Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Skíðakappi heimsótti nemendur Nemendur skýra upp- lifun sína á ljóðum Jónasar Selfossi - Nemendur í Qórða bekk Sólvallaskóla héldu upp á afmæli Jónasar Hallgrímssonar á degi ís- Ienskrar tungu 16. nóvember síð- astliðinn með því að sýna foreldrum og öðrum gestum afrakstur verk- efnavinnu þar sem fjallað var um nokkur ljóð og smásögur Jónasar. I verkefninu nálguðust nemendurnir verkin á eigin forsendum og leituð- ust við að skýra upplifun si'na á þeim. Það voru þrjár bekkjardeildir sem unnu að þessu verkefni. Nem- endumir sungu í hóp, hver deild fyrir sig og síðan fluttu þau ljóð og samtalsþætti út frá ljóðunum og sögunum. Eftir að Ijóð hafði verið flutt komu tveir nemendur með álit sitt á ljóðinu og síðan var sam- talsþáttur þar sem rætt var við persónurnar í ljóðinu t.d. eftir Heiðlóarkvæði var viðtal við lóuna og kmmmana og á eftir Greninu komu samtöl bóndans og greiya- skyttunnar og tófunnar og skot- mannsins. Undir lestri kvæðisins Óhræsið var skuggamyndasýning og síðan samtal rjúpunnar og vals- ins. Auk flutnings nemendanna kom fram Kristjana Stefánsdóttir söngkona og söng ásamt þremur fé- lögum úr kór Fjölbrautaskólans. Verkefnið var unnið út frá lokaritgerð Ástildar Kristínar Garðarsdóttur um heildstæða móð- urmálskennslu. Nemendur fengu hugmyndir að verkefnunum sem þeir sfðan útfærðu undir leiðsögn kennara. Verkefnið höfðaði greini- lega vel til nemendanna sem lögðu sig vel fram enda var samkomusal- ur skólans þéttsetinn foreldmm og öðrum aðstandendum nemendanna. Bolungarvík - Kristinn Björnsson skíðakappi heimsótti nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur nýlega og ræddi við þau um skíðaíþrótt- ina. Hann sagði þeim frá sjálfum sér, frá því að hann ungur að árum hóf skíðaæfingar á Olafsfirði og setti sér snemma það markmið að ná að keppa í heimsbikarkeppninni á skíðum. Kristinn var staddur á Vest- fjörðum í boði Skíðafélags ísa- fjarðar þar sem hann ásamt Gunn- ari Þórðarsyni formanni og Jóhanni Gunnarssyni, þjálfara Skíðafélags ísafjarðar, heimsóttu skólana á norðanverðum Vest- fjörðum. Kristinn Björnsson kvaðst vera afskaplega ánægður með það að geta lagt skíðaíþrótt- inni lið með því að fá tækifæri til að hitta æskufólk á Vestfjörðum. Gunnar Þórðarson, formaður skíðafélagsins, vakti athygli unga fólksins á því að Skíðafélag ísa- fjarðar er opið öllum þeim sem iðka vilja skíðaæfingar, t.d. æfðu tíu unglingar frá Bolungai-vík reglulega með félaginu. Jóhann Gunnarsson, þjálfari félagsins, kynnti æfingatöflu félagsins og gerði stutta grein fyrir þeim þjálf- unarkostum sem í boði væru. í lokin veitt Kristinn ungu áhugafólki eiginhandaráritun og ljóst var að sérstaklega yngri nem- endum grunnskólans þótti mikið til þess koma að geta rætt stutt- lega við skíðakappann knáa frá Ólafsfirði. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Kristinn Björnsson ásamt Jóhanni Gunnarssyni, þjálfara Skíðafélags ísafjarðar, í Grunnskóla Bolungarvíkur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Bjöm Halldórsson ásamt konu sinni, Else Möller, með verðlaunagripinn Kjark og þor sveitanna. Ný ensk orðabók meS hraóvirku uppflettikeríí gf Ný og endurbætl ensk-íslensk/ islensk-ensk orbabók meb hraðvirku uppflettikerfi er komin út. Bókin hefur a5 geyma 72.000 uppflettioró og var sérstaklega huga& a& fjölgun or&a í tengslum vi& tækni, vísindi, tölvur, vi&skipti og ferðalög. Hún spannar því fjöldamörg svi& og nýtist vel hvort sem er ó heimili, vinnustað, í skóla e&a bara hvar sem er. Orðabókin er 932 bls. í stóru broti og inn- bundin i sterkt band. Kynningarverb: 6.800 kr. ORÐABÓKAÚTGÁFAN Félagsbúið í Engihlíð verðlaunað Norður-Héraði - Kjarkur og þor sveitanna sem er verðlaunagripur til þeirra sem hafa skarað framúr í bú- skap á Austurlandi og sýnt kjark hvað það varðar, var afhentur í þriðja sinn á Bændahátíð í Valaskjálf nýlega. Gripurinn er smíðaður af Hlin og Eddu á Miðhúsum sem afhenti grip- inn. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Félagsbúið í Engihlíð í Vopnafirði en þar er rekinn blandaður búskapur af bræðrunum Birni og Gauta Halldórs- sonum ásamt konu Gauta Halldóru Andrésdóttur. I Engihlíð eru í bú- stofni 900 minkalæður, 100 vetrar- fóðraðar kindur og 30 mjólkandi kýr. Áður hafa hlotið þessa viðurkenn- ingu Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir fyrir uppbyggingu Hótel Svartaskógar, og Þórarinn Rögnvaldsson og Magnhildur Bjöms- dóttir á Víðivöllum fyrir þrautseigju við búskapinn þar þrátt fyrir endur- tekin áföll. Fyrirtæki stofnað um menningarþj ónustu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rannveig Anna Jónsdóttir og Þorvaldur H. Gunnarsson, eigendur Minnisstöðvarinnar. Selfossi - Nýtt fyrirtæki, Minnis- stöðin, sem starfa mun að menn- ingarþjónustu og menningarráð- gjöf, hefur verið stofnað á Eyrarbakka. Hjá fyrirtækinu starfa tveir menningarfulltrúar sem sjá munu um þjónustu og ráð- gjöf á sviði menningarmála jafnt fyrir félagasamtök, einstaklinga, einkafyrirtæki og sveitarfélög. Stofnendur fyrirtækisins em Rannveig Anna Jónsdóttir og Þor- valdur H. Gunnarsson bókmennta- fræðingar. Þau hafa bæði stundað nám í menningarfræði við Háskól- ann í Árósum. Þó fyrirtæki sé staðsett á Eyrarbakka er fyrirhug- að að starfsemin teygi anga sína víða. Menningarþjónusta fyrirtækis- ins getur falist í framkvæmd eða verkefnisstjórnun. Fyrirtækið hyggst taka að sér einstök verk- efni og sjáum framkvæmdaþáttinn, jafnvel frá granni hugmyndar eða á síðari vinnslustigum. Er í því sambandi bent á ráðstefnur og námskeið, afmælishátíðir félaga- samtaka eða stofnana, ýmiss konar hátíðir, móttökur gesta og viðburði fyrir ferðamenn. Á sviði ráðgjafar felst starfsem- in fyrst og fremst í rannsóknar- vinnu, leiðbeiningum við stefnu- mótun, skipulagningu eða úrvinnslu hugmynda að hluta eða heild og er þar bent á stefnumótun sveitarfélaga í menningarmálum, aðstoð við að skipuleggja menning- arlíf vinnustaða eða félagasamtaka yfir ákveðið tímabil og aðstoð við útfærslu og þróun menningarlífs í skólum. „Það er viða fólk með ýmsar hugmyndir en vantar ráðgjöf til að koma þeim í framkvæmd. Við munum vinna á mjög breiðum granni og hyggjumst koma okkur upp gagnagrunni yfir listafólk til að auðvelda okkur að útvega lita- menn til viðburða og síðan getur listafólk leitað til okkar ef það vill koma sér á framfæri," sagði Rann- veig Anna Jónsdóttir annar eig- enda Minnisstöðvarinnar. Stofnun fyrirtækisins var kynnt í Húsinu á Eyrarbakka undir ljúf- um fiðlutónum og menningarlegu yfirbragði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.