferð, þegar TR-A
mætti B-liði félagsins. Þeirri við-
ureign lauk með stórsigri A-liðs-
ins, 7!4-Vz. Á sama tíma átti A-lið
Hellis í meira basli með B-lið fé-
lagsins, en sigraði að lokum
6V2-U/2, þótt um tíma væri útlit
fyrir að B-liðið hlyti fleiri vinn-
inga. Akureyringar voru skammt
undan í þriðja sæti með 6 vinn-
inga eftir sigur gegn Garðabæ.
I annarri umferð jók TR for-
ystuna eftir TVz-'/z-sigur gegn
stigalægsta liði fyrstu deildar,
Taflfélagi Kópavogs. Heliir sigr-
aði Hafnfirðinga 5V2-V2 og það
þýddi að forysta TR var komin í
3 vinninga, en félagið hafði feng-
ið 15 vinninga af 16 mögulegum.
Hellir var enn í öðru sæti, hafði
hlotið 12 vinninga, og Akureyr-
ingar fylgdu þeim eins og skugg-
inn með 11 vinninga.
í þriðju umferð tókust risarnir
á, núverandi Islandsmeistarar
Hellis og A-sveit Tafifélags
Reykjavíkur. íslandsmeistararn-
ir sigruðu 5-3 og minnkuðu því
bilið milli félaganna í einn vinn-
ing.
Við þessi úrslit skutust Akur-
eyringar hins vegar í efsta sætið
eftir 7/2-V2-sigur gegn Kópavogi.
Þeir voru með 18/2 vinning af 24,
TR var í öðru sæti með 18 vinn-
inga og Hellir í því þriðja með 17
vinninga.
Akureyringar stöldruðu stutt
við á toppnum því í fjórðu um-
ferð mættu þeir A-sveit Hellis
sem sigraði í viðureigninni
5V2-2V2.
A-sveit TR mætti hins vegar
B-sveit Hellis. Þeirri viðureign
lauk með sigri TR, 6-2, þótt um
tíma væri útlit fyrir að Hellis-
menn ætluðu að hafa fleiri vinn-
inga af TR.
Þessi úrslit þýddu, að TR náði
aftur forystu í fyrstu deild, hafði
hlotið 24 vinninga. Hellir var í
öðru sæti með 22/2 vinning og
Akureyri var í því þriðja með 21
vinning.
Berjumst bræður!
íslandsmót taflfélaga er mót
sem allir hafa gaman af að taka
þátt í. Þarna mætast hundruð
skákmanna af öllu landinu og eru
meira og minna saman heila
helgi. Því miður var íslandsmótið
nú haldið á tveimur stöðum,
þannig að ekki náðu allir að hitt-
ast «0 þessu sinni.
Þegar menn hafa náð að kynn-
ast vel er betur tekið eftir ýmsu
óvenjuiegu í keppninni. Svo
óvenjulega vildi t.d. til í viður-
eign TR-d gegn Taflfélagi Akra-
ness að tveir bræður voru í
hvoru liði.
Hinir ungu og efnilegu bræður
Ólafur og Guðmundur Kjartans-
synir sátu hlið við hlið í TR-
liðinu og tefldu gegn hinum
gamalreyndu bræðrum Gunnari
og Magnúsi Magnússyni frá
Akranesi.
...en aðrir fengu ekki
að berjast
Tvö félög í fyrstu deild ís-
landsmóts taflfélaga eru með
bæði A- og B-lið. Það er vani að
A-liðið mæti B-liði viðkomandi
félags strax í fyrstu umferð.
Tilgangurinn er sá, að koma í
veg fyrir að menn hagræði úr-
slitum, t.d. ef liðin mættust í síð-
ustu umferð og stórsigur A-liðs
gegn B-liði sama félags mundi
tryggja Islandsmeistaratitilinn.
Það vakti nokka athygli á ís-
landsmótinu, að einn af sterk-
ustu liðsmönnum B-liðs TR
mætti á skákstað til að tefla, en
fékk ekki að tefla. Þetta var í
viðureign TR-A gegn TR-B.
Þegar liðin settust að tafli
sást, að þrjá af stigahæstu skák-
mönnum B-liðsins vantaði í liðið,
en í þeirra stað hafði verið stillt
upp þremur stigalágum og/eða
æfingarlitlum skákmönnum. Við-
ureigninni lauk með sigri A-liðs-
ins 7V2-V2. Það er rétt að taka
fram, að ekkert í reglum íslands-
móts taflfélaga bannar þetta,
þannig að TR braut engar skráð-
ar reglur. Hins vegar setur þetta
önnur sterk lið eins og t.d Skák-
félag Akureyringa í erfiða stöðu,
þar sem þau eru einungis með
eitt lið í fyrstu deild. Hugsanlega
eru skákmenn sáttir við svona
aðferðir, en a.m.k. er þörf á að fá
umræðuna um þetta upp á yfir-
borðið þannig að ljóst sé hver
vilji skákmanna er.
Hver verður
Islandsmeistari?
Þrjár síðustu umferðir ís-
landsmóts taflfélaga verða tefld-
ar 9. og 10. mars á næsta ári. TR
er í þeirri þægilegu stöðu, að
hafa U/2 vinning tii góða þegar sú
keppni hefst og er því í sterkri
stöðu.
Akureyringar eiga hins vegar
erfiðustu viðureignirnar eftir,
gegn TR, Helli og Hafnfirðing-
um. Þeir þurfa því að taka á öllu
sínu, ef þeir ætla að bæta stöðu
sína í deildinni.
Fyrirfram má því ætla, að bar-
áttan um íslandsmeistaratitilinn
standi á miili TR og Hellis eins
og undanfarin ár.
Fyrsta tapið
Yngsta Reykjavíkurfélagið,
Skákfélag Grandrokk, hefur
skotist með ógnarhraða upp á
stjörnuhimininn. Það byrjaði á
að sigra í fjórðu deild, síðan í
þriðju deild og teflir nú í annarri
deiid.
Félagið hefur unnið flestar
sínar viðureignir með yfirburð-
um, en um helgina tapaði það í
fyrsta sinn viðureign við annað
taflfélag þegar það varð að lúta í
lægra haldi fyrir C-sveit Taflfé-
lagsins Hellis, sem sigraði
3V2-2V2.
Onnur deild
Hér heldur Skákfélag Grand-
rokk óbreyttri stefnu á fyrstu
deild og er í efsta sæti með 17!/2
vinning, fjögurra vinninga for-
ystu á næstu félög. Það virðist
því ljóst, að félagið færist upp í
fyrstu deild að ári.
Þriðja deild
Taflfélag Vestmannaeyja er
með nokkuð örugga forystu í
þriðju deild, hefur hlotið 16 vinn-
inga og er með 2!/ vinnings for-
skot á C-sveit Skákfélags Akur-
eyrar. Akureyringar styrktu lið
sitt reyndar töiuvert þegar þeir
fengu Guðjón Heiðar Valgarðs-
son til liðs við sig.
Fjórða deild
Fjórðu deild er skipt í tvo
riðla. I A-riðli er C-sveit Grand-
rokk í efsta sæti með tveggja
vinninga forystu, en í B-riðli er
E-sveit Taflfélags Reykjavíkur
með örugga forystu.
Daði Orn Jónsson