Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 16
16
Mentun og menning.
einkunn, 9 aðra og 1 þriðju einkunn. Af stúdentunum fóru 8 til háskólana,
7 í prestaskðlann og 1 í dýralækningaskólann i Kmhöfn. í byrjun skóla-
ársins 1891—92 voru lærisveinar þar 81.
í forspjallsvísindum við prestaskólann luku 9 stúdentar prófi um vorið,
en 2 stóðust eigi prófið.
Úr Möðruvallasköla útskrifuðust 11. í byrjun skólaársins 1891—92
voru þar 37 lærisveinar.
Úr Flensborgarskóla útskrifuðust 8; af þeim var einn kvenmaður. í
byrjun skólaársins 1891—92 voru þar 26 lærisveinar; þar voru og rúm
50 börn í barnaskóla.
Kvennaskóli nýr var stofnaður i Rvík og settur 28. okt. Frú Sigríð-
ur E. Magnússon frá Cambrigde hefir gengizt fyrir stofnun hans og safn-
að til þess fé hjá vinum sínum á Englandi og reist hér skólahús, er kall-
að er „Vinaminni"; í þeim skóla á að kenna hannyrðir og önnur kvenleg
störf öllu meira en i öðrum kvennaskólum hér á landi. í byrjun skóla-
ársins 1891—92 voru þar 15 lærimeyjar.
í Reykjavíkur kvennaskóla voru 43 lærimeyjar í byrjun skólaársins
1891—92. í Ytri-Eyjar kvennaskóla voru á sama tíma 36 og í Lauga-
lands kvennaskóla 30 lærimeyjar.
Samkvæmt lögum 22. mai f. á. var um haustið settur í Reykjavík
reglulegur stýrimannaskóli (1. okt.), og var skólastjóri skipaður Markús
F. Bjarnason, sá er áður hefir haft þar kenslu á hendi í sjómannafræði;
um sumarið lét hann reisa hús handa skðlanum, vandað og hentugt. Þá
er kensla byrjaði þar um haustið, voru þar 14 lærisveinar.
Búnaðarskólarnir voru og vel sóttir þetta ár eins og að undanförnu.
Úr Hólaskóla útskrifuðust um vorið 6 og úr Ólafsdalsskóla 5, en í hinum
skólunum höfðu engir verið svo lengi, að þar yrði burtfararpróf haldið.
Kensla daufdumba hér á landi var falin séra Ólafi Helgasyni í Gaul-
verjabæ á hendur 21. ágústm., og fór hann út um haustið til þess að
kynna sér kensluaðferðir í slikum skólum erlendis og búa sig að öðru
leyti undir það starf.
Um kenslumál var rætt og ritað eigi alllítið þetta árið, einkum al-
þýðumentunina, er eigi þykir svo góð sem vera ætti að mörgu leyti.
Meðal annars var það sérstaklega tekið fram, að hentugar kenslubækur
vantaði nær i öllum visindagreinum, þeim er kendar eru i öllum þorra
skóla hér á landi, og talið nauðsynlegt, að bót yrði á því ráðin. Þá var
og mikið rætt um að koma á kenslu í skólaiðnaði við einn eða fleiri skóla