Skírnir - 01.01.1829, Blaðsíða 51
51
cyarmcnn þykjast strjúka um ófrjálst höfud, og
sæta álögum af stjórn Hollendínga. Hagr Ensk-
ra þaránióti í Austr-Indíum cr ad ytra áliti
cnn æskiligasti; þeir hafa nád þvínær öllum
fremri Indíum, og öflugri fótfestu í enum eptri,
hiuumegin Ganges fljótsins. Birmanar, er um
undanfarin ár hafa átt í strídum vid Breta,
hafa nú látid hugfallast, og einnig lokid á þessu
ári skilvísliga peníngasummum þeim , er Bretar
vid seinustu fridargjörd höfdu sér af þeim
áskilid. þykir og líkligt, ad líkt liggi fyrir
konúngunum í Síam og Kotshinkínu, ad verda
á einhvörn hátt Bretum hádir.
þad er sagt ad Kína-keisari ]íti mjö'g horn-
auga til þess, er Brctar þannig nálgast ríki hans
úr frá ári; greiddist þeim einkum vegr í Birm-
ana strídinu, sérílagi þarvid, er þeir brutu
undir sig Jíepálsríki, er liggr fyrir nordan Beng-
álaland; er þad og fullhermt, ad Kínamcnn á
allan hátt hamli kaupverzlun og ödrum afskiptum
milli Breta og þeirra ríkisins umdæma, er
liggja næst eignum þeirra. Kínaríki er þrátt
fyrir stærd sína og fólksíjölda, og þólt þad
nefnist ed himneska keisaradæmi, innvortis sjúkt
og af sér gengid, einsog lítid var ávikid í
næstlidins ársSkirnir, þó er uppreist, sú erTart-
arar hófu gegn kcisaranum, nú fullkomliga sefud.
Á næstlidnu sumri var höludborg uppreistar-
manna, er Kaschar nefnist, unnin, og forínginn
sjálfr licrtckinn , og nýtr þannig ríkid rósemis
ad sinni, cn cngu ad sídr er innvorlis vanmáttr
4*