Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 27
Hæstiréttur Flórída ákveður að veita frest til að ljúka handtalningu
Handtalin
atkvæði
teljist með
lokatölum
Hæstiréttur Flórída úrskurðaði að telja
ætti niðurstöðu handtalningar á atkvæðum
með í niðurstöðum forsetakosninga í ríkinu.
Sýslur verða að ljúka talningu síðdegis á
sunnudag. Ragnhildur Sverrisdóttir
segir repúblikana kanna leiðir til að
hnekkja úrskurðinum en demókratar eru
___ánægðir þótt ekki sé ljóst hvort_
fjölmörg atkvæði teljist gild.
HÆSTIRÉTTUR Flórída úrskurð-
aði einróma á þriðjudagskvöld að
heimilt væri að halda áfram hand-
talningu á atkvæðum fram á næsta
sunnudag eða mánudag og að innan-
ríkisráðherra ríkisins væri skylt að
taka þá talningu til greina áður en
endanlegri niðurstöðu forsetakosn-
inga í ríkinu verður lýst. Niðurstaða
dómstólsins er áfangasigur fyrir A1
Gore varaforseta, en ekkert tryggir
þó að áframhaldandi handtalning í
þremur sýslum nægi honum til að
vinna upp 930 atkvæða forskot
George W. Bush, ríkisstjóra í Texas.
Gore fagnaði niðurstöðunni og
sagði hana sigur lýðræðisins. Hann
endurtók boð sitt um að hann og
Bush hittust sem fyrst til að vinna að
þjóðareiningu, hvor þeirra sem
stæði uppi sem sigurvegari að lok-
um. Varaforsetinn hvatti menn, hvar
í flokki sem þeir væru, til að fara
varlega í allar yfirlýsingar. Hann
benti á að stuðningsmenn sínir
hefðu margir bent á að hann hefði
fengið fleiri atkvæði yfir landið allt
en Bush. „En stjórnarskrá okkar
kveður skýrt á um að vinna þurfi til-
skilinn kjörmannafjölda," sagði
hann. „Ég hafna algjörlega öllum
hugmyndum um að kjörmenn verði
hvattir til að færa stuðning sinn frá
þeim frambjóðanda sem þeir hafa
lofað atkvæði sínu. Ég mun ekki
þiggja stuðning nokkurs kjörmanns
sem Bush hefur unnið.“
Bush lét ekkert hafa efth' sér um
úrskurð Hæstaréttar Flórída á
þriðjudag, en hann hafnaði í síðustu
viku fyrra tilboði Gore um viðræður.
Talsmaður hans, James Baker, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, sagði að
rétturinn hefði breytt leikreglunum
í miðjum leik og repúblikanar
myndu kanna rækilega alla þá
möguleika sem þeim væru færir til
að fá niðurstöðunni hnekkt. Hann
nefndi meðal annars, að Flórída-
þing, þar sem repúblikanar eru í
meirihluta, gæti hugsanlega gripið
til þess ráðs að hnykkja á kosninga-
lögum ríkisins. Aðrir möguleikar
repúblikana, sem nefndir hafa verið
á síðustu dögum, eru að áfrýja mál-
inu til alríkisdómstóls, eða reyna að
fá það tekið fyrir hjá Hæstarétti
Bandaríkjanna.
Virða ber vilja kjósenda
Með úrskur'ði sínum, sem var
kveðinn upp innan 30 stunda frá því
að málflutningi lauk, hafnaði Hæsti-
réttur Flórída þeim skilningi innan-
ríkisráðherrans, repúblikanans
Katherine Harris, að hún gæti ekki
tekið við nýjum niðurstöðutölum eft-
ir að vika var liðin frá kjördegi, að
utankjörstaðaratkvæðum undan-
skildum. í niðurstöðum réttarins var
minnt á, að hann hefði ávallt unnið
eftir þeirri grundvallarreglu við úr-
lausn mála sem lytu að framkvæmd
kosninga, að virða bæri vilja kjós-
enda.
Hæstiréttur sagði að Katherine
Harris yrði að taka við nýjum niður-
stöðutölum eftir endurtalningu í síð-
asta lagi kl. 17 næsta sunnudag, ef
skrifstofa hennar væri opin á þeim
tíma, en annars kl. 9 á mánudags-
morgni, 27. nóvember.
í niðurstöðum réttarins kom
fram, að þessi tímasetning miðaðist
við að sá frambjóðendanna, sem
teldi á sig hallað þegar innanríkis-
ráðherrann staðfesti lok talningar,
hefði svigrúm til að mótmæla og að
hægt yrði að leysa úr því máli áður
en kjörmenn Flórída væru kallaðir
saman, en það á lögum samkvæmt
að gerast 12. desember. Kjörmenn
frá öllum Bandaríkjunum hittast svo
18. desember og lýsa kjöri nýs for-
seta. Hafi Flórídabúar ekki leyst
mál heima í héraði fyrir 18. desem-
ber er hætt við að kjörmannaat-
kvæði ríkisins falli niður.
Hæstiréttur fjallaði einnig sér-
staklega um handtalningu atkvæða í
niðurstöðum sínum. Af hálfu Bush
hefur því verið haldið fram að hand-
talning sé hæpin, þar sem hún hljóti
að byggja á mati einstaklinga, en
njóti ekki sama hlutleysis og þegar
vélar sjái um talninguna. Hæstirétt-
ur sagði aldrei hægt að koma algjör-
lega í veg fyrir mistök við talningu
atkvæða, en þjóðfélagið hefði hins
vegar ekki enn gengið svo langt að
leggja blinda trú á vélbúnað. Enn
gilti sú regla, jafnt í kosningum sem
við aðrar framkvæmdir, að maður-
inn leiðrétti mistök vélanna.
Enn óvíst með markaða seðla
I Flórída eru kjörseðlar þannig úr
garði gerðir að í stað þess að kjós-
endur setji kross við nafn frambjóð-
anda gata þeir kjörseðilinn með því
að fjarlægja flipa úr reit við nafn
hans. Deilt hefui’ verið um hvort flip-
ar, sem eru heilir og sitja enn sem
fastast en eru með marki sem sýnir
að átt hefur verið við þá, skuli teljast
greidd atkvæði. Hæstiréttur Flórída
tók ekki skýra afstöðu. Hann vísaði
hins vegar til niðurstöðu Hæstai’étt-
ar Illinois í svipuðu máli, þar sem
sagði að ekki ætti að svipta kjósend-
ur kosningarétti sínum ef hægt væri
með sterkri vissu að segja til um
hver vilji þeirra hefði verið.
Hæstiréttur Flórída gekk hins
vegar ekki svo langt að leggja skýr-
ar línur um hvaða atkvæði teldust
AP
Mikill fréttamannaskari beið eftir því, að Hæstiréttur Flórída kvæði upp úrskurð sinn um handtalninguna. Hér
hleypur einn fréttamaðurinn upp tröppurnar að hæstaréttarhúsinu til að ná sér í eintak af áliti réttarins.
gild og hver ekki, eins og demó-
kratar höfðu vonast til. Gore er því
engu nær að fá úr því skorið hvort
allir atkvæðaseðlarnir, þar sem flip-
ar voru með marki en þó heilir, skuli
teljast gild atkvæði. Dagblaðið
Washington Post skýrði frá því á
þriðjudag að rúmlega 5.000 slíkir at-
kvæðaseðlar hefðu verið lagðir til
hliðar við endurtalningu, þar sem
menn hefðu ekki getað komið sér
saman um hvort þeir væru gildh'.
Nú hefjast deilur um þessi atkvæði á
ný, en fjöldi þeirra mun skýra að
hluta hve erfiðlega Gore gengur að
vinna á forskoti Bush. Stjórnmála-
skýi'endur höfðu sumir á orði áður
en úrskurður Hæstaréttar Flórída
lá fyrir að helsta von Gore um sigur í
Flórída fælist í að rétturinn tæki af
skarið um að þessir atkvæðaseðlar,
heilir en með marki, skyldu teljast
gildir.
Sem dæmi um hve miklu þetta
getur skipt Gore má nefna að í Palm
Beach-sýslu, þar sem Gore hafði að-
eins bætt við sig þremur atkvæðum
þegar fimmtungur atkvæða hafði
verið endurtalinn, lagði kjömefnd
724 atkvæðaseðla til hliðar, sem
nefndin taldi sig þurfa að fara yfir
síðar þótt fliparnir á þeim væru með
marki. Engin trygging er fyrir að
kjörnefnd ákveði að láta atkvæðin
gilda. Fari svo að þau teljist með eru
499 fyrir Gore, en 225 fyrir Bush.
Þama sér Gore færi á að ná í 274
fleiri atkvæði en Bush og hefur farið
með málið fyrir dóm í Palm Beach.
INDVERSK HÚSGÖGN
LAMPAR
HEILSUDÝNUR
rúmteppasett
SOFAR
HVILDARSOFAR______
bamaherfaerqið
SKRIFBORÐ
koddar
HVÍLDARSTÓLAR
ýmis tilboð
SÓFABORÐ
NýrvörtiHsd
í dreifingu 1 dag
Mörkinni 4 • 108 Reykjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is
Við styðjum við bakið á þér