Skírnir - 01.01.1829, Blaðsíða 68
68
stadar hljómudu saungvar í múti honum; Mán-
udaginn næstan eptir, var aptr dýrdligasta stór-
veizla, og gekk þad á allan hátt til sem enii
fyrsta dag. þridjudaginn þann 4d" nóvember
um hádegisbil, helt konúngr og en nýgiptu
konúngligu brúdhjón og konúngshúsid fráKristj-
ánsborg til Amalíuborgar í dýrdligustu pró-
cessíu, vóru þau stræti borgarinnar, er haldid
var í gegnum, þettsett á bádar hlidar af stríds-
mannalidi, stúdentum og borgurum, en blómstr-
um strád á vcginn; var þá og slíkr manngrúi
samankominn á nálægum götum og strætum, ad
eigi vard tölu á komid, jók had og allmjög
gledina, ad vedr var blídt og fagrt. Kvöldid
eptir (5. nóvember) var, í vidrvist gjörvalls kon-
úngshússins, í því konúngliga sjónarleika-húsi
leikid nýtt sjónarspil, samid í því skyni af dr.
Heiberg (er mörg slík snillilig samid hefir); var
tekid á móti þeim konúngligu brúdhjónum, med
fagurri saungvísu, er skáldid, prestrinn Boje,
hafdi orkt; og þegar henni var lokid, med
þríteknu gledihrópi, af þeim mikla og tígugliga
mannfjölda, er þá var þar samankominn; þegar
fortjaldid lyptist, gckk enn mikli Ieikari JNielsen
fram á sjónarplázid, hertýgjadr ad íornum sid,
og let þar, í nafni Skjaldar konúngs, snjallt og
fagrliga mæltan formála (Prólóg) nokkurn, sam-
antekinn af ofannefndu gódskáldi, prestinum
Boje, og þvínæst hófst sjálft sjónarspilid, sem
cndadi med fögru cptirmæli (Epílóg) og marg-