Skírnir - 01.07.1891, Page 19
Mentun og mennifig.
19
(o: hestana og níðslu þeirra). Þessar ræður voru haldnar í Kvík. Þor-
lákur Johnsson flutti í Newcastle (14. apr.) tölu um íslánd og hag þjóðar
vorrar nó á tímum; var gerður að henni góður rómur.
Sjónleikar voru leiknir í Rvík skömmu eptir nýárið: Nýársnóttin,
eptir Indriða Einarsson, Æflntýri á gönguför, eptir C. Hostrup, og Dal-
hæjarprestsetrið, eptir A. Hansen. í „Reykjavíkur-klúbb“ var Ieikið „Eitt
kvöld í klóbbnum11, gamanleikur eptir Björn M. Ólsen. Lærisveinar lærða
skólans léku Hrekkjabrögð Scapins, eptir Moliére, og Arabska duptið, eptir
Holberg. Á Sauðárkróki var leikið Æflntýri á gönguför1, „Abekatten“ og
„Et uhyre“, bæði á dönsku; ágóðinn var ætlaður til kirkjugerðar þar.
Miimingarhátíð héldu Dýrfirðingar á Þingeyri 12. sept. um 1000 ára
bygging fjarðarins. Þar voru samankorain full 500 manns og byrjaði hátíðin
með guðsþjónustu og flutti þar ræðu séra Kristinn Daníelsson prestur að
Söndum, síðan skemtu menn sér við ræðuhöld, dans og annað, er til gleði
varð fundið.
Ferðamenn útlendir komu hingað margir um sumarið; flestir þeirra
voru Englendingar. Einn þeirra, Prederick W. W. Howell frá Birming-
ham, komst alla leið upp á Knapp, efsta tind Öræfajökuls, 17. ág. í björtu
veðri og hafði 3 íslenzka menn til fylgdar; annar Englendingur, er í fór-
inni var, gafst upp á miðri leið. Þeir vor 21V2 klukkustund á þessari
ferð (ísaf. XVIII, 69). Landgreiflnn i Hessen, er nefndist hér barón
Gadendorf, bróðursonur Danadrotningar, kom hingað ásamt 2 þýzkum
aðalsmönnum, von Flotow og von Rappart, og dönskum stórkaupmanni,
er Funck hét; þeir fóru frá Rvík til Þingvalla, Geysis og Heklu og svo
norður Kaldadal og Grímstungnaheiði til Akureyrar. Hafði þeim þótt mik-
ils um vert stórfenglega og hrikalega fegurð landsins, hraun þess og
jökla, og bjartar sumarnætur, enda var hið fegursta veður og blíða alla
þá stund, er þeir voru hér á ferð.
Enda þótt veðurblíða væri inikil meiri hluta ársins, urðu slysfarir
allmiklar, engu minni en árið áður, og fémissur af veðrum og snöggum
íhlaupum. f sjó og vötnum druknaði fullur hálfur sjöundi tugur manna,
karla og kvenna, einkum sunnan og vestan lánds, en af öðrum slysum
fórust nær 10 manns, urðu úti, brunnu inni eða týndust á annan hátt.
Þilskip brotnuðu alls 10 hér við land; þau voru öll titlend eign, nema
eitt. Nokkur þeirra braut í aftakaveðri á landsunnan sunnudaginn 12.
2*