Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 44 menn allir einstök prúðmenni. Eg man líka vel haustin með öllum haustverkunum sem alltaf var sam- einast um á þessum bæjum og gaf okkur krökkunum endalaus tilefni til að hittast og leika okkur saman. Svo var það laufabrauðsgerð, afmælin, öll gamlárskvöldin þar sem við vor- um alltaf saman og allar ferðirnar á milli bæjanna til að grípa í spil. Það var alltaf stutt í spilastokkinn þegar þær nöfnur, Mæja og mamma, voru annars vegar. Þær spiluðu sam- an bridge árum saman og og fóru um héruð til keppni í þeirri grein. Ef- laust minnast þeirra margir hér um sveitir fyrir hvað þær handléku spil- in af mikilli list og innlifun, en þó muna spilafélagar þeirra sennilega ekki síður eftir kaffihléunum og hvað þær báru myndarlega á borð með sér á spilakvöldunum. Upp í huga minn kemur mynd af þeim nöfnum á góðviðrisdegi snemma hausts fyrir mörgum árum. Við höfðum haldið í berjamó í Bama- fell. Kyrrðin, ilmurinn af lynginu, fegurðin í landinu, niðurinn í Skjálf- andafljóti og Bamafossi, endalausar breiður af bláberjum og aðalbláberj- um og við að tína sem mest við mátt- um og spjalla saman. Gert var hlé á berjatínslu og reitt fram veislukaffi þama á þúfunum í Bamafelli. Þegar allir vom orðnir saddir og sælir og gengið hafði verið frá stómm nestis- kassanum drógu þær nöfnur upp spil og gáfu á kassann og töldu að bæði veður og tími leyfðu „einn hring“. Svona gripu þær hvert tækifæri sem gafst til að grípa í spil og höfðu alltaf jafn innilega gaman af, hvort heldur var í keppnisbridge í Mývatnssveit eða í berjamó í Barna- felli. Nú hafa þær náð saman á ný ásamt pabba og hver veit nema þau geti nælt í fjórða mann í bridge. Elsku Nóri, Indriði, Þórhallur, Haukur og aðrir aðstandendur, ég gegnum tíðina, þegar hún þurfti hjálpar með að hálfu hins opinbera var litla hjálp að fá. Ekki veit ég hvort hún Hulda frænka las nokkurn tíma þessa til- vitnun en sannarlega lifði hún eftir henni: „Neyttu þeirrar gáfu, sem þú átt.“ Það yrði heldur hljótt í skóginum ef engir fuglar mættu syngja þar nema þeir sem syngja best. (Henry van Dyke.) Nú þegar söngurinn hennar Huldu er þagnaður verður tómlegra hjá okkur hinum en ég er þess full- viss að það færist fjör í leikinn í himnaríld því þar á hún vísan sama- stað. Guð blessi minningu Huldu frænku. Unnur Halldórsdóttir. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt er runnin á bak við dimma dauðans nótt (Einar Ben.) Á lífsleiðinni verða á vegi okkar margir einstaklingar hver með sitt sérkenni. Sumir verða minnisstæð- ari en aðrir og svo var með Huldu Stefánsdóttur frá Minni-Borg í Grímsnesi. Það var fyrir sjö og hálfu ári að leiðir okkar Huldu lágu saman þegar ég fór að vinna með eldra fólki í Gjábakka í Kópavogi en þangað lagði Hulda leið sína reglu- lega á meðan heilsan leyfði til að njóta þar félagsskapar og stytta sér stundirnar. Hulda var um margt sérstæður persónuleiki. Hún barðist í hörðum heimi, þroskaheft en samt greind kona, fyrir að vera hún sjálf. Hún mætti sínum örlögum með ótrúlegri kænsku og harðfylgi og beitti ýms- um ráðum svo aðrir næðu ekki að ráðskast með hennar líf. Hún vildi bjarga sér sjálf og gerði það jafnvel lengur en mögulegt var. Hulda var harðdugleg, skapmikil og glaðlýnd tilfinningaver.a. Hún var afar félagslynd og lagði mikið á sig ti) að mæta á mannarfiót. Á mannamótum lék Hulda á áls oddi, hló mikið, söng og dansaði. Hún haíði tóneyra og jspilaði 'reyndar sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um Maríu Indriðadóttur mun lifa í hugum okk- ar allra. Bænum mínum heima hjá hlíðarbrekkuundir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heimáfomarslóðir. (Þorsteinn Erlingsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, Mæja mín. Án þín hefði líf mitt verið veru- lega fátæklegra. Hvíl þú í friði. Klara Bragadóttir. Drottinn vakir, Drottinn vakir dagá og nætur yflr þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldreihannáburtufer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, líflð hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi himinstilþigafturber. Drottinn elskar,- Drottinnvakir daga’ognæturyfirþér. (S.Kr. Pétursson.) Mig langar með örfáum orðum að kveðja þig, elsku María mín. Þegar ég kom fyrst í Borgatún var sumar og heyskapur og mikið að gera og þú varst í eldhúsinu að elda og baka og þannig man ég þig, alltaf að vinna húsmóðurstörfin og hugsa um okkur fjölskylduna. Á vorin varst þú Ijós- móðir í fjárhúsunum og vaktir vel yf- ir fjárhópnum ykkar og það var alltaf gaman að koma í Borgatún með bamabömin þín og fylgjast með sauðburðinum. Þú varst yndisleg amma sem hafði alltaf tíma til að sinna bömunum, passa þau, spila á spil við þau og leyfa þeim að vera með þér í leik og starfi. Þau eiga svo góðar minningar um góða ömmu. Síðastliðið sumar voram við í heyskap, við komum bara inn til að metta svanga maga í mat og kaffi, seint um kvöld þegar verkið var búið og komið miðnætti beiðst þú með hlaðborð af kökum, brauði og heitum pönnukökum og stjanaðir við okkur. Ég mun alltaf minnast þín íyrir dugnað og ósérhlífni í verki og starfi sem húsmóðir og bóndi. Þín tengdadóttir, Bima Krisljánsdóttir. Til Mæju Inni í hlýju eldhúsinu heyrist söngur kaffikönnunnar. Um húsið ómar nýjasta útvarpsleikritið. Fimmti þáttur. Traust fótatak þitt nálgast eitt af því fáa sem aldrei bregst í þessari oft svo rótlausu tilvem. Stútfullt mjólkurglas og pönnukaka á diski. Þú brosir kankvíslega til mín á þessu andartaki sem hugur minn frystir og hjarta mitt bræðir seinna meir. Þín Þórunn. svolítið á píanó þegar vel lá á henni. Hulda átti marga góða vini sem umbám hennar atferli og gerðu henni fært að njóta sín í félagsstarf- inu. Hulda var svo lánsöm að eiga trausta og hjálpsama fjölskyldu. Eg veit að hún var oft gestur systur sinnar, Ólafar, og Einars manns hennar. Svo vænt þótti Huldu um systur sína að hún réði oft ekki við tilfinningarnar þegar nafn hennar var nefnt og á sama hátt og Hulda hló innilega kom grátur hennar frá hjartanu. Undanfarna mánuði hefur Hulda átt við mikla vanheilsu að stríða og því kom andlát hennar ekki á óvart. Með Ijóðlínum eftir Reykjavík- urskáldið ástsæla kveð ég Huldu Stefánsdóttur með virðingu og von um að hennar hlutskipti á nýjum brautum verði ekki eins erfitt og hlutskipti hennar í þeirri jarðvist sem lokið er. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn og blómgast ævinlega, Þitt bjarta vor í hugum vina þinna (Tómas Guðmundsson.) Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Huldu Stef- ánsdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrii- tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling takmark- ast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar em beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alía þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. V. Sverrir Eimrsson ■iitfararstjóri, sítni 896 8242 : i - , Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, síttii 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, FossVogi. Sími 581’3300. Þjónusta^allan sólarhringinn. www.utfararsfofa.ehf.is + Hjartkær eiginkona mín og systir, HELGA BERGÞÓRA SVEINBJÖRNSDÓTTIR auglýsingateiknari, Ártúnsbrekku við Elliðaár, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 21. nóvember. Birgir Guðgeirsson, Jón Sveinbjörnsson. + Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR M. SIGURÐSSON mjólkurfræðingur og fyrrum bóndi í Austurkoti, Engjavegi 67, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 14. nóvember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 10.30. Magnús Pétursson, Ólafur Pétursson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður H. Pétursson, Ragnhildur Þórðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Jórunn Pétursdóttir, Þröstur V. Guðmundsson, Guðrún K. Erlingsdóttir, Pétur Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÞRÖSTUR BJARNASON múrarameistari, Jórufelli 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Kolbrún Benjamínsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Heimir Þrastarson, Jóhanna Helgadóttir, Jónína Þrastardóttir, Kristinn T. Haraldsson, systkini og barnabörn. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur vinar- hug og hluttekningu vegna andláts systur okkar, mágkonu, frænku og ömmu, MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Nýlendugötu 7, Reykjavfk. Guð geymi ykkur öll. Birna Björnsdóttir, Þorgeir Theodórsson, Elfa Björnsdóttir, Ingimundur Jónsson, Bonnie Laufey Dupuis og fjölsk., Debora Susan Dupuis og fjölsk., Linda Lee Dupuis, Laufey Berglind Þorgeirsdóttir og fjölsk., Hrund Þorgeirsdóttir og fjölsk., Hlíf Þorgeirsdóttir og fjölsk., Antony Vernhard og fjölsk., Björn Birgir Ingimundarson, Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir og fjölsk. ' — ; - ‘I Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan 7' sólarhringinn. I; : ;r. ■ • ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar .Sálmaskrá Val á tónlistafólkí Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrýkkja •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.