Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3(H0, ASKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl I FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Mikil spjöll unnin í kirkjugarðinum við Suðurgötu Garðurinn lokaður um ' nætur og lýstur upp SPJÖLL voru unnin á tug- um legsteina í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu í Reykjavík i fyrri- nðtt. Litarefni úr málningar- brúsum var sprautað á legsteina og lágmyndir sem víða eru á leiðum. Lögreglan í Reykjavík var kölluð til og rannsakaði verksummerki, merki og tákn sem úðað hafði verið T-iSi legsteinana. Var leg- steinn Jdns Sigurðssonar forseta einn þeirra sem urðu illa fyrir barðinu á skemmdarvörgunum. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé, að spjöll hafi verið unnin í garðinum með þessum hætti, en áður hafa komið upp tilvik þar sem steinum hefur verið velt við og krossar skemmdir auk þess sem málningu __hefur verið úðað á húsnæði KÍrkjugarðsins. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, sagði í samtali við Morgunblaðið að í kjölfar þessa og fyrri atburða yrði reglugerð sem heimilaði lokun kirkjugarða borgar- innar að næturþeli tekin í notkun frá og með ára- mótum. Kirkjugarðarnir verða þá lokaðir frá kl. 21-7 að vetrarlagi og frá 23-7 að sumarlagi. „Með þessu verður at- hugað hvort hert eftirlit skiii ekki betri árangri. •Okkur hefur eindregið verið ráðlagt að loka görðunum líkt og gert hefur verið í stærri borg- um nágrannalanda okk- ar.“ Þórsteinn sagði skemmdarverk f kirkju- görðunum vera unnin oft- ar en einu sinni á ári en jafnframt hefði kirkjugarðurinn við Suður- götu orðið meira fyrir barðinu á skemmdarvörgum undanfarið en aðrir kirkjugarðar borgarinnar. Glæpastarfsemi stunduð í garðinum að næturlagi „Til að sporna við skemmdar- rkum ætlum við einnig að lýsa Suöurgötukirkjugarðinn upp yfir vetrartímann og eru uppi áform um að kaupa ljósastaura á næstunni. Gömul og há tré í garðinum hafa einnig verið grisjuð mikið til að Formaður Félags fasteignasala segir markaðinn í lægð Fasteignavið- skipti 35-40% minni en í fyrra SALA á fasteignum hefur dregist verulega saman síðustu vikurnar, að sögn Guðrúnar Árnadóttur, formanns Félags fasteignasala. Hún sagði það almennt mat sinna starfsfélaga að samdrátturinn nú væri 35 til 40% frá sama tíma í fyrra. En taka þyrfti með í reikn- inginn að árið í fyrra hefði verið það söluhæsta í langan tíma á fasteignamarkaðnum. „Menn höfðu áttað sig á því að það ástand myndi ekki vara til eilífðar. Stað- an nákvæmlega núna er dálítið sérstök sökum kennaraverkfalls, afföll af húsbréfum eru há og hafa verið það lengi, vextir eru háir, gengi krónunnar hefur lækkað og fólk hefur verið að tapa á hluta- bréfum. Þetta hefur áhrif á ákvarðanatöku margra. Þeir sem hafa starfað lengst við sölu á fast- eignum segja að verkfoll hafi allt- af áhrif á fasteignaviðskipti. Að verkfalli loknu hefur salan tekið kipp á ný,“ sagði Guðrún. Hún hafði hins vegar fengið þær upplýsingar frá bönkunum að umsóknum um greiðslumat hefði fjölgað það sem af væri mánuðin- um. Það væri vísbending um að fólk ætlaði að fara af stað í fast- eignakaup eftir áramótin. „Það hefur einnig haft áhrif að vinnureglur Ibúðalánasjóðs eru í raun þannig að lánað er út á brunabótamat en ekki kaupverð, ef matið er lægra. Of mörg dæmi eru um að tilboðsmál hafa farið í uppnám vegna þessa, þá eru hús- bréfalán í raun og veru skert þar sem brunabótamat er undir mark- aðsverði. Við höfum í fyrsta skipti verið að glíma við þetta á þessu ári þar sem fasteignaverð er orðið svo hátt,“ sagði Guðrún. Afgreiðslutími ekki styttri hjá Ibúðalánasjóði Þrátt fyrir minni fasteignasölu sagði Guðrún afgreiðslutíma mála hjá Ibúðalánasjóði ekki hafa styst. Vandinn væri einnig sá í fast- eignaviðskiptum að svo margir væru að kaupa sem ættu eftir að fara í greiðslumat. Eftir að kaup- tilboð væri samþykkt liðu jafnvel tvær vikur áður en íbúðalánasjóð- ur fengi málið í hendur. Guðrún sagði að ekki mætti gleyma því að fasteignamarkaður- inn væri ekki eingöngu háður hús- bréfaviðskiptum. Reynslan væri t.d. sú að sala á atvinnuhúsnæði tæki kipp hjá fasteignasölum í desembermánuði. Morgunblaðið/Júlíus Legsteinn Jóns Sigurðssonar var einn þeirra mörgu sem spjöll voru unnin á. Ekið á hross á Skagastrandarvegi Kvartað yfír lausagöngu EKIÐ var á hross á Skagastrandar- vegi við Höskuldsstaði um níuleytið í gærkvöldi, þegar jeppabifreið og fólksbifreið voru að mætast á vegin- um. Hross, sem var í stóði við veginn, hljóp í veg fyrir jeppabifreiðina og hafnaði á hlið hennar. Þrennt var í jeppanum og sakaði það ekki. Aflífa þurfti hrossið á staðnum. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi hefur tals- vert borið á lausagöngu hrossa við Skagastrandarveg að undanförnu og margar kvartanir borist lögreglu. opna garðinn og verður áframhald á þeirri vinnu. Þessar aðgerðir eru allar til þess gerðar að gera fólki erfíðara að leynast í garðinum í skjóli myrkurs," sagði Þórsteinn sem sagði nokkuð hafa borið á fíkniefnasölu og annarri glæpa- starfsemi í garðinum að næturlagi. Starfsmenn garðsins hafa unnið við skráningu spjallanna 1 dag og í gær og hóf sérfræðingur störf við þrif á legsteinunum strax í morgun og mun þrifum að öllum líkindum verða lokið fyrir helgi, að sögn Þór- steins. Nú er rétti tíminn Stofnaðu reikning með einu símtali jJm MTIÐflR REIKNINCUR ÍSLflNDSBANKfl Lína.Net í samstarfí við Siemens og Ascom Netið um rafmagns- línur á næsta ári LINA.NET stefnir að því að bjóða almenningi á höfuðborgarsvæðinu netaðgang um raforkudreifikerfið á fyrrihluta næsta árs. Nokkrir tugir reykvískra heimila taka nú þátt í tilraunum vegna þessa í samstarfi við Línu.Net og stórfyr- irtækin Ascom og Siemens. Eiríkur Bragason framkvæmda- stjóri segir að búast megi við að kostnaður notenda verði um 2.500- 3.000 kr. á mánuði fyrir sítengingu við Netið. Þetta sé talin hentug leið til að bjóða almenningi öflugri og ódýrari nettengingu en kostur er á um símalínur. Markus J. Reigl, forstjóri þeirr- ar deildar þýska stórfyrirtækisins Siemens sem vinnur að þróun kerfa vegna upplýsinga- og fjar- skiptatækni, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilraunir vegna þessarar tækni gengju nú vel en fyrirtækið stendur fyrir þeim í 7 Évrópulöndum. Hann segir að þessi tækni henti best í þéttbýli en síður í dreifbýli því stefna þurfi að sem minnstri fjarlægð frá spenni- stöð að útvegg húss notandans. Ljósleiðaranet tengt 800 spennistöðvum Ljósleiðaranet það sem Lína,- Net hefur undanfarið verið að leggja um höfuðborgarsvæðið er tengt þeim um það bil 800 spenni- stöðvum raforkudreifikerfisins sem er að finna í borginni. Um 100 heimili tengjast hverri spennistöð en tiltæk gagnaflutningsgeta verð- ur samtals um 3 Mb/sek fyrir þá sem tengjast hverri spennistöð. Markus J. Reigl segir að þrátt fyr- ir að flutningsgetan dreifist þannig verði hún jafnvel þegar verst læt- ur meiri fyrir hvern notanda en um símalínur þegar best lætur. Talið sé raunhæft að í mesta lagi 30-40% heimila velji að tengjast Netinu um raforkukerfið og litlar líkur séu á að allur sá fjöldi sé samtímis að hlaða skrám af Netinu og dreifa þannig flutningsgetunni úr hófi. ■ Nettenging/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.