Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 6^-
af jólastemningu
Nokkrir metrar af grenilengju og falleg
sería með, skapa ekta jólastemningu.
Jólin eru í Byggt og búið!
byggtogbúið
Kringlunni
Eg um þig frá mér til þín
TONLIST
Geisladiskur
POPP
Popp, geisladiskur Sóldaggar.
Sveitina skipa þeir Bergsveinn Ar-
iiíusson (söngur, bakraddir), Gunn-
ar Þór Jónsson (gítar, bakraddir),
Jón Ómar Erlingsson (bassi), Stefán
H. Henryson (hljómborð) og Bald-
vin A. B. Aalen (trommur, bakradd-
ir). Þeim til aðstoðar eru Pétur Örn
Guðmundsson (bakraddir), hljóð-
færaleikarar úr Sinfóníuhljómsveit
Islands undir stjórn Sigrúnar Eð-
valdsdóttur (strengir) og þeir
Snorri og Steinar Sigurðarsynir
(málmblástur). Lög og textar eru
eftir ýmsa meðlimi Sóldaggar fyrir
utan lögin „Þrá“ (lag: Ásgeir Jón
Ásgeirsson, texti: Hafþór Ragnars-
son) og „Hef ekki augun af þér“
(lag: Crewe Gaudio, texti: Þor-
steinn Eggertsson). Textann við
„Ljós“ á Hafþór Ragnarsson.
Strengjaútsetningar voru í höndum
Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
Upptökum stýrði Sóldögg ásamt
Hafþóri Guðmundssyni. 37,50 mín.
Skífan gefur út.
HLJÓMSVEITIN Sóldögg starfar
í ball/poppsveitageiranum íslenska
ásamt Skítamóral (nú í hléi), Landi og
sonum, írafái’i, Buttercup, A móti sól
og fleiri sveitum en tónlist þessara
sveita er um margt svipuð; grípandi
popptónlist, söngvæn og stuðvekj-
andi. Fátt veit ég betra en að ylja mér
við haglega smíðað popp. Geri hins
vegar þá kröfu að heiðarlega sé að
verki staðið.
Sumar sveitanna hafa að undan-
fömu fundið hjá sér þörf til að gera
framsæknari hluti en tíðkast hafa og
fer Land og synir þar fremst í flokki
um þessar mundir. Sóldögg hefur
einnig sýnt sannfærandi þreifingar í
átt að þessu og hafa endmm og eins
snarað út eðalpoppi á síðustu árum.
Stundum velti ég því fyrir mér
hvort það sé metnaður eða minni-
máttarkennd sem ráði þessu því á
stundum hefur mér þótt valdir fuU-
trúar stefnunnai' látið í veðri vaka
óþarfa smæðartilfinningar gagnvart
sveitum sem geta „gert það sem þeim
sýnist.“ (Sigur Rós?, Maus?, Botn-
leðja?). Það er skiljanlegt að lista-
menn hafi löngun til að verða metnir
að verðleikum fyrir listsköpun sína en
staðreyndin er sú að eðlis síns vegna
þjóna þessar sveitir markaði sem ger-
ir þeim ókleift að fylgja algerlega því
sem hugurinn býður þeim. Sveitimar
sem hafa afráðið að taka skref í átt að
hlutum sem eru óvanalegir dansa því
óhjákvæmilega undai'legan línudans,
fastir milli þess sem þeir hafa metnað
til og þess sem markaðurinn heimtar.
Sóldögg er piýðisgott dæmi um
þessa tilvistarkreppu, og platan Popp
í raun birtingarmynd hennar, þai’
sem hún er dregin áfram af
ósættanlegu tvíeyki.
Arnar Eggert
Thoroddsen segir
Popp Sóldaggar
gefa góða innsýn í
tilvistarkreppu
metnaðarfullra ís-
lenskra popp-
sveita.
Á heildina séð eru lagasmíðar
Popps grunnar, þriggja gripa
slagararokk, harla ófrumlegt. Löstur
þegar maður hefur á tilfinningunni að
maður geti sjálfur pikkað þetta upp á
fimm mínútum, þrátt fyrir vafasama
gítarkunnáttu; kostur er að einfald-
leikinn getur af sér ómótstæðileg og
grípandi poppverk.
Hið hefðbundna og tilraunakennda
getur vel farið saman, að því tilskyldu
að gæðastjóm beggja flokka sé í lagi.
Meginkrankleikinn héma felst í vönt-
un á þessu; hér era samankomin
fimagóð popplög í framsæknari kant-
inum ásamt afspymuslökum lögum af
léttara taginu.
Til dæmis er besta lagið, „Ljós“,
kröftugt og melódískt, með afar gríp-
andi viðlagi en Sóldaggarmenn era
sérfræðingar í viðlagavísindum er vel
liggui- á þeim. Skotheldur dægurlag-
asmellur. Eins er opnunarlagið,
„Hennar leiðir", „stórt“ og ábúðar-
mikið lag, fínasta popplag en Mður þó
fyrir bjánalega strengi sem hanga
máttlausfr og tilgerðarlegir undir því.
Ekki nota strengi nema lögin kalli á
þá! Einnig búa lög eins og „Englar"
og „Þrá“ yfir dægigóðum poppkrafti.
Sóldögg era bestir er þeii' setja í
rokkgírinn, sérstaklega er gítarleikur
góður og lifandi, og rödd Bergsveins
er sterk og persónuleg; rám, rokkuð
og ástríðufull. Ein meginstoð plöt-
unnar.
En svo eru hér lög sem eru afskap-
lega léttvæg og klén, lög eins og
„Bonasera", „Hugsa um þig“ og ,A1-
ein“. „Bonasera“ marar á grunnsævi
popplistarinnar, textinn ömurlegur
með línum eins og „Bonasera, ég lyfti
og tek inn stera, má ég sjá þig bera“
og línur sem setja nýja staðla fyrir
ósmekklegheit: „...viltu koma heim að
ríða...viltu leyfa mér að koma inní
þig—“•
Nú er enginn að ætlast til að gífur-
leg andagift þurfi að fylgja dægur-
textagerð. En það era takmörk fyrir
því hversu mikill leirburður er þol-
andi og héma keyrii’ úr hófi fram.
Lagerútsölulok!
Mizuno/ErreaAlhlsport
Vandaðar vörur á frábæru verði.
Tökum debet- og kreditkort. Sendum í póstkröfu.
Opið virka daga frá kl. 10-17,
laugardag 25. nóv. frá kl. 10-14.
Kj. Kjartansson hf.,
íþróttavörudeild
Skipholti 35 - 3. hæð - sama hús og
Gúmmívinnustofan, sími 581 1212.
Flestir textamir era
arfaslappir og sjaldan hef
ég séð orðunum „þú“,
„þér“ og „ég“ bregða
jafnoft fyrir á jafiistutt-
um tíma og á þessari
geislaplötu. Textamir á
plötunni era Ijótt lýti á
henni.
Tvíeðli plötunnar rúm-
ast stundum innan eins
og sama lagsins, t.d. byij-
ar „Engu nær“ á áhrifa-
mikinn hátt, þar sem gít-
ar og hljómborð vinna vel
samán. En að þessari
glæstu byrjun lokinni dettur
það strax niður í meðal-
mennskuna.
Sterkasti eiginleiki plöt-
unnar liggur í því að Sóldagg-
armenn era hvergi smeykir
við að gera tilraunir með
hljóð og útsetningar, viðleitni
sem setur þá í nokkum sér-
flokk á meðal jafningja. Flest lögin
búa jdir skemmtilegum tölvu- og
hljóðgervlahljómum og það er bragð-
ið á leik í upptökutækni sem gefur
lögunum, áferðarlega séð, nokkra
breidd og nær að dylja áðumefndan
einfaldleika lagasmíðanna. Gítarleik-
ur og upptaka á rödd era og nýstárleg
og lyftir þetta plötunni upp.
A plötunni era tíu lög; eitt þeirra
kom út í sumar - á safnplötunni
Svona er sumarið2000, og annað, slök
ábreiða yfir lagið „Hef ekki augun af
þér“ (e. „Cant take my eyes off of
you“) er þegar komið út á plötu sem
gefin var út í tengslum við kvikmynd-
ina íslenski draumurinn. Þetta segi
ég af því að það er flýtikeimur af plöt-
unni, lílct og Sóldaggarmenn ráði ekki
almennilega við að gera heilsteypta
og trausta poppplötu, og meirihluti
laga sé uppfyllingarefni. Þetta gerir
að verkum að í besta falli er þetta
slarkfær popplata en í versta fafii illa
stagbætt breiðskífulíki.
Hér er nægilega mikið af vísbend-
ingum um að Sóldögg hafi það í sér að
búa til virkilega gott popp. Ýmislegt
þarf þó að slípa til ef svo á að geta orð-
ið í framtíðinni. Þessi herslumunur
hefur háð Sóldögg nokkuð undanfarin
ár; ýmislegt gefið í skyn en fátt orðið
að veraleika. Það hefur allt að segja
um áframhaldandi gengi sveitarinnar
hversu vel þessi myllusteinn er bund-
inn um háls Sóldaggardrengjanna.
Arnar Eggert Thoroddsen
Dönsku
Olsen-
bræðumir
munu vafa-
lítið gleða
Evrúpubúa
með sam-
söng sínum
í Parken.
Reuters
Söngvakeppni evropskra sjónvarpsstödva
íslendingar aðrir í röðinni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÍSLENDINGAR lentu framarlega
f flokki er dregið var um röð flytj-
enda f Söngvakeppni evrópskra
sjúnvarpsstöðva, sem fram fer í
Parken f Kaupmannahöfn 12. maf
á næsta ári. 23 þjúðir taka þátt í
keppninni og verða Hollendingar
fyrstir á svið en þar á eftír koma
fslensku flytjendurnir. Parken
tekur um 35.000 manns f sætí og
verða miðar seldir á pústhúsum, í
gegnum síma og á Netinu. Dregið
var um röð keppenda í beinni út-
sendingu í danska sjúnvarpinu í
gær auk þess sem kynnar keppn-
innar voru kynntir, ieikarinn Sor-
en Pilmark og sjúnvarpskonan
Natasja Crone. Pilmark, sem er
45 ára, er mörgum Islendingum
að gúðu kunnur úr sjúnvarpsþátt-
um og kvikmyndum, m.a. Lans-
anum eftir Lars von Trier. Crone
er þrítug og hefur starfað hjá
danska sjúnvarpinu í tvö ár, fyrst
sem íþrúttafréttamaður en sfðan
sem kynnir, m.a. við forkeppni
söngvakeppninnar á þessu ári.
Búist er við að miiljúnir manna
um heim allan fylgist með keppn-
inni auk þeirra sem kaupa miða á
Parken. Miðasalan hefst 27. núv-
ember og er verð á miðum frá 395
dkr., um 3.800 ísl. kr. og upp í 795
dkr., um 7.700 ísl. kr. eftir sætum
en þeir sem láta sér nægja að
standa greiða 350 dkr. fyrir mið-
ann, um 3.400 ísl. kr. Áhugasamir
íslendingar geta fest kaup á mið-
um í gegnum Netið á www.-
billetnet.dk.
ALMEINIiyUR
DANSLEIKUR
með Geírmundí Valtýssyní
í Ásgarði, Glæsibæ,
föstudagskvöldið 24. nóvember
Húsið opnað kl. 22.00.
Allir velkomnir!