Skírnir - 01.07.1891, Page 14
14
Atvinnuvegir.
600, á Eyrarbakka 448 og Stokkseyri 680, og var meiri hluti aíians ýsa;
á þessum slóðum var og vorvertíðin dágóð. Undir Jökli var mokfiski frá
því á miðjum einmánuði og langt fram á sumar. Á Yestfjörðum, einkum
á ísafirði, var mjög aflalaust alt vorið og brást vetrarvertíðin þar gersam-
lega, en allmikill steinbítsafli var þar víða (600 hsest í hlut). Á Skaga-
firði og Eyjafirði var allgóður afli um sumarið og um haustið veiddist tölu-
vert af síld á Eyjafirði. En á Austfjörðum var nær allt sumarið og til
ársloka ágætisafli, bæði síld og þorskur; mátti heita, að þar væri landburð-
ur timum saman á hinum syðri fjörðnm: 1000—1600 af vænum fiski á
einn bát á dag; mun það vera meiri afli, en menn viti dæmi til áður,
síldaraflinn var og óvenjulega mikill um haustið og fram á vetur; var
aflinn fluttur jafnharðan á gufuskipum til útlanda. Um haustið var nokk-
ur afli víðast hvar sunnan og vestan lands. Þilskipaafli sunnan lands og
vestan varð í góðu meðallagi: 24—62,000 fiska á skip og 200—600 tunn-
ur lifrar á skip hjá þeim, er hákarlaveiðar stunduðu. Á norðurlandi var
hákarlsafli þessu líkur yfirleitt; mestur afli þar á skip var 690 tunnur lifr-
ar, minstur 171 tunna. HvalVeiðamennirnir 3 á Vestfjörðum veiddu alls
206 hvali.
Verzlun var mönnum óhæg mjög á þessu ári og verð fremur lágt,
einkurn á allri landvöru, en fiskur komst að lokum í viðunanlegt verð, 48—
60 kr.; um haustið hækkaði verð á allri kornvöru gífurlega í flestum kaup-
túnum landsins sökum uppskerubrests erlendis og fyrir þá hina sömu sök
lækkaði svo mjög verð á lifandi fé á enskum mörkuðum, en það hafði í
för með sér verðlækkun allmikla á sláturfé innan lands, nemaí Rvík; þar
var verðið litlu einu lægra en undanfarin ár. Á erlendum mörkuðum seld-
ust íslenzkar vörur svo sem hér segir: Hvít ull norðlenzk, hin bezta, seld-
ist í Khöfn. á 64V2—72 a. lakari á 61—62 a., austfirzk á 66 a. og
sunnlenzk og vestfirzk á 67—66 a. Mislit ull seldist á 46—-60 a., svört á
52—66 a. Óþvegin hvít haustull seldist á 46—60 a. Á Englandi seld-
ist hvít ull sunnlenzk á 64—66 aura. Alls var flutt héðan á árinu
um l1/2 miljón punda af ull og var allmikið óselt við árslokin. —
í Kaupmhöfn seldist austfirzkur og norðlenzkur saltfiskur á 47—60 kr. skp.,
vestfirzkur á 39—76 kr., smáfiskur á 29—38 kr. ýsa á 24—48 kr. og langa
á 44—62 kr. eptir gæðum. Á Englandi seldist saltfiskur á 17—19V2 pd
sterl. smálestin, langa og smáfiskur á 16—1772 pd. sterl. og ýsa á 12—
14 pd. sterl. Á Spáni seldist saltfiskur á 4972—-647b kr.; en annars seld-
ist fiskur þar dræmt og var töluvert óselt við árslokin. í Genúa seldist