Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MARÍA ■■ INDRIÐADÓTTIR + María Indriða- dóttir fæddist á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði 23. mars 1922. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 12. nóvember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Indriði Þorsteinsson, sím- „st.öðvarstjóri og ‘bóndi, f. 21. maí 1880, d. 23. júní 1961, frá Lundi í Fnjóskadal, og Steinunn Sigurðardóttir ljósmóð- ir, f. 4. júlí 1895, d. 27. maí 1963, frá Bakka í Öxnadal. Systkini Maríu voru: Arni, Bergljót, Þorsteinn og Þórey Kol- brún, sem öll eru lát- in, og yngstur er Sig- urður, búsettur á Akureyri. María fluttist ásamt foreldrum sín- um og systkinum að Skógum í Fnjóskadal árið 1933, þar sem Indriði og Steinunn bjuggu til dauðadags. Að lokinni skóla- göngu fór María í vist, m.a. til prófasts- hjónanna á Skinna- stað í Öxarfirði og Sigurðar O. Björns- sonar á Akureyri. Hún vann einn- ig við ýmis störf í Reykjavík. Hinn 31. desember 1954 giftist Mari'a Arnóri Bencdiktssyni, f. 26. mars 1920, frá Landamótsseli í Elsku Mæja mín. Nú þegar komið er að kveðju- stund, langar mig til að þakka þér öll elskulegheitin við okkur fjölskyld- una. Allt frá fyrstu kynnum hefur þú tekið okkur sem værum við hluti af fiölskyldu þinni. * Þegar tengdamóðir mín lést, hafði ég á orði, að nú væri skarðið býsna stórt hjá mér. Þá sagðir þú rétt sisona, „þú getur bara haft mig“. Þetta var mér alveg ómetanlegt. Dætur okkur litu á ykkur Nóra sem nokkurs konar afa og ömmu. Þú varst ekki sjaldan búin að spila við þær og kenna þeim alls kyns leiki. Þeim þótti nú samt býsna gaman að, þegar flugurnar voru að stríða þér og farið var af stað með flugnaspað- ann góða. 4--------------------------------- í kaffitímunum svignaði borðið undan alls kyns kræsingum, sem voru á annan tug að tölu. Var alveg með ólíkindum hvað rúmaðist á þó ekki stærra borði. Meira að segja nú í seinni tíð var hvert tækifæri notað til þess að búa til soðbrauðið góða, og oft fékk ég sendingar með Bróa. Þá var nú aldeilis hátíð í bæ. Ég minnist þess, þegar þið Nóri komuð fyrst til Dalvíkur. Ég vildi nú gjarnan taka sæmilega á móti ykkur og eldaði svona skárri mat að ég taldi. En nei, kjúklinga lést þú aldrei inn fyrir þínar varir og fyrir rjómanum hafðir þú ofnæmi. Þetta endaði þannig að þú borðaðir leifar gær- dagsins. HULDA SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR + Hulda Siguriaug Stefánsdóttir fæddist á Minniborg í Grímsnesi 2. júní 1933. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 16. nóvem- ber. Foreldrar Huldu voru Stefán Diðriksson, bóndi og rifoddviti frá Minni- borg, d. 18.1. 1957, og kona hans Ragn- heiður Böðvarsdótt- ir, húsfreyja og póst- og símstöðvarstjóri, d. 10.9. 2000. Systkini Huldu eru Böðvar, fyrrverandi skólastjóri á Ljósafossi, kona hans var Svava Eyvindsdóttir frá titey í Laugar- dal. Svava lést 8.7. 1994. Böðvar býr nú með Amheiði Helgadótt- ur. Ingunn Erla, gift Guðmundi Jónssyni vélstjóra. Erla, f. 24.1. 1926, d. 10.6. 1926. Ólöf, maður Ólafar er Einar Einarsson raf- vélavirki. Áslaug, hennar maður var Sigurður Vigfússon forstöðu- ímaður, lést 4.2. 1986. Diðrik Hörður, vélvirki, kona hans er Hall- dóra Haraldsdóttir. Sigrún Ólöf, hennar maður er Halldór J. Einarsson fyrrv. lögreglumaður. Kristrún hjúkrunar- ritari, hennar mað- ur er Sigurþór Sig- urðsson vélstjóri. Uppeldisbróðir Huldu var Tómas Halldór Jónsson bif- reiðastjóri d. 22.1. 1994. Hulda bjó stuttan tíma með Jóni Guðlaugssyni frá Akureyri og eignuðust þau einn son, Stefán Ragnar, f. 22.3. 1958. Hann var alinn upp hjá móður- ömmu sinni en er nú búsettur í Reykjavík. Hulda fiutti til Reykjavíkur 1965 og bjó lengi í Hátúni 10 en síðastliðin 8 ár í Hvassaleiti 10 eða þar til hún veiktist í ágúst 1999. títför Huldu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kær systir mín, Hulda, hefur nú lokið lífsgöngu sinni. Heilsu hennar hrakaði hratt mörg síðustu ár og það duldist engum, sem til þekktu, að Hulda gat ekki lengur séð um sig sjálf. í ágúst 1999 var hún lögð inn á sjúkrahús Landspítalans í Fossvogi. Hulda brást alltaf við erfiðleikum lífs síns sem hetja og í hennar löngu og ströngu sjúkdómslegu sýndi hún ótrúlegt æðruleysi og kraft. Gekk það nærri okkur systr- um að fylgjast með veikindum hennar, um leið dáðumst við að hetjuskap hennar en hún bjó við mjög mikla fötlun frá fæðingu. Það er sagt að umhverfið og upp- eldið eigi dijúgan þátt í að móta skapgerð einstaklingsins og get ég tekið undir að það sé rétt. Hulda ólst upp í stórum systkinahópi á mannmörgu heimili sem var Minni- borg í Grímsnesi. Snemma lærðist henni að farsælast var að bjarga sér sjálf og okkur var kennt með móðurmjólkinni að gera ekki veður Ljósavatnshreppi. Synir þeirra eru: 1) Indriði, f. 21. ágúst 1951, verkfræðingur og kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Kona hans er Birna Kristjáns- dóttir sjúkraliði. Þeirra börn eru: María, Páll og Jón Pétur. 2) Þór- liallur, f. 29. nóvember 1955, framkvæmdastjóri á Akureyri. Kona hans er Jóna Jónsdóttir há- skólanemi. Þeirra dóttir er Arney Líf. 3) Haukur, f. 27. desember 1958, kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Sonur Mariu fyrir hjónaband var Bergur Lundberg, f. 10. des- ember 1943, d. 25. júlí 1994. Börn Bergs eru: Helgi, Ægir, María og Sigurgeir. Barnabarna- börn Maríu eru þrjú. Arnór og María reistu nýbýlið Borgartún í landi Landamótssels og fluttu þangað 1953 og hafa búið þar allan sinn búskap. títfór Marfu fer fram frá Ljósa- vatnskirkju í dag, fimmtudaginn 23. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14.00. Þetta lærði ég nú allt síðar. Eitt skiptið hótaðir þú að koma aldrei til mín aftur ef að ég ætlaði mér að fara að hafa þig almenningi til sýnis. Þá hafði ég bara dregið þig út á pall með sherrýstaup. Ekki vil ég sleppa að minnast á, þegar þið Mæsa komuð í laufa- brauðsgerðina og björguðuð þá jól- unum. Hvað þið voruð skemmtilegar og ánægðar með að geta orðið að liði. Mæja mín. Endalaust streyma minningarnar fram, því að blessun- arlega eru árin orðin býsna mörg sem við höfum átt samleið. En læt hér staðar numið. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig, Nóra, sem eftir lifir, og ástvini þína alla. út af smámunum. Hulda tók þátt í störfum heimilisins eftir bestu getu, var oft við afgreiðslu símans, og margir muna eftir ýmsum skemmti- legum tilsvörum Huldu frá þeim ár- um. Hún gat stundum verið orð- heppin og gamansöm. Þar kom að því að Hulda flutti einnig til Reykjavíkur eins og flest hin systkinin og fékk hún vinnu við hin ýmsu störf, enda vön allri al- gengri vinnu og dugleg að eðlisfari. Hún var stundvís og traust í störf- um sínum og vel liðin af vinnuveit- endum sínum. Fyrir mörgum árum varð Hulda að hætta allri vinnu vegna bílslyss sem hún varð fýrir og var hún aldrei heil eftir það. Hún átti einnig lengi í miklu veikindastríði vegna annarra áfalla sem hentu hana. Alltaf hafði Hulda sig upp úr því, lét þessi áföll ekki buga sig. Hún var ekki að kvarta, sagði alltaf að sér liði vel ef hún var spurð, en spurði gjarnan á móti um aðra hvernig þeir hefðu það. Hún hafði mikið og gott samband við ættingja sína og var alltaf velkomin til þeirra þegar henni hentaði. Hulda bar mikla umhyggju fyrir móður okkar sem hún heimsótti eins oft og hún gat, en móðir okkar lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 10. sept. sl. Þrátt fyrir allt sem yfir Huldu gekk átti hún margar glaðar og góðar stundir meðal annars með eldri borgurum. Hún lét sig ekki vanta í félagsvistina, ferðalögin og í kirkjumar. Hún var félagslynd og hafði gaman af söng, dansi og allri tónlist og gat sjálf tekið í orgel og spilað á munnhörpu sér og öðrum til ánægju. Þeir sem kynntust Huldu vel á þesum vettvangi bái'u til hennar hlýhug og veittu henni stuðning þegar hún þurfti þess með. Hulda bar mikla umhyggju fyrir syni sínum Stefáni Ragnari en að- stæður hennar leyfðu ekki að hún gæti alið hann upp sjálf. Móðir okk- ar var ekkja er hann fæddist en hún tók hann að sér nýfæddan og átti hann hlýja og góða æsku hjá henni í sveitinni og eftir að hún flutti til Reykjavíkur héldu þau heimili saman þar til móðir okkar flutti á hjúkrunarheimilið Skjól. Stefán Ragnar fékk þá heimili og Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj.Sig). Þín Rósa. Eftir því sem árin líða verður mað- ur æ oftar að horfast í augu við að mikilvægar persónur barnsáranna hverfa frá okkur. Nú hefur verið klippt á einn af traustustu og sterk- ustu þráðum barnæsku minnar. Hún Mæja mín í Borgartúni er dáin. A slíkum stundum koma upp í hugann ótal minningar og svipmynd- ir löngu liðinna ára, þegar við krakk- amir heima, á lífsins vori, lékum okkur saman áhyggjulaus dag eftir dag. A uppvaxtarárum mínum bjuggu búi sínu á bæjunum sínum hlið við hlið bræðurnir Arnór í Borg- artúni og faðir minn Bragi í Landa- mótsseli með Maríurnar sínar og krakkahópinn. Þá var nú oft glatt á hjalla og gaman að vera til. Líf þess- ara fjölskyldna var svo samofið, sam- staða og samheldni heimilanna var einstök og aldrei bar þar skugga á. I hugum okkar systkinanna í Seli og bræðranna í Borgartúni voru for- eldrar okkar einhvern veginn eitt og það sama. Því verður kannske best lýst með orðum Hauks frænda fyrir sautján árum er við gengum frá gröf- inni hans pabba, og hann sagði við mig: „Nú eru þau bara þrjú eftir.“ Þannig var ímynd okkar, pabbi var horfinn og eftir voru mamma, Mæja og Nóri. Þetta voru líka orð að sönnu því mamma var sannarlega ekki ein eftir að pabbi féll frá. Nóri og Mæja reyndust henni sú stoð og stytta sem hún þarfnaðist þá og fyrir það vil ég þakka. I veikindum mömmu og við fráfall hennar reyndust þau okkur systkinunum sem bestu foreldrar sem þau hafa reyndar gert alla tíð. Nú er Arnór föðurbróðir minn einn eftir og missir hans er mikill eftir hálfrar aldar samveru með Mæju sinni. Vona ég að við berum gæfu til að standa við hlið hans á komandi tímum. Mæja í Borgartúni var einstök kona. Yfir henni var þessi léttleiki sem fékk mann alltaf til að líða vel nálægt henni. Hún hafði sérstaka hæfileika til að sjá skoplegar hliðar á mannfólki og tilverunni yfirleitt og sagði einkar skemmtilega frá. Hún átti til afbragðs skot á menn og mál- efni en gætti þess þó að ganga ekki lengra en góðu hófi gegndi. Hún var snögg upp á lagið og fljót að svara fyrir sig. Hún var líka snögg að svara fyrir aðra ef henni fannst á þá hallað. Hún sagði skoðanir sínar umbúða- laust og maður vissi nákvæmlega hvar maður hafði hana. En hún var þess einnig umkomin að sýna mikla hlýju og umhyggju þegar þörf var fyrir slíkt og þá þurfti engin orð. Hún var höfðingi heim að sækja og annáluð fyrir myndarskap í veiting- um. Þar gerði hún engan mannamun og skipti ekki máli hvort bar að garði krakkana á næsta bæ eða höfðingja lengra að. Allir fengu sömu trakter- ingar sem samanstóðu af bakkelsi eins og eldhúsborðið gat borið. Minnisstæðir eru mér sunnudag- arnir þegar Mæja smurði nesti sem hefði dugað fjölda manns í fleiri daga og farið var í bíltúra á Land- rovernum. Einhverra hluta vegna flaut ég oftast nær, ef ekki alltaf með í þessar sunnudagsferðir fjölskyld- unnar í Borgartúni. Mér er nær að halda að ég hafi verið þar sem sérstakur friðarpostuli til að minna gengi á í aftursætinu hjá þeim bræðrum, þótt svo að það kunni að virðast illskiljanlegt í dag, þar sem þeir bræður eru sem fullorðnir góða aðhlynningu á sambýli á Vest- urbrún 17. Hulda var þakklát fyrir hvað hann fékk fallegt heimili og treysti vel öllu starfsfólkinu þar. Það leitar stundum á huga okkar systra Huldu hvað henni hefði liðið betur við svipaðar aðstæður og hans, en fljótlega kemur upp svar við því að líklega hefði það ekki hentað henni. Hulda var búin þeim eðliskostum sem best hafa dugað ís- lenskri þjóð, að bjarga sér sjálf og vera sjálfstæð og nægjusöm sem hún gerði svo lengi sem hún mögu- lega gat. En sú stund kemur til okkar allra fyrr eða síðar að við þurfum að þiggja aðstoð annarra og Hulda þurfti mikið á þeirri aðstoð að halda á sjúkrahúsinu og eins þessa mánuði sem hún var í Arnar- holti. Fyrir þá hjálp þökkum við aðstandendur Huldu. Minning Huldu systur minnar er mér dýrmæt. Blessun guðs fylgi henni. Ólöf systir. Við fráfall Huldu móðursystur minnar er mér ofarlega í huga hversu mjög hún auðgaði líf okkar í fjölskyldunni á ýmsan hátt. Tilsvör hennar og skondin tiltæki vöktu oft hlátur og sjálf hló hún manna hæst að öllu saman. Þegar ég var ungl- ingur fannst mér þó stundum að hún mætti nú vera einhvem veginn öðruvísi en hún var, alla vega minna áberandi, en það eltist af mér. Ég lærði að meta hana, með kostum og göllum og finn æ betur hversu mikilvægur hlekkur í tilver- unni hún var þrátt fyrir allt. Ekki síst var það okkur og börnunum okkar hollt að umgangast Huldu og Stefán son hennar sem bjó með okkur á Minni-Borg um árabil. Það víkkaði sjóndeildarhring okkar allra og undirstrikaði þau gömlu sann- indi að allir hafa til síns ágætis nokkuð. Hulda frænka var raunar ótrú- lega mögnuð og spilaði vel úr þeim hæfileikum sem hún fékk í vöggu- gjöf. Hún ólst upp í stórum systk- inahópi og tók virkan þátt í starfi og leik með fjölskyldu sinni. Henni voru ætluð verk eins og hinum og hún skilaði sínu ekki síður en aðrir. Hún tók líka þátt í blómlegu félags- lífi í sveitinni, hafði gaman af að dansa og lærði alla texta og lög sem hún heyrði. Enda sigraði Hulda með yfirburðum þegar Svavar Gests kom með þátt sinn „Nefndu lagið“ á Raufarhöfn þegar hún vann þar í síld. Hnyttin tilsvör hennar vöktu einnig lukku í þættinum. Hún varð snemma sjálfbjarga og vann fyrir sér fram yflr miðjan ald- ur eða allt þar til slys og veikindi settu strik í reikninginn. Dugnaði hennar og samviskusemi var við- brugðið, hún var vel metin af yfir- mönnum sínum og án efa hefur hún oft kryddað tilveruna hjá sam- starfsfólkinu. Hún var alla tíð afar sjálfstæð, bar að mestu leyti ábyrgð á eigin fjármálum og tókst furðu vel að spila úr því litla sem hún hafði til ráðstöfunar. Þar stóð hún sig betur en margir sem teljast alheilbrigðir. Hulda frænka mín var mikil fé- lagsvera og eftir að hún hætti að vinna sótti hún ýmsa mannfagnaði sér til dægrarstyttingar. Hún spil- aði félagsvist í flestum safnaðar- heimilum, ferðaðist um landið, sótti messur, tónleika og sýningar vítt og breitt um bæinn. Hún lét ófærð og válynd veður ekki hindra sig og gekk meira segja á skíðum niður Laugaveginn þegar aðrir sátu fastir í sköflum. Lengi vel fór hún ferða sinna á reiðhjóli en síðari árin ferð- aðist hún mikið með strætisvögnum og það svo að einhvern tíma heyrðu börnin mín talað um hana sem „konuna í ellefunni". Hulda var ættrækin og fylgdist vel með okkur í fjölskyldunni. Hún sendi mér ávallt afmæliskort eða heillaskeyti og hringdi gjaman líka til að óska mér til hamingju með daginn. Bréfin sem hún sendi mér til Svíþjóðar geymi ég vandlega, þar eru möi'g gullkorn sem vekja okkur gleði í hvert sinn sem við rifjum þau upp. Síðustu árin voru Huldu erfið. Hún átti við ýmis veikindi að stríða en bar sig þó furðu vel og hélt upp- teknum hætti að spila og ferðast eins og kraftar leyfðu. Ekki reynd- ist auðvelt að finna henni samastað enda gerir íslenska velferðarþjóðfé- lagið naumast ráð fyrir fólki eins og Huldu þegar árin færast yfir. Virt- ist það engu skipta hversu vel henni hafði tekist að sjá sér farborða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.