Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 59' FRÉTTIR Síminn segist bjóða bestu kjörin Gjöld Síminn Íslandssími Mánaðargjald kr. 820 kr. 820 Símtöl innanlands 1.371 1.297 Samtöl í farsíma 1.706 1.706 Upplýsingar (118/1818) 320 320 Samtals gjöld 4.217 4.143 Afsláttur Innifalinn í notkun -152 - Vinir & vandamenn Internet -41 - Internetsparnaður -56 Samtals afsláttur -193 -56 Reikningsupphæð 4.023 4.086 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Síman- um: „Vegna yfirlýsinga Islandssíma að undanfömu um hagstaaðari verðskrá varðandi innanlandssímtöl vill Síminn láta eftirfarandi koma fram: Þegar verðskrá fyrirtækjanna beggja er borin saman er nauðsynlegt að líta á heildarmyndina. Allir viðskiptavinir Símans fá 150 króna afslátt á mánuði í formi notkunar sem er innifalin í fastagjaldinu. Ef tekið er mið af meðalfjölda mínútna í fastlínukerfinu innanlands á mánaðarlegum sím- reikningi samsvarar þetta 10-15% af- slætti. Til viðbótar eiga sömu við- skiptavinir kost á sparnaðarleiðum sem lækka símreikninginn enn frek- ar. Ef reiknað er með spamaðarleið- inni Vinir & vandamenn er fimm mín- útna símtal á dagtaxta 40 aumm ódýrara hjá Símanum. Á kvöldin er sama símtal hins vegar 6 aurum ódýr- ara hjá Islandssíma. I kynningu Islandssíma á nýrri inn- anlandsþjónustu er því haldið fram að kvöldtaxti Íslandssíma sé 11% lægri en taxti Símans og að dagtaxtinn sé 5% prósent lægri. Eitt einstakt símtal á kvöldtaxta Islandssíma þarf hins vegar að vera 84 mínútur til að við- skiptavinir fyrirtækisins njóti 11% af- sláttar. Þess má geta að meðallengd símtals á kvöldin er um 6 mínútur. Upphafsgjald símtala er það sama hjá báðum fyrirtækjum og verðmun- ur liggur eingöngu í mínútuverði. Auk þess er önnur notkun á sama verði hjá báðum fyrirtækjunum, þar með tídið símtöl í símaskrá og far- síma, sem er stór liður í símanotkun heimilanna í landinu. Síminn býður notendum sínum einnig fjölþætta sér- þjónustu, sem meðal annars felst í reikiningsyfirliti sem sent er heim. Viðskiptavinir Símans geta einnig fylgst með símanotkun sinni á Þínum síðum á Intemetinu. Til að fá raunhæfan samanburð á kostnaði við símnotkun hjá Símanum og Islandssíma er best að skoða dæmigerðan viðskiptavin. Miðað við dæmigerðan reikning einstaklings eða fjölskyldu, sem sjá má hér að of- an, er hagkvæmara að nýta sér þjón- ustu Símans. Síminn býður viðskiptavinum sín- um mismunandi áskriftarleiðir sem henta ólíkum þörfum þeirra. Verð- skrá Símans er í stöðugri þróun og má á næstunni vænta nýrrar áskrift- arleiðar sem fjölgar enn frekar val- kostum viðskiptavina. Þar verður m.a. lögð áhersla á lægra mínútuverð í stað þeirra afsláttakjara sem við- skiptavinir njóta í dag. Þessi nýja áskriftarleið verður kynnt á næstu dögum.“ „Kaupum ekkert“-dagur ALÞJÓÐLEGUR „Kaupum ekkert“- dagur verður á föstudag og hefur hópur af íslensku listafólki tekið sig saman og undirbúið dagskrá fyrir þennan dag hér í Reykjavík. Til- gangurinn er að vekja fólk til um- hugsunar um (of)neyslu sína, að fá fólk til að stoppa og hugsa áður en það framkvæmir tilgangslaus innkaup. Meðal þess sem verður á dagskrá er eftirfarandi: Leik-gjömingar í Kringlunni allan daginn. Samsýning myndlistarmanna, ljós- myndara, hönnuða, skálda og leikara í Spútnik-húsnæðinu á homi Hverfis- götu og Smiðjustígs kl. 17-23. Á sýn- ingunni verður upplestur, tónlistar- flutningur o.fl. Innsetningar víðsvegar um borgina (friðun bílastæða). „Kaupum ekkert“-verslun þar sem fólk fær þakklæti fyrir að kaupa ekk- ert. Að auki verða ýmsar minniháttar uppákomur, innsetningar í búðar- gluggum o.fl. Leiðrétt Leikur ekki með Kristjáni í blaðinu í gær var sagt frá auka- tónleikum sem Kristján Jóhannsson tenórsöngvari ætlar að halda í Há- skólabíói á laugardag og sunnudag. Þau leiðu mistök urðu að sagt var að Sinfóníuhljómsveit íslands léki á tónleikunum. Þetta er ekki rétt held- ur mun Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari leika með Kristjáni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sykurinn vantaði í jólakökuna í þætti Kiistínar Gestsdóttur Mat- ur og matgerð sem birtist á bls. 49 í blaðinu í gær gleymdist að geta þess að í uppskriftina Jólakakan mín þyrfti að nota sykur. Glöggar hús- mæður tóku vitaskuld eftir jiessu og biðu því með baksturinn. I kökuna þarf sem sagt að nota 400 g af sykri og þá á að nást sá árangur sem viðun- andi er. Hér með er beðið velvirðing- ar á handvömm þessari. Matur og matargerð I bókadómi í Morgunblaðinu í gær um bók Jóhönnu Sveinsdóttur, Hratt og bítandi, var sagt að Jóhanna hefði um árabil ritað dálkinn Matur og matargerð í Morgunblaðið. Hið rétta er að sjálfsögðu að það er Kristín Gestsdóttir, sem ritað hefur dálk undir nafninu Matur og matgerð um langt skeið. Matardálkur Jóhönnu bar nafnið Matur og drykkur. Er beðist velvirðingar á þessum mistök- um. Ungir jafnaðarmenn vilja sækja um ESB FRAMKVÆMDASTJÓRN Ungra jafnaðarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Framkvæmdastjóm Ungra jafnaðarmanna telur að Island eigi að sækja strax um inngöngu í Evrópusambandið. I kjölfarið á að- ildarumsókn munu hefjast aðildar- viðræður þar sem samningsmark- miðin eru að tryggja íslenska langtímahagsmuni sem best. í lok viðræðnanna verður aðildarsamn- ingurinn borinn undir þjóðarat- kvæði og mun því íslenska þjóðin hafa síðasta orðið um það hvort af þátttöku Islands í Evrópusamband- inu verður. Framkvæmdastjórn Ungra jafn- aðarmanna leggur til að settur verði saman málefnahópur ungs fólks sem fjalla eigi ítarlega um hugsan- lega þátttöku Islendinga í Evrópu- sambandinu. Málefnahópurinn verður opinn öllum sem hafa áhuga á málefnum Evrópu og vilja halda umræðunni um Evrópusambandið lifandi. Ungir jafnaðannenn vilja að jafn- aðarmenn á íslandi taki forystu í Evrópumálum eins og allir aðrir jafnaðarmannaflokkar Evrópu hafa gert. Ungir jafnaðarmenn fagna þein-i vinnu sem þegar er hafin inn- an Samfylkingarinnar við að skil- greina samningsmarkmið íslend- inga í aðildarviðræðum. Ungir jafn- aðarmenn eru sannfærðir um að stuðningur við þátttöku í ESB sé mikill meðal íslensku þjóðarinnar og vilja gefa fólki skýran valkost í þessu máli sem er eitt mikilvægasta pólitíska mál samtímans. Ungir jafnaðarmenn telja að ekki sé hægt að sjá hvað sé í húfi fyrir Island án þess að ganga í gegnum aðildarviðræður. Ungir jafnaðai-- menn álíta svo að hag íslands sé betur borgið innan ESB heldur en fyrir utan sambandið og hafa þeir tekið saman ítarleg rök fyrir inn- göngu íslands að ESB.“ L V S TILK YNNINGAR A KÓPAVOGSBÆR Athafnasvæði BYKO - Breiddinni Deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis BYKO — Breiddinni, auglýsist hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Deili- skipulagssvæðið afmarkast af Nýbýlavegi í suður og vestur og Skemmuvegi í norður og austur (blá gata). I tillögunni felast breytingar hvað varðar aðkomu, gatnakerfi og fyrirkomu- lagi bygginga og bílastæða. M.a. erfyrirhugað að núverandi timburvinnsluhús verði fjarlægt auk þess sem útitimbur og geymslusvæði flyst af svæðinu. Samkvæmt tillögunni mun nýtt verslunarhús rísa við núverandi lagerhús og núverandi timbur- og byggingarvörugeymslur verða minnkaðarog endurbættar og nýttar sem þjónustuhús. Skrifstofur verða áfram á núverandi stað, þ.e. næst Nýbýlaveginum. í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að byggð verði ein hæð ofan á núverandi skrifstofubygg- ingu og sunnan hennar rísi ný fimm hæða bygging. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, II. hæð, frá kl. 9—16 alla virka daga frá 24. nóvember til 22. desember 2000. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15.00 12. janúar 2001. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. BQRGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, Sólvallagata - Ánanaust. (samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Tillagan lýtur að því að breyta landnotkun hluta reits sem afmarkast af Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi úr "athafnasvæði" í "íbúðasvæði". Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun reitsins í heild verði "íbúðasvæði". Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipu- lags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 23. nóvember til 14. desember 2000. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skai skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 15. desember 2000. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 23. nóvember 2000. Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefndir Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps hafa auglýst nýtt deiliskipu- lag hafnarsvæðisins á Grundartanga sam- kvæmt 25. og 26. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997. Deiliskipulagið ertil sýnis á hreppsskrifstofun- um annars vegar á Hagamel 16, Skilmanna- hreppi, og hins vegar á Hlöðum, Hvalfjarðar- strönd, á skrifstofutímum og einnig á Teikni- stofu Magnúsar H. Ólafssonar, arkitekts, Merkigerði 18, Akranesi, alla virka daga frá kl. 10.00 — 16.00 til og með 8. desember 2000. Vegna misritunar í fyrri auglýsingu skal það ítrekað að þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, ergefinn kosturá að gera athuga- semdir við auglýst deiliskipulag. Fresturtil að skila inn skriflegum athugasemd- um ertil kl. 16.00, föstudaginn 8. desember 2000, og skal skila þeim til hreppsskrifstofu Skilmannahrepps, Hagamel 16, Skilmanna- hreppi, 301 Akranesi. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við deili- skipulagið fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur því. Oddvitar Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.