Skírnir - 01.07.1891, Side 7
LöggjOf og landatjðm.
7
Á skipun embættÍBmanna urðu þær breytingar, er nú skal greina.
Lausn frá embætti fengu:
Sttfán Thorarensen, sýslumaður i Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á
Akureyri, 3. jan. og séra Jón Bjarnason, prestur í Skarðsþingum i Dala-
prófastsdæmi, 26. maí.
Sýslumannsembœtti voru þessi veitt:
SigurSi Ólafssyni, sýslum. í Skaptafellssýslu, var veitt Árnessýsla 9.
jan. frá 1. mai. Birni Bjarnarsyni, cand. jur., var veitt Dalasýsla s. d.
Guðlaugi Guömundssyni, cand. jur., settum málaflutningsmanni við lands-
yfirdóminn, var veitt Skaptafellssýsla 17. júní. Jóni Magnússyni, cand.
jur., var veitt Yestmannaeyjasýsla 3. júli.
Prestvígðir voru á árinu þessir prestaskólakandidatar:
Einar Þórðarson til Hofteigs 7. júní. Jón Árnason til Otrardals s. d.
Magnús Blöndal Jónsson til Hallormsstaðar og Þingmúla s. d. Jón Páls-
son til Höskuldsstaða 35 okt. Ríkarður Torfason til Rafnseyrar s. d.
Yngvar Nikulásson til að vera aðstoðarprestur síra Jóns Björnssonar á
Eyrarbakka s. d.
Prestaköll voru þessi veitt:
Einari Þórðarsyni, prestaskólakandídat, var veitt Hofteigsprestakall
i Norðurmúlaprófastsdæmi 12. febr. Jóni prófasti Jónssyni í Bjarnanesi
var veitt Stafafellsprestakall í Austurskaptafellsprófastsdæmi 9. marz. Jóni
Arasyni, presti á Þóroddsstað, var veitt Húsavíkurprestakall í Suður-Þing-
eyjarprófastsdæmi 21. marz. Jóni Finnssyni var veitt Hofsprestakall í
Álptafirði í Suðurmúlaprófastsdæmi (sbr. Fr. 1890, bls. 9) 1. apríl. Jóni
Árnasyni, prestaskólakandidat, var veitt Otrardalsprestakall í Barðastrand-
arprófastsdæmi 29. maí. Magnúsi Blöndal Jónssyni, prestaskólakandídat,
var veitt Hallormsstaðar- og Þingmúla prestakall í Suðurmúlaprófastsdæmi
2. júni. Þorsteini Benidiktssyni, presti á Rafnseyri, var veitt Bjarnanes-
prestakall í Austurskaptafellsprófastsdæmi 1. júlí. Ólafi Helgasyni, aðstoð-
arpresti að Stokkseyri, var veitt Gaulverjabæjarprestakall í Árnesprófasts-
dæmi 8. ágúst. Jóni Pálssyni, prestaskólakandídat, var veitt Höskulds-
staðaprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi 22. okt. Ríkarði Torfasyni,
prestaskólakandídat, var veitt Rafnseyrarprestakall i Yesturísafjarðarpró-
fastsdæmi 24 s. m. Emíl G. Guömundssyni, prestaskólakandídat, var veitt
Kvíabekkjarprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi 3. nóv.
Heiöursmerki fengu á þessu ári:
Lárus E. Sveinbjörnsson, yfirdómsforseti, var sæmdur riddarakrossi