Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ég vissi alveg að þú værir ekki að sóða þessum óþverra ofan í okkur
neytendur ef þú værir sjálfráða, Guðni minn.
Mestur skortur starfsfólks
á Leikskólum Reykjavíkur er í vesturborginni
Vistun skert í vikunni
BÖRN fá einungis vistun tvo til þrjá
daga í þessari viku í leikskóla einum í
vesturbæ Reykjavíkur en um 40-50
leikskólakennara vantar til starfa í
höfuðborginni. Bergur Felixson,
framkvæmdastjóri Leikskóla
Reykjavíkur, segist binda vonir við
komandi kjarasamninga hjá leik-
skólakennurum og að laun þeirra
hækki umtalsvert þar sem leikskól-
arnir séu, eins og staðan er nú, ekki í
stakk búnir til að mæta þeirri miklu
samkeppni sem sé um vinnuaflið
einfaldlega vegna þess að grunnlaun
starfsfólks á leikskólum séu of lág.
í byijun hausts vantaði 250 starfs-
menn á leikskóla borgarinnar en þó
aðallega leikskólakennara. Bergur
segir töiuverða hreyfingu vera á
fólki og mikið sé um að starfsfólk
segi starfi sínu lausu. Hann segir að
erfiðast sé að manna leikskóla í vest-
urbænum og svo virðist sem engir
leikskólakennarar séu á lausu.
Bergur segir ástandið sérstaklega
slæmt í einum leikskóla í Vestur-
bænum um þessar mundir. Þar hef-
ur þurft að senda börnin heim ýmist
tvo eða þrjá daga í þessari viku.
Hann segist þó reikna með að hægt
verði að leysa það mál í næstu viku.
Bergur segir að meira sé farið að
heyrast í foreldrum en áður. Hann
segir foreldra hafa vonast til þess,
líkt og starfsfólk Leikskóla Reykja-
víkur, að úr rættist í haust en líklega
sé þolinmæði einhverra foreldra á
þrotum þar sem starfsmannaeklan
hafi verið viðvarandi.
Sett var á fót nefnd með fulltrúum
Reykjavíkurborgar og foreldra en
Bergur segir lítið hafa komið út úr
því samstarfi enn sem komið er.
Bergur segir lausn vandans við
mönnun leikskólanna vera einfalda
og felast í því hvort unnt verði að
hækka laun þeirra sem lægstir eru í
launum meira en annarra. Hann seg-
ir talsverða hreyfingu á starfsfólki
leikskólanna og segist jafnframt
sannfærður um að margir hafi hætt
að starfa á leikskólunum vegna laun-
anna.
Á Ægisborg hefur verið lokuð ein
deild af fjórum frá því í haust en
einnig hefur þurft að senda börn
heim. Kristjana Thorarensen, sem
gegnt hefur starfi leikskólastjóra á
Ægisborg í einn mánuð, segir um
4-5 starfsmenn vanta á leikskólann.
Hún segir ýmsar leiðir famar í því að
stytta vistunartíma barna, t.d. með
því að stytta daginn um tvær klukku-
stundir. Ef skerðing vistunartímans
er í stuttan tíma er það bundið við
viðkomandi deild þar sem skortur er
á starfsfólki en ef það er til lengn
tíma þá gengur það yfir allan leik-
skólann.
Kristjana segir foreldra taka
skerðingunni af ótrúlegu jafnaðar-
geði við starfsfólk leikskólans. Hún
segir ekki leika vafa á því að for-
eldrar lendi í vandræðum. Kristjana
segir erfitt að gefa fólki meiri fyrir-
vara en daginn áður þegar skerða
þarf vistunartíma barns og það sé
mjög erfitt fyrir marga foreldra.
Kristjana segir foreldra fremur fara
með sínar kvartanir til Leikskóla
Reykjavíkur en að kvarta við starfs-
fólk Ægisborgar.
Ný og skemmtilega hönnuð
stæða frá Pioneer sem
hverfur léttilega í landslagíð
heima hjá þér, festist
hæglega á vegg og er
kraftmikíl þrýði hvar sem er.
-10 hljómflutnlngstæki
2x50W RMS-útvarpsmagnari með
24 stöðva minni • Einn diskur
Aðskilinn bassi og diskant
Statræn tenging • Tviskiptur hátalari
(2 way) • Djúpbassi
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Sérfrædiþekking hjúkrunarfræðinga
Tekist á við
breyttar þarfír
IDAG verður haldið á
Grand Hótel Reykja-
vík málþing á vegum
Rannsóknarstofnunar í
hjúkrunarfræði í sam-
starfi við Heilsugæsluna í
ReykjaUk, Landspítala -
háskólasjúkrahús og
Hollvinafélag hjúkrunar-
fræðideildar Háskóla ís-
lands. Þingið hefst klukk-
an 13 og því lýkur klukkan
17. Haldin verða nokkur
stutt erindi og síðan verða
pallborðsumræður um
þörfina fyrir sérfræði-
þekkingu í iramtíðinni
sem Helga Jónsdóttir
stjórnar. Hún var spurð
hvert væri tilefni þessa
málþings?
„Við sem störfum í
þessu fagi viljum gjaman
átta okkur betur á stöðu sérfræði-
þekkingar í hjúkrun í íslensku
samfélagi. Einnig ætlum við að
taka fyrir á þessu málþingi hvem-
ig sérfræðiþekking nýtist í hjúkr-
unarstarfinu og reyna að rýna í
hvemig hún mun þróast í framtíð-
inni.“
-Er mikið um að hjúkrunar-
fræðingar leiti sér sérfræðiþekk-
ingar erlendis? „Það eru um
hundrað íslenskir hjúkrunarfræð-
ingar sem hafa aflað sér sérfræði-
þekkingar á hinum ýmsu sviðum
hjúkmnar í meistara- og dokt-
orsnámi erlendis. Fram til þess
hefur einungis verið hægt að afla
sér sérfræðiþekkingar erlendis
en nú er það að breytast með til-
komu meistaranáms í hjúkmnar-
fræði sem farið var að kenna fyrir
tveimur árum í Háskóla íslands
og sem fjamám við Háskólann í
Manchester á Englandi í Háskól-
anum á Akureyri." - Hvers konar
sérfræðiþekking nýtist best?
„Það hefur verið stefnan að
mennta hjúkrunarfræðinga hér á
sem breiðustum grunni, sama má
segja með sérfræðiþekkingu, hún
hefur þróast á flestum þeim svið-
um sem hjúkrunarfræðingar
starfa á. Við leggjum líka mikla
áherslu á að undirbúa hjúkrunar-
fræðinga framtíðarinnar til þess
að takast á við breyttar þarfir.
Við gemm ráð fyrir að heilbrigð-
isþarfir taki sífelldum breyting-
um og reynum að vera í stakk
búnir að takast á við þær breyt-
ingar. Þá er ég einkum að tala um
að það verður aukin þörf fyrir
samfélagshjúkmn í framtíðinni,
sífellt fleiri aldraðir þurfa aðstoð
og fólk með flókinn og langvinnan
heilsufarsvanda mun þarfnast að-
stoðar heima fyrir. Samhliða
breytingum á rekstri heilbrigðis-
stofnana er tilhneiging til þess að
útskrifa veikara fólk sem þarfnast
þá meiri aðstoðar heima fyrir.
Um þetta verður meðal annars
fjallað á málþinginu.
- Hverjir halda fyrirlestra?
„Ellefu fyrirlesarar tala. Þeir em
dr. Guðrún Kristjánsdóttir, dós-
ent við Háskóla Islands, sem talar
um hvað er sérfræðiþekking, það
efni ræðir einnig dr. _________
Hrafn Óli Sigurðsson
hjúkranarfram-
kvæmdastjóri. Anna
Gyða Gunnlaugsdóttir,
klínískur sérfræðing-
ur, og Hmnd Sch.
Thorsteinsson hjúkr-
unarframkvæmda-
stjóri gera úttekt á
þeirri sérfræðiþekk-
ingu sem fyrii- hendi er hér.
Veggjalaus þekking er viðfangs-
efni Margrétar Magnúsdóttur,
fræðslustjóra hjúkranarsviðs
Heilsugæslunnar í Reykjavik. Dr.
Herdís Sveinsdóttir, íormaður
Helga Jónsdóttir
► Helga Jónsdóttir fæddist á Ak-
ureyri árið 1957. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1977 og prófi í
hjúkrunarfræðum árið 1981 frá
Háskóla íslands og doktorsprófi
frá Minnesota-háskóla 1994. Hún
hefur starfað sem hjúkrunar-
fræðingpir, m.a. á Landspitala,
en er nú dósent í hjúkrunarfræði
við HI og stoðhjúkrunarfræðing-
ur á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi Vífilsstöðum. Hún er
gift Amóri Guðmundssyni, deild-
arstjóra í menntamálaráðuneyt-
inu, og eiga þau tvo drengi.
Hjúkrunar-
fræðingar -
fagstétt
sem sinnir
þróun og
fræðilegum
rannsóknum
Félags íslenskra hjúkmnarfræð-
inga, ræðir um sérfræðiviður-
kenningu í hjúkrun og stefnu
hjúkmnarráðs. María Kristins-
dóttir, deildarstjóri í heimahjúkr-
un á Heilsugæslustöðinni í Efra-
Breiðholti, ræðir um þörfina fyrir
sérfræðiþekkingu í heimahjúkr-
un. Að starfa sem klínískur sér-
fræðingur er viðfangsefni Sigríð-
ar Síu Jónsdóttur, yfirljósmóður
Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur, og Lovísu Baldursdóttur sem
er klínískur sérfræðingur. Þóra
Árnadóttir hjúkrunardeildar-
stjóri og Eyrún Jónsdóttir um-
sjónarhjúkmnarfræðingur tala
um þróun sérþekkingar í gegnum
aðrar fræðigreinar og sjálfsnám.
Fundarstjóri er Vilborg Ingólfs-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og
formaður Hollvinafélags hjúkr-
unarfræðideildar HÍ. Þátttakend-
ur í pallborðsumræðum eru
hjúkrunarfræðingarnir Anna
Birna Jensdóttir, Eydís Svein-
bjamardóttir, Marga Thome,
Ragnheiður Haraldsdóttir og
Þórunn Ólafsdóttir." - Hvers
vegna er sérfræðiþekking svona
mikið mál?
„Hjúkrunarfræðingar eru stétt
sem glímir við það að þurfa að
sanna tilveru sína sem fagstétt
sem stundar þekkingarþróun og
byggir störf sín á hjúkmnar-
fræðilegum rannsóknum. Fólki
hefur verið tamt að halda að
hjúkrunarfræðingar séu aðstoð-
________ arkonur lækna. Fyrir
nokkrum áratugum var
mikil áhersla á þetta
hlutverk hjúkrunar-
fræðinga, það er hins
vegar orðið úrelt í dag
og nú vinna hjúkranar-
fræðingar í samstarfi
við lækna, sem og aðr-
.... ar heilbrigðisstéttir.
Hluti af þeim störfum
er þátttaka í framkvæmd læknis-
fræðilegrar meðferðar. Hlutverk
hjúkmnarfræðinga er hins vejpr
mun yfirgripsmeira við -að hná
þjáningu auk márgvíslegrá' for-
vamastarfa.