Morgunblaðið - 24.12.2000, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn Jólasveinn í klóm reiknimeistara Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÓNEFNDIR reiknimeistarar hafa komist að þeiiTÍ niðurstöðu að jólasveinninn sé ekki til og byggja fullyrðingu sína á útreikn- ingum á starfssviði hans. Þá hef- ur breska kirkjan reynt að draga úr áhrifum jólasveinsins vegna allrar kaupmennskunnar í kring- um hann. Sjálfur mun sveinki hafa tekið þessum fregnum með ró. Það er hins vegar rétt að jóla- sveinninn hefur í nógu að snúast fyrir jólin. Þar sem hann heim- sækir öll kristin böm verður hann að hafa viðkomu á um 108 millj- ónum heimila þar sem hann hittir alls 378 milljónir barna. Reiknað hefur verið út að fari jólasveinn- inn frá Norðurpólnum, norður af Finnlandi og í vesturátt, hafi hann 31 tíma til stefnu og sé þá tekið mið af tímabeltum. Verður hann því að Ijúka 967,7 heimsókn- um á sekúndu. Það nemur um einum þúsundasta á sekúndu til að leggja sleðanum, deila út gjöf- um og koma sér á næsta stað. Á þessari ferð leggur jóla- sveinninn 140 milljón km að baki. Hann verður því að hafa hraðann á og fara með 1.040 km hraða á sekúndu. Sé reiknað með því að hver gjöf sé hálft kfló vegur sleðinn 189 milljón kíló. Á landi getur hvert hreindýr dregið sleða sem er um 140 kfló að þyngd en í himin- geimnum er allt auðvitað léttara. Geti hvert hreindýr dregið tíu sinnum þyngra hlass í háloftun- um þarf jólasveinninn að spenna 135.000 hreindýr fyrir sleðann. Þá er þyngdin á öllu komin upp í 210 milljón kfló. Þegar svo þungt hlass fer um með 1.040 km hraða á sekúndu gengur mikið á vegna loftmót- stöðunnar. Hreindýrin og sleðinn hitna jafnmikið og geimskip sem skotið er upp í loft og hætt er við að fleira en nef hreindýranna yrði rautt við allan hamaganginn. Reyndar yrði raunin líklega sú að hreindýrin og sleðinn myndu springa í loft upp. Clinton reynir á ný að miðla málum Washington, Jerúsalem, Gaza. AP, AFP. BILL Clinton . Bandaríkjaforseti hugðist í gær eiga nýjan fund með samningamönn- um Palestínu- manna og ísraela í Washington til að reyna að greiða fyrir samkomu- lagi. Talsmenn Palestínumanna sögðu að horfurnar væru slæmar og ekkert hefði þokast í rétta átt. En fulltrúar bandarískra stjómvalda bentu á að þótt mikið bæri í milli væm samningamennirnir samt enn á staðnum. Ætlunin var að viðræðunum lyki í gær og var upphaflega vonað að nið- urstaðan yrði að kallaður yrði saman leiðtogafundur þar sem þeir Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, myndu reyna að semja um frið. Fjórir Palestínumenn féllu í átök- um við ísraelska hermenn á föstudag og var fyrirhugað að jarðsetja þá í gær. Spáðu Palestínumenn að dag- urinn yrði enn einn „dagur reiði“ á sjálfsstjómarsvæðunum. Alls hafa nú 355 fallið í átökunum sem hófust í haust og era langflest fómarlömbin Palestínumenn. Að sögn BBC lögðu fulltrúar ís- raela fram tilboð um að stjóm Ara- fats fengi meiri völd yfir gamla borg- arhlutanum í Jerúsalem en gert var ráð fyrir í fyrri viðræðum deiluaðila. í staðinn myndu Palestínumenn slaka til í kröfunum um að palestínsk- ir flóttamenn fengju allir að snúa heim til fyrri heimkynna sinna í ísra- el sem margir flóttamannanna eða foreldrar þeirra yfirgáfu fyrir rúm- lega 50 áram. Fulltrúar Palestínu- manna sökuðu ísraela í gær um að hafa síðan dregið tilboð um málamiðl- un tíl baka en þeir vísuðu þeim full- yrðingumábug. Danny Yatom, öryggismálaráð- gjafi Baraks, sagðist í gær ekki vera viss um að takast myndi að ákveða leiðtogafund. Hann lagði áherslu á að samið yrði um allsheijarlausn og þá ekki síst um framtíð Jerúsalem en einnig um framtíð byggða landnema úr röðum gyðinga á svæðum Palest- ínumanna og loks að samið yrði um hlutskipti palestínskra flóttamanna. Þeir era yfir þrjár milljónir og búa flestir á sjálfsstjómarsvæðunum en einnig margir í Jórdaníu og í fleiri löndum. „Ef tíl vill er þetta í síðasta sinn sem boðin er málamiðlun," sagði Yat- om. „Fari viðræðumar út um þúfur gætu afleiðingamar orðið slæmar en ég er bjartsýnn," bætti hann við. MORQUNBLAÐtB 24. DESEMBER 2000 Bill Clinton

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.