Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 37 Nýjar bækur • ÚTerkomin bókin Þjóðsögur Jóns Móla Árna- sonarlll. I kynningu seg- ir ma.: í þriðja bindinu heldur þjóðsagnaþulur- inn áfram sögum sínum. Hann rifj- ar upp minningar afdugmiklum síldveiðisjómönnum og öðrum minna dugandi, ferðast um Austfirði bemskunnar, minnist brautryðjenda í konfektgerð á Seyðisfírði og bróð- urins sem étinn var í erfidrykkjunni á Vopnafirði. Silungurinn í Sundhöll- inni, hommavamarbuxumar góðu og blábeijabiskupinn á kosningaferða- lagi kommúnista - allt er þetta skil- merkilega fært í letur, að ótöldum ógleymanlegum minningabrotum úr þeirri Reykjavík sem nú er horfin og kemur aldrei aftur. Það er sama hvað Jón Múli gerir að söguefni sínu. Hann kann þá dýr- mætu list að gæða frásögnina leiftr- andi húmor og hjartahlýju. í Þjóð- sögum hans fer saman mannþekking og ósvikin lífsnautn sem ekkert fær hamið.“ Utgefandi er Mál og menning. Bókin er302 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápuna hannaði Guð- jón Ketiisson. Verð: 4.290 krónur. • ÚT er komin söguleg skáldsaga eftir Hjört Marteinsson sem ber heit- ið AM 00. Handritið hlaut nýlega Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar. I fréttatilkynningu segir m.a.: ,AM 00 fjallar um hinn unga Jón Ól- afsson frá Gmnnavik, skrifara Árna Magnússonar handritasafnara, Áma sjálfan og konu hans Mettu. Veturinn 1728 hefur eldsvoði tortímt stómm hluta Kaupmannahafnar. Mitt í eyði- leggingunni stendur Ami í rústunum af lífi sínu og ákveður að halda brott. Metta felur Jóni að hafa uppi á Áma og fá hann til að snúa aftur til fyrra lífs. Skrifarinn hrekst á milli staða og manna í leit að herra sínum og verð- ur smám saman nokkrn nær um hvem mann Ami hefur að geyma. AM 00 er margslungin, söguleg skáldsaga sem fjallar um skáldskap- inn, fræðimennskuna, ástina, lífið og dauðann. Hér er skyggnst inn í horfna veröld fortíðar og lesendur sjá sögufrægar persónur í nýju ljósi. Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann hefur áð- ur gefið út tvær Ijóðabækur auk þess sem hann hefur lagt stund á mynd- list.“ Utgefandi er JPV forlag. Bókin er 432 bls., unnin íPrentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Guðrún Lind Jónsdóttir en Skaparinn sá um uppsetningu. Leiðbeinandi verð: 4.480 krónur. • ÚT er komin Matreiðslubók Latabæjar eftir Magnús Sehev- ing og Ragnar Ómarsson. í fréttatil- kynningu segir: „Bókin inniheld- ur 50 matar- uppskriftir og hefur það að markmiði að kynna leyndardóma matreiðslulistarinnar fyrir yngstu kynslóðinni, jafnframt því sem gefin eru góð ráð varðandi hollt fæði og heilbrigt líferni. Bókin er ríkulega myndskreytt ljósmyndum Gríms Bjarnasonar, þar sem fyr- irsæturnar eru hinir góðkunnu íbúar Latabæjar í formi líflegra leikbrúða Guðmundar Þórs Kára- sonar og Stefáns Jörgens Ágústs- sonar. Latabæ og íbúa hans þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Þessi hugarsmíð Magnúsar Schev- ings hefur, á undanförnum árum, margsannað gildi sitt sem skemmti- og fræðsluefni fyrir börn, hvort sem það er í formi leikrita, bóka, geisladiska, mynd- banda eða spila. Þó að Matreiðslu- . bók Latabæjar sé fyrst og fremst Magnús Scheving Jón Múli Ámason ætluð yngstu kokkum þjóðarinnar er hvergi slakað á gæðakröfunum; Ragnar Ómarsson, sem samdi all- ar uppskriftir bókarinnar, er róm- aður fyrir leikni sína í að gæla við bragðlauka innlendra sem er- lendra sælkera. Ragnar vann titil- inn Matreiðslumaður ársins 1999, er meðlimur í landsliði matreiðslu- manna og hefur undanfarin tvö ár starfað sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti í Reykjavík." Matreiðslubók Latabæjar fæst í öllum verslunum Hagkaups og kostar 989 krónur. • ÚT er komin skáldsagan Dóttir Gæfunnar eftir Isabel Allende. I fréttatilkynningu segir: „Eftir langa bið hefur Isabel Allende á ný skrifað stóra og viðburðaríka skáld- sögu þar sem sagnagleði hennar, samúð með persónum, glettni og fjör njóta sín. Einn góðan veðurdag liggur reifabam á tröppunum hjá Somm- ers-systkinunum, siðavöndum Eng- lendingum sem búsettir eru í Chile. Þau gefa barninu nafnið Elísa og hjá þeim vex stúlkan úr grasi. Hún lærir kvenlegar listir og hennar virðist bíða friðsæl framtíð þegar ástin birtist í líki hins fátæka og stolta Joaquíns. Leikurinn berst síð- an til Kalifomíu þar sem ævintýri og hættur bíða við hvert fótmál. Baksvið Dóttur Gæfunnar er gull- æðið í Bandaríkjunum þegar banda- ríska þjóðin varð til úr öllu því fjöl- breytilega safni fólks úr öllum heiminum sem tók sig upp og freist- aði gæfunnar í landi tækifæranna. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Isabel Allende er einn vinsælasti höfundur heims og hún hefur náð miklum vinsældum hérlendis, m.a. fyrir bækurnar Hús andanna og Pála.“ Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 316 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odd h.f. Kápumynd er eftir Marciu Lieberman. Verð: 4.290 krónur. • ÚT er komin bókin Eva og Adam - Kvöl og piha ájólunum eftir Máns Gahrton og Johan Un- enge og er í þýðingu Andrésar Indriðasonar. í fréttatilkynningu segir: „Þetta er fimmta bókin sem Æskan ehf. gefur út um unglingana Evu og Adam. Þessi saga fjallar m.a. um það þegar Adam fær að fara með afar skrautlegri fjölskyldu Evu í fjallakofa við skíðasvæði og úr verð- ur ferðalag sem aldrei gleymist. Sjónvarpsþættir um Evu og Adam voru kjörnir bestu norrænu barna- og unglingaþættimir 1999 og í Svíþjóð var ein bókanna í flokknum valin besta efnið fyrir unga lestrarhesta." Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er 137 bls., prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 1.890 krónur. • ÚTerkomið hið sígilda ævin- týri Búkolla eftir Kristin G. Jó- hannsson mynd- listarmann. Búkolla er 32 síður og hver opna prýdd vatnslitamyndum höfundarins. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er prent- uð í Prentsmiðjunni Odda. Leiðbein- andi verð: 1.680 krónur. • ÚT er komin spennusagan Háskaflug eftir metsöluhöfundinn Jack Higgins. I bókarkynningu segir: Háska- flug er sannkölluð flughetjusaga með öllum þeim ógnum og skelfing- araugnablikum, sem herflugmenn einir upplifa. Höfundurinn, Jack Higgins, þekkir flug og aðstæður herflugmanna af eigin reynslu. Bókin segir frá Bandarísku tví- burabræðunum Harry og Max Kelso sem voru aðskildir í æsku. Þeir voru um tvítugsaldur í byrjun síðustu heimsstyrjaldar og báðir flugmenn, Max í flugher Þjóðverja og Harry í flugher Breta. Þar lenda þeir bræður í flugorrustum í návígi. Annar fær það verkefni að myrða Eisenhower, hinn að drepa Hitler. Hvorugur gat séð fyrir þær djöfullegu aðstæður sem biðu þeirra um það bil sem innrás herja Bandamanna í Normandí vofði yfir. Þeir atburðir urðu kveikjan að sví- virðilegu ráðabruggi og háskaleg- um fyrirætlunum sem virtu engin siðalögmál." Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 216 bls. Þýðing: Gissur Ó. Erlingsson. Prentvinnsla: Oddi hf. Leiðbeinandi verð: 2.790 krónur. • ÚT er komin barnabókin Illa byrjar það eftir dularfullan mann að nafni Lemony Snicket með mynd- skreytingum eftir Brett Helquist. í fréttatilkynningu segir: „í Ula byijar það segir frá Baudelaire- systkinunum sem eiga ekki sjö dag- ana sæla eftir að foreldrar þeirra farast í stórbruna. Varla nokkurn einasta sælan dag - ef út í það er far- ið. Þeim er komið fyrir hjá fjarskyld- um frænda sem girnist einungis auð- æfi þeirra en þau eru sem betur fer vel varin - og þó? Saga Baudelaire- munaðarleysingjanna er því hrika- lega sorgleg og þó að hún hafi alls staðar verið mjög vinsæl skal bent á að hún hentar alls ekki þeim sem hneigjast að skemmtisögum sem enda vel.“ Snorri Hergill Kristjánsson þýddi. Útefandi er Mál og menning. Bók- in erprentuð íPrentsmiðjunni Steinholti og er leiðbeinandi verð 1.890 krónur. Kristinn G. Jóhannsson Fágun - fagmennska Stór humar, túnfiskur, lúða, skötuselur, hörpuskel, rækjur og taðreyktur lax Gnoðarvogi 44, sími 588 8686. • ÚTerkomin bókin Jólalögin í léttum út- setningum fyrir pi'anó eftir Jón Þorarinsson. í fréttatilkynn- ingu segir: „I þessari bók eru þrjátíu ljóð og lög sem öll eru tengd jólunum og hug- blæ þeirra. Þeirra á meðal eru jóla- sálmamir alkunnu sem hljómað hafa um ár og aldir á hátíð Ijóssins. í bók- inni eru einnig gamlir jólasöngvar rifjaðir upp og færðir í nýjan búning. Að auki eru í henni nokkrir sígildir jólasöngvar annarra landa, sumir áð- ur lítt kunnir hér á landi. Jón Þórarinsson hefur valið lögin og samið léttar útsetningar sem henta jafnt nemum í píanóleik og reyndari píanóleikurum." Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er56 bls., prentuð í Steindórs- prenti Gutenberg ehf. Kápuna gerðu Jóhann Torfason ogÁmundi Sigurðs- son. Leiðbeinandi verð: 2.490 krónur. • ÚT er komin bókin Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri þar sem fyrrum nemendur MA lýsa vist sinni í skólanum. í fréttatilkynningu segir: „Þetta eru persónulegar endurminningar 45 einstaklinga. Sá elsti úskrifaðist frá MA1929 en sá yngsti árið 2000. Ritn- efnd skipuðu þeir Pétur Halldórsson, Kristján Kristjánsson og Jón Hjalta- son. Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri er gefin út í samvinnu við skólayfirvöld en tilefnið er 120 ára af- mæli skólans nú í haust.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin erprentuðí Prentsmiðjunni Odda oger 540 bls. Leiðbeinandi verð: 6.230 krónur. Galdur skáldsaga ÞAU mistök urðu í umfjöll- un um bók Vil- borgar Davíðs- dóttur, Galdur skáldsaga, að verkið var sagt unglingabók. Hið rétta er að bókin er samin Vilborg með fullorðna Dav.ðsdottir lesendur í huga þótt áður hafi höfundur sent frá sér vinsælar unglingabækur. Biðst Morgunblaðið velvirðing- ar á þessum mistökum. ÚLPUDAGAR 50—80% iæ®a verð á merkjavöru og tískufatnaði Verödæmi áður nú Everlast ÚlpUT J&9QQ- 1.900 Fila Úlpur -?t9ee- 3.900 Kookai úlpur -D^ocr 3.900 Everlast dúnúlpur ^seer 3.900 Matinique úlpur iGroeo 7.900 Diesel peysur J&99Q 2.900 Levis buxur J&99Q 3.500 Roobins vetrarskór 40:900 3.900 Obvious jakkaföt 39:960 9.500 studio dragtir 44-400 6.600 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 Opið: Mánudaga - fimtudaga 11.00-18.00 Föstudaga 11.00-19.00 Laugardaga 11.00-17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.