Skírnir - 01.07.1891, Side 2
2 Löggjöf og landstjórn.
ur, séra Ólafur Ólafsson í Guttormshaga, í stað Dorvalds Björnssonar í
Núpakoti (Dorvaldseyri), er hafði sagt af sér þingmensku um veturinn.
Sátu því 5 nýir þingmenn á þessu þingi.
Alþingi, hið 10 löggjafarþing, setti landshöfðingi 1. júlí. Voru þá allir
þingmenn komnir nema einn, Ólafur Pálsson, er kom nokkru síðar. Dessir
urðu emhættismenn þingsins: forseti sameinaðs alþingis var kosinn presta-
skólakennari Eiríkur Briem, varaforseti amtm. E. Th. Jónassen. Forseti
efri deildar var kosinn séra Benedikt Kristjánsson, varaforseti Arnljótur
Ólafsson. Forseti neðri deildar var kossinn séra Dórarinn Böðvarsson,
varaforseti sýslum. Benedikt Sveinsson. Til þess að vera skrifstofustjóri
alþingis var fenginn yfirdómari Kristján Jónsson.
í sameinuðu alþingi voru þeir Dr. Grimur Thomsen og ritstjóri Dor-
leifur Jónsson kosnir til að taka sæti i efri deildinni.
Dau mál, er á þessu þingi þóttu mestu varða og lengst voru rædd og af
mestu kappi, voru stjórnarskrármálið og fjárlögin. Umræðurnar um stjórn-
arskrármálið urðu hæði lengri og harðari en nokkru sinni áður i neðri
deild, þar sem málið kom fram þegar á öndverðu þingi, og var Benedikt
Sveinsson þar framsögumaður þess. Frumvarpið var í öllum höfuðatriðum
samhljóða frumvarpi því, er samþykt var í neðri deild þingsins 1887 og
þá dagaði uppi í efri deildinni; ein þeirra fáu hreytinga, er gerðar
voru, var sú, að síðustu fjárlög, er náð hefðu staðfestingu konungs, skyldu
gilda, ef svo hæri við, að ný fjárlög yrðu eigi samþykt af þinginu eða
þau næðu eigi staðfestingu, en engin önnur hráðahyrgðafjárlög mætti
setja. Ymsar komu fram breytingartillögur við frumvarp þetta, sumar frá
þeim þingmönnum, er aðhylzt höfðu frumvarp efri deildar 1889, og allar
miðuðu til að jafna þann skoðanamismun, er þá hafði valdið svo mikilli
misklíð og sundrung meðal þingmanna, en aðrar frá öðrum þingmönnum,
er að vísu fylgdu frumvarpi neðri deildar, en vildu laga annmarka þá, er
á því væru; helzta breytingin, er fram varborin, var sú, að alþingi skyldi
vera óskipt, en í þess stað skyldu vera 5 umræður um hvert mál, til þess
að umræðurnar gætu orðið engu síður rækilegar en með tvískipting þeirri,
sem nú er. En við 2. umræðu málsins voru nær allar hreytingartillögur,
þær er fram höfðu komið, feldar og við 3. umræðu var það siðan sam-
þykt óbreytt með 18 atkv. á móti 3. Degar nú málið kom fyrir efri
deildina, var því gert heldur lágt undir höfði og felt frá 2. umræðu nær
umsvifalaust með 7 atkv. á móti 4. Skömmu síðar bar þjóðkjörinn þing-
maður í efri deildinni upp frumvarp til breytinga á nokkrum atriðum í