Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • ÚTerkomin bókin Undir bárujárnsboga — Braggalífí Reykjavík 1940- 1970 eftir Eggert, Þór Bernharðs- son. A kápubaki segir: Síðari heimsstyrjöldin og fyrstu ára- tugimir eftir stríð voru viðburðaríkt tímabil í Islandssögunni. Samfélagið tók stórstígum breytingum og þjóðin þurfti að takast á við nýjar aðstæður. Reykjavík fór ekki varhluta af þess- um umbrotum og þar fjölgaði fólki ört. Skortur á skaplegu húsnæði neyddi þúsundir Reykvíkinga til að sætta sig við bráðabirgðahúsnæði af ýmsu tagi. Hér er sagt frá braggabyggðinni í Reykjavík allt frá því að bygging bragganna hófst og fyrstu eriendu hermennimir fluttust í þá síðsumars 1940 þar til meginþorri reykvískra braggabúa hafði yfirgefið þá undir 1970. Braggamir settu sterkan svip á höfuðstaðinn og mannlífið þar. Hér er fjallað um umfang braggabyggð- arinnar í tímans rás og hvernig henni var loks útrýmt. Þá er hugað að íbúunum: Hveijir fluttust helst í bragga og hvers vegna? Hvemig var að búa í bragga og hvemig vom lífs- skilyrði fólksins sem þar bjó? Hvaða augum litu aðrir Reykvíkingar íbúa gömlu herskálanna og hver vom við- horf braggabúa sjálfra til umhverfis- ins? Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. Eggert Þór Bemharðsson er cand. mag. í sagnfræði og hefur ver- ið stundakennari við Háskóla ís- lands. Hann er m.a. höfundur tveggja binda ritverks um sögu Reykjavíkur 1940-1990 sem tilnefnt var til íslensku bókmenntaverðlaun- anna 1998. Útgefandi erJPVforlag. Bókin er 288 bls. ístóru broti. Hönnun bókar ogkápu varíhöndum Búa Kristjáns- sonar. Myndvinnslu annaðist Is- lenska myndasafnið og Christopher Lund sá um samsetningu mynda. í bókarlok er að finna tilvísanir, heim- ildaskrá, myndaskrá ognafnaskrá. Leiðbeinandi verð: 4.980 krónur. Eggert Bernharðsson Rambað á barmi upp- gjafar strax í upphafi EINN á ísnum - gangan á norðurpólinn nefnist ferðabók pólfarans Har- alds Arnar Ólafssonar sem kemur út hjá Máli og menningu. Bók Har- alds greinir frá 60 daga ferðalagi hans á heimskautaísnum í vor, sem lauk á norðurpóln- um 10. maí eins og þekkt er orðið. Norður- pólsleiðangurinn tók óvænta stefnu þegar fé- lagi Haralds, Ingþór Bjarnason, neyddist til að snúa við kalinn á fingrum eftir 17 daga úthald í grimmdarfrosti. Haraldur hélt þá einn áfram förinni og lauk henni á tilsett um tíma eftir átakamikinn endasprett sem óhætt er að segja að 811 þjóðin hafi fylgst með í gegnum fjölmiðla. Bókina byggir höfundur á dagbókum sínum úr ferðinni og samtölum við bak- varðasveit sína. „Þessi bók er um fyrsta íslenska norðurpólsleiðangurinn, en í upp- hafi hennar fer ég yfir fyrri ferðir mínar til að setja norðurpólsleiðang- urinn í samhengi við bakgrunn minn f fjallamennskunni, sem ég hef stundað frá 13 ára aldri og segi frá viðamiklum undirbúningi að Ieið- angrinum,“ segir Haraldur. „I fyrsta lagi þurfti að afla búnaðar og matar, í öðru lagi að koma sér í gott líkam- legt form og í þriðja lagi að afla fjár til fararinnar. Við lögðum síðan af stað frá íslandi hinn 1. mars og í framhaldinu segi ég frá dvöl okkar í Kanada, fyrst í Iqaluit og síðan f Resolute, þaðan sem við flugum út á sjálfan ísinn. Strax í byrjun lentum við í mun «410814 aðstæðum en við bjuggumst við, til dæmis áttum við ekki von á að frostið færi óhikað nið- ur í 50 stig þótt við værum viðbúnir miklum kulda. Ekki var sfður erfitt að skrönglast yfir ótrúlega úfinn ís- inn með 130 kg sleða í eftirdragi. Of- an á þetta bættist kafdjúpur snjór sem var feiknaerfiður yfirferðar. Allir þess- ir byijunarörðugleik- ar komu okkur í opna skjöldu og urðu þess valdandi að manni féllust hendur nánast strax í upphafi leiðangursins, enda gátum við ekki mjak- að okkur áfram nema um örfáa km á dag.“ - Varstu ákveðinn í að skrifa bók um leið- angurinn áður en þið Ingþór lögðuð af stað? „Nei, það var ekki fyrr en ég kom heim aftur að ég ákvað að skrifa bókina. Ég varð fljótt var við mikinn áhuga fólks á því að heyra alla söguna og var oft spurður hvort ekki væri von á bók um leiðangurinn. Ég hófst þvf fljótlega handa við skriftirnar en gekk ekki vel í byijun, e.t.v. vegna þessa að ég var ekki búinn að hvfla mig nógu vel eftir sjálfa ferðina. Þegar frá leið hrökk ég í gang og mér gekk ágætlega að koma efninu frá mér. Ég ákvað að taka á efninu með þeim hætti að byggja á dagbók- um mfnum og samtölum mfnum við bakvarðasveitina. Bókin er þó ekki í dagbókarstíl, heldur brýt ég upp formið og ræði hvaða aðferðum ég beitti til að gera mér dvölina bæri- lega og hvemig tilfinningar bærast með manni þegar maður er skyndi- lega orðinn einn á ísnum. Að auki bæti ég við ýmsum áhugaverðum staðreyndum, jafnt um þessa ferð sem fyrri ferðir á norðurpólinn." - Myndimar í bókinni em 200 talsins, hvemig gekk að eiga við myndavél við þessar aðstæður? „Ég var með litla vasamyndavél sem er í raun venjuleg heimilis- myndavél. Hana geymdi ég í vasa framan á buxunum mínum og gat gripið til hennar með lítilli fyrir- höfti. Það kom mér á óvart hvað gekk vel að beita henni og hvað út- koman varð góð. Myndir úr leið- angrinum hef ég síðan sýnt opinber- lega annað veifið frá því í sumar og haft ánægju af.“ Sólin var ekki enn komin upp en roði í suðri sýndi að dagur var í nánd. Dimmbláar ís- borgimar umkringdu okk- ur, það var eins og þær ætluðu að sjá til þess að við slyppum ekki úr klóm þeirra. Ég klöngraðist upp á háan ís- hrygg og skimaði til norðurs. Frostið var nístandi, nærri 50 stig, og vindur- inn jók enn á kuldann. Ég var móður af erfiðinu og fann hvemig ískalt loft- ið nísti öndunarfærin í hvert sinn sem ég andaði að mér. Skeggið var ísað og fingumir kaldir. Ég hafði klifrað upp á illúðlegan hrygginn til þess að skyggnast fram á veginn í von um að geta fært Ingþóri þær fréttir að eitt- hvað betra tæki nú við, en nú féll mér allur ketill í eld. Framundan var úfn- asti ís sem ég hafði augum litið til þessa. Hann lá eins og hráviði hvert sem litið var, stórar og hvassar ís- blokkir, og engu líkara en þeim hefði verið sturtað af himnum ofan. Það var óhugsandi að við næðum nokkum tíma á norðurpólinn með þessu áframhaldi. Baráttan virtist töpuð og mig langaði helst til að setjast niður og játa mig sigraðan. Ég hugsaði um alla vinnuna sem við höfðum lagt í undirbúning leiðangursins og allt erf- iði síðustu daga. Var allt okkar strit til einskis? Mér var orðið kalt þar sem ég stóð uppi á hryggnum. Ég mátti ekki fyrir nokkum mun láta Ingþór finna hvemig mér var innanbrjósts, jafnvel þótt honum liði eflaust eins og mér. Það var þegjandi samkomulag okkar á milli að sýna aldrei uppgjaf- armerki, þá væri allt glatað og þess skammt að bíða að við misstum móð- inn. Svo ég harkaði af mér. Þótt bar- áttan virtist vonlaus skyldi ég berjast áfram. Nú skipti öllu máli að missa ekki sjónar á markmiðinu. Úr Einn á ísnum - gangan á norðurpólinn. Haraldur Öm Ólafsson Heimspeki brýnir menn BÆKUR H e i m s p e k i ÓGÖNGUR eftir Gilbert Ryle. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. 326 bls. Garðar Á. Árnason þýddi og ritaði inngang. AÐ LESA Gilbert Ryle er líkt og að stinga blýanti í yddara. Eins og blýantsoddurinn, verður hugsunin skörp. Ryle er í texta sínum líkur flugvélavirkja sem yfirfer vélina/hug- ann áður en haldið er af stað upp í víð- áttur himinsins. Og þegar hann er flugstjóri hugans þá lendir hann í hverju landi til að kanna kringum- stæður og tækið sitt. Gilbert Ryle er breskur heimspek- ingur, fæddur fyrir hundrað árum, látinn fyrir 24. Hann var einn helsti talsmaður oxfordheimspekinnar eða þess að leggja áherslu á að beita hug- takagreiningu á almenna málnotkun til að öðlast skýrari skilning á heim- spekilegum vandamálum. Merkasta framlag hans er rannsókn á sambandi Ukama og sálar í The Concept ofMind (1949), þar sem hann uppnefndi tví- hyggjuna „kredduna um drauginn í vélinni.“ Núna hefur HÍB gefið Tam- er-fyrirlestra hans frá árinu 1953 út sem Lærdómsrit undir nafninu Ógöngur. Dilemmas heitir verkið á ensku. Ég las Dilemmas í blábyijun heim- spekináms míns, 1983, við Háskóla ís- lands, og hef ávallt munað dæmi úr verkinu þótt ég hafi ekld farið þessa engilsaxnesku málgreiningar-leið. Núna þegar ég les bókina alla aftur sé ég að textinn hefur haft dýpri áhrif en ég gerði mér grein fyrir. Flestallar hugsan- ir mínar um for- lagahyggju festu rætur í þessum texta Ryle: „Hin margfræga stað- reynd, að of seint er að byrgja brunn- inn þegar bamið er dottið í hann, veldur okkur engu hugarangri. Stundum veldur sú hugmynd okkur hugarangri að þar sem bamið muni annaðhvort detta í bmnninn eða ekki þá sé annaðhvort tilgangslaust eða ónauðsynlegt að byrgja hann.“ (bls 83) Gilbert Ryle etur saman hugtökum í bókinm og skoðar ógöngurnar sem þau lenda í. Hann bókstaflega kennir lesendum (hlustendum) sínum aðferð til að; gera skýran greinarmun, forð- ast að flytja hugtök og rök á milli hólfa eða heima, greina muninn á stigi og eðli. Hann segir að til að skilja verk skapandi heimspekings sé nauðsyn- legt að spyija: „í hvaða hugtakalegu klípu var hann? Hvaða ógöngur komu honum í klípu?“ (272) Ryle rótar í „heimspekilegu mnna- þykkni" vegna „landamæradeiina" á milli kénninga og skoðana. Hann brýtur, það sem oft er sagt en á sér svo enga stoð í raunveruleikanum, til mergjar. Og hann sýnir að menn láta oft undan freistingunni að þrýsta hugtökum af ákveðnum flokki í þess konar för sem hæfa hugtökum úr öðr- um flokki. Almennt gildi verksins felst því í að hvetja fólk til; að forðast kvía-villur (category) f máli sfnu og texta, rannsaka notkun hugtaka. Jafnan heldur textinn lesandanum fongnum m.a. vegna þess að höfund- urinn er sérfræðingur í dæmum og líkingum. „Þá er ljóst að svo framar- lega sem húsmóðurinni er hlýtt þá verður alltaf eitthvað eftir af kökunni, sama hversu marga hringi hún fer um borðið." (115). Ailir í þessu ímyndaða afmæli urðu að skilja eitthvað eftir af kökunni! En vissulega getur höfund- urinn orðið þreytandi í nákvæmri greiningu sinni, enda býst hann við því sjálfur. „Ég vona að þessi lang- dregna líking hafi að minnsta kosti sannfært ykkur um að raunverulegar rökfræðilegar dyr standi okkur opn- ar.“ (190). Ég spái að þessi bók hafi og geti orðið mörgum einstaklingum holl lesning, t.d. þeim sem vilja efla sig í röklegum umræðum, og áhugamönn- um um orðin í tungumálinu. Það hefur örugglega verið gefandi að rökræða við Gilbert Ryle, en nemandi hans, Þorsteinn Gylfason prófessor, getur eflaust vitnað um það (sjá bókina Réttlæti og ranglæti, eftir ÞG). Þor- steinn tekur undir eftirmæli Davids Hamlyn í tímaritinu Mind um Ryle: „Hann var mikill heimspekingur og mikil manneskja.“ Ég var búinn að strika undir marg- ar snjallar setningar í bókinni til að vitna í hér, en ramminn minn í blaðinu gæti brotnað við birtingu þeirra, setn- ingar eins og: „Hér á eftir mun ég ræða um kóngulóarvef rökfræðilegra vandræða sem er ekki að finna úti í horni heldur í herberginu miðju.“ (167) „Hefur óvarkámi taflmaðurinn sem ýtir óvart með skyrtuerminni drottningunni sinni á reit þar sem hún mátar kóng andstæðingsins, unn- ið andstæðing sinn?“ (235) „Dauðsfóll sem komið er í veg fyrir eru ekki dauðsfóll." (90) „Óhugsandi er að finna skrá yfir orrustur sem ekki voru háðar.“ (91) „í dag er mánudagur en á morgun er ekki þriðjudagur." (87) Ég stenst samt ekki mátið að vitna í uppáhaldskaflann minn í Ógöngum: Vellíðan (Pleasure). Oft er sagt að ósjálfrátt gangi lífið út á það að sækjast eftir ánægju (eða vellíðan) og að forðast sársauka. Anægja og sársauki virðast vera and- stæður. En hér er annað ógleyman- legt atriði sem greip mig við fyrri kynni mín af þessum texta Ryle: Ánægja og sársauki eru ekki and- stæður. Þau eru hugtök og fyrirbæri af ólíkum toga. „í stuttu máli sagt, velh'ðan er alls ekki skynjun, og þess vegna ekki skynjun sem má mæla með sama mælikvarða og verk eða sting.“ (150). „Við getum sagt að hug- tökin að njóta og að mislíka hafi rang- lega verið sett í sömu kví og að finna til sársauka." (165). Einnig vakti þessi kafli mig til umhugsunar um ósér- plægni og ástríkt fólk. Ég bar saman nokkra staði vegna þýðingarinnar og mér finnst Garðari hafa heppnast verkið vel. Hann hefui- áður þýtt textann „Goðsögn Descart- es“ eftir Ryle (Heimspeki á tuttug- ustu öld, MM 1994). Einnig er í Ógöngum þýdd áhugaverð sjálfs- ævisöguleg grein eftir Gilbert Ryle. Ógöngur í útgáfu HÍB hefst á grein- argóðum inngangi þýðanda um Ryle og samferðamenn hans í heimspek- inni. Bókinni lýkur svo á eftirmála VUhjálms Ámasonar ritstjóra Lær- dómsritanna þar sem m.a. kemur fram að Þorsteinn Gylfason átti frum- kvæði að því að Garðar þýddi þessa ágætu bók. Gunnar Hersveinn Nýjar bækur • ÚTerkomin skáldsagan Odda- fluge ftir Guð- rúnu Helgadótt- ur. í fréttatUkynn- ingu segir: „Guð- rún er einn þekktasti rithöf- undur þjóðarinn- ar en þetta er í fyrsta sinn sem hún skrifar skáldsögu fyrir fuUorðna. Áður hefur hún sent frá sér nær tvo tugi bamabóka og skrifað tvö leikrit. Guðrún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar, sem ávaUt hafa notið mikillar hylli yngri sem eldri lesenda. Oddaflug er mögnuð fjölskyldu- saga sem nær yfir öldina alla. Þetta er saga Katrínar KetUsdóttur, sem vex upp við góð efni á fyrri hluta ald- arinnar, og mannsins sem hún kýs sér, Sæmundar, sem hefur alist upp við basl og fátækt. En þetta er einnig saga dætra þeirra fjögurra, nútíma- kvenna sem velja hver sína leið í líf- inu, - og sonarins sem þau misstu ungan. Tilvera fjölskyldunnar virðist í föstum skorðum en ekki er allt sem sýnist og undir lygnu yfirborðinu liggja óuppgerð, sársaukafull mál. í Oddaflugi fléttast sögur ólíkra ein- stakhnga saman í heildstæða frásögn um ást og söknuð, gleði og sorg, svik og vonbrigði - líf og dauða.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er239 bls. Loftur Ólafur Leifsson hannaði bókarkápu, Oddi hf. prent- aði bókina. Leiðbeinandi verð: 4.280 krónur. • IJT er komin bókin Nærmynd af Nóbelsskáldi. Halldór KHjan Lax- ness íaugum samtímamanna. í fréttatilkynningu segir: „Þetta er mikil bók, ríflega 400 síður að stærð þar sem fjölmargir einstakl- ingar rifja upp kynni sín af Halldóri og em allir á persónulegum nótum. Þrjú af fjórum börnum Halldórs taka til máls. Elsta dóttir hans, María, segir frá stóm ástinni og þeirri einu í lífi móður sinnar og harmsaga Maríu sjálfrar lætur eng- an ósnortinn. Einar Laxness, sonur Halldórs og Ingu, skrifar afar at- hyglisverða grein um foreldra sína og vinafólk og Sigríður, eldri dóttir Nóbelsskáldsins og Auðar, sver sig í ættina með bráðskemmtilegum þætti um samskipti dóttur og föður. Af öðmm sögumönnum má nefna fyrrverandi tengdason Halldórs, Jón Gunnar Ottósson, Magnús Magnússon, Árna Bergmann, Svein Einarsson,Matthi'as Johann- essen, Jón á Reykjum og Gunnar Eyjólfsson. Þættirnir era ýmist frumsamdir af sögumönnum sjálfum eða skrif- aðir sem viðtöl og stýrðu þar penna; rithöfundarnir Guðrún Guð- laugsdóttir og Valgeir Sigurðsson, sagnfræðingarnir Inga Huld Há- konardóttir og Vilborg Auður ís- leifsdóttir, blaðamennirnir Sigurð- ur Á. Friðþjófsson og Kristján Guðlaugsson og síðast, en ekki sísta, skal nefna Auði Jónsdóttur, barnabarn Nóbelskáldsins og rit- höfund. Jón Hjaltason sagnfræðingur rit- stýrði.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Leiðbeinandi verð: 4.980 krónur. ------------------- Einar Már á Súfistanum DAGSKRÁ helguð Einari Má Guð- mundssyni verður á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menn- ingar, Laugavegi, í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Þar les Einar Már úr nýútkominni skáldsögu sinni, Draumar á jörðu, og Guðni Elísson ræðir um skáldið. Einnig flytja þeir Tómas R. Einars- son og Einar Már efni af geisladiski sínum, í Draumum var þetta helst, sem kom út í haust. Ókeypis aðgangur. Guðrún Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.