Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 24.12.2000, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ >2 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 FOLKI FRETTUM - Diskó er tóm hamingj Margir tengja diskótímabilið við fötum. En eins og diskókóngurinn Margeir hefur sýnt í gegnum tíðina er diskó ekki bara tónlist heldur lífsstíll. ÁRLEGT Diskókvöld Margeirs verð- ur haldið á Thomsen á annan í jólum. Þá er um að gera að draga fram glitr- andi gleðigalla og skella sér í gleð- skapinn. „ Já, er það ekki málið,“ segir Mar- geir og bætir við að um þessi jól hafi hann vegna fjölda fyrirspuma einnig ákveðið að setja saman efni á disk fyr- ir aðdáendur sína. „Já, fólki fannst líða allt of langur tími á milli diskó- kvöldanna og ég kem fram við aðdá- endur eins og sannur sjentilmaður," segir hann og brosir tvíræðu brosi. Ekki voru nú allir karlmenn á þeirri skoðun á sínum tíma. A áttunda áratugnum gengu háværar sögur um að hann hefði orsakað margan skiln- aðinn í borg draumanna og var Mar- geir, sem þótti bjartasta von þessa tíma, afar iUa séður af helstu karlleik- urum og leikstjórum þessa tíma. Svo fór að hinn þá óþekkti leikari John Travolta hreppti hlutverk Tony Man- ero í Saturday Night Fever á síðustu stundu. Hiti í Hollywood -Var einhver fótur fyrir þessum sögusögnum? „Ég er ekkert fúll út í Johnny fyrir að hafa fengið hlutverkið þótt hlutverkið væri skrifað með mig í huga. En aUir sem þekktu tU á þess- um tíma vissu náttúrulega að hann var bara dansari á meðan ég var diskóið - holdi klætt. Svo var listrænn ágreiningur á miUi mín og leikstjór- ans en hann hugsaði ekki alveg skýrt af ástæðum sem ég get ekki greint frá hér. En hvort muna fleiri eftir honum eða mér í dag,“ segir Margeir og brosir út í annað. Margeir er vanur því að fá yfir sig flóð spuminga um samskipti hans við frægar leikkonur og söngkonur í dansgólfí, glitrandi glanskúlu í lofti og ' fólki að skaka mjöðmum í allt of þröngum sambandi við áðumefndar sögusagn- ir. Hann bregst ekkert illa við einni enn, en fitlar þó við gUda gullkeðjuna sem hann ber um hálsinn. „Jú, ég neita engu - en bendi á að menn eiga ekki að gjalda vinsælda sinna.“ -Á tímabili héldu margir að þú vær- iraðyfírgefa tónlistarheiminn ogfara alfarið yfír í kvikmyndaleik. Þá heyrðist ekkert diskó í útvaipinu. „Já, en diskóið var aldrei dautt - heldur fór bara í pásu. Þegar ég sneri mér að kvikmyndaleik vegna mikUlar eftirspurnar komu upp ýmsar brokk- gengar tónlistarstefnur en þær hafa allar lognast út af, segir Margeir en vill þó greinUega ekkert rifja of mikið upp ferilinn í þýskum kvikmyndum sem flestar voru víst bannaðar innan 18 ára.“ -En hver er hinn sanni diskóandi? „Diskó er tóm hamingja. Þeir sem kvarta og kveina allan daginn þurfa ekkert annað en að finna diskógírinn til að fatta um hvað málið snýst. í diskóinu era allir dagar sunnudagar og öll kvöld laugardagskvöld." Margeir diskókóngur í góðra kvenna hópi. Hið árlega diskókvöld Margeirs á Thomsen á annan í jólum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.