Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Formaður nýstofnaðs félags áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum
Vilja leiða
fólk saman
í bróðerni
Félag áhugafólks um menningarf] ölbreytni
var nýlega stofnað á Vestfjörðum. Mark-
miðið er að leiða fólk saman í bróðerni og
skapa einingu um fjölþjóðlega menningu.
Högni Sigurþórsson fréttaritari á Flateyri
ræddi við Ingo Dan formann félagsins.
HIÐ nýja félag fékk nafnið Rætur og
var stofnað 22. október sl. Stofn-
fundurinn fór íram samtímis á
Hólmavík, Patreksfirði og ísafirði
með aðstoð fjarfundabúnaðar.
Fyrsti stjómarfundur samtak-
anna var haldinn á ísafirði og skipað
í embætti sjö manna stjórnar. For-
maður var skipaður Inga Dan sem
hefur um langt skeið verið forgöngu-
maður um málefni útlendinga á
Vestfjörðum.
Fræinu sáð
„Þetta hófst allt saman árið 1992
þegar bahá’ía áttu frumkvæði að því
að halda upp á alþjóðatrúarbragða-
daginn með þátttöku annarra trúfé-
laga á svæðinu. Þá kom í l.jós að í Bol-
ungarvík, Súðavík og á Isafriði var
búsett fólk af 22 þjóðernum,“ segir
Inga.
Hátíðin fór vel fram við góðar und-
irtektir en var þó aldrei endurtekin.
Fræinu hafði hins vegar verið sáð og
nokkrum árum síðar spratt af því
hugmynd hjá Ingu um að efna til al-
þjóðlegrar hátíðar á Vestfjörðum
þann 21. mars. Sá dagur varð fyrir
valinu þar sem hann hefur verið
helgaður baráttunni gegn kynþátta-
fordómum í almanaki Sameinuðu
þjóðanna.
í byrjun árs 1998 var óformlegum
hópi einstaklinga hóað saman sem
Merki félagsins
síðan hefur verið drifkrafturinn í
skipulagningu þeirra þriggja þjóða-
hátíða sem haldnar hafa verið á
norðanverðum Vestfjörðum frá ár-
inu 1998.
,Af þátttökunni í þessum hátíðar-
höldum að dæma var augljóst að það
var brýnt að taka á þessum málum.
Ekki bara að halda hátíð heldur líka
að sinna öllu öðru sem snertir þann
menningarlega samruna sem hér er
að verða,“ segir Inga.
Næsta skref var síðan stigið á at-
vinnuvegasýningu Vestfjarða sem
haldin var vorið 1998 á ísafirði. „Við
höfðum verið að velta fyrir okkur
þeim atgervisflótta sem einkenndi
vestfirskt samfélag," segir Inga.
„Við missum margt ungt og kraft-
mikið fólk frá okkur sem skilur eftir
sig stórar eyður í samfélaginu og at-
Morgunblaðið/ Högni Sigurþórsson
Fyrsti stjórnarfundur Róta. Talið frá vinstri: Ásgerður Bergsdóttir, Inga Dan (formaður), Roland Smelt,
Branka Remic, Guðrún Stelia Gissurardóttir, Laddawan Dagbjartsson, Dragana Zastavnikovic. Á myndina
vantar þijá stjórnarmeðlimi, þau Kristinn Benediktsson, Salbjörgu Engilbertsdóttur og Grazynu Gumiarsson.
Frá fyrstu þjóðahátíðinni á ísafirði árið 1998.
vinnulífinu. En hingað hefur þó flust
mjög vel menntað og hæfileikaríkt
fólk frá öðrum löndum sem er ekki
gefinn kostur á að nýta starfskrafta
sína og frumkvæði sem skyldi.
Þetta er að okkar mati ansi öfug-
snúið og lá því beint við að við settum
upp bás á atvinnuvegasýningunni til
að vekja athygli á þeim möguleikum
sem felast í aðkomufólkinu.
Styrkur frá UNESCO
I fyrravetur sótti hópurinn sem
staðið hafði að þjóðahátíðunum um
styrk frá UNESCO til að standa
straum af kostnaði við þá næstu.
Styrkurinn fékkst en sótt hafði verið
um hann í nafni áhugahóps um
menningarfjölbreytni sem hafði enn
ekki tekið á sig neina formlega
mynd.
Nú hafa samtökin verið stofnuð og
eni þau opin öllum einstaklingum
sem áhuga hafa á málefnum tengd-
um menningarlegri fjölbreytni. „Við
viljum vinna með það jákvæða við-
horf sem er til staðar. Leiða fólk
saman í bróðemi og skapa einingu
um fjölþjóðlega menningu. Tækifær-
ið er núna“ segir Inga Dan, nýkjör-
inn formaður félags áhugafólks um
menningarfjölbreytni. „Það gæti
reynst mun erfiðara að hefjast handa
eftir fimm ár ef vel á að takast.“
Nýbúamiðstöð á VestQörðum
Alþingi hefur samþykkt þings-
ályktunartillögu um stofnun
nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum og
stendur til að sú miðstöð opni í mars
á næsta ári. Ekki hefur þó verið sátt
um að Vestfirðingar fengju til sín
landsmiðstöð málefna nýbúa eins og
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
hefur lýst sig fylgjandi.
Eru einhver rök fyrir því að mið-
stöðin sé betur komin á Isafirði en í
Reykjavík? Inga á svar við spurning-
unni. „í sjálfu sér ekki önnur en þau
að það er mjög brýnt að landsbyggð-
in fái að leika fleiri hlutverk í þjóðfé-
laginu en hingað til hefur tíðkast. Ég
hef gjarnan líkt ástandinu núna við
jafnréttisbaráttu kvenna fyrir um
20-30 árum. Þá höfðu konur afskap-
lega takmarkað verksvið og hlutverk
þeirra var mjög takmarkað. Kariar
treystu konum ekki fyrir fleiri hlut-
verkum. Ég skynja landsbyggðina
núna í nákvæmlega sömu sporum.
Höfuðborgarsvæðið treystir okkur
ekki fyrir öðrum hlutverkum en fisk-
vinnslu og framleiðslu landbúnaðar-
afurða. Það hlýtur hver maður að sjá
hvert stefnir ef þeirri þróun verður
ekki snúið við.“
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Frá danssýningu barnanna, sem var undir stjórn Hinriks Valssonar
danskennara, þar sem þau dönsuðu La Luna, cha-cha-cha, Five og fleiri
dansa af mikilli innlifun.
Viðburðavika
í grunnskólanum
Þórshöfn - Hefðbundið skólastarf
var lagt til hliðar f síðustu viku í
grunnskólanum á Þórshöfn en
þess í stað var viðburðavika þar
sem ýmislegt var á dagskrá, t.d.
leiklist, myndlist og dans, og komu
gestakennarar að sunnan til
þeirra starfa.
Valgeir Skagfjörð sá um leik-
listina, Freyja Onundardóttir um
myndlist og Hinrik Valsson dans-
kennari kenndi dansinn auk þess
að halda dansnámskeið fyrir full-
orðna á kvöldin. Leirlist var einn-
ig á dagskránni hjá handmennta-
kennaranum og félagar úr Björg-
unarsveitinni Hafliða komu f
skólann með áttavita og landakort
og Ieiðbeindu um notkun áttavita.
Foreldrar fengu innsýn í þessa
vinnuviku nemendanna en þeim
var í vikulokin boðið á sýningu hjá
þeim. Myndlistin var í skólanum
en dans- og leiksýningar í félags-
heimilinu. Mikil leik- og dansgleði
réði ríkjum svo ljóst var að þessi
viðbót við skólastarfið hafði
heppnast vel og nemendurnir al-
mennt ánægðir með tilbreyting-
una.
Reynt að draga úr æfíngaflugi á Reykjavíkurflugvelli
Endurbætur gerðar á
Stóra-Kroppsflugvelli
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Frá Stóra-Kroppsflugvelli
Reykholti - Lokið er framkvæmdum
við að leggja 5 cm malarslitlag yfir
flugbrautina á Kroppsmelum í Borg-
arfjarðarsveit.
Jón Baldvin Pálsson, umdæmis-
stjóri Flugmálastjómar, segir í sam-
tali við blaðið að völlurinn sé nú í mjög
góðu lagi eftir þessar framkvæmdir.
Jón segir að samkvæmt flugmála-
áætlun og að tillögu samgönguráð-
herra hafi verið ákveðið að veita 4
milljónir króna í viðhald og varanleg-
ar endurbætur á flugvellinum við
Stóra-Kropp, með það í huga að
minnka álag á æfingaflug í Reykja-
vík. Borgarverk sá um framkvæmd-
ina og eiga þessar endurbætur að
endast í 5-10 ár.
Flugmálastjóm hefur umráð og
umsjón með vellinum, sem er orðinn
nokkurra áratuga gamall og var upp-
haflega melur sem keyptur var úr
landi Stóra-Kropps. Það þóttu tíðindi
þegar sjálfur Þristurinn, DC3-vél
Flugfélags íslands, lenti þar með nýtt
og heilbrigt fé í fjárskiptunum um
1950.
Heppilegt vallarstæði
Á vellinum er ein flugbraut í aust-
ur-vestur sem er 760 m löng með ör-
yggissvæðum og þar em vindpokar.
Bræðumir Jón og Snorri Krist-
leifssynir eiga saman eins hreyfils
flugvél af gerðinni Cessna 172 sem
þeir gera út frá þessum velli. Þeir em
báðir með atvinnuréttindi og sjá um
veiðieftirlit með ám og ströndinni frá
Hvalfjarðarbotni upp á Mýrai- og
vora þeir hvatamenn að því að um
1980 var ýtt upp braut, en áður var
völlurinn einungis valtaður melur.
Einnig sjá þeir um fjárleitarflug yfir
afrétti á haustin.
Jón Kristleifsson segir að völlurinn
sé eitthvað notaður í sambandi við
flugkennslu, laxveiði, útsýnisflug o.íl.
og segir hann að vallarstæðið sé nijög
heppilegt og lítið um sviptingar í
vindi.
Unnið er að því hjá Flugmálastjóm
að koma upp vindmælingum á fleiri
stöðum, á norðanverðu Reykjanesi,
Mosfellsheiði og í Melasveit. Verið er
að leita að nýjum stæðum fyrir æf-
ingaflugvöll til viðbótar við þá sem
fyrir em.