Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar gerir ráð fyrir að skuldir aukist Auknar fram- kvæmdir og bætt þjónusta kalla á meiri útgjöld SKULDIR bæjarsjóðs Akureyrar aukast samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar. Gert er ráð fyrir að í lok næsta árs, 2001 verði nettóskuldir bæjarsjóðs 1.320 milljónir króna eða um 86 þúsund krónur á íbúa, en endur- skoðuð áætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir að nettóskuldir bæjarsjóðs nemi 891 milljón króna eða 59 þúsund krónum á íbúa í lok þessa árs. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði vissulega um nokkra aukningu skulda að ræða, en ráð hefði verið gert fyrir því í málefna- samningi Sjálfstæðisflokks og Ak- ureyrarlista í tengslum við mark- mið um auknar framkvæmdir og bætta þjónustu við íbúa sveitarfé- lagsins. „Þrátt fyrir aukningu skulda er fjárhagsstæða Akureyr- arbæjar áfram mjög sterk og langt innan þeirra marka sem talað er um sem skuldaþol sveitarfélaga," sagði Kristján Þór. Hann nefndi að fjárhagslegt svigrúm bæjarsjóðs til fjárfestinga væri á bilinu 350 til 400 milljónir króna á ári, en ljóst að ætíð biðu brýn og fjárfrek verkefni úrlausn- ar. Gert er ráð fyrir að Fram- kvæmdasjóður Akureyrarbæjar leggi bæjarsjóði til um 300 milljón- ir króna á næsta ári vegna ýmissa verkefna sem brýnt er að til fram- kvæmda komi. Framkvæmdir við grunn- skóla upp á 1,5 milljarð á fimm árum Kristján Þór sagði uppbyggingu grunnskólanna eitt af höfuðvið- Úr fjárhagsumræðu Akureyrarbæjar Allar fjárhæðir eru í þús. kr. á meðalverðlsagi 2000. VJsV 1996-1999 er skv. ársreikningi Fræðslumál 1996 1997 1998 1999 Áætlun 2000 Áætlun 2001 Fiöldi nemenda 2.396 2.392 2.413 2.409 2.442 2.468 Rekstrarútqiöld 469.083 760.957 902.343 960.824 928.586 933.615 Fjárfestingar 160.590 239.480 209.830 220.214 154.675 446.000 Heildarkostn. á nemanda 196 318 374 399 380 378 Fiárfesting á nemanda 67 100 87 91 63 181 Fiöldi rýma í árslok 545 615 586 603 668 756 Fjöldi barna 808 805 811 820 866 951 Rekstrarútgiöld 187.998 207.238 232.136 248.511 227.974 260.274 Fiárfestingar 12.574 25.424 10.897 16.468 103.176 55.000 HeildarrekstrarkostnVrvmi 345 337 396 412 341 344 mcimmyciimcii Rekstrarútgiöld 100.852 117.535 145.769 124.938 133.118 133.600 Fiárfestingar 19.394 12.292 9.475 19.418 57.285 83.000 Iþróttamál i&ssswssaaösst Rekstrarútgiöld 129.992 132.097 148.972 164.908 164.496 165.295 Fiárfestingar 43.058 92.517 111.482 298.213 174.945 150.000 fangsefnum bæjarstjórnar, en á því sviði hafi verið og bíði verkefni til úrlausnar. Gengju áform um fram- kvæmdir næsta árs eftir léti nærri að um 1,5 milljörðum króna hefði verið varið til framkvæmda við grunnskóla bæjarins á árunum 1996 til 2001. Þá mætti gera ráð fyrir að eftir standi framkvæmdir sem kosta munu verulegar fjár- hæðir sem til falla á næstu fjórum til fímm árum. Astæður þessa væru m.a. ákvæði um einsetningu grunnskóla, en ekki síður ákvörðun bæjarstjórnar um nýja hverfa- skiptingu grunnskóla bæjarins. Þá sagði bæjarstjóri að töluverð aukin þörf hefði verið fyrir leik- skólapláss og verulegir fjármunir verið lagðir til þeirra mála á síð- ustu tveimur árum og áfram haldið á sömu braut. Loks benti Kristján Þór á að verulegum fjármunum hefði verið varið til menningarmála og íþrótta- og tómstundamála á vegum bæjarfélagsins. Hann sagði þessa fjóra mála- flokka, grunnskóla, leikskóla, menningarmál og íþrótta- og tómstundamál leggja grunninn að sóknarstefnu bæjarins og framtíð- arsýn manna hlyti að taka nokkurt mið af því hvernig ástatt væri inn- an þeirra. „Innan bæjarstjórnar Akureyrar er ríkur vilji til þess að halda úti öflugri starfsemi á þess- um sviðum og bera fjárveitingar bæjarsjóðs þess órækt vitni,“ sagði Kristján Þór. Zontaklúbburinn Bærinn stiki „Nonna- slóð“ ZONTAKLÚBBUR Akureyr- ar sendi nýlega erindi til bæjar- ráðs þar sem vakin er athygli á gönguleið, svonefndri „Nonna- slóð“, en hún liggur frá Nonna- húsi, upp í kirkjugarð, niður Búðargil og suður Aðalstræti, að Nonnahúsi. Fer klúbburinn í erindi sínu fram á við bæjaryf- irvöld að leiðin verði merkt með stikum og einnig er óskað eftir því að lagður verði göngustígur frá Nonnasteini að Höfðakap- ellu. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfísráðs sem fól um- hverfisdeild að gera tillögu að nánari útfærslu og kostnaðar- áætlun og að því búnu að senda málið til framkvæmdaráðs. Oddur Helgi Halldórsson, Lista fólksins, spurðist fyrir um það á fundi bæjarstjórnar hver ætti að greiða þessa fram- kvæmd. Vilborg Gunnarsdóttir formaður umhverfisráðs sagði að gert væri ráð fyrir að Akur- eyrarbær legði út fyrir kostnaði við hönnun á umræddum stíg. Litli fískimað- urinn verður við Torfunef BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að setja styttu af Litla fiskimanninum niður austan við skemmtibátahöfn við Torfunef. Stytta sem er gjöf til Akureyrarbæj- ar frá vinabænum Álasundi í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli bæjar- ins árið 1962 var tekin niður af sínum upprunalega stað, sunnan Búnaðar- bankans, vegna framkvæmda við Túngötu. Nefnd sem skoðaði nýja staðsetningu fyrir styttuna lagði til að hún yrði sett upp við skemmti- bátahöfnina og hefur það nú verið samþykkt. * * * Lífeyrissjóður Norðuriands Aukaársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands verður haldinn íVarmahlíð í Skagafirði föstudaginn í. desember 2000 og hefst kl. 16:30 Dagskrá: 1 Samrunasamningurlsj. Norðurlands og Lsj. verkalýðsfél. á Norðurlandi vestra 2 Samrunasamningur Lsj. Norðurlands og Lífeyrissjóðs KEA 3 Samþykktir fyrir sameinaðan sjóð 4 Umboð til ársfundar sameinaðs sjóðs árið 2001 til að afgreiða ársreikning Lífeyrissjóðs Norðurtands f. árið 2000 5 önnur mál Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og eru þeir hvattir til að mæta. I i(t- f\Noídurlnnrl^ • *>l<ip#gólu u\ • uíhi Aiun 'Síinjt húi) MiOt'J * í (íá: /liiú * NHÍUHíf ÍfUii*ifyllUlt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.