Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 77

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 77
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 77 ---------------------------- FÓLK í FRÉTTUM Edduverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn sunnudag Ingvar Sigurðsson skoðaði styttuna sína í krók og kiina og greindi nokkurn mun á styttunum í ár og þeim sem voru f fyrra. „Hún Bryndís er ungfrú Island. Punktur," hafði Hallgrímur Helgason á orði er hann steig með Bryndísi Schram upp í pontu. Björk Guðmundsdóttir tekur á móti Eddu- Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Johnny verðlaunum fyrir magnaða frammistöðu national, og Flosi Ólafsson létu öllum góðum látum sína í myndinni Myrkradansaranum. á Edduverðlaununum. MIKIÐ var um dýrðir í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn er af- hending Eddu- verðlaunanna fór fram í annað sinn. Verðlaunin eru veitt verk- um og listamönnum, sem þykja hafa skarað fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeiran- um og voru margir til kallaðir en fáir útvaldir. Kvöldið hófst kl. 19 á freyði- vínsfordrykk í anddyri leikhúss- ins og gafst þá innanbúðarfólki sem öðrum færi á að skrafa og skeggræða um ýmis álitamál kvikmynda- og sjónvarpsheims- ins. Fólk var prúðbúið, kvenfólk- ið skartaði glæsikjólum og karl- arnir snurfusaðir í smóking eður jakkafötum. Sviðið var skrýtt hvítu; einföld og snyrtileg uppsetning, og voru það þau Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona og Jón Ár- sæll Þórðarson sjónvarpsmaður sem sáu um að halda utan um dagskrá kvöldsins. Fyrstu verð- launin voru veitt fyrir sjónvarps- þátt ársins og var það Egill Helgason sem veitti þeim viðtöku fyrir þátt sinn Silfur Egils á Skjá einum. Þar á eftir var heimildar- niynd ársins valin og var það Síð- astí valsinn, mynd um þorska- stríðið, sem bar sigur úr býtum. Besta leikkonan var valin Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, en hún •ék móðurina / Englum alheims- ins. Athygli vöktu tveir háðfuglar tveggja kynslóða, Erpur Eyvind- arson, þekktur sem Johnny Nat- ional, og Flosi Ólafsson, fyrir sér- deilis nýstárlega og hressandi kynningu. Þar á eftir voru veitt þrenn fagverðlaun, en þau hlutu Kjart- an Kjartansson fyrir hljóðhönn- un, IIi|mar Örn Hilmarsson og hljómsveitin Sigur Rós fyrir tón- listina í Englum alheimsins og loks fékk Baltasar Kormákur verðlaun fyrir handrit sitt að myndinni 101 Reykjavík. I samtali við Morgunblaðið sagði Hilmar Örn að þetta hefði komið sér á óvart og tók fram að það hefði verið mikiil heiður fyr- ir hann að vinna með strákunum í Sigur Rós sem hann kallaði snillinga. „Það er eins og allt falli i réttar skorður í þessari mynd °g ég hef trú á að þessi mynd eigi eftir að lifa,“ sagði hann. Björn Jörundur Friðbjörnsson var valinn besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Engluni alheimsins og Ingvar E. Sigurðsson fékk verðlaun fyrir áðalhlutverk í sömu mynd, en það hnoss hlaut hann einnig í fyrra. Ingvar sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði alveg eins getað reiknað með að fá Edduna, alveg eins og Hilmir eða Þórhall- ur. „En ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið undrandi á að Englarnir skyldu hirða svona inikið.“ Aðspurður sagði hann að honum liði hálfundarlega á svona I algleymi engla Ástríður Thorarensen, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ólaf- ur Ragnar Grúnsson, forseti Is- lands, og Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri voru viðstödd. Friðrik Þór Friðriksson var tíður gestur uppi á sviði en mynd hans, Englar alheimsins, fékk sex Edduverðlaun ásamt því að vera valin sem framlag íslands til Óskarsverðlaunanna. verðlaunaafhendingum. „Að mað- ur tali nú ekki um þegar maður er einn af þátttakendunum. Ég reyni nú að líta á þetta meira sem uppskeruhátið og skemmtun heldur en keppni. Ég kann betur við það.“ Heiðursverðlaun voru afhent á Eddunni en þau hlaut Þorgeir Þorgeirson, brautryðjandi í ís- lenskri kvikmyndagerð, en hann varð fyrstur íslendinga til að læra til þeirrar iðnar. Björk Guðmundsdóttir var val- in leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Myrkradans- aranum (e. Dancer in the Dark) eftir Lars von Trier og grallara- spóarnir í Fóstbræðraþáttunum hömpuðu Eddunni fyrir besta sjónvarpsverk ársins. Morgunblaðið/Porkell Fóstbræður þóttu bera af hvað islenskt sjónvarpsefni varðar. Sanguríerasettur^ eg^pskri bómuW meo satmáSerft V HREIN ORKfl! Orkan í Leppin er öðruvísi samsett en orka í hefðbundnum orkudrykkjum. Hún er samsett úr flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem fara hægt út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs jöfnu og löngun í sykur minnkar. Líkaminn vinnur sérlega vel úr Leppin-orkunni og því veitir hún raunverulegt og langvarandi úthald. 0 Engin örvandi efni Engin örvandi efni er að finna í Leppin. Þeir sem drekka Leppin finna fljótt að örvandi efni eru með öllu óþörf því Leppin stendur við gefin loforð og veitir langvarandi orku og vellíðan. Næst var komið að vali á sjónvarpsmanni ársins en val hans fór einungis fram í gegnum vefsíðuna mbl.is. Erpur Eyvindar- son, sem túlkar hinn umtalaða Johnny National í þáttunum Is- t •- lensk kjötsúpa, hreppti þann heiður. „Þetta voru þau verðlaun sem skiptu mestu máli á hátíð- inni,“ sagði Erpur að athöfn lok- inni. „Það var engin dómnefnd með einhverju forvöldu liði í. Þetta var kosið af fólki. Al- menningi." Leikstjóri ársins var valinn Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Engla alheimsins, en sú mynd var og valin sem framlag íslands til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður sagðist hann alveg eins hafa átt' von á þessu. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra sem unnu að myndinni. Það er erfitt að vera með mynd þar sem eru þrjú sjálfsmorð innanborðs en ég hef trú á þessari mynd erlendis." Það kom svo engum á óvart er tilkynnt var hvaða kvikmynd hefði verið valin kvikmynd árs- ins, Englar alheimsins var það heillin, og sjöttu verðlaun þeirrar myndar staðreynd. Dagskrá kvöldsins var reglu- lega brotin upp með söngatrið- um, Helgi Björnsson og Bergþór Pálsson, „Strákarnir á Borginni", sungu lag úr kvikmyndinni Stella í orlofi, Jóhanna V. Þórhallsdótt^ ir söng lag Jacques Brel, „Ne Me Quitte Pas“, Ragnhildur Gísla- dóttir flutti lagið „Draumaprins- inn“, sem er að finna í myndinni Okkar á milli - í hita og þunga dagsins ásamt Jakobi Magnússyni og Halldóra Geirharðsdóttir spann Skakspírsrímur af mikilli list ásamt fríðu föruneyti. V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. V/SA I nm 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.